Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2001, Side 7

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2001, Side 7
Fimmtudagur 26. júlí 2001 Fréttir 7 Ragneiður fegurðardrottning ófrísk: Hún heldur titlinum -en tekur ekki þátt í fegurðarsamkeppni Ragnheiður Guðnadóttir fegurðar- drottning Islands og unnusti henn- ar, Baldur Rafn Gylfason hár- greiðslumeistari, eiga von á barni. Ragnheiður sagðist í viðtali við Fréttir að sjálfsögðu bera titilinn áfram og kemur til með að krýna fegurðar- drottningu næsta árs þegar að því kemur. „Eg finn fyrir mikilli gleði og hamingju. Ég er búin að reyna svo margt í lífinu þannig að ég er alveg tilbúin og veit að ég er ekki að missa af neinu. Vaðandi keppnina í Japan, Miss International, þá ætlaði ég ekki að fara því ég var ekki sátt við það sem krafist var í samningnum. Ég reikna með að Iris sem var í þriðja sæti fari í þá keppni og hún á örugg- lega sömu möguleika þar og ég hefði haft. Ég var að koma úr skoðun, mamma var með mér og það ríkir mikil gleði hjá okkur öllum. Við Baldur Rafn vorum búin að ræða barneignir og þó svo það hafi ekki verið planað á þessu ári þá trúi ég því að hvert barn komi þegar því er það ætlað. Auðvitað breytist margt en það verður nýtt líf og ég hlakka til og við erum hamingjusöm," sagði Ragn- heiður RAGNHEIÐUR kvöldið sem hún var krýnd fegurðardrottning Islands Brennan á Fjósakletti rís nú hratt. Brennupeyjar hafa verið duglegir að undantörnu að safna að sér efni og stefnir í eina stærstu brennu sem sögur fara af. Partýtjald 5.995 kr. Kælibox 1.995 kr. Flíspeysur 4.990 kr. Ljos, nælar, plast og flest annað í tjaldið fæst hjá okkur HUSEY BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYINGA Tjaldstoll 1.550 kr. Fjölsýn færir út kvíarnar: Tíunda rásin bætist við í næstu viku Undanfarið hefur ein sjón- varpsrás Fjölsýnar verið til viðgerðar í hjá framleiðandanum í Bandaríkjunum. Reiknað er með að hún komi úr viðgerð á næstu dögum, auk þess sem búnaður til að fjölga rásum kemur um leið. Bætist þá tíunda rásin við. Þá hefur verið unnið að því undanfamar vikur að koma upp stafrænum útsendingum á Fjölsýn. Við það aukast myndgæði til muna og afstaða gerfihnatta til okkar hefur |rá ekki eins mikil áhrif á nrynd- gæðin. En slíkt hefur verið vandamál á vissum tíma ársins. Hafnar eru útsendingar á bandarískri kristilegri stöð sem heitir 3ABN. Er hún send út órugluð og ókeypis og allir sem hafa til þess gerð loftnet geta séð hana, A þeirri stöð eru í bland útsendingar frá kristilegum samkomum, bamaefni, matarþættir, leikfimi og ýmislegt fleira. Þá er fyrirhugað að senda út textað efni í einhverjum mæli í haust. Fjölsýn sendir út þessa stöð, sem verktaki, en áhugafólk um slíkt sjónvarpsefni hefur útsendingarréttinn og kostar hana. Skúlason - markaðslausnir ehf: Þjálfun starfsfólks hefst í næsta mánuði Eins og fram hefur koniiö í Fréttum hyggst fyrirtækið Skúlason setja upp útibú hér í Eyjum. Jóhannes Skúlason annar eingenda fyrirtækisins segirundirbúning vera í fullum gangi og verið er að vinna að tæknilegum atriðum. „Fyrirtækið hefur ekki áður sett upp útibú en undirbúningur gengur vel ogvið höf- um fengið þýskt ráðgjafafyrirtæki til að vinna þetta með okkur. Það er verið að vinna að tengingum á síma og nettengingum og að ýmsum tæknilegum atriðum. Ég verð í Eyjum á fimmtudag og við förum ylir hönnunina og teikningar á húsnæðinu við Skólavegi l. Þegar búið verður að tengja tæki og tól við húsnæði okkar að Laugavegi 3 förum við að kalla inn starfsfólk í þjálfun. Ég reikna með að það verði nálægt verslunar- mannahelgi. Við auglýstum eftir starfsfólki, við fengum mjög góð viðbrögð og ljóst að mjög hæfir einstaklingar sóttu um og raunar framar okkar björlustu vonum,“ sagði Jóhannes að lokun og var ánægður með þær viðtökur sem fyrirtækið hefur fengið í Eyjum. íslensk maivæli: Framleiðsla hafin Fyrirtækið íslensk matvæki hóf framleiðslu í Vestmannaeyjum sl. þriðjudag. Níu starfsmenn hófu störf hjá fyrirtækinu en framleiðslustjóri er Ingvar Karlsson. Reyklur lax er roð- flettur, sneiddur, og honum pakkað í neytendaumbúðir. Þorsteinn Sverris- son framkvæmdastjóri Þróunarfé- lagsins sagði tuttugu og fjórar um- sóknir hafa borist um störf hjá fyrirtækinu og þær standi áfram sé þess óskað. Vinnutími starfsmanna er frá klukkan sjö á morgnana til þrjú á daginn og launakjör sambærileg og í frystihúsunum. Aætlanir eru um að framleiðslan verði komin í fullan gang í október og þá verða framleiddir fleiri vöruflokkar. Framleiðslan er í húsi Fiskmark- aðarins við Friðarhöfn. Tapað - lánað? Þegar ég kom heim til Eyja, eftir vel heppnaða aðgerð á hné í Reykjavík, og hugðist fara að dunda mér í vinnu, gat ég hvergi fundið litla rafsuðutransarann minn og höggborvélina. Lfldega hefur einhver fengið þessa hluti að láni og farist fyrir að skila þeim. Nú vil ég vinsamlega biðja þann sem fékk tækin að láni að koma þeim inn í Fjölverk sem fyrst, og helst áður en hitt hnéð bilar líka. Siggi Gúmm Góður afli Af bátum ísfélagsins var það að frétta sl nriðvikudag að Bergey VE var á Breiðamerkurdýpi með 18 kör og Heimaey VE á Síðugrunni með 44 kör. Sigurður VE landaði tæpum þúsund tonnum í Krossanesi, Harpa VE var í Eyjum og Antares VE og Guðmundur VE á loðnumiðunum. Hjá Vinnslustöðinni landað Kap VE 800 tonnum aðfaranótt nriðvikudags. Drangavík VE landaði 100 körum í Hafnarfirði sl. þriðjudag og Jón Vídalín ÁR var væntanlegur á föstudag. Sighvatur Bjamason VE var á kolmunnaveiðum en kropp var hjá humarbátunum. Aukning hjá Herjólfi Samkvæmt upplýsingum frá Björgvini Arnaldssyni, Samskipum voru fluttir 44.400 farþegar með Herjólfi fyrslu sex mánuði þessa árs. Til samanburðar vom farþegamir 35.248 á sama tímabili árið 2000. Farþegum hefur því fjölgað um 9.152 farþega milli ára. Fyrstu sex máuði þessa árs vom fluttir 12.384 bflar en 9.470 í fyrra, aukning milli ára er því 2.914 bflar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.