Fréttir - Eyjafréttir - 06.12.2001, Page 18
Fréttir
Fimmtudagur 6. desember 2001
Grunnskólanemar í Eyjum
sýndu þýskunni áhuga
í tilef'ni 90 ára afmælis Háskóla
Islands var farið af stað með tungu-
málanámskeið fyrir grunnskóía-
börn víðs vegar um landið. Fimm
tungumál voru tekin fyrir og raðað
niður á hina ýmsu kaupstaði á
íslandi. Krökkum í sjötta og
sjöunda bekk grunnskólanna í
Vestmannaeyjum gafst kostur á
þýskukennslu. Aðeins tuttugu biirn
komust að en mun lleiri skráðu sig.
Alls var búist við að þrjú hundruð
krakkar á þessum aldri víðs vegar um
landið tækju þátt í verkefninu. Það
var Ronald Herzer, þýskur nenrandi
við Háskóla Islands sem tók að sér
kennsluna og sagði hann börnin hafa
verið full ,af áhuga og afskaplega
dugleg við lærdóminn.
Tengiliður verkefnisins í Vest-
mannaeyjum var Magnús Matthíasson
kennari og sagði hann verkefnið hafa
tekist afskaplega vel í þau tvö skipti
sem þau voru haldin. Hið fyrra var 20.
október og hið síðara 10. nóvember.
Farið var í almenna kynningu á þýskri
tungu sem og menningu.
„Krakkarnir lærðu einföld orð,
t.a.m. litina og dýranöfn og einfaldar
setningar. Eins sungu þau og lásu
þýsk barnaævintýri. Einnig unnu þau
verkefni og voru þrjú bestu verkefnin
verðlaunuð sérstaklega og hanga þau
nú uppi á veggjum Háskóla Islands,"
sagði Magnús.
Það var Jaffa Akbashev sem hlaut
fyrstu verðlaun, tvíburasysturnar
Brynja og Björg Þórðardætur fengu
önnur verðlaun og Bjarni Benedikt
Kristjánsson hlaut þriðju verðlaun.
Magnús segir þýskukennslu mjög
nrikilvæga á íslandi. „í ljósi sífellt
aukinnar samvinnu við Evrópu-
sambandið, þar sem Þýskaland er
mjög sterkt, sem og aukinnar sam-
vinnu við ríki austan þess er
mikilvægt að þýskukennsla sé öflug
hér á landi.“
Þýska er tjórða útbreiddasta tungu-
mál á Islandi en þó sækja bæði
spænska og franska hart að þýskunni
eftir að verða valgreinar í fram-
haldsskóla. Ronald Herzer stundar
nám við Háskóla íslands og þegar
honum bauðst að fara til Vest-
mannaeyja hikaði hann ekki.
„Ronald hafði komið hér áður og
hrifist mjög af Eyjunum. Nú gafst
honum tækifæri að koma aftur og um
leið kenna sitt móðurmál og skemmti
hann sér mjög vel með krökkunum
þennan tíma,“ sagði Magnús að
lokum.
Nýir rekstraraðilar á Lanterna
Dominik Lipnik og Helga Georgsdóttur og hjónin hjónin Relja og Nada Borosak ásamt Marinó Medos
Á mánudaginn tóku hjónin Relja
og Nada Borosak ásamt Dominik
Lipnik og Helgu Georgsdóttur við
rekstri Lanternu af Marinó Medos
sem rekið hefur staðinn síðan 1995.
Þau leigja reksturinn til að byrja
með og er lcigusamningurinn til I
september 20()2. „Þá munurn við
taka ákvörðun um framhaldið eftir
því hvernig gengur en vonir standa
til að þá munum við ganga frá
kaupum á rekstrinum," sagði
Rclja. Aðspurð segja þau engar
byltingar verða á rekstri
veitingastaðarins, alla vega ekki til
að byrja með. „Við munum gera
einhverja andlitslyftingu á
staðnum eftir áramót en það
verður áfram sami stíll og verið
hefur, góður matur í þægilegu
umhveríi," sagði Helga og bætti
við að í descmber muni þau bjóða
upp á heitt kakó, piparkökur og
jólaglögg eins og gert var í fyrra.
Relja sagði þá nýbreytni verða nú
að boðið er upp á hádegistilboð
alla daga frá 12-14. „Það verða
nýir réttir á hverjum degi en alltaf
sama verðið, annars vegar réttur á
1.300 krónur og hins vegar á 1.500
krónur. I haust var byrjað að
bjóða upp á heimsendingaþjónustu
á réttum staðarins og að sögn
Relju hcfur það tekist nokkuð vel
upp og ætlunin að leggja frekari
áherslu á það. „Þetta gengur
nokkuð vel og munum við auglýsa
það enn frekar á næstunni. Við
erum með opið fyrir
heimsendingar frá klukkan ellefu á
morgnana til kl. 21.30 á kvöldin
frá sunnudegi til fimmtudags, en
fóstudags og laugardagskvöid þá
lokum við fyrir heimsendingar kl.
19.30," sagði Relja og bætti við að
þau væru með vefsíðu þar sem
hægt væri að nálgast matseðilinn,
www.lanternal.com. „Hugmyndin
með síðunni er að fólk geti gengið
frá pöntun á henni, það er ekki
hægt ennþá en jafnvel í
framtíðinni," sagði Relja að lokum.
