Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 06.12.2001, Qupperneq 2

Fréttir - Eyjafréttir - 06.12.2001, Qupperneq 2
2 Fréttir Fimmtudagurinn 6. desember 2001 Þingmenn Suðurlands svara gagnrýni stjórnarformanns VSV: Byggðastofnun verður að gera öllum jafnt undir höfði Andrea áfram í leyfi Á fundi bæjarráðs á föstudaginn lá fyrir bréf frá Andreu Atladóttur sem skipaði fimmta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar. Hún hefði því ált að taka sæti Sigurðar heitins Einarssonar í bæjarstjóm en óskaði eftir leyfi á sínum tíma. Hún óskar eftir áframhaldandi leyfi sem aðalmaður í bæjarstjóm Vestmannaeyja út þetta kjörtímabil og var það sam- þykkt. Tekur þvf Helgi Bragason sæti áfram sem aðalmaður í bæjarstjóm Vestmannaeyja. Róleg helgi hjá lögreglunni Alls voru 160 færslur í dagbók lögreglu í sl. viku sem eru nokkuð færri en á undanfömum vikum. Enginn þjófnaður, skemmdar- verk eða og líkamsárásir voru lilkynntar eða kærðar til lögreglu í vikunni og verður það að teljast til undantekninga að engin atvik í þessum málaflokkum hafi verið kærð. Engin umferðar- óhöpp í hálkunni Einungis tvö umferðarlagabrot voru kærð í vikunni og var annað þeitra ólögleg lagning en hitt vanræksla á að færa ökutæki til skoðunar. Þrátt fyrir snjó og hálku var ekki tilkynnt um nein umferðaróhöpp í vikunni og verður það að teljast ökumönnum til hróss hversu var- lega þeir aka í erfiðri færð. Eftírlitslaus sam- kvæmi unglinga Lögreglan hafði sputnir al' eftir- litslausu unglingapartýi urn sl. helgi og er það með ólíkindum að for- eldrar skuli leyfa slíkt. Lögreglan bendir á að alltaf er hætta á að eldri ungmenni slæðist inn í partýin með hættuleg fíkniefni og þá er voðinn vfs. „Foreldrar athugið að þið berið ábyrgð á bömum ykkar. Það er ekki alltaf hægt að benda á að lögreglan standi sig ekki ef illa fer,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Anhríki á skemmtistöðum Þrátt fyrir að Eyjamenn hafi hagað sér vel um helgina var nóg að snúast hjá lögreglu í hinum ýmsu verkefnum sem tengdust skemmti- stöðum bæjarins og þurfti lögreglan nokkrum sinnum að hafa afskipti af ölvuðu fólki. Gjaldskrá hafnar- innar hækkar um 6% Frá og með I. desember hækkaði gjaldskrá hafnarinnar um 6%. Þetta var samþykkt á fundi Hafrmstjómar 28. nóvember sl. en Hafnarsamband sveitafélaga lagði til 8% hækkun. Góðar viðtökur Ingvar Sigurjónsson frá Skógum segir að salan á disknum, Til Heiðu, sem hann gaf út fyrir sköntmu gangi vel. Fyrsta upplagið er á þrotum en von er á viðbót. Ingvar segist mjög ánægður og líka þakk- látur fyrir móttökumar. I ræðu sinni á aðalfundi Vinnslu- stöðvarinnar deildi Jakob Björns- son hart á þingmenn Suðurlands. Sagði hann þá hafa horft upp á 500 störf tapast í fiskvinnsiu í Eyjum á síðasta áratug án þess að hafa nokkuð að gert. Hann gagnrýndi einnig Byggðastofnun og að smá- bátar hafi komist upp með að auka stöðugt hlutdeild sína í heildarafla. Nefndi hann í því sambandi nýlega skýrslu Byggðastofnunar um þau áhrif sem kvótasetning á smábáta hefði á atvinnulíf á Vestfjörðum. Fréttir leituðu til þingmanna kjördæmisins og var gagnrýni Jakobs borin undir þá. Skýrslan gerð án vitundar stjómar Byggðastofnunar Drífa Hjartardóttir (D) fyrsti þing- maður Suðurlands á sæti í stjóm Byggðastofnunar. Hún segir að þegar skýrslan margumtalaða hafi verið lögð fram hafi hún gert athugasemdir við hana. „Eg bað um að Suðurland eða hið nýja Suðurkjördæmi yrði einnig tekið út, þá sérstaklega í tilliti til Vest- mannaeyja, Þorlákshafnar, Haí'nar í Hornafirði og Suðurnesja. Einnig að tekið yrði tillit til þeirra fmmvarpa sem sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram