Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2001, Qupperneq 18
18
"Fréttir
Fimmtudagur 26. júlí 2001
Landa-
KIRKJA
- Hjartanlega velkomin!
Föstudagur 27. júlí
Kl. 14:30. Helgistund á
Heilbrigðisstofnun Vest-
mannaeyja, dagstofu 3. hæð.
Heimsóknargestir velkomnir.
Laugardagur 28. júlí
Kl. 14:00. Útfararguðsþjónusta
Guðjóns Kristins Matthíassonar,
Heiðarvegi 51.
Sunnudagur 29. júlí
Kl. 11:00. Messa í Stafkirkjunni
á kirkjudegi hennar, sem er næsti
sunnudagur á undan þjóðhátíð.
Kór Landakirkju og organisti,
Guðmundur H. Guðjónsson.
Altarisganga. Þetta er messa á
vegum Landakirkju og því er
ekki önnur messa þar þennan
dag.
Miðvikudagur 1. ágúst
Kl. 20:00. Áfram ÍBV!
Föstudagur 3. ágúst
Kl. 15:00. Helgistund við
setningu þjóðhátíðar í Herjólfs-
dal. Kór Landakirkju. Sr.
Kristján Björnsson llytur
hugvekju. Sjá nánar í dagsrká
þjóðhátíðarnefndar. Messa fellur
niður í Landakirkju sunnudaginn
5. ágúst.
Miðvikudagur 8. ágúst
Kl. 11:00. Helgistund á
Hraunbúðum. Allir velkomnir.
Hvítasunnu
KIRKJAN
Finimtudagur 26. júlí
Kl. 20:30 Biblíufræðsla.
Föstudagur 27. júlí
Kl. 20:30 Unglingakvöld.
Laugardagur 28.júlí
Kl. 20:30 Bænasamvera
og brauðsbrotning.
Sunnudagur 29. júlí
Kl. 11:()() Samkoma.
Hrönn Svansdóttir syngur,
Hrund Snorradóttir talar
og lifandi orð Guðs verður
prédikað.
Allir hjartanlega velkomnir!
Aðventkirkjan
Laugardagurinn 28. júlí
Kl. 10.00 Biblíurannsókn
Allir velkomnir
Biblían talar
Sími
481-1585
Golf: Meistaramótið
Júlíus sisurvesari
Meistaramót GV í golfi var haldið í
síðustu viku, alls skráðu sig 54
keppendur til leiks og var keppt í 7
flokkum. Vestmannaeyjameistari
varð Júlíus Hallgrímsson og sigraði
hann í 6. sinn.
Keppnin var þó hörð, Karl Haralds-
son unglingalandsliðsmaður veitti
kennara sínum harða keppni og hafði
2 högga forystu þegar mólið var
hálfnað. En þegar upp var staðið
sigraði Júlíus a 295 höggum en Karl
endaði á 297. Júlíus var að vonum
kátur eftir síðasta hring og sagði að
mótið hefði gengið vel fyrir sig, veðrið
gott mestallan tímann og keppnin
hörð. „Það er fullt af efnilegum kylf-
ingum að koma upp sem eiga eftir að
láta mikið að sér kveða í framtíðinni,"
sagði Júlíus. Urslit urðu eftirfarandi:
Meistaraílokkur:
1. Júlíus Hallgrímsson 295 h
2. Karl Haraldsson 297 h
3. Hörður Orri Grettisson 314 h
1. flokkur
1. Hlynur Stefánsson 306 h
2. Jóhann Pétur Andersen 314 h
3. Guðjón Grétarsson 321 h
2. flokkur
1. Grétar Þór Eyþórsson 323 h
2. Rúnar Þór Karlsson 332 h
3. Jón Valgarð Gústafsson 346 h
3. flokkur
1. Jón Andri Finnson 362 h
2. Ingibjörn Þórarinn Jónsson 367 h
3. Haraldur Bergvinsson 385 h
Kvennaflokkur
1. Erla Adolfsdóttir 327 h
2. Elsa Valgeirsdóttir 436 h
3. Magnúsína Ágústsdóttir 460 h
Unglingaflokkur
1. Grétar Þór Eyþórsson 243 h
2. Valur Smári Heimisson 259 h
3. Sæþór Öm Garðarsson 288 h
Öldungaflokkur
1. Atli Aðalsteinsson 230 h
2. Jóhann Pétur Andersen 237 h
3. Sigmar Pálmason 260 h
ÞEIR voru efstir í meistaraflokki. Karl, Júlíus og Hörður Orri.
VERÐLAUNAHAFAR á meistaramóti GV 2001.
Umhverfisverðlaun Umhverfisnefndar og Rotary:
Komu í hlut Eyjaíss, Búhamars 42,
Dverghamars 36 og Hólagötu 37
FRÁ afhendingunni, Guðmundur Jóhannsson framkvæmdastjóri Eyjaíss, Hrefna og
Kristinn Hólagötu 37, Sigríður Dverghamri 36 og Þór og Ingunn eigendur Búhamars 42.
Viðurkenningar voru veittar af Umhverfisnefnd
og Rotaryklúbbi Vestmannaeyja sl. fimmtudag.
Veitt voru verðlaun fyrir fegursta garðinn,
skemmtilegasta garðinn, snyrtilegustu húseign og
garð og snyrtilegasta fyrirtækið.
I byrjun júlí völdu félagar í Rotaryklúbbnum þá
garða í bænum sem til greina komu til verðlauna.
Einnig mátu og skoðuðu nemendur og flokks-
stjórar Vinnuskólans fjölda fyrirtækja og voru
niðurstöður hafðar til hliðsjónar við lokaskoðun
og ákvarðanir.
Eftirtaldir aðilar lentu í úrvali: Austurvegur 4,
Búhamar 42, Dverghamar 36, Dverghamar 40,
Heiðarvegur 31, Herjólfsgata 11, Hólagata 37,
Hrauntún 47, Höfðavegur 37, Kirkjuvegur 80.
Fyrirtæki: Eyjabústaðir, Eyjaís, Gistihúsið
Hamar, Herjólfur Básaskersbryggju, Lífeyris-
sjóður Vestmannaeyja, Sæhamar.
Umhverfisverðlaun 2001 hlutu fyrir
snyrtilegustu húseign og garð Búhamar 42,
eigendur Valtýr Þór Valtýsson og Ingunn Lísa
Jóhannesdóttir. Fegursti garðurinn var valinn
Dverghamar 36, eigendur Guðmann Magnússon
og Sigríður Hreinsdóttir. Skemmtilegasti garður-
inn var valinn Hólagata 37, eigendur Kristinn
Viðar Pálsson og Hrefna Tómasdóttir og
snyrtiiegasta fyrirtækið Eyjaís hf, Eiði.