Vestfirðir - 11.01.2013, Síða 2
2 11 janúar 2013
Fasteignagjöld hafa
hækkað mest á Patreksfirði
- eru hæst á Ísafirði
Byggðastofnun hefur fengið Þjóðskrá Íslands til að reikna út fasteignamat og fasteignagjöld
á sömu fasteigninni á nokkrum þétt-
býlisstöðum á landinu. Viðmiðunar-
eignin er einbýlishús sem er 161,1 m2
að grunnfleti og 351m3. Stærð lóðar er
808m2. Gjöldin eru reiknuð út sam-
kvæmt núgildandi fasteignamati sem
gildir frá 31. desember 2011 og sam-
kvæmt álagningarreglum ársins 2012
eins og þær eru í hverju sveitarfélagi.
Til að forðast skekkjur var útreikn-
ingur fasteignagjaldanna sendur á við-
komandi sveitarfélag og óskað eftir
að athugasemdir yrðu gerðar ef um
skekkjur er að ræða. Tekið hefur verið
tillit til þeirra ábendinga sem bárust.
Fasteignamat er mjög mismunandi
eftir því hvar á landinu er. Fasteigna-
mat húss og lóðar á höfuðborgarsvæð-
inu, miðað við meðaltal, er 34 millj-
ónir króna og hefur hækkað úr 30,1
milljón króna. Hefur lækkun matsins
frá árinu á undan því gengið nær alveg
til baka. Af þeim þéttbýlisstöðum sem
skoðaðir voru utan höfuðborgarsvæð-
isins er matið hæst á Akureyri, 27,4
milljónir króna, og í Keflavík 24,4
milljónir króna. Lægst er matið eins
og áður á Patreksfirði, 9,2 milljónir
króna, í Bolungarvík 10,6 milljónir
króna og á Siglufirði, 10,8 milljónir
króna. Eins og áður er fasteignamatið
er mjög mishátt þó ögn hafi dregið
saman í prósentum. Á það bæði við
um lóðarmat og húsamat. Ástæða
þess að saman dregur er sú að matið
hækkar meira þar sem það var lægst
en þar sem það var hæst. Nú er lægsta
mat 27% af hæsta mati en í fyrra var
það 26% af hæsta mati.
Þegar horft er á fasteignagjöldin
breytist myndin verulega. Tekið skal
fram að hér er horft til allra svo-
kallaðra fasteignagjalda, það er fast-
eignaskatts, lóðarleigu, fráveitugjalds,
vatnsgjalds og sorpgjalda. Meðaltalið á
höfuðborgarsvæðinu gefur ekki hæstu
fasteignagjöldin. Því valda álagn-
ingarreglur einstakara sveitarfélaga.
Gjöldin eru áfram hæst á Ísafirði, 291
þúsund króna en nú eru lægstu gjöldin
á Vopnafirði, 156 þúsund krónur. Áður
voru gjöldin lægst á Patreksfirði.
Gjöldin á Vopnafirði eru því tæplega
54% af gjöldunum á Ísafirði. Þarna
hefur líka dregið saman með hæstu
og lægstu gjöldum.
Hástökkvari ársins hvað fasteigna-
gjöldin varðar er Patreksfjörður ef
horft er á prósentuhækkun en þar
hækka gjöldin milli ára um 32% eða
tæplega 44 þúsund krónur. Sé hins
vegar horft á krónutöluna hefur
Húsavík vinninginn en þar hækka
gjöldin milli ára um rúmar 50 þús-
undir króna eða 23%. Mest lækka
gjöldin í Reykjanesbæ, hvort heldur
horft er á prósentu eða krónutölu.
Lækkunin er tæpar 20 þúsundir króna
eða 8%.
Rétt er að taka fram að sveitarfélög
veita mismunandi þjónustu til dæmis
hvað varðar sorpurðun og förgun og
sums staðar er rukkað fyrir þjónustu
sem er innifalin í gjöldum annars
staðar.
Höfuðhandklæðin frá Sif eru saumuð úr gæðabómull.
Létt og þægileg í notkun og henta jafnt síðu sem stuttu
hári og dömum á öllum aldri.
Nánar um Sif höfuð-
handklæði á facebook
Fáanleg í 10 litum
Ásmundur Einar Daðason alþingismaður:
Norsk byggðastefna og jöfnun hús-
hitunarkostnaðar á köldum svæðum
Rafmagnskostnaður í dreifbýli og á köldum svæðum hérlendis er gríðarlega hár sé miðað við
önnur svæði. Þetta er mjög óréttlátt í
ljósi þess að rafmagn og húshitun á
að flokkast sem sjálfsögð grunnþjón-
usta. Í Noregi greiða íbúar á dreifbýlum
svæðum mun lægra rafmagnsverð
heldur en í stórborgum. Ásmundur
Einar Daðason, þingmaður Norðvest-
urkjördæmis segir að Framsóknar-
flokkurinn hafi lagt til að við mótun
almennrar byggðastefnu að gætt verði
fullrar jöfnunar raforkuverðs.
