Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.12.2001, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 06.12.2001, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 6. desember 2001 Fréttir 15 Stefán Jónasson skrifar um njálefni Herjólfs: Látum Samskip standa við tilboð sitt í relcstur ferjunnar Stjóm Heijólfs hf. hafði rekstur áranna á undan til hliðsjónar þegar tilboðið var gert og inni í því vom hugsanlegar breytingar á launum og verðbreytingar á olíu. Ekki var gert ráð fyrir svartolíu eða fækkun í áhöfn því ekki var minnst á slíkt í útboðsgögnum. Er það mjög athyglisvert því nú er komið í ljós að svo virðist sem einhver leyniþráður hafi verið milli Samskipa og Vegagerðarinnar áður en tilboðin vom opnuð. Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með um- ræðum um hugsanlegar hækkanir á farmgjöldum Herjólfs frá og með næstu áramótum. Það hefur m.a. orðið til þess að ég hef aðeins litið til baka, til þess tíma þegar Vegagerðin bauð út rekstur Herjólfs á síðasta ári. Niðurstaðan varð sú að Herjólfur hf., félag sem lagt var til hinstu hvílu í síðasta mánuði en hafði séð um rekstur Herjólfs frá árinu 1976, varð að lúta í lægra haldi fyrir Samskipum. Til upprifjunar þá bauð Vegagerðin út rekstur Heijólfs í þijú ár, 2001 til 2003. Um var að ræða 436 ferðir á ári milli Eyja og Þorlákshafnar á ári eða samtals 1308 ferðir á þremur árum. Tilboð Herjólfs hf. hljóðaði upp á samtals 325.4 milljónir króna í allan pakkann eða um 108 milljónir króna á ári. Samskip buðu 192,2 milljónir í árin þrjú eða 64 milljónir á ári. Mis- munurinn var 133 á þremur árum eða um 44 milljónir á ári. Kostnaðar- áætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á 222 milljónir króna. Það var mikið rætt um tilboðið í tjölmiðlum og þegar upp var staðið sat stjóm Herjólfs hf. uppi sem óráðsíuapparat sem átti að hafa hyglað ákveðnum gæðingum í Vestmanna- eyjum. Það var kannski ekki nema von því mismunur á tilboðunum var mikill og ekki bætti úr þegar Vega- gerðin birti sína áætlun. Stjóm Herjólfs hf. hafði rekstur áranna á undan til hliðsjónar þegar tilboðið var gert og inni í því vom hugsanlegar hækkanir á launum og verðbreytingar á olíu. Ekki var gert ráð fyrir svartolíu eða fækkun í áhöfn því ekki var minnst á slíkt í útboðs- gögnum. Er það mjög athyglisvert því nú er komið í ljós að svo virðist sem einhver leyniþráður hafi legið á milli Samskipa og Vegagerðarinnar áður en tilboðin vom opnuð. Samskip byijuðu fljótlega að brenna svartolíu og nú er róið að því öllum ámm að fækka í áhöfn. Þessi atriði bæði tvö er að finna í forsendum Vegagerðarinnar fyrir kostnaðaráætlun sinni. Aður hafði ekki verið hlustað á hugmyndir Herjólfs hf. um fækkun í áhöfn og að mati stjómarinnar var brennsla svartolíu skammgóður vermir því hún fer illa með vélar. Einhvers staðar hefði þetta þótt ástæða til rannsóknar á hugsanlegri mismunun tilboðsgjafa. Ekki síst þar sem orkukostnaður Herj- ólfs, brennsluolía, smurolía og raf- magn úr landi, var 61 milljón á árinu 2000. Er nema von að mönnum sé spum? Er því nokkur furða að það var mat okkar í stjóm Herjólfs að tilboð Sam- skipa og kostnaðaráætlun Vega- gerðarinnar stæðist ekki og nú er það að koma í ljós, þvert ofan í orð forsvarsmanna félagsins og Vegagerðarinnar. Og nú segir Pálmar Oli Magnússon, framkvæmdastjóri: -Við ætlum ekki að tapa peningum á rekstri Herjólfs frekar en öðm. Það ættu þeir ekki að gera því sennilega hafa flutningar Herjólfs aldrei verið meiri en á þessu ári. Stefnir t.d. í 100.000 farþega að því er Pálmar Óli segir. Kristinn Þór Geirsson, rekstrarstjóri Samskipa, sagði á síðasta ári í Fréttum að tilboð þeirra væri í beinni línu við rekstraráætlun Vegagerðarinnar. Það ætti að vera öllum ljóst að ekki er hægt að reka þjónustufyrirtæki eins og Herjólf, sem er þjóðvegur okkar Vestmannaeyinga, með hagnaði. Vegagerðinni fannst of mikill peningur fara í Herjólf og efndi því til útboðs. Það var því ekki óeðlilegt að Vegagerðin tæki tilboði Samskipa fegins hendi en