Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2001, Síða 8
8
Fréttir
Fimmtudagur 26. júlí 2001
Lewis Neal og Marc Goodfellow kveðja í kvöld:
Lærdómsríkur tími hjá
ÍBV
MARC Goodfellow og Lewis Neal halda af landi brott strax í fyrramálið til liðs við félaga sína í Stoke
FC og hefja þar undirbúning fyrir komandi átök í vetur.
Leikurinn FH og ÍI5V í kvöld
verður kveðjuleikur Marc Good-
fellow og Lewis Neal, þeir halda af
landi brott strax í fyrramálið til liðs
við félaga sína í Stoke FC og hefja
þar undirbúning Ivrir komandi
átök í vetur.
Þeir félagar segja að þeim hafi líkað
dvölin vel, hún hati verið mjög
frábrugðin því sem þeir hafa átt að
venjast út í Englandi. Þeir vissu ekki
mikið um Vestmannaeyjar áður en
þeir komu, þó var búið að sýna þeim
ljósmyndabók frá Eyjunum og fræða
þá um íbúaijölda og þess háttar.
Veðrið er það sem hefur komið þeim
mest á óvart, það er mun betra en þeir
áttu von á og alls ekki ólíkt þeirri
veðrátlu sem þeir eru vanir. En hvað
hafa þeir verið að gera lil að drepa
tímann?
„Við erum mikið upp í íþróttahúsi,
að lyl'ta og svo i' heita potlinum, eins
höfum við spilað aðeins golf,“ sagði
Lewis Neal en Marc Goodfellow bætti
við að líklega væru þeir nú búnir að
eyða meiri tíma í heita pottinum en á
golfvellinum sent sæist best á skor-
kortunum.
Aðspurðir segja þeir íslenskan
fótbolta á svipuðu plani og í ensku 2.
deildinni sem þeir þekkja, það hefur
komið þeim á óvart hversu margir
góðir knattspyrnumenn eru hér á
landi.
Þeir voru ekki mjög viljugir að taka
út sérstaka leikmenn í IBV liðinu sem
þeir teldu að gætu komist í Stoke liðið,
en nefndu þá Gunnar Heiðar Þor-
valdsson, Atla Jóhannsson og Kjartan
Antonsson. Eins sögðu þeir að gömlu
kempurnar Hlynur Stefánsson og
Birkir Kristinsson væru nógu góðir, en
bara 10 árunt of gamlir.
Þeir segja það alveg möguleika að
þeir komi aftur næsta sumar, en það
fari töluvert eftir því hvort þeir fái
möguleika hjá Guðjóni Þórðarsyni
framkvæmdastjóra Stoke. „Hópurinn
er orðinn minni í ár en hann var í fyrra
og vonandi eykur það möguleika
okkar á að komast í aðalliðið."
En hvernig Iíst þeim á möguleika
ÍBV á íslandsmótinu? „ÍBV á alveg
möguleika eins og öll hin liðin, heima-
völlurinn skiptir greinilega miklu
máli, ekki bara hér heldur finnst
manni flest liðin vera í vandræðum á
útivelli," sagði Lewis og bætti við:
„Samt er Fylkir besta liðið sem við
höfum séð leika, en svo má segja að
hin níu liðin séu mjög jöfn.“
Þeir telja þennan tíma hér í Eyjum
hafa verið lærdómsríkan og þeir fari
reynslunni ríkari til heimalandsins og
þeir munu hiklaust mæla með því við
stráka á þeirra aldri að prófa þetta.
Þjóðhátíðin:
Undirbúningur gengur vel
Undirbúningur fyrir komandi þjóðhá-
tíð er nú í fullum gangi og gengur
mjög vel. Menn bíða spenntir eftir
ljósum sem pöntuð voru frá Kína í
apríl og eiga eftir að setja
skemmtilegan svip á dalinn, en
eitthvað hefur afhending þeitra tafist
og fékkst það staðfest í gær að þau
koma til Islands með skipi á
þriðjudaginn. Verða menn þá að hafa
snör handtök til að koma jreim fyrir.
Brennan er svo til fullhlaðin og nánast
öll mannvirki kontin upp. Þó vilja
nefndarmenn auglýsa eftir meðlimum
Vitagengisins svokallaða sem hefur
ekki sést í Dalnum síðan um síðustu
þjóðhátíð.
Unthverfisnefnd hefur komist í
málið og íhugar að fjarlægja þá
spýtnahrúgu sem nú liggur inni í dal
og er lýti við hlið annarra glæsilegra
mannvirkja sem þegar eru risin.
