Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2001, Síða 11
Fimmtudagur 26. júlí 2001
Fréttir
11
rhreppi og fleiri merka staði sem er að finna ó þessum slóðum - Er þetta fjórða gönguferð hópsins
bitra reynslu frá fyrri ferðum. Þegar
hún hafði komið sér íyrir las hún sögu,
nú um unga heimasætu sem var ein
heima á jólanótt og nítján útilegumenn
sem hún drap og afhausaði um leið og
þeir réðust inn í bæinn. Margar
sofnuðu vært út frá þessari „hugljúfu"
sögu þrátt fyrir að við væmm nánast
eins og sardínur í dós, á loftinu að
minnsta kosti. Margrét Lilja svaf í
flíspeysu og Vera Björk svaf með
ullarnærbuxur á höfðinu og vafði
skálmunum um hálsinn.
Eldgjá
Vera Björk og Unnur Katrín vöknuðu
fyrir allar aldir til að hita vatn á
brúsana og sjóða hafragraut. Þær
þurftu að vakna fyrr en ella vegna þess
að rjúpnapotturinn hennar Díönu varð
eftir í skálanum við Sveinstind. Undir-
rituð þvoði hann vel og vandiega áður
en lagt var af stað um morguninn en
hafði ekki rænu á að taka hann með
enda stundum reikhuga. Trússbílinn
kom svo með hann í Hólaskjól þannig
að allt bjargaðist þetta.
Hópurinn hélt af stað á Gjátind, sem
er 935m, um morguninn. Skyggni var
frábært af tindinum og útsýnið
mikilfenglegt. Þar mátti sjá Vatna-
jökul, Háubungu. Blautalón og Gretti.
Hofsjökul, Amaifellið mikla og Olafs-
fell, Langjökul, Löðmund í vestri og
Mýrdalsjökul í suðri og einnig sást
Hjörleifshöfði greinilega. Eftir að við
höfðum verið á Gjátindi var gengið
niður brattar skriður niður í Eldgjá og
eftir sléttlendi að Ofæmfossi. Hóp-
urinn þurfti að vaða Ofæm og var það
hressandi fyrir þreytta fætur að fá
ískalt fótabað. Afram var haldið
áleiðis í Hólaskjól en á þessari leið
skiptist hópurinn nokkuð. Nokkrar
drógust aftur úr og þurfti m.a. að gera
að sárum einnar. Þær sem voru á
undan spíttu í og hurfu út í buskann.
Þá varð Kristínu Garðarsdóttur að
orði: „Rosalegt aðdráttarafl hefur
þessi karlakór," en allar komust á
leiðarenda, og eflaust iiafa kórinn og
bjórinn togað.
Þegar í Hólaskjól var komið taldi
Ágústa að unt misskilning hefði verið
að ræða varðandi kórinn þegar hún sá
börn leika sér um víðan völl og þetta
væri örugglega félag einstæðra feðra
sem héti Fóstbræður.
Díana og Binna sáu um að grilla
fyrir mannskapinn og síðan var
eftin'étturinn dmkkinn, kakó og „80%
straw" og var mikil gleði í hópnum.
Var síðan kfkt á kórinn og tekin
nokkur lög með þeim. Það kom
nokkuð fát á þá kórfélaga þegar
Ágústa stillti gönguhópnum upp og
raddprófaði, síðan var sungið: „Hei,
hó, hei, hó, við höfurn gengið nóg ..
og ekkert rneir. Kona sem var með
þeim bræðrum horfði í forundran á
þessa uppákomu og var þá spurð af
manni sem þama var staddur: „Hefur
þú aldrei verið í Eyjum?." „Nei."
svaraði konan, og þá sagði maðurinn,
„þá skilur þú ekki svona húmor."
Það var engin þjóðsaga lesin fyrir
háttinn þetta kvöld en mikið glens og
gaman og smám saman skreið ein af
annarri í pokann sinn. Það var heldur
enginn hafragrautur morguninn eftir
en þegar mannskapurinn hafði pakkað
niður var farið í göngu að Hánípufossi
og Hánípuhelli. Brodda skálaverði í
Hólaskjóli varð þá að orði: „Meira
bröltið á þessum konum úr Eyjum, er
ekki nóg af ijöllum þar?"
