Vesturland - 23.10.2014, Blaðsíða 4

Vesturland - 23.10.2014, Blaðsíða 4
23. Október 2014 Hvað er einelti? Nú þegar skólar, á öllum stigum, hafa starfað í nokkrar vikur er rétt að beina sjónum að einelti sem er ofbeldi sem aldrei er réttlætanlegt. Talað er um einelti þegar einstaklingur verður fyrir endurteknu áreiti og á erfitt með að verjast því. Sá sem er sterk- ari, árásargjarnari og frakkari níðist á þeim sem er líkamlega/félagslega veikari. Gerandinn misbeitir valdi gegn þolandanum. Einelti veldur þjáningum sem geta fylgt þolandanum ævilangt. Rann- sóknir sýna að margir þeirra sem hafa orðið fyrir langvarandi einelti hafa brenglaða sjálfsmynd og lítið sjálfs- traust. Þeir eru líklegri en aðrir til að eiga við geðræn vandamál að stríða síðar á lífsleiðinni svo sem þunglyndi, félagsfælni og kvíða. Stundum verður niðurbrotið algert og eineltið leiðir til sjálfsvígs en bæði íslenskar og erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl milli eineltis og sjálfsvígshugsana, sjálfsvígstilrauna og sjálfsvíga. Hvaða einkenni sýnir barn sem verður fyrir einelti? ■ Vill ekki lengur fara í skólann. ■ Barnið kvartar oft undan maga- eða höfuðverkjum og er lystarlaust. ■ Sefur illa, fær martraðir og grætur jafnvel í svefni. ■ Barnið er niðurdregið, virðist óham- ingjusamt eða er þunglynt. ■ Það fær lélegri einkunnir og áhugi á skólanum dvínar. ■ Barnið kemur heim úr skóla eða tómstundastarfi skítugt, blautt eða í rifnum fötum. Skólabækurnar eru skemmdar og hlutir týnast. Barnið getur ekki gert almennilega grein fyrir því sem gerðist. ■ Það getur ekki gefið trúverðuga skýr- ingu á mari, skeinum og sárum. ■ Barnið er alltaf eitt, bekkjarfélagar/ leikfélagar koma ekki lengur heim með barninu. ■ Það hnuplar eða biður um meiri pen- inga en það er vant (til að blíðka þá sem leggja það í einelti). Hvað er hægt að gera leiki grunur á einelti? • Ræða við barnið og komast að því hvort grunurinn reynist réttur. Oft reyna börn sem eru lögð einelti að leyna því þar sem þau skammast sín/vilja ekki valda foreldrum sínum vonbrigðum eða áhyggjum. • Leita ráða til dæmis hjá námsráðgjafa eða sálfræðingi. • Hafa samband við umsjónarkennara eða skólayfirvöld. Skólinn á að bregð- ast við og ganga í málið. • Leita til fræðsluyfirvalda, svo sem skólaskrifstofu, fræðsluskrifstofu eða sambærilegra aðila standi viðbrögð skóla ekki undir væntingum. • Fá upplýsingar og ráð hjá mennta- málaráðuneytinu, Heimili og skóla eða Olweusaráætluninni gegn einelti. Barnaheill standa að forvarnar- verkefni gegn einelti fyrir leikskóla. Það verkefni nefnist vinátta og þar er meðal annars miðlað til foreldra hvað þeir geta gert til að koma í veg fyrir eða fylgjast með einelti. En rætur eineltis byrja gjarnan í leikskóla. Þar er til dæmis hvatning til foreldra að tala ekki illa um önnur börn eða for- eldra þeirra. Setja reglur um afmæli í hópnum, bjóða t.d. öllum í hópnum eða öllum af sama kyni og einnig að börnin mæti í þau afmæli sem þau eru boðin í. Það er ekkert sem er eins sárt fyrir barn þegar enginn boðsgestur mætir í afmælið sitt. Á sama hátt er líka sárt fyrir barn að vera ekki boðið í afmæli sem öllum öðrum er boðið í. Þá eru fleiri ráð fyrir foreldra eins og að vera í góðu sambandi við aðra foreldra og fylgjast með hvort að ein- hver í bekknum eða hópnum sé skilin útundan. Ábyrgð foreldra barna er því oft meiri en margur gerir sér grein fyrir. 