Vestfirðir - 09.11.2012, Síða 9

Vestfirðir - 09.11.2012, Síða 9
9 nóvember 2012 9 Kemur niður á Norðvesturkjördæmi -Leggst veiðigjaldið, sem margir nefna svo, harðar niður á hefðbundna út- gerðar- og fiskvinnslubæi en byggðir þar sem atvinnumöguleikar eru fjöl- breyttari? ,,Byrðarnar af sjávarútvegs- skattinum munu leggjast mjög hart á tiltekin fyrirtæki og fyrirtækjagerðir. Og svo vill nú einfaldlega til að þessi fyrirtæki eru hin dæmigerðu sjáv- arútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum og raunar í öllu Norðvesturkjördæmi. Á þetta var ítrekarð bent í umræðum um málin. Allar úttektir sem unnar voru fyrir þingnefndina sem um málið fjall- aði sýndu þetta sama. En skollaeyr- unum var skellt við. Ekkert hlustað. Það er því full ástæða til þess að hafa áhyggjur. Þær áhyggjur heyrum við líka frá þeim sem best þekkja til; þekkja þetta á eigin skinni og hafa nú fengið í hendurnar rukkunarseðla sunnan úr ráðuneyti. Samantekið getum við því sagt að margt gæti vel lagst með vestfirskum sjávarútvegi á næstu árum og búið til ný tækifæri. En hinu er ekki að neita að það eru líka nokkrir váboðar út við sjóndeildarhringinn. Við ráðum lítt við vandræðin á markaðssvæð- unum, en hinar pólitísku ákvarðanir eru manngerðar. Þær höfum við í hendi okkar.” 30% fækkun starfsfólks í sjávarútvegi á einum áratug Einar segir að þó sjávarútvegurinn sé svona mikilvægur sé að mörgu öðru að hyggja. ,,Vandi okkar hefur einmitt verið í því fólginn í byggðalegu tilliti að vera svona háð einni atvinnugrein og það þannig að einvörðungu spanni hluta hennar að lang mestu leyti, eins og hér hefur verið nefnt. Sjávarútvegurinn er nefnilega ekki mannaflafrek atvinnustarfsemi. Og það sem meira er; starfsfólki í þessari grein fækkar mjög hratt og ekkert útlit fyrir annað en að sú þróun muni halda áfram. Stóraukin tækni skapar vissulega ný tækifæri, en hún leiðir einnig til þess að þeim fækkar sem við sjávarútveg starfa. Það er hluti af þeirri hagræðingu og framleiðniaukningu sem er forsenda þess að greinin geti greitt samkeppn- ishæf laun og standist harðneskjulega samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum. Núna vinna í landinu öllu um 9 þús- und manns við sjávarútveginn beint, sem er um 5,4% af öllu vinnandi fólki í landinu. Fyrir aðeins einum áratug, árið 2011, unnu hins vegar 13 þúsund manns við þennan atvinnuveg. Starfs- fólki í sjávarútvegi hefur því fækkað um 30% á 10 árum, eða að jafnaði um 400 manns á ári. Þetta hefur haft óhjákvæmileg áhrif á svæði þar sem svo margir hafa beina atvinnu af sjáv- arútvegi. Svar Vestfjarða í byggðalegu tilliti hlýtur því að vera tvenns konar. Að tryggja sem best rekstrarskilyrði sjávarútvegsins en sækja líka fram á öðrum sviðum.” Fjölmörg önnur tækifæri -En á hvaða sviðum öðrum liggja tæki- færi fyrir vestfirskt atvinnulíf? ,,Almennt tel ég að hlutverk stjórn- málamanna sé það að búa til aðstæður fyrir atvinnulífið, en við eigum ekki að vasast í því með beinum hætti. Það blasa hins vegar við mér fjölmargir möguleikar við eflingu atvinnulífs á Vestfjörðum, og engan veginn hægt að nefna þá alla. Þar er að mörgu að hyggja. Við eigum augljóslega tækifæri á sviði fiskeldis. Það sýna dæmin frá sunnanverðum Vestfjörðum og víðar. Þar er hins vegar við ramman reip að draga. Við búum við flókið leyfakerfi, sem er mikill þröskuldur. Það þurfum við því bersýnilega að laga. En möguleikarnir eru fleiri. Ferða- þjónusta er í miklum vexti í landinu. Þar hefur margt verið afar vel gert. Okkar hlutur stendur eftir engu að síður, en tækifærin eru engu að síður til staðar. Nútíma tækni gerir okkur líka kleyft að sinna margs konar starfsemi sem ekki kallar endilega á nálægð við höf- uðborgarsvæðið. Þar mætum við hins vegar oft skilningsleysi jafnt í atvinnulífi sem og hjá hinu opinbera. Það er til dæmis illskiljanlegt að stór