Vestfirðir - 11.01.2013, Side 9

Vestfirðir - 11.01.2013, Side 9
11 janúar 2013 9 og samgöngur liggja niðri í lengri tíma í lofti á landi og á sjó. Við höfum á að skipa harðsnúnu liði þegar svona erf- iðar aðstæður koma upp. Má þar nefna viðgerðarflokk Orkubúsins, heilbrigð- isstarfsfólk, snjóruðningsmenn, björg- unarsveitir og lögreglu en allt þetta fólk leggur fram krafta sína við mjög erfiðar aðstæður og fyrir það ber að þakka. Málið er að við lærum af reynslunni og gerum úrbætur á því sem brýnast er og forgangsröðum. Ég tel engan vafa leika á því að Vestfirðir eigi að vera í forgangi þegar samgöngur, fjarskipti og raforkuöryggi er annars vegar. Þþað kostar peninga og við eigum að sam- einast um þessi verkefni, þingmenn kjördæmisins.” Stórauknir fjármunir til velferðar- og samgöngu- mála - Um hvað snúast komandi kosningar að þínu mati? ,,Komandi kosningar snúast um að varðveita þann mikla árangur sem náðst hefur í uppbyggingu íslensks efnahagslífs allt frá efnahagshruninu. Allir hagvísar benda til þess að við séum komin á lygnari sjó, hagvöxtur eykst og það er aukin kaupmáttur og atvinnuleysi fer minnkandi Jöfnuður í samfélaginu hefur aukist og skattkerfisbreytingarnar gera það að verkum að lágtekju og millitekju- fólk er að greiða lægri skatta en var fyrir efnahagshrunið en þá hækkuðu skattar mest á þessa hópa en lækkuðu á hátekjufólk. Ég veit að tíminn frá Hruni hefur verið mörgum erfiður en hjá því var því miður ekki komist þegar allt stefndi í þjóðargjaldþrot þegar núver- andi stjórnvöld tóku við þjóðarskút- unni 2009 af gjaldþrota græðgi og frjálshyggju. Sem betur fer erum við að sjá í fjárlögum ársins 2013 árangur erf- iðra ákvarðanna í ríkisfjármálum og leggjum fram metnaðarfullt frumvarp með aðeins 4 milljarða króna halla frá 216 milljarða króna halla sem var þegar núverandi stjórnvöld tóku við. Stórauknir fjármunir eru lagðir til vel- ferðar og samgöngumála, barnbætur hækkaðar, fæðingarorlof hækkar, unnið er að ókeypis tannlækningum fyrir börn svo eitthvað sé nefnt. Stór- aukin framlög eru til skapandi greina og rannsókna og Framkvæmdasjóður ferðamála og grænn fjárfestingarsjóður fá hátt á annan milljarð króna og svona mætti áfram telja. Við erum því á blússandi siglingu upp á við. Þess vegna megum við ekki glutra þessum árangri niður í hendur þeirra sem komu okkur í þessar fordæma- lausu aðstæður. Ekki hefur nú verið mikla hjálp að fá frá stjórnarandstöð- unni með einstaka undantekningum þó í þeim erfiðu verkum sem þurft hefur verið að vinna í frá Hruni þó eðlilegt væri að menn finndu til eigin ábyrgðar og leggðust á árarnar með okkur. Við eigum að fá tækifæri við eðli- legar aðstæður að byggja ofan á þann árangur sem náðst hefur og byggja hér samfélag velferðar án sérhagsmuna- gæslunnar sem réði hér ríkjum og ræður því miður alltof víða enn. Gömlu valdaklíkurnar bíða gírugar eftir því að komast til valda aftur ef kjósendur sofna á verðinum.” Koma sameiginlega fram gagnvart ríkisvaldinu - Hvernig sérðu framtíð Vestfjarða? ,,Ég tel að tækifæri Vestfjarða liggi víða, eins og t.d. í sjávarútveginum, landbúnaði og ferðaþjónustu, ásamt allri nýsköpun og hugviti og