Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2001, Síða 2
2
Fréttir
Fimmtudagurinn 26. júlí 2001
Rólegur júlí
í síðustu viku voru 207 færslur í
dagbók lögrcglu og er það nokkuð
minna en var í vikunni þar áður. Er
þetta nokkuð í takt við undanfarin
ár en síðustu vikurnar fyrir þjóð-
hátíð hafa að jafnaði verið einkar
rólegar hjá lögreglu.
Óboðinn vekjari
Upp úr hádegi á laugardag var
lögreglu lilkynnt að maður hefði
farið óboðinn í hús í bænum og
óskaði húsráðandi eftir að lögreglan
fjarlægði hinn óboðna gest. í ljós
kom að sá óboðni hafði l'arið inn
um glugga í þeim tilgangi að vekja
húsráðanda. Náðust sættir milli
þeirra tveggja og urðu ekki frekari
eftirmál af heimsókninni.
Rúðubrot
Aðeins eitl skemmdarverk var
tilkynnt lögreglu í vikunni og var
það rúðubrot í vinnuskúr við
malarvöllinn í Löngulág. Ekki er
vitað hver þar var að verki en talið
að rúðan hafi verið brotin um
síðustu helgi.
Níundi stúturinn
Alls voru 14 kærðir fyrir brot á
umferðarlögum í vikunni. Einn var
stöðvaður, grunaður um ölvun við
akstur, og er þelta níundi ölvun-
arakstur ársins á móti fimmtán á
síðasta ári þannig að þróunin er í
rétta átt. Fimm voru kærðir fyrir að
leggja ólöglega, limm höfðu ekki
öryggisbelti spennt í akstri, einn
liafði ekki endurnýjað ökuskírteini
sitt og í einu lilviki voru höfð
afskipti af barni sem var hjálmlaust
á hjóli.
Óhöpp og slys
Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnl
lögreglu í vikunni. Voru þau öll
minni háttar og engin slys á fólki.
Þá var eitt slys lilkynnt. átli það sér
stað í Spröngunni en þar hafði níu
ára bam fallið og meiðst á fæti. Var
farið með barnið á sjúkrahúsið þar
sem gert var að meiðslum þess.
Golfskólamótið ó
sunnudag
Á sunnudag kl. 13 er stórmót
Golfskólans á dagskrá. Þá munu
nemendur Golfskólans spila níu
holur með forráðamönnum sínum
og sleginn betri bolti. Þeirforráða-
menn sem þess óska geta fengið
leiðsögn í golfleik, sér að kostnað-
arlausu, í dag og á morgun milli kl.
15 og 16 á æfingasvæði GV.
Næstu Fréttir ó
miðvikudag
Nú fer þjóðhátíðin í hönd og af
þeini sökum koma Fréttir út á
miðvikudaginn.
Auglýsendur og greinahöfundar
eru beðnir um að hafa þetla í huga.
Skila þarf greinum í síðasta lagi á
mánudag og auglýsingum fyrir
þriðjudagskvöld.
Flugmálastjórn í startholunum vegna Þjóðhátíðar:
Unnið eftir kerfi sem þróað
hefur verið undanfarin ár
-en línurnar hafa verið skerptar og sett hefur verið upp verkskipulag um vinnutilhögun
MIKIL umferð uni Vestmannaeyjaflugvöll fylgir þjóðhátíðinni og hafa starfsmenn Flugmálastofnunar
verið að þróa verklag til að taka á móti þeim þúsundum farþega sem fara um völlinn þjóðhátíðarhelgina.
Flugmálastjórn hefur lagt línurnar
um verklag starfsmanna flugvallar-
ins yfir þjóðhátíðina. Auk þess
hefur verið fundað með aðilum sem
koma að þjóðhátíðarhaldinu með
einhverjum hætti og þeim gerð
grein fyrir verkskipulagi flugvallar-
ins. Þá er nýr og öflugur slökkvibfll
væntanlegur til Eyja fyrir þjóð-
hátíð.
