Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 06.12.2001, Page 23

Fréttir - Eyjafréttir - 06.12.2001, Page 23
Fimmtudagur 6. desember 2001 Fréttir 23 Essodeildin: IBV 34 - Valur 29 Loksins- Loksins Arnar Pétursson: Heimavöllurinn er loksins farinn aó skila hagstæðum úrslitum ÍBV tók á móti næstefsta liði Esso- deildarinnar á föstudagskvöldið, Valsmönnum, sem höfðu fyrir leikinn ekki tapað leik í deildinni. Leikir liðanna í gegnum tíðina hafa iðulega verið jafnir og skemmtilegir, þar sem baráttan hefur jafnvel náð út fyrir völlinn. Leikurinn yljaði þeim sem hugsa með hlýhug til gömlu góðu daganna þegar ÍBV náði hvað bestum árangri en liðið varð bikarmeistari 1991. IBV sigraði í leiknum, nokkuð sannfærandi með fimm mörkum, 34- 29 en náði mest sjö marka forystu. Það leit nú samt ekki vel út fyrstu fimmtán míútumar. Valsmenn voru mun betri í upphafi leiks og komust þremur mörkum yfir, 1-4. En með ótrúlegri baráttu tókst ÍBV að koma sér aftur inn í leikinn og Amar Pétursson jafnaði leikinn svo 8-8 á 21. mínútu. Á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks tókst svo ÍB V að komast yfrr, 14-13 og það var staðan í hálfleik. í upphafi seinni hálfleiks héldu ÍBV engin bönd. Mindaugas Andriuska skoraði fjögur mörk gegn einu marki Valsmanna og gestimir vom í vond um málum. Eyjamenn léku við hvem sinn fingur í seinni hálfleik og ef einn var tekinn úr umferð þá tóku hinir upp hanskann og skoruðu. Sigurður Bragason skoraði m.a. mark þegar Eyjamenn vom tveimur leikmönnum AðalfundurGV: ARNAR Pétursson: Við urðum að fara að berjast og það gerðum við. Þetta hefur verið á uppleið hjá okkur að undanförnu sem sést best á þessum leik. \ : wðfc' ■ færri. Framganga liðsins í seinni hálfleiks var til eftirbreytni og í fyrsta skipti í tvö ár er orðið skemmtilegt að fara á karlaleik í handbolta og það svo um munar. Liðið er að sýna að það býr mikið í því og ef fram heldur sem horfir þá verður ÍBV ekki mikið lengur í botnbaráttunni. Amar Pétursson sagði eftir leikinn að heimavöllurinn væri loksins farinn að skila hagstæðum úrslitum. ,JEg er í próflestri núna þannig að maður er svolítið eins og kýmar á vorin þegar þeim er hleypt út. Við byrjuðum ekki vel, vomm svolítið eins og við vomm í upphafi tíma- bilsins en eftir að við lentum fjórum mörkum undir tókum við leikhlé og ákváðum að fara beijast. Það varð að gera eitthvað. Við urðum að fara að beijast og það gerðum við. Þetta hefur verið á uppleið hjá okkur að undan- fömu sem sést best á þessum leik. Valsmenn era með mjög gott lið og em ftískir og hafa verið að spila mjög vel. Núna verðum við bara að halda okkur á jörðinni og halda áfram að bæta okkar leik. Við stefndum á fyrir mótið að eiga sterkan heimavöll og mér sýnist að það sé að takast, eftir að hafa tapað tveimur leikjum héma og það er einfaldlega tveimur leikjum of mikið.