Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2001, Page 14

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2001, Page 14
14 Fréttir Fimmtudagur 26. júlí 2001 Ekki nýtt að Vestmannaeyjar séu vettvangur mikilla tíðinda ÞÓ crfitt sé að mcta stærð og mikilvægi einstakra frétta þá eru ekki margar fréttir frá íslandi sem vöktu meiri athygli út um heim en Heimaeyjargosið 1973. fréttirnar af sjávarútvegi í Vestmanna- Það er ekki að sökum að spyrja Jregar Vestmannaeyjar eru annars vegar að þar gerast hlutirnir. Ekki eru þær alltaf jákvæðar fréttirnar sem héðan berast en þær bera því þó vitni að hér lifa mcnn lífinu Íifandi. Nýjasta dæmið er að sjálfsögðu mál Arna Johnsens sem fellur af stalli sínum með miklum gusugangi. Mál sem á einhvern hátt snertir alla Vestmannaeyinga sem enn einu sinni verða að stilla á núllið á stuttum tíma og þurfa að meta stöðuna upp á nýtt. Svartklæddur maður sem sagði fatt Mál Arna hefur tekið mikið pláss í fjölmiðlum sem sumir þeirra hafa farið svolítið fram úr sjálfum sér í umfjöllun sinni. Skemmtilegt dæmi um það er í DV á föstudaginn þar sem blaðamaðurog Ijósmyndari eru mættir heim á hlað á Höfðabóli. Arni gerði þeim strax ljóst að hann væri ekki til viðræðu en féllst á myndatöku. Til að gera eitthvað fer blaðamaður að lýsa aðstæðum, umhverfinu og því hvað Arni er að gera. Hámarki nær drama- tíkin í textanum þegar hann segir: „Litlu síðar bar að svartklæddan mann, sem sagði fátt. Þar var enginn annar en presturinn Kristján Björns- son. Hann heilsaði Arna, smiðum og komumönnum. Oumbeðið greip hann fjögurra tommu planka til að leggja smiðunum lið. Þannig var greinilegt að vinir Arna í Eyjum komu hver af öðrum til að stappa stálinu í niður- brotinn þingmann sinn þó fátt væri sagt.“ Stórviðburðir á síðasta ári Þegar farið er yftr atburði síðustu missera kemur fyrst upp í hugann Isfélagsbruninn laugardaginn 9. des- ember síðastliðinn og þar á undan andlát Sigurðar Einarssonar forstjóra Isfélagsins í október í fyrra en hann lést langt fyrir aldur fram. Isfélags- bruninn er einn stærsti bruni í sögu íslenska lýðveldisins og verður því skráður á spjöld sögunnar. Ef áfram er haldið að rekja söguna afturábak stöldrum við næst við árið 1998 þegar háhyrningurinn Keikó var fluttur til Eyja. Því fylgdi mikil umfjöllun fjölmiðla úl um allan heim og sér ekki f'yrir endann á henni. Saga Vestmannaeyja samotln sögu sjávarútvegs Vestmannaeyjar eru óumdeilanlega stærsta verstöð landsins og vegna þess hafa oft komið fréttir héðan þó ekki séu þær allar jákvæðar. A meðan Sighvatur Bjarnason var forstjóri Vinnslustöðvarinnar var hann mikið í sviðsljósinu og eitt árið var hann kjörinn viðskiptajöfur ársins af Frjálsri verslun og Stöð 2. Ekki hafa þær allar verið jákvæðar eyjum og er frekar að þær netkvæðu hafi ratað inn hjá stóru fjölmiðlunum en stendur ekki einhvers staðar að betra sé illt umtal en ekkert. Og íslenskur sjávarútvegur mun áfram verða brokkgengur þó ungir markaðs- fræðingar ætli sér að koma böndum á hann. Frækilegt afrek Vestmannaeyjar komust í heims- fréttirnar þegar Guðlaugur Frið- þórsson vann það frækilega afrek að synda til lands á Heimaey eftir að Hellisey VE sökk þrjár sjómflur austur af Eyjum árið 1984. Eftir að Guðlaugur náði landi varð hann að ganga berfættur í nokkra km m.a. yfir úftð hraun áður en hann komst til manna. Fjórir fórust með Hellisey. Pelagusslysið, þegar tveir íslenskir björgunarmenn fórust, við björgun skipverja á belgíska togaranum Pelagusi, varð eðlilega tilefni mikilla skrifa um Vestmannaeyjar en auk Islendinganna tveggja fórust tveir Belgarí slysinu. í aðalhlutverki á toppi og botni Iþróttir í Vestmannaeyjum, sem skipa stóran sess í bæjarsálinni, hafa fylll margar síður í