hefði forráðamönnum hennar ekki átt að vera ljóst að tilboðið stóðst ekki? Alla vega hafði Herjólfur ekki möguleika á öðm en horfast í augu við staðreyndir. Ein staðreyndin var orkukostnaður upp á 61 milljón á ári. Þá var eftir að borga mannakaup, viðhald, slipp, stjórnunarkostnað og fleira sem samkvæmt okkar útreikningum hljóðaði upp á liðlega lOOmilljóniráári. Nú lítur út fyrir að Vestmanna- eyingar eigi að líða fyrir það í hækkun gjaldskrár að hvorki reiknimeistarar Vegagerðarinnar né Samskipa kunna að leggja saman. Því hljótum öll að mótmæla en um leið ættum við að geta andað rólega því ekki er hægt að breyta gjaldskrá Herjólfs nema með samþykki bæjarstjómar. Þar á bæ hljóta menn að krefjast þess að tilboð Samskipa verði látið standa. Svava og Sigurður: við Bónusvídeói Hjónin Svava Gísladóttir og Sigurður Einarsson tóku við rekstri Bónusvídeós 1. nóvember sl. Sig- urður starfaði í þrettán ár hjá Vífilfelli í Revkjavík og Vest- mannaeyjum og Svava vann í mörg ár í eldhúsinu á Hraunbúðum en hefur undanfarið verið við afleys- ingar á Sambýlinu. Astæða þess að Svava og Sigurður fara inn á þennan starfsvettvang er að þau vildu breyta til og prófa eitthvað nýtt. Þau sjá um daglegan rekstur en Bónusvfdeó er starfrækt í Reykjavík. Akureyri og Vestmannaeyjum. „Við fáum allar myndir sendar til okkar frá Reykjavík en Bónusvídeó er hluti af verslunarkeðju. Þetta er fyrst og fremst sjoppa og myndbandaleiga og við erum að mestu leyti tvö í þessu eins og er. Helga Davíðsdóttir kemur til með að starfa með okkur eftir áramótin og vinna aðra hverja helgi. Reyndar er hún aðeins byrjuð og dóttir okkar, Kristín Sjöfn, aðstoðar okkur mikið,“ sögðu Sigurður og Svava. Bónusvídeó er opið alla virka daga vikunnar frá kl. 09.00 til 23.30 og um helgar frá kl. 10.00 til 23.30. Vinnudagurinn er því langur hjá þeim hjónum en þau skiptast á um að vera í sjoppunni í miðri viku en em bæði um helgar. „Þetta gengur allt vel og heimilis- fólkið hjálpast að, Sigrún Ella er dugleg að passa Dagbjörtu Lenu sem er tveggja ára en sá elsti. Gísli Birgir, er við nám í Reykjavík. Okkur hjón- unum fellur mjög vel að vinna saman og emm heppin að því leyti. Eg vil helst alltaf vera nálægt honum. Sig- urður er yfir rekstrinum og sér um bókhald og slíkt en ég er búðarkona og er mjög ánægð með það. Draum- urinn úr æsku hefur ræst ég er loksins orðin búðarkona," segir Svava og hlær. „Þetta er mjög skemmtileg vinna, okkur líkar þetta vel og hingað kemur skemmtilegt fólk. Þetta er eina sjopp- an í vesturbænum þannig að margir leggja leið sína hingað. Okkar mottó er að viðskiptamennimir fari ánægðir frá okkur og fái góða þjónustu," segir Sigurður. Sigurður kynntist Svövu þegar hann kom hingað í fyrstu til að vera við jarðarför en lenti óvænt á þorrablóti Norðlendingafélagsins um kvöldið. „Eg er búinn að vera héma meira og minna síðan, reyndar tókum við okkur ár til að kynnast áður en ég fluttist hingað, “ segir Sigurður. Bónusvídeó býður upp á helmings afslátt af „bland í poka“ sælgæti á laugardögum og Svava og Sigurður segja börnin skemmtilega viðskipta- vini. Reyndar eru settir ölkassar fyrir bömin til að stíga upp á svo þau sjái betur hvað er í boði á laugardögum en afgreiðsluborðin geta stundum verið há fyrir litla viðskiptavini. Þau Svava og Sigurður bjóða alla bæjarbúa velkomna en þau leitast við að bjóða upp á góða þjónustu. Spurt er.... Ferð þú í kirkju um jólin? Ferð þú í kirkju um jólin? Johann Pétursson lögfræðingur -Nei, ég hef ekki gerl það frá því ég man eftir mér Sigursteinn Leifsson skrifstofu- maður -Nei, það er ekki vani í minni fjöl- skyldu. Guðni Sigurðsson skrifstofu- maður J -Nei, ég reikna ekki með því, fór þó alltaf með foreldr- unum þegar ég var yngri á aðfangadag. Sigurjón Þorkelsson leigubfi- stjóri -Nei, þaðhefégekki gert hingað til. Guðbjörn Ármannsson toll- viirður -Já, ég fer í kirkju um þessi jól. Þuríður Kristleifsdóttir ritari -Nei, fer öðru hvoru en ekki alltaf.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.