Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2001, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2001, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 26. júlí 2001 Fréttir 17 ÞAU börðust um efstu sætin á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi fyrir síðustu kosningar. F.v. Kjartan, Olafur, Drífa og Arni. Ljóst er að vægi Guðjóns bæjar- stjóra eykst með brotthvarfi Arna og þeir eru til sem benda á hann sem vænlegan kost í alþingiskosningunum 2003. Ekki er ótrúlegt að Guðjón renni hýru auga til þingsætis en hann þarf að hafa sigur á nokkrum ljónum sem verða á vegi Itans og hann verður líka að ákveða hvað hann ætlar að gera í bæjarstjómarkosningum að ári. Hefði hann sigur í bæjarstjómar- kosningunum og tryggði Sjálfstæðis- flokknum áfram meirihluta í bæjar- stjóm Vestmannaeyja 4. kjörtímabilið í röð yrði erfitt fyrir ílokksmenn að ganga fram hjá honum. Á móti koma hugsanlegar blokkamyndanir í nýju kjördæmi þar sem Vestmannaeyjar gætu lent á milli laga. Selfyssingar og aðrir Árborgarar töldu sig hlunnfarna í síðasta prófkjöri. þar sem atkvæðin dreifðust á þá Kjartan og Ólaf. og láta slíkt ekki endurtaka sig. Við slíkar aðstæður gæti konan og bóndinn Drífa orðið betri kostur en karl úti í Eyjum. Það hillir því ekki undir þingmann frá Eyjum í nánustu framtíð og maður með sömu þungavigt og Árni hafði á þingi er ekki í sjónmáli. Eins og er er mesta vigtin í framsóknarþing- mönnunum og þeir hafa líka sýnt Eyjamönnum og málefnum þeina mestan áhuga og gæti því verið skynsamlegt að snúa sér að þeim til að fylgja þeim málum eftir sem við teljum brýnust. Nema það gerðist að þingmenn kjördæmisins fæm að vinna saman. Óma'r Garðarsson ritstjóri. Mikill hamileikur Guðni Ágústsson, landbúnaðarráð- herra og þingmaður Framsóknar í Suðurlandskjördæmi, sagði að vissu- lega væri það mikill harmleikur sem hent hefði Áma Johnsen og þetta væri mikil sorgarsaga, þegar hann var beðinn um að segja álit sitt á breyttu mynstri í pólitfkinni með brotthvarfí Áma. „Hvað pólitíkina varðar er skarð þegar svo fjörmikill maður hverfur af pólitískum vettvangi. Og áhugamaður um málefni kjördæmisins og ekki síst Vestmannaeyja," sagði Guðni. „Við framsóknarmenn erum að leggja línumar í því hvemig við getum unnið fyrir umbjóðendur okkar í nýju og stærra kjördæmi sem hefur gífur- lega möguleika. Við leggjum áherslu á samtakamáttinn í samstarfi við fólkið í kjördæminu til að ná árangri.“ Maður kemur í manns stað Isólfur Gylti sagði of fljótt að segja til um áhrifin af brotthvarli Áma og alltaf kænii maður í manns stað. „Pólitík er starf sem tekur engan enda en það hlýtur að vera erfitt að koma inn við þessar aðstæður. Þetta mál er slæmt fyrir alla, ekki einungis fyrir Árna og fjölskyldu hans, það hlýtur líka að vera erfitt fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. forystu hans og stuðningsmenn og einnig fyrir aðra sem starfa í pólitík. En gleymum ekki að fólk er saklaust þar til sekt þess er sönnuð. Því hlýtur að vera brýnt að hraða rannsókn þessa máls eins og kostur er. En eins og ég hef sagt áður í viðtali í Fréttum höfum við Árni átt gott samstarf," sagði ísólfur Gylfi Pálmason. Áhrifin verða lítil Lúðvík Bergvinsson segirað til lengri tíma litið