með þessu þarf að ríkja kraftur og áræðni með bjartsýnina að leiðarljósi. Við þurfum samstöðu meðal íbúanna og að leggja gott til, að hafa trú á okkur sjálfum og koma sameinuð fram gagnvart ríkisvaldinu með okkar tillögur til úrbóta. Ég hef þá bjargföstu trú að okkur muni takast að efla hér byggð til framtíðar. Ef við tölum um þetta á sölumáli markaðssetningar þá þurfum við að selja þjóðinni og mörkuðum erlendis viðskiptamódelið umhverfi- svæna og sjálfbæra Vestfirði sem skili þjóðarbúinu miklum gjaldeyristekjum og eiga að sjálfsögðu að fá sinn skerf til baka af skattgreiðslum landsmanna í uppbyggingu innviða samfélagsins. Þar hefur okkur því miður miðað of hægt sl. 20 ár. Ef við trúum á okkur sjálf og stöndum með verkum okkar og fáum unga fólkið með okkur í þá vegferð að efla og styrkja vestfirskt samfélag þá er ég bjartsýn á framtíð Vestfjarða. Ég vil nota þetta tækifæri til að óska Vstfirðingum og landsmönnum öllum gleðilegs árs og gæfu og gengis á nýju ári,” segir Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður Norðvesturkjördæmis. Gönguferð um Strandir er mikil upplifun Með hækkandi sól fara margir að huga að göngu-ferðum um okkar fallega land, ekki síst um Strandir. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Í júnímánuði 2009 var farin á vegum Ferðafélags Íslands ferð sem m.a. vakti forvitni um lifnaðarhætti sela. Rannsóknir ferða- langanna leiddi m.a. í ljós að að með- göngutími landsels er ellefu mánuðir en þar af liggur fóstrið í dvala í tvo mánuði í móðurkviði. Æxlun fer fram í sjó á sundi, snemma sumars skömmu eftir kæpingu. Það er því mjög líklegt að það sem göngugörpum sýndist vera leikir sela í Eyvindarfirði hafi í raun verið tilhugalíf ef ekki beinlínis for- leikur. Gönguferðin hófst í Norðurfirði, gengið í Ingólfsfjörð og þaðan yfir Brekkuhálsinn í Ófeigsfjörð til Péturs sumaróðalsbónda. Gengið var um Ey- vindarfjörð að eyðibýlinu Drangavík, en húsið var hrunið. Drangaskörðin eru mikil náttúrusmíð og ógnar- fögur. Gengið var á Drangajökul, af flestum! Svona örstutt ferðasaga ætti að kveikja löngunina hjá einhverjum til gönguferðar, af nógu er að taka á Vestfjörðum, ekki bara á Ströndum. Gönguhópurinn áir í Eyvindarfirði sem er lítill fjörður á Ströndum sem liggur á milli Ófeigsfjarðar fyrir sunnan og Drangavíkur fyrir norðan. Samkvæmt því sem segir í Landnámabók er fjörðurinn kenndur við landnámsmanninn Eyvind Herröðarson, en bræður hans, Ingólfur og Ófeigur, námu land í Ingólfsfirði og Ófeigsfirði. Einn bær var áður í firðinum eða við mynni hans, undir Dranga- víkurfjalli, en hann er löngu farinn í eyði. Í fjörðinn fellur Eyvindarfjarðará og er göngubrú yfir hana. Drangaskörð eru sjö misháir jarðlagastaflar yst á fjallskaga í Árneshreppi á Ströndum. Drangaskörð ganga fram úr svonefndu Skarðafjalli milli Dranga og Drangavíkur og eru af sumum talin ein sérstæðasta og hrikalegasta náttúrusmíð á Íslandi. roföflin hafa sorfið bergið þannig að minnir á strýtur. af bæjarnöfnunum beggja vegna er ljóst að upphaflega hafa Drangaskörð heitið Drangar en það nafn er aldrei notað nú.

x

Vestfirðir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.