Vestfirðir - 09.11.2012, Síða 4
4 9 nóvember 2012
Kór Átthagafélags Stranda-
manna starfar af krafti
Aðventuhátíð í Bústaðakirkju 16. desember nk.
Kór Átthagafélags Stranda-manna var stofnaður í Reykja-vík árið 1958 og hefur starfað
nær óslitið síðan, og er þar með elsti
starfandi átthagakór í Reykjavík. Kór-
félagar eru brottfluttir Strandamenn,
ættingjar þeirra vinir og vandamenn og
er allt gott söngfólk velkomið í kórinn.
Kórinn heldur árlega vortónleika í
Reykjavík auk þess að fara út á land á
hverju vori til tónleikahalds. Sem dæmi
þá hélt kórinn, ásamt Rökkurkórnum
úr Skagafirði, tónleika á Hólmavík og
Ísafirði árið 2007. Í desember ár hvert
heldur kórinn aðventuhátíð þar sem
flutt eru jólalög og jólahugvekja og
þar kemur einnig fram barnakór, sem
kemur saman í nokkur skipti til að æfa
jólalög fyrir aðventuhátíðina. Næsta
aðventuhátíð kórsins verður haldin í
Bústaðakirkju sunnudaginn 16. des-
ember nk. og hefst kl. 16:30, að lokinni
hátíð er gestum boðið upp á veglegt
kaffihlaðborð í safnaðarsal kirkjunnar.
Haukur Guðjónsson, kórformaður,
segir að kórinn hafi farið nokkrum
sinnum út fyrir landssteinana til tón-
lekahalds og hefur m.a. sungið við
messu í Markúsarkirkjunni í Fen-
eyjum sem og við styttu Jóns Sigurðs-
sonar í tilefni af 90 ára afmæli félags
sem kennt er við hann í Winnipeg í
Kanada. Næsta vor stefnir kórinn á
ferð til Pétursborgar í Rússlandi þar
sem áætlað er að halda tónleika ásamt
Karlakór Keflavíkur.
Kóramót í Háskólabíói
,,Um mitt sumar 2011 hafði Birgir
Kristjánsson úr Breiðfirðingakórnum
samband með þá hugmynd að allir
kórar sem kenna sig við átthagana, en
þeir eru sjö talsins, haldi sameiginlegt
kóramót í Reykjavík. Hugmyndin var
góð og kórfélagar í Kór Átthagafélags
Strandamanna voru strax tilbúnir til
þátttöku. Í kjölfarið var haft samaband
við formenn hinna átthagakóranna
sem tóku vel í hugmyndina og eftir
nokkra undirbúningsvinnu var ákveðið
að halda sameiginlegt kóramót, sem
síðan var haldið í Háskólabíói 14. ok-
tóber í haust,” segir Haukur Guðjóns-
son.
Kórarnir sem þar tóku þátt voru;
Breiðfirðingakórinn, Húnakórinn,
Skagfirska Söngsveitin, Sönghópur
Átthagafélags Vestmannaeyinga,
Árnesingakórinn í Reykjavík, Söngfé-
lag Skaftfellinga og Kór Átthagafélags
Strandamanna en lögin sem hann söng
voru „Ég er brott frá þér bernska” við
lag Helga R. Einarssonar og texta Hall-
dórs Laxness, „Tvær stjörnur” við lag
og texta Megasar og „Sjómannapolki”
við lag J. Vejvoda og texta Valdimars
Hólm Hafstað. Í lokin sungu allir kór-
arnir saman, eða um 300 manns, tvö
lög, fyrra lagið var „Á Sprengisandi”
við lag Sigvalda Kaldalóns og texta
Gríms Thomsen og síðara lagið var
„Úr útsæ rísa Íslands fjöll” við lag Páls
Ísólfssonar og texta Davíðs Stefáns-
sonar. Kynnir á kóramótinu var Níels
Árni Lund og meðan að hver kór kom
sér fyrir á sviðinu sagði hann stuttlega
frá heimabyggð viðkomandi kórs og
því helsta úr sögu hans og starfsemi.