Það var Guðbjörgu Jónsdóttur að
þakka því hún hafði lesið sér til um
þetta svæði áður en lagt var í hann.
Þær sent urðu svo frægar að koma í
hellinn sáu beinaleifar en smalar
höfðust þar við fyrr á tímum og skildu
eftir bein af kjöti sem þeir hafa haft
með í nesti. Hópurinn kom við í
Landmannalaugum á leiðinni til baka
og sumar fóru í laugina en aðrar fengu
sér kaffi í kaffivagninum.
Því næst lá leiðin í Herjólf og heim
til Eyja aftur. Glaðar og endumærðar
J| Æ
yj æ^~.'
GUÐRÚN, Emilía, Ágústa, Díana og Binna skoða kort á Gjátindi.
komunt við heim og farnar að plana
nýja ferð.
Finna fyrir landinu, víðátt-
unni, hreina loftinu, ekkert
áreiti og engar kvaðir
Díana Svavarsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur hefur átt stóran þátt í þvf að
skipuleggja göngur sem gönguhóp-
urinn hefur farið undanfarin ár. Má
segja að hugmyndin hafi fæðst hjá
henni og kjaminn í hópnum sem fór í
fyrstu ferðina var af Sjúkrahúsinu.
Þegar hún er spurð hvers vegna hún
hafi svo mikinn áhuga á gönguferðum
uni hálendið segist hún vön útiveru
og hafi m.a. verið mikið í skátastarfi á
sínum yngri ámm.
„Eg og Guðmundur, eiginmaður
minn höfum verið mikið í jeppa-
ferðum um hálendið og haft mikla
ánægju af,“ segir Díana. Svarta
gengið, sem svo er kallað og hann er
aðili að, er hópur karlmanna sem fór
„Laugaveginn" árinu áður en við
fórum en Guðmundur fór með þeim
og ég vissi hann yrði tregur til að fara
með mér líka. Eg ákvað því að
skipuleggja ferð með konum en
Steingrímur sjúkraliði er á undanþágu
og hefur hann komið í nokkrar ferðir
með okkur konunum enda starfs-
maður á Sjúkrahúsinu. Síðan hefur
þetta verið mjög gaman og stemningin
innan hópsins verið mjög góð. Þetta
er orðinn breiður hópur úr mörgum
starfsstéttum. I þessum ferðum erum
við óbundnar af heimili og föstum
venjum og það er gott að vera frjáls og
einn með sjálfum sér en í félagsskap
góðra kvenna. Þetta er líka áskorun að
takast á við, þar sem þetta er líkamleg
áreynsla, þægileg þreyta og andleg
upplyfting. Eg hef ákveðið göngu-
leiðir í samráði við hópinn, pantað
skála og fengið fararstjóra ásamt því
að innheimta kostnað. Það má segja
að ég sé tengiliður milli hópsins og
Útivistar eða Ferðafélags íslands allt
eftir því hvert er farið. Aðrar hafa séð
um ýmislegt annað til dæmis er
matamefnd sem sér um innkaup á
vistum og o.s.frv."
Hvað gerir þetta helst áhugavert ?
„Það er að finna fyrir landinu,
víðáttunni, hreina loftinu, ekkert áreiti
og engar kvaðir. Þegar við lögðum af
stað á Sveinstind vomm við að ganga
í svörtu grjóti. auðn og þögn og eftir
því se,.i maður gengur lengra þá tekur
gróður við, þvf næst fuglasöngur og
þegar við vorum komnar að Ofæm-
fossi fer maður að mæta öðrum
ferðamönnum. Það myndast ákveðin
stemning í kvennahóp og allar hafa
skilning á því hvað þarf að gera.
GUÐRÚN og Vera Björk hvfla lúin bein,
HÉR er hópurinn við Eldgjá.
VAÐIÐ yfir eina af ánum sem varð á vegi hópsins.
ekkert vesen og mikið spjall. í hópn-
um vom bæði vanar og óvanar og mér
fannst þær nýju falla vel í hópinn."
Þegar Díana er spurð hvort hún sé
farin að skipuleggja næslu ferð, segist
hún vera í fríi fram að næstu ára-
mótum en upp úr því fari hún að
leggja á ráðin um næstu ferð sem
trúlega verði Strútsstígur og er
framhald af síðustu ferð. „Við fáum
vonandi að vígja nýjan skála á þeirri
leið og erum við erum að vonast eftir
því að Emilía komi með okkur í næstu
ferð,“ sagði Díana að lokum.
Að sigrast á sjálfum sér
Emilía Magnúsdóttir var fararstjóri hjá
hópnum og var tilbúin í spjall um það
livað varð til þess að hún gengur nú
með ferðahópa þvert og endilangt um
landið.
„Eg byrjaði að fara í göngur fyrir
unt það bil tíu árum, og þá í Reykja-
vík. Þegar það nægði ekki lengur og
ég ákvað að fara „Laugaveginrí* varð
ekki aftur snúið og ég fékk bakteríuna.
Þetta áhugamál hentar vel með kenn-
arastarfinu en Útivist er áhuga-
mannafélag og ég fór fyrst að fara sem
fararstjóri á þeirra vegum fyrir fimm
til sex árum. Eg hef tekið þátt í
uppbyggingu á skálum félagsins en
Útivist og Skaftárhreppur gerðu með
sér samstarfssamning. Við gerðum
endurbætur á gangnamannakofum
sem við höfum afnotarétt af ásamt
gangnamönnum.
Þetta er annað sumarið sem ég fer
með hópa frá Sveinstindi í Eldgjá en
þetta er nýleg leið og nú eru fyir-
hugaðar skálabyggingar á svoköll-
uðum Strútsstíg sem er Eldgjá -
Álftavatn -Strútslaug. Það þurfa alltaf
að vera nýir möguleikar fyrir göngu-
fólk.
Göngur eru óskaplega heilsusamleg
hreyfing og það er þakklátt verk að
leiða hópa um svo falleg svæði sem
landið okkar er. Stemningin í hóp-
unum verður alltaf góð því hópurinn
er saman í súru og sætu. Allir eru
jafnir og ekkert kynslóðabil, við erum
með börn og fólk að áttræðisaldri. Það
getur oft verið líflegt í Básum og til
dæmis er skálapláss fyrir áttatíu
manns og oft haldnar fjölmennar
kvöldvökur.“
Hvenær ferðu næstu ferð?
„Eg fer með hóp á Sveinstind eftir
tíu daga og það getur verið að um
næstu helgi verði ég að vinna við
Skálabyggingu í Álftavatnakrók. Þá
er jeppaferð um Gæsavatnaleið 4.
ágúst með jeppadeild Útivistar sem
stendur í viku.“
Þegar Emilía var spurð hvernig
kvennahópurinn okkar hafi komið
henni fyrir sjónir þá segir hún að
konur séu oftast í meirihluta og hún
hafi hópa sem telji einungis tvo
karlmenn hitt eru konur. „Hópurinn
ykkar var mjög skemmtilegur og
samstilltur og þið studduð hver aðra
mjög vel, vanar liðsinntu óvönum.
Það er ákveðin ögrun að takast á við
þetta og sigrast á sjálfum sér. Það
myndaðist mjög skemmtileg stemning
innan kvennahópsins og aðalatriðið
var að hafa gaman af þessu. Við
vorum líka eins og landnemar og
ábyrgðarfullar að gera góða slóða þar
sem við vomm fyrsti hópurinn í sumar
og skerptum gönguslóða frá því í fyrra
ef þeir vom ekki horfnir með öllu.“
Emilía segir gönguskíði vera beint
framhald af göngunum og hún bíði
eftir að komast á þau á vetuma. Siðasti
vetur hafi verið snjóléttur en hún fór
frá Sigöldu í Landmannalaugar á
gönguskíðum. „Mér finnst sem maður
geti stundað þetta fram á elliár og það
á líka við um gönguskíðin," sagði
Emilía að lokun.
Texti: Guðbjörg.
Myndir: Agústa Guðnadóttir, Kristín
Garðarsdóttir og Guðbjörg.