Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2001, Síða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2001, Síða 15
Fimmtudagur 26 júlí 2001 Fréttir 15 Lundauppskriftakeppni Frétta, Magga Braga og Vöruvals: Grafinn lundi og reyktur Lcitin að bestu lundauppskriftinni stendur sem hæst. Að þessu standa Fréttir, Maggi Braga og Vöruval. Verðlaunin eru mvndarlegar mat- arkörfur. Eina skilyrði fyrir þátt- töku er að lundi sé í uppskriftinni. Fé)lk hefur tekið vel við sér og eru uppskriftir farnar að streyma inn. Birtum við hér tvær uppskriftir sem borist hafa. Tillaga að eldun á reyktum lunda Þvoið fuglinn vel úr volgu vatni. 6-10 lundar soðnir í nokkuð stórum potti. Út í vatnið er sett u.þ.b. 100-150 g af hangifloti. Lundinn ersoðinn u.þ.b. 1 1/2 tíma kvöldið fyrir notkun. Látinn standa í pottinum og síðan soðinn aftur í I 1/2 tíma. (Tvísoðinn) Skýring á af hveiju þetta er gert svona, er að eftir að fuglinn er hamflettur er kjötvöðvinn heldur þurrari miðað við fugl í hamnum sem er reyttur. Fita kom þá úr fyllunni í kjötvöðvann eins og gerist með flotinu sem fuglinn er í og verður þvf kjötið ekki eins þurrt. Að auki má bæta svo sem hálfri maltdós út í pottinn ef óskað er eftir smávegis sætukeim. ÁLSEYINGAR hamfletta lunda afmiklum móð. Mynd Sigurgeir Jónasson. Grafinn lundi Forrétturfyrirfjóra Bringur af fjórum lundum úrbeinaðar. Gróft salt, nóg til að hylja öll Ilökin. I msk. sinnepsfræ 1 msk. timian 1 msk. dill 2 msk. svartur pipar, nýmulinn 1 msk. salt 1 msk. basilika 1/2 msk. oregano Sósa: 2 msk. púðursykur 1 msk. sojasósa 2 msk. hvítvínsedik 1 msk. dijon sinnep 1 dl ólífuolía salt og pipar Aðferð: Hyljið lundabringurnar með grófu salti og látið bíða í 3 tíma. Skolið saltið af. Blandið saman kryddi og látið bringumar liggja í því í 24 tíma. Sósa: Blandið saman sykri, sojasósu, ediki og sinnepi og hrærið olíuna saman við, fyrst í dropatali og svo í mjórri bunu. Kryddið svo með salti og pipar. Berið bringurnar fram mjög þunnt sneiddar með ristuðu brauði, sósunni inni í rauðlaukshring og smá salati t.d. úr blaðlauk, graslauk, iceberg. Úrslit keppninnar verða birt í næsta blaði. Fréttatilkynning: Bíóið fer í fríið -Stefnt að því að fá hing- að leikritið „Með fulla vasa af grjóti" Almennar kvikmyndasýningar munu falla niður í Bíóinu til ágústloka, þó með þeirri undantekningu að berist Bíóinu góðar barnamyndir verður reynt að bregðast við því. Leikhús Eyjamynda hefur haft samband við Stefán Baldursson Þjóðleikhússt jóra með það í huga að fá hingað leikritið „Með fulla vasa af grjóti“ og þá félaga Hilmi Snæ Guðnason og Stefán Karl Stefánsson til að flytja það. Árangur af þeim viðræðum kcmur í Ijós í september. Ferðamannabíóiö mun starfa af fullum krafti með finim sýningar á dag á íslensku, ensku og þýsku. Aðsókn hefur aldrei verið meiri. Sveinn Magnússon áttræður: Bauð til golfkeppni á afmælisdaginn AFMÆLISBARNIÐ var hið ánægðasta með þátttökuna í mótinu en alls voru keppendur 72 og er þetta eitthvert fjölmennasta mótið í Eyjum í sumar. Sveinn smíðaði sjálfur alla verðlaunagripi keppninnar. SISSA og Sveinn ásamt son- unum, Birgi, Sigurði, Magnúsi og Steini. Allir tóku þeir þátt í mótinu nenia Birgir sem ekki hefur enn ánetjast golfí])róttinni en rölti hringinn með þeim fjórum, þeim til halds og trausts. Að mótinu loknu buðu þau hjón til veglegrar afmælisveislu í Golfskálanum. Synirnir sögðu að þeir væru þegar byrjaðir að undirbúa golfmótið á 90 ára afmælinu og yrði það ekki minna í sniðum en þetta. Myndir Sigurgeir Jónasson. SVARTA gengið hefur marga fjöruna sopið og löngu landsþekktar (sumir segja alræmdar) goltt'erðir þeirra upp á land í kringum 17. júní ár hvert. F.v. Leifur Ársælsson, Gísli Jónasson, Sveinn Magn- ússon, Gunnar Stefánsson, liinar Erlendsson og Einar Ólafsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.