Jón Baldvin Pálsson, umdæmisstjóri
Flugmálastjómar, segir að í megin-
atriðum sé unnið el'tir kerfi sem þeir
hafa verið að þróa undanfarin ár en til
að auðvelda fólki að starfa hafi núna
verið sett upp verklagsskipulag um
vinnutilhögun. „Helsti munurinn er að
við höfum skerpt lfnurnar og komið
þessu á blað,“ segir Jón Baldvin. „Við
verðum með fimm starfsmenn í
flugstöð og á flughlaði við stjórnun og
öryggiseftirlit sem einnig eru tiltækir
ef slys eða bruna ber að höndum. I
flugtumi verða tveir til fimm eftir
álagi og svo verðum við með tvo lög-
reglumerin okkur til halds og trausts.
Er það nýjung."
Jón Baldvin segir að viðbúnaður á
Bakka verði aukinn. „Svo munu menn
frá Flugöryggissviði fylgjast með
flugrekstraraðilum, flugvélum og flug-
mönnum vítt og breitt um landið."
Flugmálastjórn hefur fundað með
fulltrúum bæjarstjórnar, sýslumanns,
lögreglu, Sjúkrahúss og þjóðhátíðar-
nefndar og gert þeint grein fyrir
viðbúnaði og verklagi á flugvellinum.
„Fyrir þjóðhátíð verður svo fundur á
vegum sýslumannsembættisins þar
sem allir þcssir aðilar hittast til að
ganga úr skugga um að kerfið virki
ömgglega."
Eftir flugslysaæfmgu árið 1998 var
ákveðið að nýta tækjageymslu flug-
vallarins sem greiningarstöð slasaðra
ef hópslys verður, hvort sem það yrði
flugslys eða hópslys af öðru tagi.
„Ástæðan er að Sjúkrahúsið í Vest-
mannaeyjum ræður ekki við að taka á
móti miklum fjölda slasaöra," sagði
Jón Baldvin.
Starfsmenn Flugmálastjórnar í
Eyjum hafa haft yfir tveimur slökkvi-
bílum að ráða og er sá stærri 1200
lítra. Ingibergur Einarsson flug-
vallarstjóri segir að á næstu dögum sé
væntanlegur mun stærri og öflugri
slökkvibíll. „Við erum að fá 5100 lítra
bíl með froðubúnaði sem stenst
alþjóðlega staðla. Við höfum því yfir
að ráða 6300 lítrum af vatni yfir
þjóðhátíðina. Bíllinn getur líka nýst
bænum ef stórbmni verður í skipi eða
verksmiðju. Við emm því ekki aðeins
með hagsntuni flugsins í huga þegar
við setjum þennan bíl út í Eyjar,“
sagði Jón Baldvin að lokum.
Flugfélag íslands:
Öllu starfsfólki í Eyjum líklega sagt upp
Eins og fram kom í síðasta blaði
hyggst Flugfélag ísfands hætta
áætlunarflugi milli Reykjavíkur og
Vestmannaeyja þann 1. október nk.
Haft er ef'tir Jóni Karli Ólafssyni,
framkvæmdastjóra Flugfélagsins
að þetta sé einn þátlurinn í því að
bæta rekstrarskilyrði lelagsins sem
rekið hefur verið með tapi undan-
farin ár. Auk þess að hætta flugi til
Eyja verður einnig hætt að fl.júga
milli Reykjavíkur og Hornafjarðar.
Bragi Ólafsson, umdæmisstjóri
Flugfélags Islands, hefur starfað hjá
félaginu frá 15. september 1973.
Hann segir að starfsmenn í Eyjum hafi
enn ekki fengið uppsagnarbréf en þau
muni líklega birtast um næstu
mánaðamót. Þá eru þrír mánuðir þar
til áætlunarfluginu verður hætt. Bragi
segir að starfsmenn Flugfélags Islands
í Vestmannaeyjum hafi verið fjórir
ylir vetrartímann cn Ijölgað í átta yfir
sumartímann. Bragi sagðist ekki eiga
von á öðru en öllum yrði sagt upp en
vildi ekki tjá sig frekar um málið fyrr
en uppsagnarbréfin hefðu borist.
HELMINGUR starfsfólks Flugfélagsins í Vestmannaeyjum, f.v. Ottó Óskarsson, Laufey Bjarnadóttir,
Bragi og Kichard Guðniundsson.
Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: ÓmarGarðarsson. Blaðamenn: Sigurgeir Jónsson, Guðbjörg
Sigurgeirsdóttir. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson.
Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-
1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is
FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Kránni,
Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn og í Jolla í Hafnarfirði. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að
Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað eróheimilt nema heimilda sé getið.
FRETTIR