Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2001, Síða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2001, Síða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 26. júlí 2001 Enn fleiri stelpur í golfið Vestmannaeyjameistaramótinu í golfi lauk á laugardag. Þar vakti hvað mesta athygli ungur kylfingur sem vann 1. flokkinn næsta örugglega. Hann lék frábært golfá öðrum degi keppninnar, fórþá 18 holurá 69 höggum eða einum undir pari og gerði þar með í raun út um keppnina í 1. flokki. Hann vinnur í sumar hjá Golfskóla GV við að leiðbeina öðrum ungum kylfingum. Þessi efnilegi kylfingur er Eyjamaður vikunnar. Fullt nafn? Hlynur Stefánsson. Fæðingardagur og ár? 22. júlí 1984. Hélt upp á 17 ára afmælið daginn eftir mótið og það má segja að þessi árangur hafi verið fín afmælisgjöf. Fæðingarstaður? Mexico. Fjölskylda? Bý heima hjá foreldrunum, Stef- áni Sævari Guðjónssyni og Sif Svavarsdóttur. Hvert er draumastarfið? Það er algjörlega óákveðið. Hvernig bíl vildir þú helst eiga? Ford eða BMW. Hver er þinn helsti kostur? Ég reyni að vera hress og jákvæður. Hvaða eiginleika vildir þú helst vera án? Eitthvað af neikvæðninni mætti detta burt. Uppáhaldsmatur? Hangikjöt á jólunum. Versti matur? Fiskibollur. Með hvaða aðila vildir þú helst eyða helgi? Það væri fínt að spila svo sem 18 holur með Tiger Woods. Aðaláhugamál? Golf og aðrar íþróttir, kvikmyndir. Svo teikna ég líka mikið. Hvar vildir þú eiga heima annars staðar en í Eyjum? I Mexico. Hvaða íslendingur finnst þér standa upp úr um þessar mundir? ÁrniJohnsen. Uppáhaldsíþróttamaður eða íþróttafélag? GV er mitt félag og Tiger Woods er uppáhaldsíþróttamaðurinn. Stundar þú einhverja íþrótt? Golf á sumrin og borð- tennisáveturna. Ertu hjátrúarfullur? Nei. Uppáhaldssjónvarpsefni? íþróttir. Besta bíómynd sem þú hefur séð? Matrix. Hvað finnst þér gera fólk aðlaðandi? Jákvæðni í hugarfari og framkomu. Hvað finnst þér gera fólk fráhrindandi? Neikvæðni og stælar. Hvað lækkaðir þú um mikið í forgjöf á mótinu? Um 2,2. Ég var með 8,7 í forgjöf fyrir mótið en lækkaði niður í 6,5. Á að spila í meistaraflokki á næsta ári? Stefnan er allavega sett á það. Með hverjum hélstu í Opna breska mótinu? Ég hef alltaf haldið með Tigernum og gerði það líka núna. Annars var hann ekki að sýna sínar bestu hliðar í því móti. Hvað er skemmtilegast við golfið? Fjölbreytnin. Þar getur allt gerst eins og reyndar sást í British Open. Eitthvað að lokum? Garðar Heiðar, vinur minn, svaraði þessari spurningu fyrr í sumar á þann hátt að það vantaði fleiri stelpur í golfið. Ég tek undir það og segi bara: „Enn fleiri stelpur í golfið." Hlynur Stefánsson er Eyjamaður vikunnar Matgæðingarnir eru Ólafur H. Sigurjónsson og Svava Hafsteinsdóttir. Suðræn Eyjaýsa úr Baldri VE Suðræn Eyjaýsa Rétturinn sem við ætlum að bjóða uppá er fljótlegur og þægilegur fiskréttur, sem byggist á hæfilega lítið eldaðri ýsu og hæfilega sterkri sósu. í réttinn þarf: 600 - 700 g ýsuflök ( helst jafn fersk og Baldur VE 24 færir að landi), salt, pipar og sítrónusafa. í sósuna fer: Hálfur blaðlaukur, 1 st laukur, ca 200 g sveppir (má sleppa), 1 pk frosið grænmeti (spergilkál, gulrætur og blómkáls blanda), 1 dós Hunts - Ready, Chili tómatsósa (eða tómatadós + chili sósa), Basil, rósmarín (og etv. fleiri jurtakrydd) eftir smekk. Rifinn ostur og matarolía. Laukarnir og sveppirnir eru mýkt í olíu, tómatsósan sett útí ásamt grænmetinu og kryddað eftir smekk. Betra er að hafa sósuna nokkuð bragðsterka. Látið malla í 5 - 6 mínútur á meðan átt er við fiskinn. Ýsuflökin eru roðflett, snyrt og skorin í hæfilega bita, sem raðað er í smurt eldfast fat. Kryddað með sítrónusafa, salti og svörtum pipar. Fiskurinn er svo settur í 3 mínútur í örbylgjuofn (hæsta stilling), tekinn út og sósunni helt yfir, rifinn ostur þar ofaná og réttinum brugðið undir vel heitt grill í 3 - 5 mínútur. Meðlæti er ekki nauðsynlegt, en gott brauð eða annað sem feliur að smekk neytenda, sakar ekki. Mikilvægast er þó að kokkurinn sé djarfur og matargestir jákvæðir. Við ætlum að skora næst á hjónin Pál G. Ágústsson umsjónarmann Framhaldsskólans og Sigurbjörgu Stefánsdóttur skrifstofustjóra, sem Svava Hafsteinsdóttir og Ólafur H. Sigurjónsson matgæðingar vikunnar Nýfæddir Vestmannaeyingar Litla stúlkan á myndinni heitir Ragnheiður Sigurðardóttir og fæddist 19. júlí sl. Hún var 16 merkur og 54,5 em og Ijósmóðir var Guðný Bjamadóttir. Foreldrar hennar eru Sigurður Ingi Ingason og Anna Lilja Sigurðardóttir og með henni á myndinni er móðursystir hennar Elísa Sigurðardóttir. Þann 7. júni eignuðust Friðvör Harðardóttir og Pétur Pétursson dreng. Hann vó 3764 gr og var 54 cm. Ljósmóðir var Drífa Björnsdóttir. Fjölskyldan býr að Faxastíg 24 og með litla drengnum á myndinni em systkini hans Andri, Aron og Inga Lára. Á dÖfÍTTTTÍ 4* JÚlí 28. Golfmót, Sjómonna- og útvegsmonnamótið. 29. Golfskólamótið kl. 13. 31. KFS ■ GG ó Hellgafellsvelli kl. 20.00. Ágúst I. Símadeild karlo ÍBV-Fram kl. 20.00. 3. Þjóðhótíð Vestmonnaeyja. II. Golfmót, Suðurlandsmótið. 14. KFS ■ Njorðvík kl. 19.00 ó Helgafellsvelli. 17. Golfmót, Sveitokeppni 2. deildar 18. Kammertónleikar Áshildar Haraldsdóttur í Listaskólanum. 19. Símadeild karla, ÍBV-Grindavík kl. 18.00. 21. Símadeild kvenna, ÍBV-Stjarnan kl. 18.00.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.