Söngurinn og kynningin var hljóðrituð
og verður hægt að nálgast eintak á CD
diski hjá kórfélögum hvers kórs.
Haukur segir kóramótið hafa verið
afar vel heppnað og því hin besta söng-
skemmtun og góð tilbreyting við hið
hefðbunda kórastarf.
VestFIRÐIR
2. tBL. 1. ÁRGANGUR 2012
Útefandi: Fórspor ehf., Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Ábyrgðarmaður: Ámundi
Ámundason, auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason sími 824-2466, netfang
amundi@fotspor.is. auglýsingar: Sími: 578-1190 & netfang: auglysingar@fotspor.
is. ritstjóri: Geir A. Guðssteinsson, sími: 898-5933 & netfang: geirgudsteinsson@
simnet.is. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 3.000 eintök. dreifing: Íslandspóstur.
FRÍBLAÐINU VESTFIRÐIR ER DREIFT Í 3.000 EINTÖKUM
Á ÖLL HEIMILIOG FYRIRTÆKI Á VESTFJÖRÐUM
Bændur á Vestfjörðum hafa oft átt á brattann að sækja hvað varðar þjónustu við atvinnugreinina. Nýgerðir búvörusamningar hafa mikið verið til umræðu í stéttinni og hvaða þýðingu þeir hefðu fyrir landbún-
aðinn í heild. Einnig hafa sameiningarmál leiðbeiningarþjónustu bænda verið
vestfirskum bændum hugleikinn en oft hefur verið um langan veg að fara til
að komast í samband við þá þjónustu. Við uppbyggingu ráðgjafaþjónustunnar
sem nú stendur yfir er mikilvægt fyrir Vestfirðinga að gæta þess að hagsmunir
jaðarbyggða séu ekki fyrir borð bornir. Kannski finnst bændum það engu
máli skipta hvar leiðbeiningarþjónustan er staðsett, en er það svo? Rætt hefur
verið um að staðsetja nýtt fyrirtæki í leiðbeiningarþjónustu á Hvanneyri, í
háskólaumhverfinu þar í tengslum við Landbúnaðarháskólann. Það er auðvitað
gott og blessað en stundum er hægt að segja, maður líttu þér nær. Árum saman
hafa Vestfirðingar barist fyrir því að háskólasetrið á Ísafirði í samstarfi við
Háskólann á Akureyri vaxi og dafni. Það gerist best, hraðast og með bestum
árangri ef allir eru sammála um markmiðin. Því ættu bændur á Vestfjörðum
að sýna þá framsýni og samstöðu að styðja við starfsemi háskólasetursins á
Ísafirði með því að þar verði komið á fót leiðbeiningarþjónustu fyrir bændur
sem jafnframt gæti verið í þjónustu við bændur víðar á landinu. Ásvaldur
Magnússon, bóndi á Tröð, sagði á bændafundi nýverið að það væri markmið
með nytjaskógrækt að búa til atvinnugrein sem skapaði mörg störf, og því
ætti hún heima í nýju atvinnuvegaráðuneyti, ekki í umhverfisráðuneytinu.
Undir það skal tekið. Skógrækt er að verða alvöru atvinnugrein á Íslandi,
ekki gæluverkefni einstaka bænda sem heyrði undir umhverfissjónarmið.
Möguleikar til skógræktar á Vestfjörðum eru víða góðir frá náttúrunnar
hendi, en stuðning vantar víða við þá bændur sem hefja vilja hana. Það gerist
miklu frekar í gegnum eða með stuðningi frá atvinnuvegaráðuneyti en frá
umhverfisráðuneyti þar sem allt önnur sjónarmið og markmið eru ráðandi
en t.d. markaðslögmál.