4 Vesturland 17. tBl. 3. ÁrGanGur 2014 Útefandi: Fótspor ehf., Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason sími 824-2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingar: Sími: 578-1190 & netfang: auglysingar@fotspor.is. ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, sími: 840-9555 & netfang: geirgudsteinsson@simnet.is. umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 6.400 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Fríblaðinu er dreiFt í 6.400 eintökum í allar íbúðir á akranesi, dreiFbýli á akranesi og í borgarnesi. blaðið liggur einnig Frammi á helstu þéttbýlisstöðum á Vesturlandi Allflestir landsmenn hluta á tónlist í útvarpi eða hlusta á tónlist með öðrum hætti, t.d. á geisladiskum. Í núgildandi virðisaukaskattslögum kemur eins og kunnugt er fram sú meginregla í 1. mgr. 14. gr. að virðisaukaskattur skuli vera 25,5%. Frá þessu eru þó þær undantekningar sem tilgreindar eru í tíu töluliðum í 2. mgr. sömu greinar, en greiða skal 7% virðisaukaskatt af ýmsum vörum og þjónustu. Meðal undantekninga þar eru mat-og drykkjarvörur, hótel-og gistiþjónusta, tímarit, dagblöð og bækur og geisladiskar og rafræn miðlun á tónlist. Ríkisstjórnin lagði fyrir skömmu fram frumvarp til laga m.a. um breytingu á framangreindum ákvæðum. Í c-lið 1. greinar frumvarpsins er lagt til að almenna skatthlutfallið í virð- isaukaskatti verði lækkað úr 25,5% í 24% og að lægra skatthlutfallið verði hækkað úr 7% í 12%. Af þessu sést að virðisaukaskattur af geisladiskum og rafrænum miðlum með tónlist verður hækkaður um 72 % frá því sem nú er. Fram kemur í athugasemdum með frumvarpinu að ráðleggingar sérfræðinga í skattamálum til ríkja heims séu mjög á þá lund að afnema beri lægra/ lægri þrep virðisaukaskatts. Síðan segir orðrétt: „Með því að nýta þó ekki væri nema hluta tekjuaukans af afnámi lægra þrepsins til að jafna lífskjör á markvissari hátt mætti ná mun meiri árangri í kjarajöfnun með aðeins einu skattþrepi.“ Af þessu að dæma er hér um að ræða skattapólitík sem hefur það að leiðarljósi til lengri tíma að innleiða kerfisbreytingu með aðeins einu skattþrepi virðisaukaskatts. Allar líkur eru því á að þetta muni leiða til enn meiri hækkunar á framangreindar vörur og þjónustu í framtíðinni en nú er lagt til, en að ríkisstjórnin telji raunhæft að þessar vörur og þjónusta geti til að byrja með borið 72 % aukna skattbyrði. Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda mótmælir þessum tillögum harðlega enda hefur neysla á tónlist hefur aldrei verið meiri en einmitt nú. Því miður verður ekki sagt að þeir sem skapa, flytja og markaðssetja tónlistina beri mikið úr býtum þrátt fyrir þessa miklu grósku þar sem langstærstur hluti þessarar neyslu á sér stað á netinu, án þessa að rétthafar fái greitt nema brot af því sem þeim bæri. Veltan í íslenskri hljómplötusölu hefur dregist saman um yfir 50% frá árinu 2000 til 2014. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs dróst sala á geisladiskum saman um 19%. Áðurnefnd tillaga ríkisstjórnarinnar um 72% hækkun á virðisaukaskatti á hugverk tónlistariðnaðarins er því mikið áfall fyrir þá innlendu aðila sem hafa háð gífurlega erfiða baráttu á undanförnum árum í samkeppni við ólöglegan tónlistarmarkað á netinu, án nokkurs áhuga lögregluyfirvalda á að halda uppi eðlilegri réttargæslu gegn höfundaréttarbrotum á netinu. Ef fram fer sem horfir munu framangreind áform ríkisstjórnarinnar stuðla að því að hagur tónlistarfólks skerðist enn frekar og með svipuðu áframhaldi er ljóst að slíkt mun til langframa kæfa þá miklu sköpun sem verið hefur í íslensku tónlistarlífi. Það verður þá kannski í náinni framtíð óþarft að halda árlega hátíð þar sem veitt eru tónlistarverðlaun fyrir bestu flytjendur og útgefendur í jazz, klassík og poppi. Vill það einhver? Vonandi sér ríkisstjórnin að sér. Geir A. Guðsteinsson ritstjóri Virðisaukaskattur af geisladiskum og rafrænum miðlum hækkar um 72% Leiðari Fjölmennt Landsmót Samfés á Akranesi Landsmót Samfés 2014 fór fram á Akranesi í byrjun mánaðarins og var það í alla staði mjög vel heppnað. Árlega sækir mikill fjöldi ungmenna mót sem þessi og nú í ár voru gestir rúmlega 400, þar af rúm- lega 320 unglingar. Regína Ásvalds- dóttir bæjarstjóri setti landsmótið á föstudagskvöld. Að því loknu hófst heljarmikið Hókí-póki, grillveisla og loks kvöldvaka og á kvöldvökunni kusu unglingarnir sér fulltrúa í Ungmenna- ráð Samfés. Á laugardeginum var boðið upp á smiðjuvinnu eins og venjan er. Hægt var að velja um tvær tegundir af smiðjum, valdeflingarsmiðjur og afþreyingarsmiðjur, og þurftu allir að taka þátt og fara í eina af hvorri tegund. Alls gátu ungmennin valið út 14 valdeflingarsmiðjum og 14 af- þreyingarsmiðum og því auðvelt að finna eitthvað við sitt hæfi. Að lokinni smiðjuvinnu var frjáls tími. Einhverjir nýttu tækifærið og skelltu sér í sund, aðrir horfðu á fótbolta á meðan enn aðrir nýttu tímann til þess að kynnast nýjum félögum. Um kvöldið komu svo allir saman í íþróttahúsinu við Vesturgötu og gæddu sér á dýrindis hátíðarkvöldverði. Þar átti hópurinn notalega stund. Kvöldinu lauk síðan með stórdansleik í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Á sunnudag hélt ný- kjörið Ungmennaráð Samfés lands- þing sitt. Þingið tókst með ágætum og voru umræðurnar bæði líflegar og skemmtilegar. Helst ber að nefna að unglingar kalla eftir betri kynfræðslu í skólum og ennfremur meiri fræðslu um fjármála- og fjölmiðlalæsi. Landsmótið var fjölmennt. Kirkja mánaðarins – Breiða- bólstaðarkirkja á Skógarströnd Breiðabólstaður á Skógarströnd við Breiðafjörð er bær, fornt höfuðból, kirkjustaður og fyrrum prestssetur á Snæfellsnesi. Kirkja hefur verið þar síðan árið 1563 og þar brann með öllum gripum eldri kirkja árið 1971, en ný kirkja var reist þar aftur fljótlega, eða árið 1973. Í Eiríks sögu rauða segir að á Breiða- bólstað á Skógarströnd hafi búið Þor- gestur hinn gamli Steinsson og léði Ei- ríkur honum eitt sinn setstokka. Þegar svo Þorgestur skilaði ekki stokkum þessum, gerði Eiríkur rauði sér ferð og sótti þá. Þessu reiddist Þorgestur svo að hann veitti Eiríki eftirför. Sló svo í bardaga með þeim hjá Dröngum og féllu þar tveir synir Þorgests, sem þótti þar hafa farið ógæfuför. breiðabólstaðarkirkja. Sjón á skólagöngum sem ætti alls ekki að sjást.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.