fyrirtæki skuli ekki sjá möguleikana sem í því felast að færa hluta starfsemi sinnar út á land og nýta þann mannafla og fjár- festingar í atvinnuhúsnæði sem bjóða upp á slíkt.” Menntunarstaðan er áhyggjuefni -Eru möguleikar til aukinnar menntunar í fjórðungnum áhyggjuefni? ,,Það er vissulega mikið áhyggjuefni að hlutur landsbyggðarinnar þegar kemur að háskólamenntuðu fólki sé svo lágur sem raun ber vitni. Jákvætt er hins vegar að starfsmenntunarhlut- fallið er betra, sem aftur ætti að skapa möguleika í atvinnulífi á þeim sviðum. Krafan um betra aðgengi að menntun er ekki bara um jafnræði þegnanna heldur líka forsenda þess að okkur tak- ist að byggja hér upp atvinnulíf, sem er líkara því sem þekkist á höfuðborgar- svæðinu og hefur drifið fólksfjölgunina á því svæði. Þetta virðist eins og vítahringur. Störfin skortir fyrir háskólamenntað fólk og það fer því annað. En háskóla- menntað fólk á landsbyggðinni er lík- legt til þess að búa til ný störf. Og enn má nefna að á sama tíma og beinum störfum í sjávarútvegi fækkar, fjölgar störfum í afleiddum greinum. Sjávarútvegsklasinn sem mjög er vísað til og byggist á margs konar þjón- ustugreinum sem hafa sprottið upp í kring um og vegna sjávarútvegsins, er í miklum vexti og þar á sér mikil atvinnusköpun. Sú uppbygging á sér hins vegar stað utan landsbyggðanna almennt, að minnsta kosti að verulegu leyti. Þar hljótum við þó að eiga mik- ila möguleika, jafnt á sviði tækni og þróunar, líkt og við þekkjum af fyrir tæki á borð við 3X technology á Ísafirði, starfsemi í tengslum við ört vaxandi fiskeldi og við markaðsstarf, svo dæmi séu tekin.” Of lítill hluti fer til fisk- vinnslu á Vestfjörðum ,,Þá eru greinilega mjög vannýttir möguleikar á sviði aukinnar fiskvinns- lu. Alltof stór hluti þess afla sem vei- ddur er og landað á Vestfjörðum fer óunninn eða lítt unninn út úr fjórðung- num. Aukin fiskvinnsla felur í sér mikil tækifæri, sem gætu haft mjög skjót áhrif á atvinnusköpunina á Vestfjörðum. Áfram mætti telja og enginn skyldi van- meta möguleika landbúnaðarins, en vel að merkja þá vinna fleiri við landbúnað en fiskvinnslu í landinu. En undirstaða alls þessa er að innviðirnir séu góðir. Samgöngur tryggar og þar hefur margt áunnist, þó sorglega hægt miði við vegtengingar við sunnanverða Vestfirði. Við eigum heimtingu á góðu menntakerfi og heilbrigðiskerfi, sem hefur veikst því miður í niðurskurði síðustu ára og áfram mætti telja. Þannig blasir við okkur að þrátt fyrir að Vestfirðir hafi svo lengi háð varnar- baráttu, eru tækifærin og möguleik- arnir til staðar. Samkeppnishæfni landshlutans þarf að bæta, styðja við það sem fyrir er, en sækja fram á nýjum sviðum, til þess að skapa ný störf og gera þeim fjölmörgu sem vilja búa á Vestfjörðum kleyft að láta þann draum sinn rætast,” segir Einar Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður. einar Kristinn Guðfinnsson og matthías bjarnason. 0 2.000 4.000 6.000 8.000 10.000 12.000 14.000 Fj öl di s ta rf a Vinnuafl við veiðar og vinnslu Veiðar Vinnsla Samtals: Veiðar + vinnsla Heimild: Hagstofan 1.600 3.800 4.800 5.200 7.200 8.300 8.800 10.000 11.300 12.400 15.400 18.000 18.300 20.500 21.800 167.400 0 40.000 80.000 120.000 160.000 Veitur (1,0%) Fiskvinnsla (2,3%) Landbúnaður (2,9%) Fiskveiðar (3,1%) Opinber stjórnsýsla (4,3%) Fjármálaþjónusta og tryggingar (5,0%) Hótel- og veitingahúsarekstur (5,3%) Mannvirkjagerð (6,0%) Samgöngur og flutningar (6,8%) Önnur þjónusta ótilgreind (7,4%) Annar iðnaður (9,2%) Fasteignaviðsk. og ýmis þjón. (10,8%) Fræðslustarfsemi (10,9%) Heilbrigðis- og félagsþjónusta (12,2%) Verslun og viðgerðarþjónusta (13,0%) Alls (100%) Atvinnuþátttaka eftir starfsgreinum 2011 Heimild Hagstofa Íslands Atvinnuþátttaka eftir starf geinum 2011 Vinnuafl við vei ar og vinnslu.

x

Vestfirðir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.