Vestfirðir - 11.01.2013, Side 10
10 11 janúar 2013
10 | SÓKNARFÆRI
Hafnarbryggju - 580 Siglufjörður
Símar:
467 1205 - 467 1203 - 692 5060 - 869 4441
„Þróun á veiðarfærum er mikilvægur
þáttur í starfi netaverkstæða Ísnets.
Þegar veiðarfæri er þróað, annað-
hvort frá grunni eða eldri gerðir
veiðarfæra endurbættar, þá er í öll-
um tilfellum unnið með skipstjórum
fiskiskipa annars vegar og birgjum
félagsins hins vegar. Það er megin
markmið okkar að prófa þau veiðar-
færi sem við þróum í tilraunatanki
til að fá sem bestar niðurstöður um
veiðarfærin áður en þau eru fram-
leidd í raunstærð,“ segja þeir Birkir
Agnarsson framleiðslustjóri og Kári
Páll Jónasson rekstrarstjóri hjá Ísneti
en í október fór um 50 manna hóp-
ur frá Ísfelli til Hirtshals í Dan-
mörku þar sem ný dragnót og
rækjutroll frá fyrirtækinu voru
kynnt. Í hópnum voru innlendir og
erlendir viðskiptamenn félagsins,
ásamt fulltrúum frá Selstad, Mor-
gére og Garware Wall-Ropes og
starfsmönnum Ísfells. Hægt er að
segja að hópurinn hafi verið fjöl-
þjóðlegur þar sem gestir voru frá Ís-
landi, Grænlandi, Færeyjum, Dan-
mörku, Noregi, Frakklandi, Þýska-
landi, Kanada og Indlandi.
Ný dragnót lítur dagsins ljós
Starfsfólk Ísnets hefur undanfarna
mánuði þróað nýja gerð dragnótar.
Á meðan á þróunarferlinu stóð var
verkefnið unnið í samstarfi við skip-
stjóra á dragnótabátum. Megin
markmiðið var að hanna alhliða
dragnót sem væri létt í drætti og fari
vel í sjó. „Í hönnuninni var lögð
áhersla á góða lárétta og lóðrétta
opnun, styrk og góða endingu sem
og einfaldleika í allri meðhöndlun.
Meðal nýjunga í dragnótinni er ný
gerð af neti frá Garware sem heitir
SNG. Netið er ný kynslóð af Safír
neti sem er mun sterkara og nún-
ingsþolnara en hefðbundið PE net.
Með þessu neti er hægt að hafa efnið
grennra án þess að skerða styrk og
endingu. Þá var möskvastærð einnig
breytt frá hefðbundnum dragnótum
til þess að létta hana í drætti og gera
hana fisknari,“ segir Birkir en meðal
annarra nýjunga má nefna breyting-
ar á lögun á dragnótinni, fiskilínu,
höfuðlínu og fótreipi.
„Viðbrögð skipstjóra, sem voru
viðstaddir tankprófun á dragnótinni,
voru strax jákvæð og nú þegar er bú-
ið að panta hjá okkur dragnætur af
þessari gerð. Það var samdóma álit
viðstaddra að um vel heppnaða
hönnun væri um að ræða sem von-
andi á eftir að skila sér í auknu og
hagkvæmara fiskiríi,“ segir Birkir.
Ísnet 2967 Lukkutroll
Á undanförnum árum hefur Ísnet
unnið að þróun á svokölluðu Luk-
kutrolli til rækjuveiða í samstarfi við
Ómar Þorleifsson, skipstjóra á Sig-
urborgu SH frá Grundarfirði. Sigur-
borgin hefur notað Lukkutroll frá
árinu 2005 með ýmsum breytingum
sem gerðar hafa verið frá upphaflega
trollinu sem var 2512 möskva.
Nýjasta útfærslan af trollinu var
svo skoðuð í áðurnefndri tankferð til
Hirtshals en um er að ræða 2967
möskva troll og segja þeir Birkir og
Kári að mönnum hafi borið saman
um að trollið liti mjög vel út í
tanknum. Lukkutrollið hefur lengst
af verið eingöngu úr Safírneti, en í
nýja trollinu er auk þess notað
hnútalaust Dyneema net til að létta
það enn frekar í drætti. Í upphafi var
Lukkutrollið tveggja grandara og er
það ennþá valmöguleiki þó nýjasta
útgáfan sé þriggja grandara.
„Ísnet kynnti þetta troll á síðasta
ári fyrir öðrum viðskiptavinum og
hafa nokkur slík verið afhent undan-
farið, bæði úr Safírneti, Dyneema og
einnig venjulegu PE neti. Kúlurnar,
sem við mælum með á trollið, eru
svokallaðar Hydro kúlur frá Castro á
Spáni sem er nýjung hjá Ísneti. Þær
líta út eins og golfkúlur á yfirborð-
inu og eru hannaðar til að veita
minna togviðnám.
