Vestfirðir - 11.01.2013, Síða 8
8 11 janúar 2013
,,Við þurfum að selja þjóðinni og mörkuðum erlendis
viðskiptamódelið umhverfisvæna og sjálfbæra Vestfirði”
- segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Norðurvesturkjördæmis
Nú þegar nýtt frumvarp ríkis-stjórnarinnar um fiskveiði-stjórnun, sem verið hefur eitt
stærsta deilumál þjóðarinnar, bíður
framlagningar á Alþingi er brýnt að
niðurstaða náist sem fyrst sem full-
nægi grundvallarsjónarmiðum um
þjóðareign auðlindarinnar, jafnræði,
nýliðunarmöguleika og bætt búset-
uskilyrði í landinu. Þetta segja tveir
þingmenn Norðvestur kjördæmis,
Vestfirðingarnir og kjarnakonurnar
þær Lilja Rafney Magnúsdóttir og
Ólína Þorvarðardóttir.
,,Undan þeim hótunum og hræðslu-
áróðri sem dunið hefur á þjóðinni frá
hagsmunasamtökum útvegsmanna
geta rétt kjörin stjórnvöld ekki látið.
Þau mega heldur ekki missa kjarkinn,
nú þegar stundin er runnin upp til
þess að gera varanlegar breytingar til
bóta, í átt til frekari opnunar á óréttlátu
kerfi. Ég tel að með frumvarpinu séu
stigin skref til þess að opna það lokaða
kvótakerfi sem nú er við lýði með því
að taka upp tímabundin nýtingarleyfi
í anda tillagna að nýju auðlindaákvæði
stjórnarskrár. Með opnum og vaxandi
leigumarkaði með aflaheimildir, sem
óháður er núverandi kvótahöfum,
losna kvótalitlar og kvótalausar út-
gerðir undan því leiguliðakerfi sem
verið hefur við lýði og eiga þess kost að
leigja til sín aflaheimildir á grundvelli
frjálsra, opinna tilboða. Er þar með
komið til móts við sjálfsagða kröfu
um jafnræði, atvinnufrelsi og aukna
nýliðun. Frumvarpið sem nú bíður er
vissulega málamiðlun, en það er stórt
skref í rétta átt – skref sem rétt er að
stíga, fremur en una við óbreytt ástand.
Eftir þriggja ára samráð með aðilum
í sjávarútvegi, launþegahreyfingunni
og öðrum þeim sem að greininni koma,
er það skylda Alþingis og ríkisstjórnar
að leiða málið nú til lykta á grundvelli
fyrirheita sem stjórnarflokkarnir hafa
fengið um lýðræðislegt umboð til að
hrinda í framkvæmd. Því höfum við
Ólína skorað á þingmenn og forystu
beggja stjórnarflokka að sameinast um
færar leiðir til lausnar á þessu langvar-
andi deilumáli og leggja frumvarpið
fram hið fyrsta.
Afkoma sjávarútvegs er nú með
besta móti, hún hækkaði um 26%
milli áranna 2010/2011 og hreinn
hagnaður var um 60 milljarðar króna
á síðasta ári. Mikið er því í húfi fyrir
byggðir landsins og þær tugþúsundir
Íslendinga sem hafa beina og óbeina
lífsafkomu af sjávarútvegi að gerð verði
þessi kerfisbreyting sem tryggir stöð-
ugleika í greininni og atvinnuöryggi
fólks í sjávarbyggðunum.”
Tímabundin nýtingaleyfi
Lilja Rafney var spurð hvað væri
sérstaklega átt við þegar talað væri um
tímabundin nýtingaleyfi.
,,Með tímabundnum nýtingarleyfum
er verið að skilgreina og lögfesta sam-
eiginlega eign þjóðarinnar á sjávarauð-
lindinni og að þeir sem fái nýtingarleifi
til ákveðins tíma í senn geri það að
uppfylltum skilyrðum sem felast í nýt-
ingarleyfinu. Með þessari ráðstöfun
leikur enginn vafi á að enginn getur
gert eignarréttarkröfu til fiskveiðiauð-
lindarinnar eins og margur hefur látið
í veðri vaka því þjóðin á auðlindina og
nýtur afraksturs af henni m.a. í gegnum
veiðileyfagjaldið. Mikið öryggi er fyrir
útgerðina að fá skilgreindan nýtinga-
rétt til hæfilega langs tíma í senn til að
skipuleggja sinn rekstur sem best og
opnunar möguleikar eru fyrir nýliða
að geta fengið samskonar nýtingarleyfi
að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.”