Stefán Agnarsson í þjóðhátíðar-
nefnd sagði að nú væri endasprettur-
inn hafinn, öll hjálp vel þegin og vill
hann hvetja alla sem vettlingi geta
valdið að kíkja í Dalinn og hjálpa til.
Stefán sagði að greinilegt væri að
straumurinn lægi til Eyja, um lítið
annað talað í höfuðborginni en
þjóðhátíð. „Ætli hátíðin í ár stefni ekki
í svipaða stærð og í fyrra,“ sagði
Stefán.
Fullbókað er nú með Herjólli frá
miðvikudagskvöldi og fram að
þjóðhátíð. Má búast við að rúmlega
3000 manns komi með skipinu til
Eyja. Flugfélag Islands er með 19
vélar á föstudeginum og er nánast
fullbókað með þeim. Eins er fullbókað
-Mikil aðsókn bæði í flug og Herjólf
MARGIR koma að undir-
búningi þ,júðhátíðar en alltaf er
pláss fyrir fleiri, sérstaklega
þegar byrjað er að mála.
í níu vélar á fimmtudaginn. Hjá
Flugfélagi Vestmannaeyja fengust
þær upplýsingar að búið væri að selja
um 800 pakkaferðir frá Bakka.
Uppselt er í ferðir til baka á ntánu-
deginum. Mikið væri hringt og spurst
fyrir um ferðir á þjóðhátíð.
Framkvæmdum við lagningu slitlags
á aðra braut Bakkaflugvallar er að
ljúka og ætti umferðin um hann að
ganga betur en undanfarin ár.
FINNUR teiknikennari sér um skreytingar á þjóðhátíð nú eins og
undanfarin ár.
Flugmál í
bæjarráði
Á fundi bæjarráðs á mánudag var
hörmuð sú ákvörðun Flugfélags
Islands að hætta flugi til Vest-
mannaeyja frá og með 1. október
nk. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
lögðu fram tillögu um að bæjar-
stjóri fari í óformlegar viðræður
við forsvarsmenn þeirra flugfélaga
sem sýnt hafa því áhuga að halda
uppi flugsamgöngum milli Vest-
mannaeyja og Reykjavíkur. Jafn-
framt muni bæjarstjóri ræða við
samgönguráðherra um mikilvægi
samgönguöryggis fyrir Vest-
ntannaeyinga. Þessi tillaga var
samþykkt í bæjarráði.
Vill Ólöfu
sem deild-
arstjóra
Fyrir síðasta fundi bæjarráðs lá
bréf frá Hjálmfríði Sveinsdóttur,
skólastjóra Bamaskóla Vest-
ntannaeyja. Þar er þess óskað að
Olöf Margrét Magnúsdóttir, sér-
kennari, verði ráðin deildarstjóri
sérdeildar og sérkennslu við
skólann. Bæjarráð hefur falið
bæjairitara og skólamálafulltrúa að
ræða við Hjálmfríði og verði
niðurstaða fengin fyrir 1. ágúst nk.
Ófeigur
ráðinn
húsvörður
Fyrr í sumar sagði Bjami Sarnú-
elsson, húsvörður við Bamaskól-
ann, starfi sínu lausu og var það
auglýst. Alls bámst tíu umsóknir
um starfið frá þessum aðilum:
Relja Borosak, Viktor Hjartarson,
Pálí A. Georgsson, Gunnar Ólafs-
son, Jakob S. Erlingsson, Þórður
Sigursveinsson, Sveinn Þorsteins-
son, Stefán P. Bjamason, Þorkell
Traustason og S. Ófeigur Hall-
grímsson. Að tillögu skólastjóra
Barnaskólans hefur skólamálaráð
samþykkt að ráða S. Ófeig Hall-
grímsson húsasmíðameistara í
starfið.
Sjómanna-
mótið í golfi
ó iaugardag
Á laugardag er Sjómanna- og
útvegsmannamótið á dagskrá hjá
Golfklúbbnum. Mótið hefst kl.
9.00 og verða leiknar 18 holur í
punktakeppni. Keppt verður í
tveimur flokkum. Ánnars vegar
leika starfandi sjómenn og út-
gerðarmenn og makar þeirra. Hins
vegar leika fyrrverandi sjómenn og
útgerðarmenn og gestir. Veitt
verða I.. 2. og 3. verðlaun karla og
kvenna í báðum flokkum.
Kl. 20 um kvöldið verður
kvöldverður í Golfskálanum með
verðlaunaveitingu, fjöldasöng og
léttum spomm. Skráningu í mótið
lýkur kl. 20 á föstudagskvöld.