verði áhrif af máli Árna lítil en búast megi við einhverjum þreif- ingum innan Sjálfstæðisflokksins á meðan leitað er manns í staðinn fyrir Áma. „Áhrif Sjálfstæðisflokksins eru sterk á landsvísu en auðvitað er erfitt að sjá þetta fyrir. Það er ljóst að fiokkurinn hefur gefið út að Árni standi einn í þessu, hann hafi sjálfur komið sér í þessi vandræði og hann verði að takast á við þetta sjálfur. Þegar maður horfir til síðustu kosninga fór foringi flokksins í kjör- dæminu, Þorsteinn Pálsson, frá með stuttum fyrirvara án þess að það hefði nokkur áhrif. Það er líka sennilegt að kjördæmabreytingin dragi úr áhrifun- um. Talandi um hagsmuni Vest- mannaeyja þá held ég að fátt hafi skaðað nteira en þröng hagsmuna- gæsla. Við verðum að skoða hlutina í víðara samhengi því stjómmál eiga að taka á hagsmunum heildarinnar. Það er líka öllum fyrir bestu þegar upp er staðið," sagði Lúðvík. Verðum að bregðast við „Ámi hefur verið okkar besti tals- maður á þingi og því er ljóst að það getur orðið töluvert tómarúm út kjör- tímabilið,“ sagði Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri. „Við þessu þarf að bregðast. Annars vegar hljótum við að gera þær kröfur til annarra þingmanna í kjör- dæminu. og að hlutur okkar verði varinn og hins vegar munum við sem erum í bæjarstjóm beita okkur enn frekar á þeim stöðum sem sambönd okkar liggja, með hagsmuni Eyjanna að leiðarljósi. Við emm með mörg járn í eldinum og flest þeirra eru í ákveðnum farvegi, en þetta þarf eftirfylgni eins og annað. Eg hef þegar rætt við ráðamenn Sjálfstæðis- flokksins um þessi mál og þeir em allir af vilja gerðir til þess að leysa þessi mál með okkur með tillti til þessara tengsla sem rofna með því að missa Áma út af þingi.“ Haft var samband við Kjartan Olafsson en hann vildi ekki tjá sig um málið á meðan Ámi hefurekki form- lega sagt af sér þingmennsku. Ó.G. ÁRNI og Páll Óskar í hinni mestu friðsemd í veiðihúsinu í Álsey. Friðurinn entist ekki lengi því á þjóðhátíð slettist upp á vinskapinn þegar Árni greip inn í kossaflens Páls Óskars og kærasta hans baksviðs í Herjólfsdal. Bryggjijdagur kvennahandboltans: Skemmtileg nýbreytni í bæjarlífinu ÞAU sýndu mikla leikni við að flaka ýsu. SVO var líka hægt að sleikja sólskinið. ÞAU yngstu fengu að máta kajaka. Handboltadeild ÍBV kvenna stóð fyrir bryggjudegi sl. laugardag. Þarna var um nýjung að ræða í bæjarlílinu og ætlunin að skapa markaðsstemningu sem tókst ágætlega. Ymsir aðilar kynntu starfsemi sína svo sem Kútmagakot, Pizza 67, íslensk matvæli og Veisluþjónustan og fengu gestir að smakka á framleiðslu þeirra svo sem sfld og laxi. Nóg var snúast á markaðnum og handflakarar stóðu og fliikuðu lisk sem skapaði ákveðna stemningu en hægt var að kaupa fisk á vægu verði. Gestum og gangandi var boðið upp á grillaðar pylsur og einnig mátti finna kaflihús þar sem m.a. var hægt að fá vöfllur með rjóma. Krakkar gátu verið með í boltaleikjum eða skoðað kajaka á hryggjunni. Tónlistaratriði voru flutt afþeim Bjarna Jónassyni, Þórúlti Vilhjálmssyni og Einari Guðnasyni. Bæjarbúar kunnu vel að meta þetta framtak og mættu vel. Ánægjulegt var hversu vel tókst til í yndislegu veðri og vonandi verður framhald á.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.