Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 06.12.2001, Side 13

Fréttir - Eyjafréttir - 06.12.2001, Side 13
Fréttir 13 Fimmtudagur 6. desember 2001 niður á undan sér og forða mér. Ekki þorði ég annað en að hlýða. naumindum komst ég niður á brúarvænginn og síðan inn í brú. Sigurður skipherra ávítaði mig fyrir að hafa ekki fylgt Pálma. 1 héldum við að Pálmi ætlaði skila sér aftur. Eftir skamma kom hann ofan af brú og kom þá í að hann hafði eitthvað meiðst hendinni. Eg gat ekki annað en dáðst þessum feiknakrafti í Pálma. Eg átti fullt í fangi með það bara að halda mér þama uppi.“ Klukkan var að verða sex á mánu- dagsmorgni. Valdimar loftskeyta- maður heyrði nú kallað: „Oðinn, Oðinn - Isafjarðarradíó kallar!“ „Já, ísafjörður, ég heyri í þér, svaraði Valdimar. ísfirðingarnir voru nú að tilkynna að þeir hefðu heyrt veikt neyðarkall frá Notts County um fimmleytið. Þeir hefðu ítrekað reynt að svara en því miður virtist togarinn ekki hafa heyrt í þeim. Tilraunir varðskipsmanna að svipast um eftir Heiðrúnu höfðu engan árangur borið. Veður var aðeins tekið að lagast undir Grænuhlíð og vestur undir Bjamamúpi. Allt loftskeytasamband var þó enn mjög erfitt - jafnvel þótt varðskipið væri við hlið annarra skipa heyrðist stundum lítið sem ekkert í| talstöðvunum. Richard sat inni í brúnni á Notts County. Rakt og ískalt loftið var| mettað reykjarstybbu og súrri fisklykt úr fötum mannanna. Richard fann að nærföt hans höfðu blotnað í átökunum við að reyna að koma Robert Bowie um borð. Þau voru köld og klesstust við þvalan líkamann. Kuldahrollur fór um Richard er hann hugsaði um iík félaga síns sem lá á þilfarinu fyrir neðan: „Skipstjórinn var ódrepandi í að reyna allt hvað hann gat til að hug- hreysta okkur. „Þeir koma og bjarga okkur. Hafið ekki áhyggjur. Þetta verður allt í lagi," sagði hann og hellti viskíi í lítil glös sem við létum ganga. Við fengum allir dálítinn sopa, samt ekki of mikið. Ætlunin var eingöngu að hlýja mönnum og hressa þá við. En við vomm allir logandi hræddir. Ef maður leit út um ísaða gluggana var ekkert nema myrkur fyrir utan. Þótt okkur væri gefið viskí var ekki til þess ætlast að við fyndum á okkur. Ekki var lengur hægt að hita te. að minnsta kosti vildi enginn fara niður í myrkrið í messanum og eldhúsinu og reyna að gera slíkt. Mér virtist allir reikna með að við myndum deyja. Við höfðum heldur engar upplýsingar fengið um að nokkur ætlaði að bjarga okkur." Wally bátsmaður látinn HARRY Eddom kominn til ísafjarðar. Hann fylgist með með mönnunum sem halda á börunum. Fregnin um að skipbrotsmaður af Ross Cleveland hefði komist lífs af fór eins og eldur í sinu um Isafjörð og múgur og margmenni hafði safnast á hafnarbakkann til að fylgjast með þegar komið var með manninn. sjaldan hann hafði tækifæri til þess. Hann hafði sjaldan farið á krár ntiðað við margan annan. Hann hugsaði til slundanna þegar hann bauð vinum sínum af skipunum heim til sín í bjór. Þau Rita höfðu einnig verið dugleg við að heimsækja mæður sínar. Þessar stundir runnu nú í gegnum huga hans. Ég mun deyja eins og félagar mínir Á sama tíma svaf Rita, konan hans, með Natalee við hliðina á sér í hlýju rúmi heima í Cottingham - konan sem var svo trú sjómannslífinu að hún fór ekki einu sinni í bíó þegar Harry var í burtu. Búast mátti við að fréttir af afdrifum togarans myndu fljótlega berast til Bretlands. Hann hugsaði dapur til þess þegar komið yrði og bankað á dyrnar á heimili þeirra Ritu og henni tilkynnt um andlát hans. Hann var orðinn vonlaus þar sem 0. Ibl. 55. árg. CVrtíimþlT íiip MÍIIIJI K G. rilllHUAK 196H l'rrntMiiiðja Heiðrúnar annarrar er saknað Gúmbáturinn frá Ross Cleveland var sennilega eina fleyið í öllu Isa- íjarðardjúpi sem enginn átti von á að væri á floti. En nú var Wally bátsmaður látinn, króknaður úr kulda og orðinn stífur í frostinu og ísköldum sjónum sem flaut um gólf gúmbátsins. Aðeins Harry Eddom var eftir á lífi í myrkrinu: ,.Eg hugleiddi það að ég hafði verið á vaktinni þegar togarinn sökk. Ein- ungis þess vegna hafði ég verið fullklæddur. Eg var í þykkum buxum, hlýjum nærfötum, ullarpeysu, skyrtu, svokölluðum Wellington-stígvélum og gúmmígalla. Samt var mér