á þingi nú í haust,“ sagði Drífa. Ennfremur segir hún að skýrslan hafi verið gerð að beiðni stjórnar- formanns Byggðastofnunar Kristins H. Gunnarssonar þingmanns Fram- sóknarflokksins á Vestfjörðum. Hafi það ekki verið tilkynnt í stjóm fyrr en hún var lögð fram. Drífa segist ekki vilja sitja undir því að stjórn Byggða- stofnunar sinni aðeins Vestfjörðum. „Til að mynda vom nýlega veittar 100 milljónir til styrktar Eignarhalds- félagi Vestmannaeyja og var það algert stílbrot frá fyrri ákvörðunum stofnunarinnar þar sem við vomm að kljúfa okkur út úr Suðurlandskjör- dæmi til þess að styrkja atvinnulíf í Vestmannaeyjum. Svo má einnig nefna að Byggðastofnun hefur veitt stór lán til ýmissa verkefna sem snúa að Eyjunum, t.d. varðandi byggingu Hallarinnar og nýja Hugins VE,“ sagði Drífa og vildi alls ekki kannast við að Byggðastofnun væri sérstakt verkfæri Vestfirðinga. Byggðastofnun of upptekin af vanda Vesttjarða Guðni Ágústsson (B) landbúnaðarráð- herra segist ekki vilja gera lítið úr þeim vanda sem steðjar að Vest- firðingum. „En ég tek undir þau orð stjómarformanns Vinnslustöðvarinnar að Byggðastofnun hefur verið of upp- tekinn af vanda Vestfjarða og þar af leiðandi hafa önnur byggðalög setið eftir,“ sagði Guðni og bætti við að hann teldi Byggðastofnun ekki hafa sinnt Suðurlandi sem skyldi. Aðspurður um hvort hann sé hræddur við að tjá skoðun sína opin- berlega á þessu máli segir Guðni. „Ég hef margoft, bæði í ræðum og grein- um bent á það sem betur má fara á þessu sviði, t.a.m. varðandi þá miklu möguleika sem Vestmannaeyingar búa að með einstakri náttúru varðandi ferðamannaiðnaðinn og rannsóknir þannig að ég vísa því á bug,“ sagði Guðni. „Mér fannst það leitt að Eyjamenn skyldu taka þá ákvörðun að segja sig frá samstarfi við sveitastjómir á Suðurlandi varðandi atvinnuuppbygg- ingu.“ Guðni segir Byggðastofnun verða að fara að snúa sér að öðrum byggða- lögum sem hafi möguleika til þess að byggja upp atvinnulífið. „Ég hef oft sagt það að Eyjamenn þurfi að byggja upp atvinnu á fleiri vígstöðum, vera ekki með öll eggin í sömu körfu. Ef það er einhver staður á landinu sem hefur burði til þess þá eru það Vestmannaeyjar,“ sagði Guðni að lokum. Alfarið ákvörðun ráðherra Sjálfstæðisflokksins og meirihluta Alþingis „Það er mjög sérstætt, að þegar þingmenn Suðurlands eru gagnrýndir virðist ætíð vera nægt pláss á síðum vikublaðsins Frétta til að fjalla um þá gagnrýni. Það sýnir áhuga blaðsins á störfum þingmanna Suðurlands,“ sagði Lúðvík Bergvinsson (S) þegar haft var samband við hann. „Vegna spuminga blaðsins vil ég taka fram að ég heyrði ekki ræðu stjórnarformannsins og því eru allar mínar upplýsingar um hana fengnar frá fjölmiðlum. Af því sem ég hef heyrt, undrar mig mjög að hann sem einn af talsmönnum núverandi fisk- veiðistjómurkerfis láti sér koma það á óvart að í miðstýrðu skömmtunarkerfi, eins og kvótakerfið er, skuli geðþótta- úthlutun aflaheimilda koma honum í opna skjöldu. Það er eðli miðstýrðra kerfa að í þeim em teknar geðþótta- ákvarðanir. I þessu tilviki hafa stjómvöld, undir forystu Sjálfstæðis- flokksins og ráðherra hans, ákveðið að færa aukna allahlutdeild til smábáta. Það kemur illa við Vestmannaeyjar, einkanlega í ýsunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það er gert. Það er ljóst hverjir tóku þessa ákvöðmn. Það var ríkisstjómin með stuðningi meiri- hluta Alþingis. Því ber ég ekki ábyrgð á henni frekar en ýmsu öðru sem ríkisstjómin hefur gert. Ég hef ætíð gagnrýnt tilviljanakenndar úthlutanir á aflaheimildum einsog þingræður bera með sér og geri það einnig nú. Stjómarformanninum væri nær að