dagblöðunum, útvaipi og sjónvatpi. Það verður að teljast eðlilegt þegar vel gengur og það fengum við að upplifa árin 1997 og 1998 þegar strákarnir í fótboltanum urðu bikar- og Islandsmeistarar. Eða að lið í botnbaráttunni næði að stela senunni eins og IBV gerði árin 1992 og 1993 þegar liðið náði að bjarga sér frá falli á ævintýrilegan hátt. Og enginn fékk meiri athygli en Martin Eyjólfsson, bjargvætturinn, sem skoraði mörkin sem tryggðu Eyja- mönnum áframhaldandi setu í efstu deild. Þátttaka IBV í bikarleikjum, bæði í handbolta og fótbolta, hefur náð að gera þá að stærstu viðburðum hvers tímabils. Upphafið má rekja til ársins 1991 þegar IBV var í úrslitum bikar- keppni handknattleiksins. Þá varð IBV bikarmeistari eftir sigur á Vfldngi. Þarna náðu Eyjamenn að skapa bikarleiknum skemmtilega umgjörð sem HSI hefur reynt að halda síðan. Þessu var fylgt eftir af kvenna- handboltanum sl. vetur þegar ÍBV varð bikarmeistari eftir að stelpurnar lögðu Haukana í einum skemmti- legasta úrslitaleik bikarkeppninnar í mörg ár. Bikarleikir karlanna í fótboltanum hafa alla tíð verið hápunktur hvers tímabils en umgjörðin hefur aldrei náð hæiri hæðum en þegar IBV lék til úrslita árin 1997 og 1998. Þá stóðu stuðningsmenn liðsins í Reykjavík fyrir glæsilegum upphitunarsam- komum og dugði ekki minna til en lokuð Tryggvagatan í Reykjavík og heilt flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Báðar þessar uppákomur voru einstakar og Eyjamönnum til mikils sóma. Heimaeyjargosið Það síðasta sem hér verður talið upp er Heimaeyjargosið 1973 sem náði alheimsathygli. Gosið sem hófst aðfaranótt 23. janúar 1973 er örugg- lega stærsta einstaka frétt síðustu aldar hér á landi. Kom það Islandi og Vestmannaeyjum á kortið hjá fólki vítt og breí.t um heiminn. Eru þeir ótrúlega margir útlendingarnir sem minnast gossins sem þess fyrsia sem heyrðu af Islandi. Og auðvitað voru Vestmannaeyjar í aðalhlutverki, hvað annað? Ó.G. Hverju spáðu völvurnar? Rís Árni upp sterkari þegar hremmingunum lýkur? 1 janúar ú þessu ári leituðu Fréttir til völvu sem áður hefur spáð fyrir athurðum nýhafinna ára með góöum árangri. Þá var Matthildur Sveinsdóttir cinnig fcngin til að lesa úr tarotspilum fyrir hvern rnánuð ársins. Nú hafa glöggir lesendur bent okkur á að ýmislegt í spádómum beggja hali verið að konia fram á óyggjandi hátt í þeini málum sem tengjast Arna Johnsen. Lítum á hvað Völva Frétta og Matthildur siigðu í upphafi árs. í kafianum um framkvæmdir segir Völva Frétta: „Ég sé fyrir mér a.m.k. tvö stórhýsi rísa og nokkur smærri. Eitt þessara húsa tengist menningarstarfsemi af- gerandi og framkvæmdir við það eiga eftir að valda hatrömum deilum.“ Nú er Herjólfsbær að vísu ekki -Það er spá Dalvíkurvölvunnar risinn, og spurning hvort hann verði yfirhöfuð reistur, en umræða um hann og hlut Arna í þeim framkvæmdum hefur á síðustu dögum verið fyrirferðarmikik í íslensku þjóðlífi. I kafianum um menningu segir Völva Frétta: „Hneykslismál á eftir að koma upp sem bæði tengist menningarlegum atburðum og öðrum öllu veraldlegri og á eftir að skekja ýmsa máttarviði bæjarins." í tarotspá Matthildarfyrirjúlímánuð segir m.a: „Eitthvað sem farið hefur leynt kemur fram í dagsljósið." Og meira af völvuspám. í blaðinu Bæjarpóstinum á Dalvík spáði ára- mótavölvan svo íjanúar: „Árni Johnsen verður í sviðsljósinu í vor. Ég finn fyrir þessu að þetta verði mikið fjölmiðlafár. Mikið blásið út og gott ef Árni stendur ekki sterkur eftir. Eitthvað sem enginn bjóst við í upphafi.“ Hver var svo að segja að ekkert væri að marka þessar völvuspár? VÖLVA Bæjarpóstsins á Dalvík telur ekki útilokað að Árni rísi upp aftur sterkari, eitthvað sem enginn reiknaði með.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.