Þess má geta að trollið hefur ekki
einungis gefist vel við rækjuveiðar
heldur veiðir það grálúðu einnig vel
en núorðið má hirða þann fisk sem
kemur í rækjutroll með svokölluð-
um yfirpoka. Það má því segja að
Lukkutrollið sé alhliða troll sem tek-
ur bæði hátt og breitt og hægt er að
fá í öllum stærðum,“ segir Kári.
Ísnet 4200 Gigantus
„breiðskafa“ til rækjuveiða
Gigantus troll er einnig nýjung frá
Ísneti og var það hannað í samstarfi
við Selstad í Noregi. Meginmark-
miðið við hönnunina segja Birkir og
Kári að hafi verið hönnun á trolli
sem væri fyrst og fremst breitt og
létt í drætti en þyrfti ekki að taka
neitt sérstaklega hátt.
„Ísnet hefur þegar framleitt tvö
Gigantus troll fyrir grænlenska
rækjutrogarann Qaqqatsiaq og þau
voru að stærstum hluta gerð úr Saf-
írneti en þó var notað hnútalaust
Dyneema í hluta af yfir- og hliðar-
byrðum. Qaqqatsiag hefur náð góð-
um árangri með þessi troll og en
skipið dregur tvö 3960 möskva troll.
Við veiðarnar hafa bæði verið notað-
ir hefðbundnir botntrollshlerar eða
flottrollshlerum.“
isfell.is
Fylgst með prófunum á Lukkutrolli í tanknum í Hirtshals og áhuginn leynir sér ekki.
Rækjutroll Gigantus, 4200 möska.
Dragnót, 38 faðma.
Rækjutroll (Lukkutroll), 2967 möskva.
Dragnót, 38 fm í köstun.
Ísnet:
Ný hönnun á dragnót og Lukkutroll
SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS
Háþrýstidælur
Vinnuþjarkar ætlaðir til
daglegra nota
HD 10/25-4 S
■ Vinnuþrýstingur
30-250 bör
■ 500-1000 ltr/klst
■ Stillanlegur úði
■ Sápuskammtari
■ Túrbóstútur + 50%
HD 6/16-4 M
HD 6/16-4 MX
■ Vinnuþrýstingur
30-160 bör
■ 230-600 ltr/klst
■ 15 m slönguhjól
■ Stillanlegur úði
■ Sápuskammtari
■ Túrbóstútur + 50%
Rafmagns- og loft rótorar
Fyrir spjald- og kúlulok
Hjallabrekka 1 • 200 Kópavogur • Símar: 564 3000 – 564 0030
Fax: 564 0030 • www.loft.is • loft@loft.is
Síur í allar loftpressur
Hagstætt verð
Hjallabrekka 1 • 200 Kópavogur • Símar: 564 3000 – 564 0030
Fax: 564 0030 • www.loft.is • loft@loft.is
Áhrif þess ef miðstöð innanlandsflugs flyst til Keflavíkur:
Flug til Ís fj rðar leggst af í núverandi mynd
Skýrsla um áhrif þess að miðstöð innanlandsflugs flyst af Reykja-víkurflugvelli til Keflavíkurflug-
vallar var nýleg unninn af endur-
skoðunarfyrirtækinu KPMG fyrir sex
sveitarfélög á landsbyggðinni; Vest-
urbyggð, Ísafjarðarbæ, Akureyrarbæ,
Fljótsdalshéraðs, Fjarðabyggð, Horna-
fjörð og Vestmannaeyjabæ. Með því
vilja sveitarfélögin stuðla að vandaðri
umræðu um málefni innanlands-
flugsins en umræðan hefur oft snúist
um skipulagsmál í Reykjavík. Vegna
kostnaðar eða annara þátta hafa aðrir-
flugvallarkostir sem nefndir hafa verið
til sögunnar verið lagðir til hliðar af
þeim sem um málið fjalla.Þess vegna
er í skýrslunni eingöngu fjallað um
flutning til Keflavíkur en auðvitað
geta komið fram aðrir kostir eða hug-
myndir. KPMG hefur byggst vinnu sína
á opinberum gögnum og öðrum upp-
lýsingu sem sérstaklega hefur verið
aflað hjá viðeigandi aðilum, en aðilar
að flugrekstri hafa ekki komið að gerð
skýrslunnar.
Í skýrslunni segir m.a. að fækkun
farþega á einstökum leiðum inn-
anlands verður 20 – 40% og er sú
niðurstaða byggð á viðhorfskönnun
meðal flugfarþega. Auk þess leggð-
ist við 3.500 króna fargjald með rútu
frá Reykjavík til Keflavíkur. Innan-
landsflug í núverandi mynd mundi
leggjast af til Ísafjarðar, Hornafjarðar
og Vestmannaeyja þar sem fækkun
farþega er það mikil að ekki er lengur
rekstrargrundvöllur fyrir hendi. Tíðni
flugferða dregst saman um 50%, eða
úr 37 ferðum í 18. Farþegafjöldi til
Ísafjarðar árið 2011 var 21.131 far-
þegi og þeir þyrftu allir að velja annan
ferðamáta, t.d. að aka ef flug legðist
af. Sex til sjö milljarða króna viðbótar
ferðakostnaður mundi falla á íbúa
landsbyggðarinnar
Einhæfara atvinnulíf
og lakari lífsgæði
Kostnaður við sjúkraflug eykst og
öryggi sjúklinga minnkar. Endur-
skoða þarf núverandi fyrirkomulag
stjórnsýslu með miðstöð í Reykjavík
á ýmsum sviðum því verði af flut-
ningum miðstöðvar innanlandsflugs
frá Reykjavík er í raun kominn fors-
endubrestur í núverandi skipulagi og
nauðsynlegt kann að gera opinbera þjó-
nustu aðgengilegri á landsbyggðinni.