“ Mörk ÍBV: Mindaugas Andriusk" 13/4, Amar Pétursson 8, Petras Raupanas 4, Sigurður Ari Stefánsson 3, Sigurður Bragason 3, Svavar Vignisson 1, Jón Ándri Finnsson 1, Kári Kristjánsson 1. Varin skot: Hörður Flóki Olafsson 18/1. Knattspyrna: Ráðningar leikmanna________ Málin eru að skýrast Reksturinn gekk ágætlega Aðalfundur Golfklúbbsins var haldin sl. föstudag og var heldur dræm mæting, aðeins tuttugu félagsmenn mættu. Helgi Bragason var endurkjörinn formaður en tveir stjómarmenn gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu, þeir Júlíus Hallgrímsson og Þorsteinn Sverrisson sem var gjaldkeri. Nýjir inn í stjóm komu þeir Hörður Óskars- son gjaldkeri og Jón Pétursson. Aðrir í stjóm em Haraldur Óskarsson varaformaður og Ragnar Baldvinsson ritari. Að sögn Helga kom síðasta ár vel út rekstrarlega. „Við sitjum vissulega uppi með tap vegna gengistaps eins og flestir aðrir en varðandi skamm- tímaskuldir emm við í góðum málum og eins höfum við verið að borga inn á langtímalán okkar hjá Islandsbanka þannig að fjárhagsstaðan eftir þetta rekstrarár er miklu mun betra en það var í fyrra auk þess sem við lukum við viðbygginguna," sagði Helgi og bætti við að alls hafi þeir afskrifað tæpar tvær milljónir í ógreiddum félags- gjöldum. „Við ákváðum að gera það vegna þess að með þessar útistandandi skuldir inni gaf ranga mynd af stöðu mála. I framhaldinu verður athugað með innheimtuaðgerðir og kemur það þá inn sem aukatekjur næst,“ sagði Helgi að lokum. Nú virðist loksins vera kominn skriður á leikmannamál karlaliðs ÍBV í knattspymu en í síðustu viku tryggði liðið sér áframhaidandi starfskrafta Bjarnólfs Lárussonar en hann spilaði með liðinu sl. sumar. Samningurinn er til tveggja ára en auk hans skrifaði Kjartan Antonsson undir í síðustu viku. Þá er aðeins eftir að semja við tvo leikmenn, þá Birki Kristinsson og Hjalta Jóhannesson en samkvæmt heimildum Frétta liggur nánast ljóst fyrir að Birkir muni spila með IBV á næsta sumri. Jóhann Ingi Ámason framkvæmda- stjóri knattspymuráðs sagði að nú væri loksins að komast mynd á leikmannahóp ÍBV. „Við emm reyndar í viðræðum við Birki og Hjalti er á sjó þannig að það er erfítt að ræða við hann á meðan svo er en við ætlum okkur að sjálfsögðu Síðastliðinn fimmtudag var dregið í undanúrslitum bikarkeppninnar í handbolta. í kvennaboltanum er ÍBV enn með í slagnum og datt liðið heldur betur í lukkupottinn en ÍBV dróst á móti íslandsmeisturum Hauka og verður leikurinn hér í Eyjum 19. janúar. Vigdís Sigurðardóttir sagði að mestu máli skipti að fá heimaleik. „Við vitum það alveg að þessi fjög- ur lið sem em þama í undanúrslitum eru mjög jöfn og álíka sterk. Það hefði því verið mjög erfítt að fara upp á land að mæta hvaða liði sem er og þess vegna var mjög mikilvægt að fá heimaleik. Við drógumst á móti ís- landsmeisturunum og þó að þær hafí að halda þeim báðum. Varðandi Tómas Inga þá emm við í sambandi við hann en það mun ekki ský rast fyrr en skömmu fyrir íslandsmót hvort hann leiki með okkur." En hvað með Tommy Schram, á að reynafá hann aftur til IBV? „Við sögðum við Tommy þegar hann fór að við væmm alveg til í að fá hann aftur og hann lýsti því yfir að hann gæti vel hugsað sér að koma. Hann er núna í utandeildinni í Eng- landi