Fréttir - Eyjafréttir - 12.07.2001, Page 15
Fimmtudagur 12. júlí 2001
Fréttir
15
Selma Ragnarsdóttirfatahönnuður:
Frábært að fá þetta tækifæri
-til að kynnast fólki í greininni. Fékk mikla athygli og naut þess að vera frá Eyjum
Selma Ragnarsdóttir segir það á
margan hátt hafa verið merkilega
upplifun að fá að taka þátt í
Midnight Fashion Show. Hún fór til
móts við hópinn í Reykjavík og kom
með þeim með til Eyja.
„Fyrsta upplifun fjölmiðlafólks og
annarra gesta var mjög sterk þegar
siglt var inn höfnina í þoku sem setti
dulúð á umhverfið,11 segir Selma.
„Fólki var komið fyrir á sjö gisti-
stöðum í bænum og byrjaði dagskráin
á því að sjá bíómynd hjá Eyja-
myndum. Eftir bíósýninguna var
haldið með rútum Gísla Magnússonar
upp í eldgíg þar sem Grímur Gíslason
og hans fólk buðu upp á dýrindis
kræsingar. Fólk var almennt mjög
spennt fyrir Eldfellinu og fóru flestir
upp í gíginn og margir upp á topp þrátt
fyrir misjafnan skóbúnað. Nokkrir
tóku með sér heita steina og sand í
flösku til minningar um ferðina.“
Laugardagurinn byijaði með mikilli
vinnu fatahönnuða og fyrirsætna í
Bamaskólanum. Allurhópurinn hitt-
ist síðan í hádegismat í Höllinni.
Fjölmiðlafólk fór í bátsferð með
Víkingi og var siglt umhverfis Heima-
ey en um kvöldið mættu allir í Höllina
kl. 20.00 í fordrykk og kvöldmat.
Selma segir að veðrið hafi sett
starfsfólk út af laginu og ekki var útlit
fyrir að MSFS færi fram á Skans-
svæðinu vegna mikillar rigningar.
Varaáætlun hljóðaði upp á að flytja
sýninguna í Höllina en um kvöld-
matarleytið tók að stytta upp. Þá var
alit sett á fullt við að undirbúa
Skanssvæðið fyrir sýninguna. MSFS
fór fram rétt eftir miðnætti og þótti
takast í alla staði mjög vel þrátt fyrir
smávægilegra örðugleika sem stöfuðu
meðal annars af veðráttunni.
„Ég var sjálf þátttakandi í sýn-
ingunni og kynntist ég íjölda fólks unt
helgina sem er að vinna við það sama
og ég. Langflesúr voru yfir sig hrifnir
af Eyjunum og öllu því sem kom að
skipulagi Vestmannaeyinga. Tekið
var gríðarlega mikið af myndum og
sjónvarpsvélamar rúlluðu allan
tímann. Sjálf fékk ég mikla athygli
vegna tengsla minna við Vestmanna-
eyjar. Sjónvarpsstöðvarnar MTV og
Fashion TV tóku viðtöl við mig um
hönnun mína og að sjálfsögðu snerust
viðtölin að stómm hluta um Eyjamar.
Ég tel að Eyjan okkar hafi fengið
þarna virkilega góðan hóp fólks í
heimsókn, sem eflaust á eftir að skila
bæjarfélaginu og mér sem fata-
hönnuði miklu. Allir sem ég tal-
aði við voru yfir sig hrifnir af öllu í
Vestmannaeyjum og þætti Eyjafólks í
sýningunni. En nokkrir vom ekki
ánægðir með skipulag stjórnenda á
sjálfri sýningunni."
Selma segir að MSFS hafi verið
fyrst og fremst stór upplifun fyrir sig
og frábært hafi verið að fá þetta
tækifæri til að kynnast fólki í grein-
inni. „Þama vom viss tækifæri sem ég
held að ég hafi nýtt vel. Ég kom mér í
samband við áhugaverða aðila en
árangurinn kemur ekki í ljós fyrr en
eftir tvo til þrjá mánuði í fyrsta lagi.
