Vestfirðir - 09.11.2012, Síða 10
10 9 nóvember 2012
Elstu hlutar Ísafjarðar og
Flateyrar eru sögulegar byggðir
Í nýju frumvarpi á alþingi er lagt til að „sögulegri byggð“ í borg og bæjum verði gefin sérstaða í
skipulagslögum og búið þannig um
hnúta að eigendur fasteigna á slíkum
svæðum fái ekki sjálfkrafa skaðabætur
við breytingu á deiliskipulagi sem skert
gæti meinta framtíðarhagsmuni þeirra.
Með þessu væri almannahagur efldur á
svæðum á borð við Kvosina og Lauga-
veginn í Reykjavík, gömlu kjarnana á
Ísafirði og Akureyri, elstu hluta Seyðis-
fjarðar, Þingeyrar, Flateyrar og miklu
fleiri byggða. Kveikja frumvarpsins
eru umræðurnar í sumar um nýfram-
kvæmdir og hugmyndasamkeppni
kringum Ingólfstorg í Reykjavík.
Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins
er Mörður Árnason.
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að
sveitarstjórn geti afmarkað „sögulega
byggð” í deiliskipulagi. Á slíku svæði
gildi sú regla að breytingar á skipulagi
skapi fasteignareigendum því aðeins
skaðabótarétt að þeir hafi áður aflað sér
byggingarleyfis fyrir tiltekinni fram-
kvæmd, en byggingarréttur rennur út
eftir ár ef framkvæmdir hefjast ekki
áður. Með þessu móti yrði hægara
um vik fyrir kjörna fulltrúa að breyta
deiliskipulagi í viðkvæmustu hlutum
byggðar sinar í þágu almannahags-
muna, með verndarsjónarmið, menn-
ingarleg rök og útivistarþarfir í huga.
Söguleg byggð er þannig skilgreind
í frumvarpinu að um sé að ræða hverfi
eða hverfiskjarna þar sem byggð er að
stofni til frá því fyrir 1920, eða þar sem
byggð hefur sérstakt byggingarsögu-
legt gildi, eða þar sem byggð hefur
sérstakt menningarsögulegt gildi.
Víða erlendis er slíkum skipulagshug-
tökum beitt til að auka vernd gamalla
byggðakjarna eða sérstæða, en í ís-
lenskri löggjöf hefur skort á með þeim
afleiðingum að um framkvæmdir og
skipulag í sögulegum byggðarkjörnum
hefur staðið styr áratugum saman,
og margir þeirra verið eyðulagðir að
hluta eða heild.
ALDREI KALT Í VETUR MEÐ WEBASTO BÍLAHITARA
BÍLASMIÐURINN HF – BÍLDSHÖFÐA 16, 110 REYKJAVÍK – SÍMI 567 2330 – BILASMIDURINN@BILASMIDURINN.IS
BÍLASMIÐURINN HF
Gamla bókabúðin á Flateyri er í röð þriggja gamalla húsa á Flateyri sem flokkast undir sögulegar byggðir, þ.e.bergs-
hús, Sveinshús og Kjartanshús. Gamla bókabúðin heitir í raun réttri verzlunin bræðurnir eyjólfsson og er til húsa
að Hafnarstræti 3-5 á Flateyri. Í húsnæðinu var starfrækt verslun frá 1908 til 1999, lengst af í eigu sömu fjölskyldu.
Innréttingar í búðinni eru upprunalegar og því horfið aftur um marga áratugi þegar stigið er inn yfir þröskuldinn,
auk þess sem lítill hluti af gamla lagernum gleðja augað.
Húsin á Suðurtanganum á Ísafirði flokkast væntanlega undir skilgreininguna
,,sögulegar byggðir.”
Stal lögreglubifreið!
Aðfararnótt mánudagsins 22. október sl. er lögreglumenn sem á vakt voru á Ísafirði,
sinntu útkalli vegna skemmda og
ölvunarláta í bænum, var brotist inn
á lögreglustöðina og var einn maður
var þar að verki. Hann fór beint í
bílgeymslu lögreglunnar, tók þar
jeppabifreið lögreglu og ók honum
út úr bílgeymslunni og um nokkrar
götur í bænum. Talsverð hálka var á
götum bæjarins. Af vegsummerkjum
að dæma ók hann mjög ógætilega
um bæinn og endaði akstur sinn á
gangstíg í Miðtúni. Lögreglubifreiðin
er mikið skemmd eftir akstur hans.
Skömmu síðar handtóku lögreglu-
menn hann rétt innan við Miðtúnið
á Ísafirði. Þessi maður var á ferðinni
um bæinn um nóttina og hafði lög-
reglan afskipti af honum. Lögreglan
veit að maðurinn var inni á Kirkju-
bólshlíð skömmu fyrir atburðinn.
Þaðan hefur hann fengið far til Ísa-
fjarðar.
Það er alveg með ólíkindum á
hverju fólk getur tekið upp á, en þessi
þjófnaður er með þeim bíræfnari.
KFÍ vann Hamar í Lengjubikarnum
KFÍ mætti Hamar í Lengjubikar karla í körfubolta í Hveragerði sl. sunnudag en liðin voru jöfn fyrir
leikinn í 2-3. sæti í B-riðli keppninnar.
Staðan í hálfleik var 46-40 Hamar í vil.
Í leikslok var staðan 80:80 og því fram-
lengt. Aftur var jafnt, 95:95 svo enn þurfti
að framlengja en þá náði KFÍ forystunni
og sigraði 109:106. Stigahæstir í liði Ís-
firðinga voru Momcilo Latinovic með
26 stig en næstir komu Kristján Pétur
með 22 stig, Mirko Stefán með 20 stig
og 10 fráköst.
Í efstu deild karla, Dominos-deildinni,
er KFÍ með 4 stig í 10. sæti en liðið lék
í gærkvöldi á Ísafirði gegn Þór Þorláks-
höfn. Næsti leikur KFÍ í deildinni er gegn
Njarðvík 15. nóvember og er um að gera
fyrir brottflutta Ísfirðinga að fjölmenna
þangað og hvetja liðið, en svo leikur KFÍ
á Ísafirði gegn ÍR 29. nóvember nk.
Lið KFÍ fyrir leik gegn Kr í Lengjubikarnum sem tapaðist 91:76. KFÍ snéri
dæminu við gegn Hamri í Hveragerði og vann 109:106 eftir framlengdan leik.