Allt að 35% lægra
rafmagnsverð í
Norður-Noregi
,,Norsk byggðastefna byggir á almen-
num aðgerðum fremur en sértækum,”
segir Ásmundur Einar. ,,Fyrirkomulag
raforkumála er gott dæmi um hvernig
almenn byggðastefna í Noregi virkar.
Á dreifbýlum svæðum er sérstak dreif-
býlisþak sett á rafmagnskostnað. Hei-
mili á þessum svæðum greiða aldrei
hærra verð fyrir raforku en sem nemur
ákveðinni krónutölu á ári. Í Norður-
Noregi greiða íbúar að jafnaði um 20%
lægra verð fyrir raforku heldur en í
Suður- Noregi. Dreifbýlisþakið lækkar
síðan eftir því sem norðar dregur og
íbúar Tromsfylki og Finnmörk sem
eru nyrstu fylkin í Noregi búa síðan
við dreifbýlisþak sem tryggir þeim að
jafnaði 35% lægra raforkuverð. Stjórn-
völd í Noregi hafa ákveðið að auka enn
frekar við þennan stuðning enda he-
fur reynsla undanfarinna ára sýnt að
íbúum í Norður-Noregi fjölgar á ný
eftir mikla fólksfækkun undanfarinna
áratuga.”
RARIK og OV skammt
komin í byggðajafnrétti
RARIK og Orkubú Vestfjarða skila
hagnaði í ríkissjóð. Ásmundur Einar
segir að Íslendingar séu ekki komnir
jafn langt í byggðajafnrétti og Noregur
og mikinn skilning skorti á málinu.
,,Þetta kemur vel fram í fjárlaga-
frumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir
árið 2013. Nái fjárlögin fram að ganga
verður RARIK krafið um 310 millj-
ónir króna og Orkubú Vestfjarða um
60 milljónir króna í arðgreiðslur til rík-
issjóðs. Af þessari upphæð er einungis
175 milljónum króna varið til aukn-
ingar á niðurgreiðslum til húshitunar
á köldum svæðum og er sú tala um
þrisvar sinnum lægri en þarf til að jafna
húshitunarkostnað að fullu.”
- Hvernig á koma þessum jöfnuði á
hérlendis að þínu mati?
,,Framsóknarflokkurinn hefur ít-
rekað lagt til fulla jöfnun. Fyrir skömmu
skilaði starfshópur um breytingar á
niðurgreiðslum til húshitunar skýrslu
og lagði til breytingar á fyrirkomulagi
til niðurgreiðslu húshitunar. Lagt var
til að flutningur og dreifing á raforku
til hitunar íbúðarhúsnæðis verði niður-
greitt að fullu. Tillaga hópsins var að
jöfnunargjald yrði sett á hverja fram-
leidda kílóvattstund (kWst) sem nemi
þeim kostnaði sem nauðsynlegur er
á hverjum tíma til að niðurgreiða að
fullu flutning og dreifingu raforku til
upphitunar íbúðarhúsnæðis.
Sérstakur orkuskattur var settur á
árið 2009 og leggur ríkisstjórnin til að
hann verði framlengdur í fjárlagafrum-
varpi næsta árs. Fjárhæð skattsins af
raforku er 0,12 krónur á hverja kWst
af seldri raforku en 2% af smásöluverði
á heitu vatni. Ekki skortir vilja til þess
að innheimta orkuskatt en hinsvegar
virðist ríkisstjórnina skorta póli-
tískan vilja til að veita fjármununum
beint til jöfnun húshitunarkostnaðar.
Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram
tillögu um að koma upp slíkum jöfn-
unarsjóði. Við munum halda áfram að
þrýsta á þetta mál og höfum ítrekað
hvatt til þess að þingmenn vinni saman
að því að koma upp slíku jöfnunarkerfi.
- Viltu að tekin verði upp byggðastefna
hérlendis að norskri fyrirmynd?
,,Allt þetta kjörtímabil höfum við lagt
til á Alþingi að fulltrúar ríkisvalds og
sveitarfélaga móti í sameiningu stefnu
í byggðamálum sem byggir á norskri
hugmyndafræði. Landinu verði skipt
upp í ákveðin dreifbýlissvæði og á þeim
grunni lagðar til almennar byggðajafn-
réttisaðgerðir. Þessar aðgerðir byggja á
því að t.d. skattar, gjöld á einstaklinga
og fyrirtæki, afborgunarbirgði náms-
lána, barnabætur, orkukostnaður er
breytilegt eftir vegalengd frá þéttbýlli
svæðum.”
Ásmundur Daði segir að að með
bættri umgjörð og almennum byggða-
aðgerðum er mögulegt að nýta þau fjöl-
mörgu sóknarfæri sem landsbyggðin
býður upp á. ,,Slíkt er þó ekki einungis
hugsað til að efla dreifbýl svæði lands-
ins heldur fær ríkissjóður og þjóðin
öll þetta margfalt til baka í aukinni
verðmætasköpun og gjaldeyristekjum,”
segir Ásmundur Einar Daðason, þing-
maður.
Ásmundur Einar Daðason þingmaður norðvesturkjördæmis.
Patreksfjörður.