Vestfirðir - 11.01.2013, Side 6

Vestfirðir - 11.01.2013, Side 6
6 11 janúar 2013 Síðumúla 11, 108 Reykjavík, sími 568 6899, vfs@vfs.is www.vfs.is Iðnaðarvélar fyrir fagmenn Bandsagir frá kr. 115.000.- Slípibelti 75x2000 3 ph kr. 168.800.- Framboð Dögunar í Norðvesturkjördæmi: Kristinn H. Gunnarsson sagður líklegur að leiða listann Framkvæmdaráð stjórnmála-flokksins Dögunar hefur til-kynnt þeim sem hyggjast leita setu á framboðslistum Dögunar að frambjóðendur verði lögum flokksins samkvæmt að styðja samþykkta stefnu hans, m.a. um afnnám verðtryggingar lána. Friðrik Þór Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Dögunar segir að líkt og nafnið bendir til sé flokkurinn lýð- ræðislegt og opið félag. Af því leiði að áhugasömu og umbótasinnuðu fólki er tekið fagnandi og boðið að vera með í félagsstarfi og stefnumótun. Nú þegar eru 2.275 einstaklingar víðs vegar af landinu í Dögun. Kjarnastefna Dögunar var samþykkt á stofnfundi 18. mars 2012. Í henni felast öflugar aðgerðir í þágu heimila, s.s. afnám verðtryggingar á neytendalánum (hús- næðislán þar með talin) og almenn leiðrétting húsnæðislána, breyting á skipan auðlindamála og uppstokkun á stjórn fiskveiða auk nýrrar stjórnar- skrár að forskrift stjórnlagaráðs sem kjósendur hafa samþykkt. Dögun mun bjóða fram í öllum kjördæmum og er vinna við framboðslistana hafin. Meðal þeirra sem formlega hafa gefið kost á sér eru tveir fulltrúar úr stjórnlagaráði, þeir Gísli Tryggvason og Lýður Árna- son, tveir fyrrverandi formenn Hags- munasamtaka heimilanna, þau Andrea J. Ólafsdóttir og Þórður B. Sigurðsson og tveir sitjandi þingmenn, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari. Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður hefur verið að vinna með Dögun og hefur sýnt áhuga á að leiða lista Dögunar i Norðvesturkjördæmi. Farin verður svokölluð uppstillingaleið en það er uppstillinganefnd á landsvísu sem kemur með tillögu um framboðs- lista allra kjördæma og þar munu full- trúar hvers kjördæmis vitaskuld vera með skilaboð úr sínum kjördæmum. Hluti Hólmavíkurhafnar gekk í endurnýjun lífdaga Í haust lauk frágangi á þekju og lögnum í Hólmavíkurhöfn sem auglýst var til útboðs sl. vor. Er þar með lokið endurbyggingu sem hófst í fyrra þegar boðinn var út rekstur á stálþili utan um bryggjuhausinn. Verk- taki við fráganginn var Stálborg ehf. í Hafnarfirði sem átti lægra boð af þeim tveimur sem bárust. Örlítið bættist við verkhlutann en því lauk innan tíma- marka. Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður. Óheillaþróun sem verður að stöðva: Vestfirðingar liðlega 7.000 sem er aðeins um 2,3% landsmanna Vestfirðir eru norðvesturhluti Íslands eða svæðið sem nær frá Gilsfirði, um Reykhóla- sveit, Barðaströnd og Patreksfjörð, Tálknafjörð, Arnarfjörð, Dýrafjörð, Önundarfjörð, Súgandafjörð og Ísa- fjarðardjúp, Snæfjallaströnd, Jökul- firði og Hornstrandir, niður Strandir að botni Hrútafjarðar. Norðurhluti Breiðafjarðar telst einnig til Vestfjarða. Frá Bitrufirði að botni Gilsfjarðar er stutt leið, og svæðið er þannig vel landfræðilega afmarkað. Svæðið einkennist af djúpum fjörðum, miklu fuglalífi og auðugum fiskimiðum. Þar bjuggu á miðöldum helstu auðmenn Íslands. Áður fyrr byggði afkoma fólks að mestu leyti á sjósókn, hlunnindum og hefðbundnum búskap. Á Vest- fjörðum eru margir bæir og