Erfiðara verður að standa undir met-
naðarfullu og skapandi menningarlífi
á landsbyggðinni án góðra samgangna
og atvinnulíf verður einhæfara, einfald-
lega vegna þess að stór fyrirtæki með
höfuðstöðvar úti á landi treysta mikið
á flug. Möguleikar manna til að búa
fjarri höfuðborgarsvæðinu en sækja
þangað vinnu minnka.
Landsbyggðin í heild sinni verður
afskekktari þegar innanlandsflug
dregst saman segir í skýrslu KPMG.
Gott aðgengi að menningu, menntun
og þjónustu í víðasta skilningi er einn
af meginþáttum sem áhrif hafa á bú-
setuval fólks. Verri samgöngur skapa
tilfinningu fyrir einangrun, valda
öryggisleysi og draga úr almennum
lísgæðum.
Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar:
Efling tónlistarnáms og mat á leikskólum
Á fundi fræðslunefndar Ísa-fjarðarbæjar 12. desember sl. var lagt fram bréf frá Jöfn-
unarsjóði sveitarfélaga þar sem greint
er frá stöð mála hvað varðar framgang
samkomulags ríkis og v itarfélaga um
flingu tónlistarnáms og jöfnun á að-
stöðumun nemenda til námsins. Fyrir
liggur bráðabirgðaúthlutun fyrir skóla-
árið 2012-2013. Málið var lagt fram til
kynningar.
Lagt var fram minnisblað frá Sig-
urlínu Jónasdóttur, skóla- og sér-
kennslufulltrúa á skóla- og tómstunda-
sviði, þar sem óskað er eftir að 3. lið
í innritunarreglum leikskóla verði
breytt. Í 3. lið segir, ,, Í forgangshópi
um heil agspláss, geta rið börn sem
búa við fötlun og/eða veikindi og börn
sem búa við félags - og fjárhagsörð-
ugleika. Með umsókn þeirra skal skila
vottorði um sambúðarslit eða umsögn
frá Skóla- og fjölskylduskrifstofu og/
eða svæðisskrifstofu fatlaðra, eftir því
sem við á.“ Óskað var eftir að reglunum
væri breytt þannig að þar kæmi: ,,Sækja
má um forgang fyrir barn ef sérstakar
aðstæður mæla með því. Umsóknum
um forgang skal kila til skóla- og
tómstundasviðs. Sækja má um forgang
vegna barna með sérþarfir og vegna
barna sem búa við erfiðar félagslegar
aðstæður.“ Fræðslunefnd samþykkti
breytingarnar á 3. lið innritunarreglna
leikskóla, með þeim breytingum sem
ræddar voru á fundinum, þannig að
3.liðurinn hljómi þá þannig: ,,Sækja
má um forgang fyrir barn ef sérstakar
aðstæður mæla með því. Umsóknum
um forgang skal skila til skóla- og
tómstundasviðs. Sækja má um forgang
vegna barna með sérþarfir og vegna
barna sem búa við erfiðar félagslegar
aðstæður. Barn getur haldist inni á
biðlista eftir leikskólaplássi sem næst
lögheimili sín , óski foreldrar eftir þ í.“
Lagt var fram á fundi fræðslunefndar
tölvubréf frá Svandísi Ingimundar-
dóttur, skólamálafulltrúa Sambands
íslenskra sveitarfélaga, þar sem kynnt
er, að frá og með 1. janúar 2013 flyst
yfirumsjón og framkvæmd ytra mats á
leikskólum frá mennta - og menningar-
málaráðuneytinu til Námsmatsstofn-
unar. Á vormisseri verða gerðar úttektir
á þremur leikskólum og er auglýst eftir
sveitarfélögum sem hafa áhuga á því að
fram fari úttekt á þeirra leikskólum.
Umsóknir skulu berast fyrir 31. des-
ember 2012. Fræðslunefnd lagði til
að sótt verði um fyrir alla leikskóla
sveitarfélagsins.
Fokkervél Flugfélagsins á Ísafjarðarflugvelli. Þessi sjón tilheyrir sögunni ef
miðstöð innanlandsflugs flyst til Keflavíkurflugvallar.
Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
w w w . v e s t u r l a n d b l a d . i s
w w w . r e y k j a v i k b l a d . i s
w w w . h a f n a r f j o r d u r b l a d . i s
w w w . r e y k j a n e s b l a d . i s
w w w . a k u r e y r i v i k u b l a d . i s