Alþýðublaðið - 25.11.1919, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.11.1919, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBL AÐIÐ ynþingiskosningarnar. í Snðnr-Múlasýsln eru kosnir þeir Sveinn i FirOi með 615 atkv. og Sig. H. Koaran með 457 atkv. Magnús Gíslason fékk 253 og Björn R. Stefánsson 200 atkv. í Eyjafjarðarsýslu eru báðir gömlu þingmennirnir endurkosnir, þeir Stefán Stefáns- son frá Fagraskógi með 638 atkv. og Einar Árnason á Eyrarlandi með 585 atkv. Björn Líndal íékk 519 atkv., Páll Bergsson 345 atkv. og Jón Stefánsson 135 atkv. Raðek í varðhalði. Símskeyti frá Berlín hermir það, að fyrverandi sendiherra rússnesku bolsivíkanna, Radek, sé fangi í Moabitfangelsinu í Berlín. Eins og þeir muna sem fylgdust með spartakistauppþotunum í Þýzka- landi um jólaleytið í fyrra, var Radek talsvert við þau riðinn og mælt var, að hann hafl léð for- ingjunum fé fyrir hönd rússnesku bolsivikanna. Radek mun vera Austurrískur borgari, og því hætt staddur, er hann er kominn í hendur Þjóðverja. + Poríinnur. Eysteinn konungur góði, sagði við ívar Ingimundarson: „Ertú ok svá vitr maðr, at eigi muntú grun draga af því, er eigi er — Því er ver, að Þorfinni Krist- jánssyni verður ekki borin jafnvel sagan, því að hann dregur grun af því, sem eigi er, og telur mig höfund greinar eða greina, sem eg hefl eigi samið. Bið eg Alþýðu- blaðið að skila þessu til hans. Baldnr Sveinsson. Pilitiskar „jígúrur". I. