Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2001, Page 13

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2001, Page 13
Fimmtudagur 26. júlí 2001 Fréttir 13 Sigurður Árnason, tollvörður: |---------- „Eg er mjög ósáttur við hana. Auðvitað skilur niaður þeirra afstöðu að vissu leyti þai' sem um fækkun farþega ■ hefur verið að ræða en það geta þeir sjálfum sér um kennt með of háu verði." Spurt er.... Hvernig líst þér á þá ákvörðun Flugfélags Islands að hætta áætlunar- flugi til Eyja í haust? Lundaveiðin í ár svipuð og í fyrra: Aðalvandamálið að manna eyjarnar -í þeim eyjum þar sem stærstu og glæsilegustu veiðihúsin hafa verið reist hafa örfáir legið við í sumar en mun fleiri þar sem skilyrðin eru frumstæðari Enn sem fyrr eru það lunda- veiðimenn í Ystakletti sem bera höfuð og herðar yfir kollega sína þegar veiði er annars vegar. Annars er veiðin mjög misjöfn eftir eyjum, sums staðar betri en var í fyrra, annars staðar lakari, veiði fer talsvert eftir ríkjandi vindátt og í stillum veiðist yfirleitt lítið. Lundaveiðimenn tilgreina feng sinn í kippum en hundrað fuglar eru í kippunni. Nýtt vandamál hefur skotið upp kollinum í sumum úteyjunum og kann að vekja furðu. Það er að erfiðlega hefur gengið að manna þær í sumar. Talsverðan hluta af veiðitímanum hafa einn til tveir menn verið í hverri eyju og stundum enginn. Það merki- lega er að mest ber á þessu í þeim eyjum þar sem mest hefur verið lagt í að gera veiðihúsin sem glæsilegust, svo sem í Elliðaey, Bjamarey og Álsey. I hinum eyjunum, þar sem íburðurinn er miklu minni, svo sem í Brandinum, er aftur á móti ekkert vandamál að manna eyna yfir lunda- tímann og spurning hvort mönnum hugnist fremur einfaldar aðstæður en íburður þegar þeir hyggja á dvöl í úteyjum. Halldór Hallgrímsson, í veiðifélagi Ystakletts, sagði á þriðjudag að búið væri að veiða um 120 kippur eða heldur meira en í fyrra um sama leyti. Þeir í Ystakletti nýta Iundatímann yfirleitt vel, að jafnaði em urn þrír úti megnið af tímanum. Fremstur í flokki þar er sjálfur Klettsgreifmn. Hall- grímur Þórðarson, sem gefur þeim yngri ekkert eftir í veiðinni. Ein- hverjar tungur Ijóstmðu því upp að veiðimenn í Elliðaey vantaði sjö kippur upp á að ná því sem Hallgrímur er búinn að veiða í sumar en við tökum ekki ábyrgð á þeirri frétt. Bjamareyingurinn Pétur Steingríms- son segir veiðina hafa gengið ágætlega í sumar. Mjög góð veiði haft verið síðustu daga, eftir að ungfuglinn fór að gefa sig og heildarveiðin sé milli 50 og 60 kippur. Pétur segir að þetta sé meira en í fyrra og í Bjamarey séu menn bæði sáttir og glaðir með sinn feng. Elliðaeyingurinn Ivar Atlason segir allt gott að frétta úr Elliðaey, annað en það að illa hafi gengið að manna eyna í sumar til veiða. Af 24 dögum á veiðitímabilinu hafa menn aðeins verið úti í átta daga. ívar segir að 30 manns séu í veiðifélaginu en einhverja þeirra skorti greinilega tíma. Reyndar séu allmargir sjómenn í þessum hópi sem líklega tími ekki að taka sér frí frá þeim veiðiskap til að stunda annan. Ivar segir að í Elliðaey sé búið