Sighvatur Bjarnason skirfar:
Flugfarsinn
Flug hefur
verið í
brennidepli
undanfarin
misseri. Eftir
að innan-
landsflug var
gefið frjálst
tók her við
tímabil
mikillar og
harðrar sam-
keppni.
Tvö
flugfélög kepptu á flugleiðinni milli
Reykjavikur og Vestmannaeyja,
neytendum til góða. Samkeppnin
harðnaði eftir því sem tíminn leið og
hér var flogið á stórum og full-
komnum skrúfuþotum, sætaframboð
var nær óþrjótandi og verðið var lágt.
Afleiðingamar þekkjum við; tap
flugrekenda upp á hundruð milljóna
og alger uppstokkun a innanlandsflugi
þ.e. samkeppnislok. Ríkisstyrkir,
hækkun flugfargjalda og minnkun
þjónustu eru fylgifiskar einokunar
sem neytendur hafa síðan kynnst.
Ástæða þessara skrifa er frétt
tveggja Arsenal aðdáenda fra því í
seinasta blaði. Þeir sögðu farir sínar
ekki sléttar og fannst ranglætið slíkt að
ekki mætti hjá líða að skrifa unt. Ekki
veit eg nákvæmlega hvað fór á milli
tvímenninganna og starfsmanns Jór-
víkur, og satt best að segja fmnst mér
það ekki vera kjami malsins. Það
finnst mér hins vegar athyglivert
þegar slflc skrif em viðhöfð án þess að
talað sé við báða aðila.
Það er ekki ný bóla að fólk telji sig
beitt misrétti þegar kemur að þjónustu
flugfélaga, en eg hvet þessa menn og
aðra til þess að fara yfir í huganum
hvort þeir hafi ekki orðið vitni að
alvarlegri samskiptum við önnur fél-
ög, án þess að efnt haft verið til
fréttatilkyninga. Eg er sannfærður um
að þeir sem og fréttamenn lumi á sög-
um sem hafa mun meiri þunga en hafa
Nú er lag að bera saman
tíma samkeppni og
einokunar. Efdr að sam-
keppni lagðist af tók
fljótlega að bera á
fargjaldahækkunum og
undir lokin var svo komið
að almenningur gat alls
ekki leyft sér þann munað
að fljúga til Reykjavíkur.
látið hja líða að skrifa um. Þessi skrif
eru í sama pólitiska anda og blóm-
vöndurinn margumræddi.
Nú er lag að bera saman tíma
samkeppni og einokunar. Eftir að
samkeppni lagðist af tók fljótlega að
bera á fargjaldahækkunum og undir
lokin var svo komið að almenningur
gat alls ekki leyft sér þann munað að
fljúga til Reykjavíkur.
Þjónustan var minnkuð og og
duttlungar i flugtíðni voru slíkir að
jafnvel Arsenal aðdáendum myndi
þykja nóg um. Að lokum kom jtað í
ljós að það er ekki arðbært að fljúga til
Eyja og kom það mörgum spánskt
fyrir sjónir. Það virðist þó alltaf vera
til einhver sem er tilbúinn að halda úti
þjónustunni, án ríkisstyrkja, enda ríkir
nú aftur samkeppni á flugleiðinni og
er það Eyjamönnum til góðs.
Samkeppnin verður hins vegar að
vera skynsöm. Flug er í eðli sínu dýrt
og fargjöld geta ekki orðið eins og þau
voru ódýrust. Flugvélakostur verður
einnig að vera í samræmi við farþega-
fjölda á hverjum árstíma. Sam-
keppnin er komin með báða fætur á
jörðina, en hún er og verður nauð-
synleg og æskileg. Stöndum vörð um
hana.
Piparkökuhússkeppni
Laugardaginn 15. desember aetlar Skatafelagió Faxi
að hafa pilarkökukeppni.
Þeir sem vilja taka þátt í keppninni eiga að skila
piparkökuhúsum í Skátaheimilið Faxastíg laugar-
daginn 15. desember fyrir klukkan 13.00.
Síðan verða þau til sýnis yfir daginn ásamt ýmsu
öðru. Kl. 18.00 verður tilkynnt hver hlýtur verðlaun
fyrir frumlegasta húsið og fyrir flottasta húsið.
Vegleg verðlaun verða í boði.
Styrktaraðilar eru:
Fréttir, Vöruval, K. Kristmanns,
Tölvun og ýmsir aðrir.
Gerum aðventuna skemmtilega og búum til
piparkökuhús með fjölskyldunni og tökum þátt í
keppninni.
Bæjarbúar munið skátapóstinn sem byrjar 15.
desember.
Skátafélagið Faxi.
Uppskrift að piparkökuhúsi
175 gr smjörlíki
175 gr púðursykur
2 egg
400 til 450 gr hveiti
2 tsk. lyftiduft
3 tsk. kanill
1 mtsk. engifer
V2 tsk. kardimommur
V» tsk. pipar
Uppskriftina og snið er hægt að nálgast í Vöruvali
hjá bökunarvörunum.