Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2001, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2001, Blaðsíða 20
Enra en hársnyrtislto-fa SÍMI 481 3666 Rútuferðir • Bus TOURS Móttaka ferðamanna, skóla- og íþróttahópa ÓDÝRASTIKOSTURINN í EYJUM 0) 481 1909/896 6810 • Fax 481 1927 •- imnhsnjsr Viihjálmur Bergsteinsson * 481-2943 ® 897-1178 SEWaiPBBðAaiLL Lúða var það heillin HJÖRLEIFUR Sveinsson, skipstjóri og útgerðar- maður á Gými VE, setti í feitt um daginn þegar hann dró 65 kg lúðu og fékk aðra 25 kg. Hann er einn á en lét sig ekki muna um að kippa þeim inn fyrir borðstokkinn. Mynd: Óli Pétur. Friðaðir skreiðarhjallar Frágangur hálkastarins á Fjósa- kletti er nú á lokastigi. Fyrir nokkrum dögum hugðust brennumenn sækja sér spírur úr gömlum og löngu aflögðum skreiðarhjöllum suður á eyju fyrir uppistöður og árefti á bálköstinn. Flefur sá háttur verið á hafður mörg undanfarin ár. En nú brá svo við að brennumenn voru stöðvaðir af garðyrkjustjóra bæjarins sem tjáði þeim að þessi mannvirki, skreiðarhjallarnir, væru friðuð sem menningarminj- ar. Urðu brennumenn því frá að hverfa en brugðu á það ráð að fá sendar með Herjólti 20 spírur frá Þorlákshöfn, spírur sem ekki munu fiokkast sem menningar- verðmæti. Umræddir skreiðarhjallar voru settir upp fyrir rúmum tveimur ára- tugum, bæði suður á eyju, skammt ofan við Hamarinn, suður og vestur af Breiðabakka. Um svipað leyti voru einnig settir upp hjallar á Haugasvæðinu. Ekki þótti sérstök prýði að þessum hjöllum og eftir að hætt var að nota þá, sættu eigendur þeirra ámæli fyrir að fjarlægja þá ekki. Gott ef ekki voru birtar auglýsingar frá bænum þar sem því var hótað að hjallamir yrðu fjar- lægðir á kostnað eigenda. Áfram stóðu þeir þó og grotnuðu smám saman niður auk þess sem menn sóttu sér í þá spíru og spíru, þ.á.m. brennumenn fyrir þjóðhátíðir. Nú ber hins vegar svo við að það sem áður átti að rífa er orðið friðhelgt. Kristján Bjarnason, garðyrkju- stjóri Vestmannaeyja, segir það rétt vera að brennumenn hafi verið stöðvaðir. Ákveðið hafi verið að varðveita nyrsta hluta þessa svæðis sem hluta af atvinnusögu Vest- mannaeyja og friða svæðið. En hvaða nefnd ákvað að friða umrætt svæði? „Þessi hugmynd er komin frá mér og tæknifræðingi bæjarins,“ segir Kristján. „Ég held að þetta hafi ekki verið formlega afgreitt en í aðalskipulagi er talað um svæðið sem verndaða landræmu, 200 m breiða og grasi gróna. Ég þekki þess dæmi annars staðar af landinu, t.d. frá Akranesi, að slíkar minjar um atvinnuhætti hafi verið frið- aðar,“ sagði Kristján. Arni verður með brekkusönginn -segir Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhótíðarnefndar Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, segir að allur undirbúningur fyrir þjóðhátíð sé eftir áætlun. Góða veðrið í júlí hafi einnig létt verulega undir í undirbúningi, ekki síst í máln- ingarvinnunni. Menn hafa verið að velta því fyrir sér hvort Árni Johnsen yrði áfram kynnir á þjóðhátíð og með brekkusönginn, eftir allt það umrót sem verið hefur í kringum hann, eða hvort hann hefði ákveðið að hætta þar líka eins og á ýmsum öðrum stöðum. „Já, auðvitað verður Árni áfram," segir Birgir. „Þar verður engin breyting á enda sé ég ekki hvað sá þáttur kemur við öðrum málum sem Arni kann að tengjast. Brekku- söngurinn hefur verið eitt vinsæl- asta atriðið á þjóðhátíð ef ekki það alvinsælasta og við höfum aldrei fengið neinar kvartanir vegna hans. Eg sé því ekki nokkra ástæðu til þess að fara að breyta einhverju í sambandi við brekkusönginn vegna einhverra mála sent koma þjóð- hátíðinni lítið við.“ Fyrir tveimur árum var ákveðið, fyrir atbeina þiingmannanna Árna Johnsen og Isólfs Gylfa Pálma- sonar, að fella niður svonefnt lög- gæslugjald á þjóðhátíð, greiðslu sem þjóðhátíðarnefnd þurfti að inna af hendi til löggæslunnar vegna starfa lögreglumanna á þjóðhátíð. Þetta hafði mikið að segja þar sem þarna var um milljónir að ræða. Birgir segir að nú séu uppi áform um að setja þetta gjald á að nýju. „Það er slæmt ef svo verður og við erum þessa dagana að berjast við kerfið sem vill koma gjaldinu á að nýju. Þetta var á sínum tfma bar- áttumál okkar að losna við þessa kvöð, það tókst í hitteðfyrra og við munum spyrna við fótum ef til stendur að koma þessu gjaldi á aftur. Þarna er um að ræða skatt- lagningu sem gæti numið hátt í tvær milljónir og okkur munar um það fé.“ Karl Gauti Hjaltason, sýs- lumaður, er í fríi og fulltrúi sýslu- mannsembættisins, Viktor Pálsson, sagðist ekki vera nógu kunnugur þessu löggæslugjaldsmáli til að tjá sig um það. Hann sagði að í fyrra hefði þjóðhátíðarnefnd tekið þátt í kostnaði við löggæslu á þjóðhátíð þótt hann vissi ekki hve stór sá hluti hefði verið né heldur hvort nefndin hefði fengið hann endurgreiddan. Þjóðhátíðartilboð 26. júlí - 6. ágúst Steiktur laukur, 200 gr. ...... co Lr 110 tioby s tumatsosa, 00 Kí.- aður 113- 6S0gr. Steiktur laukur, 100gr. Jjjg jjm .tfur jgg. 54 kr.- áður 69- Fairy uppþvottalogur, 0,5 Itr. 158 kí.- áður235- Pepsi/1 up, 6x2 Itr. 999 kf '.- Sorppokar, 10 stk. 199 kr.-áður 256 Hlestispokar stærri 159kr.-áður202 B.K.I. kaffigyllt, 500 gr. 329kr.-áður368- B.K.I. kaffirauður, 400 gr. 258kr.-áður284- Pringles snakk 179 kr.- áður 279 - Bahlsen, saltstangir og kringlur 98kr.-áður132 Cluh saltkex 59kr.-áður76 Okey eldhúsrúllur, 2 stk. 189 kr.- áður226- Kodak einnota myndavél, 39 mynda 1198 kr.-áður 1798- tinnota vörurá einsföku nrífi S.S. pylsur, 1 kg + geisladiskur með þjóðhátíðarlögum m.a. 2000 og 2001 1799, - kr. Súpukjöt, ca. 3 kg í poka. 449 kr/kg áður 576 Lundi - allar útfærslur, reyktur, nýr og reyttur. í Finnsson remófaði 119 kr.- áður 143

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.