- Er það skoðun þín að réttur vestfirskra
sjómanna og útgerðarmanna hafa
verið meira fyrir borð borinn í núg-
ildandi fiskveiðistjórnarkerfi en réttur
sjómanna og útgerðarmanna í öðrum
landshlutum?
,,Ég vil svara því með þeim hætti
að landshlutar hafa farið mismunandi
vel eða illa út út núverandi kvótakerfi.
En enginn er í raun varinn fyrir því að
gallar kerfisins geti ekki bitnað á þeirra
sjávarbyggð. Það hafa stórir staðir eins
og Vestmannaeyjar og Akranes fengið
að kenna á ásamt fleiri sjávarbyggðum
um allt land. Vestfirskar byggðir hafa
farið sérstaklega illa út úr þessu kerfi þar
sem við eigum svo mikið undir sjávar-
útvegi og reynslan hefur sýnt okkur að
ekkert atvinnuöryggi er í raun fyrir þá
sem beint og óbeint eiga allt sitt undir
því að fyritækin starfi áfram og flytji
ekki annað eða selji allan kvótan út af
svæðinu og taki þar með lífsbjörgina
frá þeim sem eftir sitja. Ég hef verið
gagnrýnust á þetta óhefta framsal sem
verið hefur við líði og skapar óþolandi
óöryggi fyrir atvinnuöryggi fólks og
barist fyrir því að takmarka framsalið
og tel mig hafa náð árangri þar.
Mér finnst veiðigjaldaumræðan vera
allt annar handleggur og þar eins og
í almenna skattkerfinu eigi menn að
greiða eftir efnum og aðstæðum hverju
sinni. Þar er vissulega munur eftir út-
gerðarflokkum sem taka þarf tillit til í
vinnu þeirrar nefndar sem er starfandi
um útfærslu veiðileyfagjaldsins og ég
á sæti í fyrir Vinstri græn. Stórauknir
nýliðunarmöguleikar og aukið aðgengi
í gegnum sterkan leigupott ríkisins og
takmarkað framsal aflaheimilda eru
þeir þættir í nýju frumvarpi sem ég er
hvað ánægðust með.”
- Verður þetta mál til lykta leitt fyrir
alþingiskosningarnar 27. apríl nk.?
,,Það ætla ég rétt að vona því þetta
er risastórt hagsmunamál fyrir þjóðina
til langs tíma ef við ætlum að snúa af
þeirri ógæfu braut sem óréttlátt kvóta-
kerfi er. Vestfirðingar hafa hvað harðast
orðið fyrir barðinu á því en vissulega
líka margar aðrar sjávarbyggðir og
dæmin sanna að það veit enginn hver
verður næstur. Steingrímur J Sigfús-
son þáverandi sjávarútvegsráðherra
í minnihlutastjórninni útmánuðina
2009 lagði grunninn að nýju kerfi,
strandveiðum, sem hófust sumarið
2009 og hafa hleypt miklu lífi í margar
sjávarbyggðir. Nú liggja fyrir Alþingi
tillögur til ennfrekari styrkingar á
Strandveiðum sem nauðsynlegt er að
afgreiða sem fyrst en stjórnarandstaðan
hefur tafið með málþófi eins og svo
mörg önnur brýn mál sem liggja fyrir
þinginu. Ég vona að honum og okkur
öllum takist að koma í gegn kerfis-
breytingum sem skipta sköpum og ég
mun ekki gefast upp fyrr en í fulla hnef-
ana fyrir þessu verkefni en ljónin hafa
vissulega verið mörg í veginum. Þar á
ég sérstaklega við sérhagsmunaöflin
sem hafa farið offari í umræðunni og
svo eru það líka þeir sem hafa viljað
umbylta öllu kerfinu frá grunni og hafa
gefið lítið fyrir þá vinnu og tillögur sem
liggja fyrir en eru þar með í raun að
koma í veg fyrir að gerðar verði neinar
breytingar til langrar framtíðar. Mitt
mat er að það sé betra og raunsærra að
ná áfangasigrum þó ýtrustu kröfum sé
ekki náð frekar en að spóla sig niður
í sama farinu endalaust og ná engum
árangri.”
