Vestfirðir - 09.11.2012, Page 6

Vestfirðir - 09.11.2012, Page 6
6 9 nóvember 2012 Jón Kr. Ólafsson söngvari á Bíldudal: „Hef unnið eins og hundur í slori og grút í frystihúsinu“ Jón Kristján Ólafsson er fæddur á Bíldudal 22. ágúst 1940, í húsi sem nefnt var Nes. Flestir kannast við Jón Ólafsson söngvara en fyrstu skref sín sem söngvari steig hann í kirkjunni á Bíldudal hjá prestinum, sr. Jóni Kr. Ís- feld. Fimmtán ára var hann kominn úr mútum og í kór kirkjunnar sem hann svo stýrði frá sextánda ári. Kórstarfi sinnti Jón Kristján af alúð fram undir aldamótin síðustu. Jón Kr. gerðist poppari 1962 er hann gekk til liðs við hina rómuðu hljóm- sveit Facon. Það samtarf entist ein sjö ár og lauk 1969 með hinu vinsæla lagi: „Ég er frjáls“. Þá var hann á besta aldri og röddin aldrei betri svo hann flutti sig um set til Reykjavíkur og hóf upp raust sína á betri skemmtistöðum borg- arinnar, svo sem Hótel Borg og Hótel Sögu þar sem hann söng um nokkurra ára skeið. Það var svo árið 1983 sem SG-hljómplötur gáfu út stóra plötu með Jóni Kr. þar sem hann syngur kunn einsöngslög við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Um þá plötu sagði Árni Johnsen í grein í Morgunblað- inu: ,,Í gullabúi íslenskrar menningar er margur gimsteinn frá náttúrunnar hendi og einn af þeim er Jón Kr. Ólafsson frá Bíldudal. Ljóðasöngvari af guðsnáð með fallega rödd og mikla smekkvísi í lagavali, en á nýútkominni hljómplötu hans frá SG hljómplötum syngur hann kunn íslensk einsöngslög. Jón Kr. hefur þétta og fagra rödd sem hann beitir listilega án þess að hafa fengið sérstaka skólun í heimi tónlist- arskólanna.“ -Var þessi titill, söngvari, sem hefur orðið fastur við þig eitthvað sem þú valdir sjálfur? ,,Ég hef sungið alla mína hunds- og kattartíð, fékk það með móðurmjólk- inni en mamma var úr Arnarfirðinum. Hún hafði fína sópranrödd en fékk engin tækifæri til að syngja, það var ekki verið að hlaupa í þá tíð á eftir fólki eins og gert er í dag. Ég er söngvari, það er staðreynd, og vinur minn Hafliði Magnússon kallaði mig aldrei neitt annað. Þegar Hafliði var búinn að standa í slorhaugnum alla daga alveg upp undir axlir, sagði hann stundum daginn eftir að hann hefði komið við og fengið sér söngvaraskammt. Þá hafði hann komið við hjá mér.“ -Þú hefur búið á Bíldudal alla tíð. Þín söngrödd hefur þá fyrst og fremst nýst þér í Arnarfirðinum, eða hvað? ,,Ég söng í kirkjukórnum á Bíldu- dal í áratugi, en hætti því árið 1995. Ég lenti í styrjöld við kirkjuráðið á Bíldudal, hef sennilega verið búinn að vinna allt of mikið fyrir þetta lið í sjálfboðavinnu. Ég var búinn að taka allan kirkjugarðinn í gegn, vinna hann upp um kvöldin og helgar. Einnig hafði ég bjargað listaverkum úr kirkjunni fyrir milljónir króna. Árið 1977 sendi ég altaristöfluna í Bíldudalskirkju sem Þórarinn B. Þorláksson málaði 1916 í viðgerð til Reykjavíkur hjá Franz Ponsi sem var fyrsti forvörðurinn sem þjóðin eignaðist. Þá var hann að gera við alt- aristöfluna í Dómkirkjunni, sem var að verða ónýt, einn mygluhaugur á veggnum! Ég fékk engar skammir fyrir þetta þá, það kom seinna en það hlýtur að vera mikið starf að verða sér til skammar fyrst það tók svona langan tíma að þeirra mati. Ég kem samt enn í kirkju, því ég fylgi vinum mínum til grafar. Ég þarf heldur ekkert á því að halda að fara í kirkju,ég kann þetta allt sem þar er gert, þarf enga viðbót við það sem ég lærði hjá nafna mínum, honum séra Jóni Kr. Ísfeld.” Söngvarinn reisti skömmu fyrir aldamótin minnisvarða um hjónin Auði og Jón Kr. Ísfeld á kirkjulóðinni á Bíldudal. Jón Kr. segir að um þann atburð að þar hafi orðið einhver mestu læti sem um getur á safnaðarnefndar- fundi á Bíldudal. ,,Sóknarnefndin hafði útvegað mér stað fyrir minningarstein- inn að sunnanverðu á lóðinni, en þar hefðu náttúrulega fáir getað litið hann augum. Ég setti hann hins vegar niður að norðanverðu, þar sem hann blasti við öllum sem fram hjá gengu. Það var nóg til þess að allt varð snarvitlaust. Ég var sem betur fer staddur í Reykjavík þegar þessi ósköp gengu yfir og var því ekki á þessum fundi. Það vantar ekki gauraganginn í liðið þegar það heldur að það eigi við!“ -Ekki hefurðu lifað af söng alla þína tíð? ,,Nei, ekki aldeilis. Hef unnið eins og hundur í slori og grút í frystihúsinu og rækjuverksmiðjunni meðan þeim tókst að halda þessum atvinnutækjum gangandi. Svo málaði ég hús í 10 ár eða lengur, gerði hreint fyrir fólk og margt fleira. Ég hef ekki, góði minn, verið með göt á vösunum fyrir þá peninga sem ég hef fengið fyrir það að syn- gja.En ég hef kannski glatt einhverja gegnum lífið á þessum vettvangi með söngnum, og það er þá bara gott.