Skuldaáþján er hlutskipti allt of marga í þessu þjóðfélagi, og finnst mörgum
sem hjálp til handa heimilunum í landinu frá núverandi ríkisstjórn sem boðuð
var þegar hún tók við völdum í apríl 2009 hafa látið á sér standa, jafnvel bóli
alls ekkert á henni. Nú hefur skuldsettum heimilum þessa lands borist liðsauki
frá Sigurði Hreini Sigurðssyni, sem höfðaði mál gegn Dróma sem innheimtir
lán sem Frjálsi fjárfestingarbankinn og SPRON áttu, en Drómi hefur sam-
þykkt endurútreikning lána með gengistryggingu sem og vaxtarbyrði þeirra.
Nú þarf fólk sem er að sligast undir oki innheimtu á verðtryggðum lánum
að skipa sér í sömu sveit og Sigurður Hreinn og krefjast endurútreiknings
þessara lána. Það á ekki bara við Dróma, heldur einnig bankakerfið í heild
sinni. Forsenda þess að gera búsetu á landsbyggðinni áhugaverðari en hún
er í dag er að þar sé mögulegt að fjárfesta í íbúðarhúsnæði án þess að vera að
sligast síðan áratugum saman undan verðtryggingu og vaxtarfjötrum. Það á
ekki síst við um Vestfirði.
Geir A. Guðsteinsson ritstjóri
Leiðbeiningaþjónusta
og skuldaáþján
Leiðari
Kór Átthagafélags Strandamanna í bústaðakirkju á aðventunni 2010.
Byggðakvóta úthlutað til 12 byggðalaga á Vestfjörðum:
Af 6.707 tonna kvóta fara 1.636
tonn til Vestfjarða, eða 24,4%
Atvinnu- og nýsköpun-arráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, hefur úthlutað
6.707 þorskígildistonna byggða-
kvóta fiskveiðiársins 2012 – 2013
til 32 sveitarfélaga og í þeim fengu
49 byggðarlög úthlutun. 24,4%
byggðakvótans fer til 12 byggðalaga
á Vestfjörðum. Úthlutun byggða-
kvótans byggist á upplýsingum frá
Fiskistofu um samdrátt í botnfisk-
afla, botnfiskaflamarki og vinnslu
botnfisks annars vegar og samdrætti
í rækju- og skelvinnslu hins vegar frá
fiskveiðiárinu 2002 – 2003 til fisk-
veiðiársins 2011 – 2012. Hámarks-
úthlutun til byggðalags er 300 tonn
og fá sex byggðalög það hámark,
þar af eitt á Vestfjörðum, Flateyri,
en auk þess Skagaströnd, Dalvík, Ár-
skógssandur, Vopnafjörður og Höfn
í Hornafirði. Lágmarksúthlutun er
15 tonn, eigi byggðarlag á annað
borð rétt til úthlutunar, og fá fjögur
byggðalög þá úthlutun.
Hér að neðan má sjá þau byggðalög
á Vestfjörðum sem fengu úthlutun,
íbúafjölda í árslok 2011 og úthlutun
í þorskígildistonnum.
Hlynur Hafberg Snorrason
nýr yfirlögregluþjónn á
Vestfjörðum
Um síðustu mánaðarmót urðu tímamót hjá lögreglunni á Vestfjörðum þegar Önundur
Jónsson lét af störfum yfirlögregluþjóns
fyrir aldurs sakir en Önundur var skip-
aður yfirlögregluþjónn á Ísafirði árið
1993. Önundur var farsæll í starfi og
sýndu samstarfsmenn honum tilhlýði-
lega virðingu á kveðjustund. Við starfi
hans tók Hlynur Hafberg Snorrason sem
um árabil hefur veitt rannsóknardeild
lögreglunnar á Vestfjörðum forstöðu.
Íbúafjöldi í
árslok 2011
Úthlutun í þorsk
ígildistonnum
Patreksfjörður 636 164
Bíldudalur 168 118
Tálknafjörður 258 167
Bolungarvík 866 70
Hnífsdalur 218 181
Þingeyri 267 74
Flateyri 214 300
Suðureyri 269 107
Súðavík 165 210
Árneskreppur 52 15
Drangsnes 72 90
Hólmavík 380 140
Alls: 3.565 1.636
Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlög-
regluþjónn á vestfjörðum.
Önundur Jónsson, fráfarandi yfirlög-
regluþjónn.