Ferjusiglingar milli Hrafns-
eyrar og Bíldudals
- Þú ert fyrsti flutningsmaður ásamt
fleiri þingmönnum að tillögu á Alþingi
um greiningu og fýsileikamat á ferju-
siglingum yfir Arnarfjörð samhliða
opnun jarðganga milli Dýrafjarðar
og Arnarfjarðar. Þið viljið að inn-
anríkisráðherra verði falið það ver-
kefni en framkvæmdin muni hraða
samtengingu norður- og suðurhluta
Vestfjarða allt árið og brúa þann tíma
sem taki að ljúka varanlegum heilsárs-
samgöngum um Dynjandisheiði milli
norður- og suðurhluta Vestfjarða. Er
þá ekki hugmyndin að þessar ferju-
siglingar séu til frambúðar, þ.e. eftir að
jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnar-
fjarðar hafa verið opnuð?
,,Mér finnst rétt að skoða alla
möguleika í stöðunni sem mættu
verð til þess að flýta fyrir heilsárssam-
göngum milli norður og suðurhluta
Vestfjarða sem verið hefur baráttu-
mál Vestfirðinga til fjölda ára. Það er
fyrst og fremst verið að horfa til þess
að brúa þann tíma sem tekur að ljúka
varanlegri vegagerð um Dynjandis-
heiði. Það er því mjög mikilvægt fyrir
íbúa og fyrirtæki og þjóðarbúið allt
að Dýrafjarðargöngin nýtist strax sem
best fyrir atvinnuuppbyggingu á svæð-
inu og allt samstarf og mannlíf innan
Vestfirðingafjórðungs.
Byggð á Vestfjörðum hefur átt mjög
undir högg að sækja lengi og innbyrðis
tenging Vestfjarða mun efla þjónustu-
stigið og auka samstarf sveitarfélaga og
byggja upp menntun og háskólastarf.
Nú þegar uppgangur er í atvinnu-
málum á sunnanverðum Vestfjörðum
er mikilvægt að sem fyrst sjáist fyrir
endan á því að Vestfirðir verði eitt þjón-
ustu og atvinnusvæði. Og talandi um
samgöngur þá sýndi nýafstaðinn óveð-
urskafli að löngu er orðið tímabært að
ræða gerð jarðgangna milli Álftafjarðar
og Engidals og að þeim verði komið
inná samgönguáætlun í framhaldi af
Dýrafjarðargöngum.”
- Í því óveðri sem geysaði á Vestfjörðum
um áramótin tepptust allar samgöngur
á landi, rafmagn fór víða af, snjóflóða-
hættusvæði voru víðar en oft áður og
símasamband fór víða af þar sem ekki
var hægt að komast til viðgerða. Í ljósi
þessarar reynslu, hvaða verkefni er nú
brýnast að leysa til öryggis og þjón-
ustu fyrir íbúa Vestfjarða og fyrirtæki
á Vestfjörðum?
,,Þetta minnir okkur harkalega á að
víða er pottur brotinn í öryggismálum
fjórðungsins þegar Vetur konungur
lætur minna á sig eins og hann gerði
yfir jólahátíðirnar. Ég tel að nú eigi
allir sem hlut eigi að máli, þar með
talið Orkubúið, ríkisvaldið, vegagerðin,
sveitarfélög, fjarskiptafyrirtæki, lög-
reglan og samráðvettvangur Almanna-
varna á svæðinu að fara yfir það sem
fór úrskeiðis hvað tókst vel til og hvaða
úrbætur séu brýnastar við þessar að-
stæður sem geta alltaf komið upp þó
við höfum búið við óvenju milt veð-
urfar á Vestfjörðum í rúman áratug.”
- Sjóflóðavarnir á svæðinu hafa sannað
gildi sitt en enn eru svæði eins og við
gangnamunna Vestfjarðagangna þar
sem koma stór og hættuleg flóð sem
skapa mikla hættu fyrir vegfarendur
og loka leiðum sem annars mætti og
ætti að halda opnum.
,,Þessi óveðurshvellur sýnir okkur
að ef við eigum að geta treyst á það
varaafl sem er á svæðinu þá verður öfl-
ugt eftirlit og viðhald að vera til staðar
ef varaaflið á að rísa undir því nafni.
En það segir sig samt sjálft að allt getur
bilað, líka þegar verst stendur á eins og
raunin varð og við því er lítið hægt að
gera. Ég tel að við megum ekkert gefa
eftir í öryggismálum á svæði sem er
svo einangrað þegar veður eru válynd
Lilja rafney Magnúsdóttir þingmaður VG í norðvesturkjördæmi.
Suðureyri.