“ -Ertu sáttur við þitt lífshlaup þegar þú lítur til baka? ,,Já, já, og verið minnar gæfu smiður. Hljómsveitin hætti vegna þess að meðlimir hennar voru farnir að tvístrast, þá var eg 29 ára. Ég fór suður að syngja með hljómsveit Jóns Sigurðs- sonar bankamanns og var þar nokkrar vikur í senn. Ég fór þá heim á Bíldudal til þess að anda að mér þessu sjávarlofti hér sem á sér engan líka. Fyrir sun- nan kynntist ég mönnum eins Hauki Morthens, Ragnari Bjarnasyni, Sigfúsi Halldórssyni, Svavari Gests og fleirum. Það var skemmtilegur tími.“ -Það liggur sá orðrómur á Bíldudal að þar haldist engin atvinnustarfsemi eða fyrirtæki gangandi til lengri tíma, allt leggi upp laupana, frystihúsið gjald- þrota og fleira sem ekki er til þess fallið að draga fólk vestur til búsetu. Er þetta satt, á þessi umræða við rök að styðjast? ,,Helmingurinn af því sem er sagt og hefur verið sagt um Bíldudal er hrein lygi! Hvaða fyrirtæki á voru landi hafa ekki verið að hætta, snúa tánum upp? Hefur þetta gáfaða hyski sem stjórnar öllu hér á landi ekki verið að loka öllu sem hægt er með góðu móti. Lands- bankinn á að heita ríkisbanki en er nú horfinn frá Bíldudal, Pósturinn er að draga stórlega saman sína þjónustu, er að hætta á Bíldudal, það einfald- lega gengur ekki að einkareka alla skapaða hluti hér á landi. Auðvitað átti ríkisvaldið að sjá um reksturinn á Póstinum, og vera með samrekstur á póstgumsinu með bankanum. Það er þvílíkt kjaftæði að það sé verið að spara með þessu. Bíldudalur hefur fengið mörg þung högg gegnum tíðina í atvinnulífinu, og ég sé ekki að það sé neitt verið að draga úr því. Hvar eru þessir höfðingjar sem sitja á Alþingi fyrir okkur? Eini þingmaðurinn sem hefur verið með mótbárur, en nafni minn Jón Bjarnason og einhver kona á Alþingi sem ég veit engin deildi á. Höfuðborgarsvæðið er að mergsjúga allt landið, það er ekki flókið. Prímadonnurnar í Landsbankanum á Patreksfirði koma í klukkutíma einu sinni í viku til að þjóna okkur Bíldæl- ingum, það dugir okkar pent.” -Hvernig á að þínu mati að snúa þessari óheillaþróun við sem felst í fækkun íbúa á Vestfjörðum? „Vegirnir fyrir vestan eru fyrir löngu orðnir antik, sumir bara eins og hestaslóðir og tæplega það, og ég sé ekki að það verði þar nein breyting á. Það vill enginn ferðast um þessar hestakerruslóðir sem eru kallaðar vegir. Hvaða hafa þessir snillingar sem stjórna landinu oft fært göng um Hrafnseyrarheiði aftur fyrir í forgangs- röðinni áratugum saman?. Allt í einu varð svo gífurlega mikilvægt að byrja á jarðgöngum gegnum Vaðlaheiði fyrir norðan, þau eru ekki mikilvæg en það eru Hrafnseyrarheiðargöngin. Við á Bíldudal þurfum að sækja þjónustu á norðurhluta Vestfjarða yfir heiði sem teppist í fyrstu snjóum. Kannski Vaðlaheiði hafi verið teppt í tvo til þrjá daga á síðasta ári. Göng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar eru líka nauðsynleg fyrir þá vestur við Djúp, þeir fá viðskipti og svæðið verður meira eitt atvinnusvæði. Það kæmi hljóð úr horni ef Reykvíkingar fengu svona þjónustu! Nú er komin stór verksmiðja á Bíldudal sem ekki er að vinna fisk, Hafkalk, og veitir mörgum vinnu og það er alveg bullandi útflutningur á framleiðslunni, mikill markaður. Það er auðvitað ánægjulegt. Við Vest- firðingar þurfum hins vegar að gera betur og fá fleiri svona karla á þing eins og Ólaf heitinn Þórðarson í Súgunda- firði og Matthías Bjarnason á Ísafirði sem hugsuðu um okkur smælingjana,” segir Jón Kr. Ólafsson á Bíldudal. Gistihús Keavíkur (Bed&Breakfast Keavik Airport) Valhallarbraut 761 - 235 Reykjanesbæ Sími 426 5000 - gistihus@internet.is Frítt - Geymsla á bíl Frítt - Ferðir til og frá ugvelli Frítt - Þráðlaust internet Stór og þægileg herbergi Morgunmatur innifalinn Gervihnattasjónvarp Baðherbergi í öllum herbergjum Ódýr bílaþrif frá 1 til 6 manna herbergi Ertu að fara til útlanda? Afhverju ekki að losna við stress og læti og gista hjá okkur nóttina fyrir eða eftir ug? Við geymum bílinn fyrir þig frítt, skutlum þér á ugvöllinn og sækjum þig aftur. Oft er það ódýrara en bílageymslugjaldið á Leifsstöð. Hafðu endilega samband... www.bbkeavik.com Jón Kr. ólafsson söngvari á tónleikum honum til heiðurs á sjötugsafmæli hans.

x

Vestfirðir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.