beina athugasemdum sínum að þeim sem þessa ákvörðun tók. Það er rétt að rifja upp í þessu samhengi að á meðan á kalda stríðinu stóð var athugasemdum og óánægju oft beint að smáríkinu Albaníu þegar menn meintu Sovétríkin. Ég geri ráð fyrir að stjómarfbrmaðurinn hafi valið að fara þá leið í þessu tilviki. Ég vil á hinn bóginn hvetja stjómarförmanninn til þess að beina gagnrýni sinni beint að þeim sem tóku þessa ákvörðun, Sjálfstæðisflokknum, sjávarútvegs- ráðherra og þingmeirhluta Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokks. Við það yrði hann maður að meiri. Að öðru leyti veit ég ekkert um tilurð þessarar skýrslu Byggðastofnunar nema að hvað hún er unnin fyrir stjómarfor- manninn. Hann hefur lýst yfir því að sambærilegar skýrslur verði unnar um önnur landssvæði. Verð ég ekki að gera ráð fyrir því að af því verði," sagði Lúðvík Bergvinsson. Eðlilegt að álíka skýrsla sé unnin í öðrum landshlutum Kjartan Olafsson (D) sem nýlega tók sæti á Alþingi í stað Áma Johnsen segist lítið getað tjáð sig um þau 500 störf sem Jakob segir að tapast hafi í sjávarútvegsgeiranum í Eyjum síðasta áratug. „Eg hef þessar tölur ekki í hendi en þetta er að sjálfsögðu alvarlegt mál en við verðum að líta á heildarmyndina, t.a.m. hversu mikill hluti af þessum störfum hefur verið lagt niður vegna tæknibreytinga.“ Kjartan segir þá aðferð sem notuð hafi verið gagnvart kvótakerfinu gangi ekki til lengdar. „Ef við lítum á þetta heildrænt þá sér hver maður að það gengur ekki til lengdar að færa enda- laust á milli staða og færa til þeirra sem ekki eru færir að sjá um sig sjálfir. því eins og segir einhver staðar Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir,“ sagði Kjartan og bætti við að á stöðum eins og Vestmannaeyjum verður höggið mjög þungt þegar illa árar í sjávarútvegi enda er hann stór hluti atvinnulífsins þar. „Varðandi skýrslu Byggðastofn- unar skilst mér að hún hafi verið unnin að beiðni stjómarformannsins án vit- undar stjómar og mér finnst mjög eðlilegt að unnið sé álíka skýrsla fyrir aðra landshluta og þá hafa menn staðreyndir fyrir sér.“ Kjartan segir það af og frá að hann sé hræddur við að tjá sig., jlg hef aldrei verið hræddur eða feiminn við að tjá skoðanir mínar á málum, líkt og ég er að gera núna,“ sagði Kjartan að lokum. Ámælisverð vinnubrögð Margrét Frímansdóttir (S) segir það vissulega eðlilegra að skýrsla for- manns fjalli um alla landshluta og að stjórnarmenn komi að vinnunnni við skýrsluna. „Þetta em ámælisverð vinnubrögð, Suðurland á fulltrúa í stjórn Byggðastofnunar en þessi vinnubrögð hafa ekki verið rædd á sameiginlegum fundi okkar,“ sagði Margrét og bætti við að hún ætti ekki von á því að nokkur sé hræddur við að tjá sig opinberlega. „Við hljótum að krefjast þess að allir landshlutar fái sambærilega meðhöndlun inni í stjóm Byggðastofnunar, þó formaðurinn komi frá ákveðu kjördæmi sem vissulega er illa statt. Allar breytingar á kvótakerfinu koma misjafnlega niður á landshlutum því verður að ræða þær hugmyndir sem uppi em og breytingar sem þegar er ákveðið að gera út frá mismunandi stöðu lands- hluta. Við verðum að tryggja að okkar sjónarmið heyrist inni í stjóm Byggðastofnunar og að þar sé tekið hlutlaust á málurn," sagði Margrét að lokum. Ekki náðist í ísólf Gylfa Pálmason. Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Sigursveinn Þórðarson, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http/Arvww.eyjaf retti r. is FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn og í Jolla í Hafnarfirði. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. FRÉTTIR 8

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.