og er með samning þar út tímabilið en það er með hann eins og Tómas Inga að það skýrist líklega ekki fyrr en stuttu fyrir mót hvort hann komi. Hins vegar þurfum við að styrkja framlínuna hjá okkur." BJARNÓLFUR átti mjög gott tímabil sl. sumar þannig að mikill fengur er að honum fyrir ÍBV. ekki verið efstar á óskalistanum þá er það allt annað að mæta þeim héma heima en á útivelli. Eg á von á mjög jöfnum leikjum, Stjaman er með reyndari leikmenn og ég hallast frekar að því að þær fari áfram en við vinnum að sjálfsögðu eftir jafnan og spennandi leik og líklega skilja bara eitt til tvö mörk liðin að í lokin.“ Stórlcikur hjá IBV-stclpunum Búið að draga í deildarbikarnum í síðustu viku var dregið í deildarbikarkeppni KSÍ en Eyja- menn eiga þrjá fulltrúa í keppninni eins og undanfarin þrjú ár. I efri deild karla em tveir átta liða riðlar en IBV er í B-riðli ásamt Þrótti R.. Val, Keflavík, KA, Grindavík, Fram og Dalvík. Efstu fjögur liðin komast svo áfram í átta liða úrslit en þá tekur við útsláttarfyrirkomulag. KFS er sem fyrr í neðri deild en þar em þrír sex liða riðlar. Eyja- menn spila í C-riðli ásamt Létti. Reyni S„ Haukum, Selfoss og Aftureldingu en efsta liðið úr hverjum riðdli kemst áfram í undanúrslit auk þess sem liðið sem nær bestum árangri í öðm sæti kemst áfram. Kvennalið ÍBV leikur í B-riðli en þar em spilaðir tveir sex liða riðlar þar sem tvö efstu liðin komast í undanúrslit. Með ÍBV í riðli eru Valur, Stjaman, ÍA, Þróttur og RKV. tV á sigurbraut Um helgina vann ÍV sinn fjórða leik í röð í 2. deild eftir að hafa tapað þremur fyrstu leikjunum. Fyrir barðinu á Eyjapeyjum varð núna liðið Öminn sem gert er út í Reykjavík. ÍV var mun betra liðið í leiknum og vann með 43 stiga mun, 96-53 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 45-22.^ StigahæstirlV: Halldór Halldórsson 18, Einar Þór Einarsson 15, Stefán Guðmundsson 13, Baldur M. Ein- arsson 13, Guðjón B. Gunnarsson 10, Sæþór Orri Guðjónsson 7. Tvær í unjgmenna- landsliði Islands Að undanfömu hefur íjöldinn allur af vestmannaeyskunr ungmennum verið við æfíngar með ungmenna- landsliðum íslands í knattspymu en handboltakrakkamir láta sitt ekki eftir liggja. í síðustu viku vom tvær ungar og efnilegar handknattleiks- stúlkur valdar til æfinga rneð U-16 ára landsliði kvenna í handknatlleik og fóm æfingamar ffam um síðustu helgi. Þetta voru þær Halla Björk Hallgrímsdóttir og María Guðjóns- dóttir. Framundan Föstudagur 7. desember Kl. 20.00 ÍBV-Valur Essodeild kvenna Sunnudagur 9. desember Kl. 20.00 Víkingur-ÍBV Essodeild karla Miðvikudagur 12. desember Kl. 20.00 ÍBV-HK Essodeild karla Hópaleikur ÍBV og Frétta: Atta liða úrslit Liðin sem fara áfram í 8 liða úrslitin em Klaki sem komst áfram upp úr C riðli á kostnað Grænuhlíðar þar sem skor þeirra í síðustu- umferð var hærra. Um næstu helgi hefst úrsláttarkeppni þar sem eftirfarandi lið mætast: Jó Jó - Sig. Bræður, FE Fanclub - Vinningsliðið, SS - Mínus FC og Klaki - E.R. Virðingarjyllst,Rexman

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.