Ég er búin að gera samning við
verslun í Reykjavik um að selja línuna
mína. Sérstaklega vil ég þakka þakka
vinkonum mínunt Hafdísi, Hrönn og
Bryndísi og Kidda og fjölskyldunni
fyrir þolinmæðina. Stuðningur
Vestmannaeyinga var frábær og vil ég
þakka öllum þeim fjölmörgu sem
lögðu mér lið.“
SJÁLF fékk ég mikla athygli vegna tengsla minna við Vestmanna-
eyjar. Sjónvarpsstöðvarnar MTV og Fashion TV tóku viðtöl við mig
um hönnun mína og að sjálfsögðu snerust viðtölin að stórum hluta
um Eyjarnar.
LÍNAN, sem Selma sýndi á MSFS. -Ég er búin að gera s...ming við
verslun í Reykjavík um að selja línuna mína, segii hún. Hvað annað
sýningin á eftir að gera fyrir hana kemur í ljós á næstu mánuðum.
HARGREIÐSLUFOLK á fullu við vinnu sína á Hressó.
Kynntist skemmtilegu fólki
Þórunn Rúnarsdóttir á Hárhúsinu
sagði það hafa verið frábæra lífs-
reynslu að fá að taka þátt í MSFS.
„Maður kynntist hellingi af
skemmtilegu fólki. Fyrirsætumar sem
tóku þátt í sýningunni gerðu engar
kröfur en hönnuðurnir sögðu til um
hvemig hárið átti að vera. Hittum við
þá deginum áður þar sem þeir lögðu
línumar. Ég hélt að þetta yrði erfiðara
en þeir voru allir mjög þægilegir og
jákvæðir.“
Þórunn sagði að mikill atgangur
haft verið í húsi Bæjarveitna á Skans-
inum þar sem öllu ægði saman.
„Stelpurnar komust ekkerl afsíðis og
urðu að skipta um föt innan um okkur
hin. Þarna hefði mátt setja upp
smáskilrúm og snaga fyrir hönnuðina.
Fannst mér þessi aðstaða niður-
lægjandi fyrir stelpurnar. Þetta er það
eina sem mér fannst að hefði mátt
betur fara. En að lokum langar mig til
að þakka öllunt skemmtilegt samstarf
við sýninguna," sagði Þórunn.
Þúsund kossar til allra
-sem hjálpuðu mér, segir Selma
Fagfólk í Vestmannaeyjum lagði
sitt af mörkum á sýningunni og
voru allir sammála um að það hefði
staðið sig mjög vel.
Um hárgreiðslu sáu Mæja og Þór-
unn á Hárhúsinu, Nanna og Olöf á
EnnEll og ÓIi Boggi á Space. Förðun-
arfræðingar voru Aníta á Snyrtistofu
Anítu, Ragnheiður á Farðanum og
Fanney á Snyrtistofu Agústu. Þau
fengu inni á Hressó með vinnu sína.
Þrír Eyjapeyjar voru fengnir til að
sýna fyrir finnska hönnuði því í ljós
kom að það þurfti fleiri karlfyrirsætur.
Þeir voru ívar, Hlynur, Ágúst og Daði.
Aðrir sem Selma vill nefna eru
Þróunarfélagið, Fréttir, Hafdís Krist-
jáns, Egill og Magnús Arngrímssynir,
Jóhann Ingi, ÍBV, Edda Sigrún sem
kom fram sem Fjallkonan og margir
fleiri. „Þessu fólki vil ég þakka frá-
bæra vinnu og ekki má gleyma öllum
sem styrktu verkefnið fjárhagslega.
Þúsund kossar til ykkar allra,“ sagði
Selma að lokum.
BÖRKUR í Bankanum og Magnús Kristinsson útgerðarmaður voru
meðal ntargra áhugasamra gesta sem fylgdust með sýningunni. Eru
þeir rneðal margra sem Selma vill senda að minnsta kosti þúsund
kossa fyrir aðstoðina.