að veiða urn 30 kippur og það sé nokkuð minna en í fyrra. Halldór Sveinsson. í veiðifélagi Álseyjar, segir að veiði hafi verið mjög þokkaleg í sumar í Álsey. Líklega sé búið að veiða um 70 kippur sem sé svipað og var á þessum tíma í fyrra. Aftur á móti segir Halldór svip- að uppi á teningnunr hjá þeim og í Elliðaey með að manna eyjuna. Að jafnaði hafi þetta einn til tveir verið úti í sumar og það hefði einhvem tíma ekki þótt mikið. Kolbrún Guðnadóttir, af- grciðslustúlka: i „Mjög illa. Við bú- f um á eyju og okkar ■ T samgöngur verða að |&4 vera f góðu lagi. l Það er ekki hægt að 'Ú vera án flugsam- 3 gangna. Vonandi taka aðrir við." Þorsteinn Þorsteinsson, Vestur- veginum: (h-j „Það er bara 4K ómögulegt. Þeirem búnir að vera í þessu í «11 þessi ár og hafa haft golt út úr því. , V jflX Svo þegar illa árar þá ákveða þeir að hætta og snúa sér að fluginu til útlanda í staðinn. Mér finnst það ekki gott." Eygló Kristinsdóttir, húsráð- andi: „Mér finnst hún ekki fgóð. Og fargjöldin verða að lækka, almenningur hefur ekki lengur efni á því að íljúga." LUNDAVEIÐI í Álsey. Sigursteinn Óskarsson segir að fremur treg veiði hafi verið í Stór- höfða í sumar. Líklega sé búið að veiða þar um 20 kippur sem sé talsvert minna en í meðalári. I fyrra þótti sumarið slakt í Höfðanum en Sigur- steinn segir þetta sumar enn tregara. Vindáttir hafa ekki verið þeim Stórhöfðamönnum nijög hagstæðar í sumar, þar eru suðaustan og suðvestan áttir bestar en í Höfðanum eru engir lognstaðir eins og í sumum úteyj- unum. Stillumar og norðanáttimar í júlí hafi því ekki verið veiðimönnum í Höfðanum hagstæðar. Helliseyingurinn Magnús Bragason segir að þeir hafi eingöngu verið úti um helgar og veiðin sé um tíu kippur. Það sé svipað og var í fyrra. Magnús segir að Hellisey sé það lítil eyja að hún þoli ekki öllu meiri veiði. Þá fari og drjúgur tími þeirra í Hellisey í að sinna hreindýrinu sem þeir komu þangað í fyrra en Magnús segir að það dafni vel í nábýli við súlu, fýl, svart- fugl og lunda. 1 Brandinum hefur verið hin þokka- legasta veiði og þar hafa þrír til fjórir legið við í allt sumar. Einar Olafsson. einna Brandsmanna, sagði að hann Mynd Sigurgeir Jónnsson. hefði verið úti fyrir tíu dögum, þá hefði veiðin verið orðin tólf kippur og ágætisátt hefði verið undanfama daga þannig að væntanlega hefði veiðst vel á þeim tíma. Ekki fengust fréttir af veiði í Suðurey né heldur í Smáeyjum. Á heimalandinu stunda nokkrir aðilar veiði grimmt, bæði í Heimakletti, Klifi, Dalljalli, Lambaskorum, Sæ- fjalli, Kervíkurtjalli og Litlhöfða. Forðum daga var einnig veitt í tveimur stöðum í Ofanleitishamri en þar mun lundaveiði ekki lengur stunduð. Sigurjón Pálsson, tæknifræð- ingur: „Mér finnst það skelfilegt. Þósvoað litlu félögin komi til með að lljúga hingað þá er ég hræddur um að sú þjónusta verði ekki eins og við höfum átt að venjast." Kristín Eggertsdóttir, Spari- sjóðnum: „Mér líst illa á það. En þeir geta sjálfum sér um kennt með fækkun farþega, þetta er orðið allt of dýrt."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.