Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2001, Page 1

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2001, Page 1
28. árgangur • Vestmannaeyjum 26. júlí 2001 • 30. tölublað • Verð kr. 150,-« Sími: 481 1300 • Fax: 481 1293 til margra ára. Bjarni Jónasson og Páll Zóphóníasson í einum af sínum mörgu göngutúrum Þakklátur fyrir hlýju og stuðning í erfiðri stöðu ■segir Árni Johnsen við Eyjamenn og annað stuðningsfólk Árni Johnsen alþingismaður hefur lítið látið hafa eftir sér í fjölmiðlum síðan mál hans komust í sviðsljósið fyrir um hálfum mánuði. Þegar Fréttir höfðu samband við hann í gær vildi hann koma á framfæri þakklæti til Eyjamanna og annarra sem stutt hafa hann síðustu daga. Um leið harmar hann þau mistök sem honum hafa orðið á. „I fyrsta lagi hlýt ég að harma þau mistök sem mér hafa orðið á,“ segir Árni. „Ég veit ekki hvernig ég hefði get- að gengið í gegnum þann fjöl- miðlagötubardaga sem ég hef mátt þola ef ég hefði ekki verið heima í Eyjum og fundið fyrir mikilli hlýju og stuðningi í erfiðri stöðu. Fyrir það er ég þakklátur mínu heima- fólki. Ég hef líka fengið hundruð kveðja og hvatninga frá ólíklegasta fólki um allt Iand og ekki síst úr mínu kjördæmi.“ Árni segist ósköp lítið geta tjáð sig eða útskýrt sín mál á þessu stigi. „Öll mín mál eru undir eins og er en ég mun kappkosta að þetta gangi greiðlega fyrir sig og það taki sem minnstan tíma. Núna þarf ég að spúla eigið dekk og freista þess að lifa af ótrúlegar innri kvalir. Ég vona að þegar þessi lota er gengin yfir að þá fái ég tækifæri til að horfa fram á veginn iræð ykkur inn í nýja framtíð,“ sagði Árni að endingu. Veitingasala í Týsheimilinu til að mæta kostnaði IBV vegna löggæslu í bænum Að þessu sinni verður veitinga- sala í tengslum við þjóðhátíð ekki aðeins í veitingatjaldinu heldur einnig í Týsheimilinu. Það er ÍBV íþróttafélag sem sér um veitinga- söluna, bæði í tjaldinu og Týs- heimilinu. Magnús Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri IBV, segir að veit- ingasalan í Týsheimilinu verði opin frá kl. 10 til 20 alla þjóðhátíðar- dagana. Þar verða á boðstólum svipaðar veitingar og er að hafa í þjóðhátíðartjaldinu, hamborgarar, samlokur, pizzur og fleira í þeim dúr en þessi veitingasala er rekin í samráði við Pizza 67. Magnús segir ekkert launungarmál að með þessu sé verið að reyna að auka tekjur félagsins til að mæta þeim kostnaði sem hlýst af þátttöku félagsins í löggæslu yfir þjóðhátíð- ina. „Okkur er gert að greiða fyrir löggæsluna, ekki inni í Dal, heldur í bænum yfir þessa daga. Veitinga- menn og sjoppueigendur eru auð- vitað ekkert mjög sáttir við þennan veitingarekstur en flestir þeirra segjast þó skilja okkar afstöðu. Við buðum þeim að taka þátt í greiðslu á þessum löggæslukostnaði gegn því að við hættum við veitingasölu í Týsheimilinu en þeir voru ekki reiðubúnir til þess. Við verðum ein- hvern veginn að reyna að ná inn fé fyrir þessum aukakostnaði sem er dengt á okkur vegna löggæslunnar og það varð úr að reyna þetta,“ segir Magnús . Akveðnir í að endurbyggja Herjólfsbæ -segir Ásmundur Friðriksson, formaður félags sem stofnað var um framkvæmdina Félag um byggingu Herjólfs- bæjar í Herjólfsdal lifir góðu lífi þó það hati ekki enn orðið sér út um kcnnitölu. Þetta segir Ásmundur Friðriksson, formaður félagsins og segir líka að félagið hafi verið stofnað snemma á þessu ári og hafi þann tilgang einan að endurbyggja bæ Herjólfs Bárðar- sonar í Herjólfsbæ. „Við viljum gera þetta í tengslum við aðrar endurbætur í Herjólfsdal. Þær miða að því að Dalurinn verði fólkvangur og er líka tekið mið af þörfum þjóðhátíðar," sagði Ásmundur. Hann segir að framkvæmdir séu ekki farnar af stað og ekki hafi enn verið sótt um leyfi tiþbæjarstjórnar eða þjóðminjaráðs. „Ástæðan er sú að ekki er enn búið að tryggja nægi- legt fjármagn til framkvæmdanna. Hið opinbera hefur veitt tíu millj- ónum króna til verksins og hafa þær ekki enn verið nýttar. Verða fengnir menn með reynslu til að teikna húsið og byggja það,“ sagði Ás- mundur formaður að lokum. HANDKNATTLEIKSDEILD kvenna efndi til bryggjudags á laugardaginn þar sem boðið var upp á skemmtun, veitingar og hægt var að kaupa fisk í matinn. TM-ÖRYGGI fyrir fjölskylduna sameinar öll tryggingamálin á einfaldan og hagkvæman hátt Bílaverkstæðið Bragginn s.f. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð Sími 481 3235 . Rettmgar og sprautun Sími 481 1535 SUMARÁÆTLUN HERJÓLFS Júní - september Fró Vestmannaeyjum Fró Þorlókshöfn Alla daga. 8.15 12.00 Aukaferð món., fim., fös. og sun. 15.30 19.00 HERJÓLFUR Nónari upplýsingar: Vestmannaeyjar: Sími 481-2800 • Fax 481 2991 Þorlókshöfn: Sími 483-3413 *Fax 483 3924 Jindfiutningar / SAMSKIP

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.