þorp þar sem afkoman byggir að stærstum hluta á sjávarútvegi og þjónustu. Látrabjarg vestasti oddi Íslands er á Vestfjörðum. Vestfirðir skiptust áður í fimm sýslur: Austur-Barðastrandarsýslu, Vestur-Barðastrandarsýslu, Vestur- Ísafjarðarsýslu, Norður-Ísafjarðar- sýslu og Strandasýslu, en nú er venja að tala fremur um Barðastrandar- sýslur, Ísafjarðarsýslur og Strandir. Vestfirðir eru frá 2003 hluti af Norð- vesturkjördæmi, áður, frá 1959 voru Vestfirðir, Vestfjarðakjördæmi. Fyrsti þingmaður kjördæmisins er Ásbjörn Óttarsson sem situr á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, 2. þingmaður kjördæmisins er Jón Bjarnason Vinstri-grænum, 3. þing- maður er Guðbjartur Hannesson vel- ferðarráðherra í Samfylkingunni, 4. þingmaður er Gunnar Bragi Sveins- son Framsóknarflokki, 5. þingmaður er Einar Kr. Guðfinnsson Sjálfstæð- isflokki, 6. þingmaður er Lilja Raf- ney Magnúsdóttir Vinstri-grænum, 7.þingmaður er Ólína Þorvarðar- dóttir Samfylkingu, 8. þingmaður er Guðmundur Steingrímsson sem er utan flokka og 9. þingmaður kjördæmisins er Ásmundur Einar Daðason Framsóknarflokki. Þrír af þessum þingmönnum eru Vest- firðingar eða hafa búið þar, Einar Kr. Guðfinnsson á Bolungarvík, Lilja Rafney Magnúsdóttir á Suðureyri og Ólína Þorvarðardóttir á Ísafirði. Sameining sveitarfélaga Árið 2003 hófst verkefnið „Átak um eflingu sveitarstjórnarstigsins“ á vegum Félagsmálaráðuneytisins. Sérstök sameiningarnefnd var sett á laggirnar af því tilefni, hennar hlut- verk var að gera tillögur um mögule- gar sameiningar íslenskra sveitar- félaga. Hvað varðaði Vestfirði, lagði sameiningarnefndin upphaflega til að Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur sameinist og að Ísafjarðarbær, Bolun- garvík og Súðavíkurhreppur sameinist í eitt sveitarfélag. Einnig lagði hún til að öll sveitarfélög á Ströndum samein- ist í eitt sveitarfélag, utan Bæjarhrep- pur sem sameinist Húnaþingi vestra austur yfir Hrútafjörð. Þá var einnig lagt til að Reykhólahreppur sameinist Dalabyggð og Saurbæjarhreppi. Síðar var fallið frá hugmyndum um samein- ingu Bolungarvíkur, Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps vegna andstöðu viðkomandi sveitarstjórna. Kosið var um hinar tillögurnar í öllum viðkomandi sveitarfélögum þann 8. október 2005 en sameiningartillögur voru alls staðar felldar á Vestfjörðum nema í Broddaneshreppi. Broddane- shreppur og Hólmavíkurhreppur héldu þó aðra atkvæðagreiðlu í apríl 2006 þar sem sameining þeirra var samþykkt, nýja sveitarfélagið hlaut nafnið Strandabyggð og tók til starfa 10. júní 2006. Árið 1920 búa 13.443 manns á Vestfjörðum sem var þá 14,24% landsmanna. Árið 1940 er íbúatalan svipuð, eða 13.130 en hins vegar 10,80% landsmanna. Árið 1960 er íbúafjöldinn 10.507 manns en 5,86% landsmanna, árið 1980 er íbúatalan komin niður í 10.479 manns eða 4,53% landsmanna eða og 2010 er íbúafjöldinn 7.362 eða aðeins 2,32% landsmanna og þeim hefur aðeins fækkað síðan þá. Hversu lengi þessi þróun heldur áfram er hins vegar erfitt að spá, það ræðst ekki síst af þróun atvinnumála í fjórðungnum og hvort Vestfirðingum verður boðið upp á sambærilegt vegakerfi og öðrum landsmönnum. Þekjan lögð eftir endurbyggingu. Ásbjörn Óttarsson er 1. þingmaður norðvesturkjördæmis og þar með Vestfirðinga.

x

Vestfirðir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.