Vestfirðir - 09.11.2012, Síða 8

Vestfirðir - 09.11.2012, Síða 8
8 9 nóvember 2012 Vestfirðir eru sjávarútvegssamfélag Starfsfólki í sjávarútvegi hefur fækkað um 30% á 10 árum, eða að jafnaði um 400 manns á ári. Þetta hefur haft óhjákvæmileg áhrif á svæði þar sem svo margir hafa beina atvinnu af sjávarútvegi. Svar Vestfjarða í byggðalegu tilliti hlýtur því að vera tvenns konar. Að tryggja sem best rekstrarskilyrði sjávarútvegsins en sækja líka fram á öðrum sviðum. „Vestfirðir eru sjávarútvegssam-félag,” segir Einar Kristinn Guð-finnsson alþingismaður. ,,Þrátt fyrir að margt hafi verið gert til upp- byggingar á öðrum atvinnugreinum, blasir staðreyndin við að sem fyrr er sjávarútvegurinn ráðandi í öllum hagtölum svæðisins. Þess vegna ræðst þróun atvinnumála svo mikið af því hvernig gengur í greininni almennt og hvernig gengur sérstaklega í sjávarút- vegi á Vestfjörðum. Þar hafa skipst á skin og skúrir. Mörg dæmi eru hins vegar um það að menn hafi verið að ná vopnum sínum í sjávarútvegi á Vest- fjörðum. Eftir gríðarlegar tilfærslur aflaheimilda, sem urðu einkanlega á tíunda áratug síðustu aldar, höfum við séð að víða hafa menn verið að auka umsvif sín, þó vissulega eigi það ekki við allt svæðið. Sjávarútvegurinn á Vestfjörðum býr hins vegar við mikla sérstöðu á margan hátt. Rækjuveiðar voru mjög ráðandi þáttur í sjávarútveginum þar og það efldi Vestfirði þegar þeirra naut virki- lega við. Áföll í rækjunni og rekstrar- aðstæður sem hafa verið á margan hátt erfiðar, komu þess vegna mjög hart niður á svæðinu.” Bindum vonir við aukna þorskveiði Einar Kr. Guðfinnsson segir að um- fram allt eru Vestfirðir hins vegar þor- skveiðisvæði að uppistöðu til. Það blasi við öllum að hagur Vestfjarða mun fyrir vikið að miklu leyti því ráðast af því hvernig þróun mála verði á sviði þorskveiða og vinnslu. Þar er að mörgu að hyggja. ,,Allt bendir til þess að þorskveiðar muni vaxa á næstu árum. Þorskstofninn samkvæmt mælingum Hafrannsóknar- stofnunarinnar er stór, í sögulegu sam- hengi séð. Veiðistofninn mælist núna tæp 1,1 milljón tonna. Fara þarf aftur til ársins 1981 til þess að finna jafn stóran stofn eða stærri. Sömu sögu er að segja af hrygningarstofninum. Hann mælist núna um 419 þúsund tonn. Við þurfum að leita aftur til ársins 1963 til þess að finna svo stóran hrygningarstofn. Þá vekur það vonir um góða nýliðun að hlutfall stærri þorsks í stofninum er hærra en áður. Sem sagt. Við hljótum að binda vonir við auknar þorskveiðar á næstu árum. Það eru almennt talað góð tíðindi fyrir þorskveiðisvæði eins og Vestfirði, sem þess utan er svo háð sjávarútvegi. Það dregur hins vegar úr bjartsýninni að verr horfir með ýsuveiðiheimildirnar, sem eru mikilvægar og raunar forsenda þess að hægt sé að ná í þorskinn.” Skuggi grúfir yfir ,,Skuggi grúfir þó yfir. Boðaðar breyt- ingar á fiskveiðistjórnarlögunum verða mjög neikvæðar fyrir Vestfirðinga, verði þær samþykktar. Þær fela meðal annars í sér að aflaaukningu í þorski og þremur öðrum tilgreindum tegun- dum, verði ekki ráðstafað til þeirra sem hafa haft veiðiréttinn, heldur verði þeim úthlutað með illa útfærðum og vanhugsuðum hætti; einhvern veginn öðruvísi. Með öðrum orðum. Þær boða að þorskveiðisvæði eins og Vestfirðir muni ekki njóta afrakstursins að fullu af auknum þorskveiðum, né þeir sem hafa tekið á sig skerðingar við veiðar, í trausti þess að þeir muni njóta be- tri afkomu vegna aukinna veiða síðar meir. Og síðan er það annað, sem er líka mikið áhyggjuefni. Markaðsaðstæður í sjávarútvegi hafa verið að versna. Kreppan í helstu markaðslöndum okkar í Evrópu t.d hefur dregið úr eftir- spurn, samfara því að framboð á þorski hefur vaxið til dæmis úr Barentshaf- inu. Samanlagt hefur það leitt til auk- inna greiðslufresta og þar með aukins kostnaðar seljenda, sem sagt okkar. Og þetta hefur auðvitað haft í för með sér lækkun afurðaverðs.” Sjávarútvegsskatturinn hefur neikvæðar af- leiðingar í för með sér ,,Ofan í allt þetta er nú boðað að leg- gja eigi á stóraukin gjöld á sjávarútveg í formi sérstaks sjávarútvegsskatts, sem menn hafa ranglega nefnt auðlinda- eða veiðigjöld. Litlar deilur eru um að sjá- varútvegurinn greiði afgjald fyrir afno- tarétt að fiskimiðunum. Sem er út af fyrir sig merkilegt, því slík gjaldtaka í þeim mæli sem við stundum er óþekkt í heiminum. Það hins vegar segir okkur að sjávarútvegur okkar hafi sérstöðu og sýni meiri afrakstur en almennt gerist með sjávarútveg annarra þjóða. Kemur þetta líka heim og saman við alþjóðlegar og innlendar skýrslur, sem sýna þetta. Má í því sambandi nefna stórmerki- lega skýrslu hins alþjóðlega fyrirtækis McKinsey, sem segir: „Ekkert sjálfstætt ríki skapar jafn mikil hlutfallsleg verð- mæti út úr fiskveiðum sem Ísland.” Þetta eru stór orð, en þau byggjast á nákvæmum fræðilegum samanburði við önnur ríki og hlýtur að segja ým- islegt um það fyrirkomulag sem við höfum við stjórn fiskveiða. Vandinn við slíka skattlagningu eins og hún er boðuð er sá að hún byggir á meðaltölum. Grunnur hennar er í grundvallaratriðum rangur og er í rauninni engin skattlagning á mein- tan umframhagnað í greininni, eins og marg oft hefur verið sýnt fram á. Afkoma í íslenskum sjávarútvegi er líka afar breytileg. Best er hún í blandaðri veiði botnsfisks og uppsjávarfisks sam- fara vinnslu á þessum tegundum. Lak- ari er hún í botnfiskveiðum og vinnslu og slökust í hreinni útgerð á bolfiski. Löggjöfin eins og hún er nú tekur lítið tillit til þessa.” einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður á fjallsbrún, með Aðalvík í baksýn. einar Kristinn Guðfinnsson alþingis- maður.

x

Vestfirðir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.