ískalt. Báðir félagar mínir vom látnir - ungir menn sem höfðu bjargað lífi mínu. „Eg mun deyja eins og félagar mínir," hugsaði ég. En svo reyndi ég að hugsa um hvaðeina sem gæti kom- ið í veg fyrir að ég fengi taugaáfall - um það sem var mér dýrmætast, um Ritu, eiginkonu mína, og Natalee litlu." Harry fannst hann vera að bregðast mæðgunum og fjölskyldu sinni með því að deyja - fjölskyldumaðurinn Harry sem þótti best að vera heima þá Brexkir þingmcnn raða ráðstafanir um öryggismál sjámanna: Brezka þingiö hlýddi agndofa á síöustu slysafregnir frá íslandi Síðustu orð frá sökkvandi togara: „Give ny iove and the crew's love to their cklitn o{ 4k#íur *ð hitU han lUnn hefu* Wðíð lan<fcún*ðt oe fUkimaUriOhcrrann. T:t *» Uk* þcnni krowk Konurnar gtrm kifrfur U1 t lofukcytnrrcnn %iu á fillum t« urum. akyldutilkynninc ver innlcidd á 12 ilma 1r*«i t >kipum I innd ... iim hn,s FORSIÐA Morgunblaðsins þriðjudaginn 6. febrúar greindi frá hinum hörmulegu atburðum sunnudagskvöldsins, bæði frá bresku og íslensku sjónarhorni. — ntcð (> ís- enzkum sjó- nönnum - sjá bls. 32 hann lá í hnipri á botni bátsins og reyndi hvað hann gat að draga úr kvölunum sem fylgdu kuldanum: „Eg mun deyja eins og félagar mínir. Eg mun aldrei sjá Ritu og Natalee aftur," hugsaði ég. „Hve langur tími mun líða þar til ég dey? Þangað til ég fer yfir móðuna miklu með Wally og Barry? Fárviðrið sent buldí á rifinni yfirbreiðslu bálsins barði og sló seglið. Okkur rak greinilega hratt undan veðrinu. Á Vestfjörðum er mjög strjál- býlt og skyggni var ekkert í þessu veðri. Vafalaust myndi enginn finna lík okkar." Klukkan var að verða átta að morgni. Harry Eddom var orðinn máttfarinn og sljór af kulda. Um níu klukkustundir voru liðnar frá því honum skolaði í ískalt Djúpið. Sigurður Árnason hafði ákveðið að sigla Oðni aftur að strandstað Notts County. Aarbert, loftskeytamaður á Notts County, var enn að kalla út Mayday, Mayday, Mayday. Hann hafði haldið því ótrauður áfram í þeirri von að björgunarmenn heyrðu til hans. Valdimar á Óðni heyrði kallið. Þetta var í fyrsta skipti sem varðskipið heyrði milliliðalaust í hinum strandaða togara. Valdimar heyrði að breski loft- skeytamaðurinn var jafnframt að koma þeim boðum áleiðis að skip- brotsmennirnir væru illa haldnir. Skipherrann hafði tekið eftir því að með morgninum var mun meiri vindur undir Bjarnarnúpi en vestan til í Djúpinu, norðaustan átta vindstig. Þegar varðskipið kom að strandstaðn- um varð áhöfninni ljóst að ekki væri viðlit að koma auga á togarann nema í ratsjá. Fljótlega náði Valdimar sambandi við Notts County. „Við erum allir um borð," sagði Aarbert þegar Valdimar spurði hann. „Og við erutn líka með einn gúmbát," sagði hann. Valdimar svaraði um hæl: „Við erum um eina sjómílu frá strandstað ykkar. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að bjarga ykkur en verðum að bíða eftir að veðrið gangi niður. Haldið kyrru fyrir um borð. Hafið samband við okkur aftur klukkan tíu." Rífandi, skerandi og öskrandi drunur Á kápu bókarinnar má sjá togarann Ross Cleveland á strandstað við Snæfjallaströnd í Isafjarðardjúpi daginn eftir að varðskipsmenn á Óðni björguðu áhöfninni frá borði. Einn skipverji var þá látinn. Þegar skipið var að skorða sig í fárviðrinu lýsir skipverjinn Richard Moore því þannig: „Rífandi, skerandi og öskrandi drunur og titringur. Mér datt í hug að þetta líktist því að standa úti á flugbraut og tíu Concorde-vélar væru að taka á Ioft samtímis. Það var eins og andrúmsloftið væri að rifna. Og hljóðið dofnaði ekki. Það hélt viðstöðulaust áfram - stöðugt, stöðugt áfram. Eg greip fyrir eyrun. fann þúsund ísnálar stingast í andlitið, beindi höfðinu niður og reyndi að halda mér stöðugum á svellinu. Eg átti erfitt með að ná andanum. Hvemig var þetta hægt? Allur þessi vindstyrkur hlaut að koma ofan af landinu fyrir ofan okkur eða ... Mér var lífsins ómögulegt að skilja þetla, það var eins og fjöllin væru að reka upp öskur. Enn hræðilegri voru hljóðin í sjáifu skipinu - brak og brestir, ískur og óhugnaður. Aldrei nokkurn tímann hefði ég getað ímyndað mér að þelta trausta sjóskip gæti framkallað svona garg-“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.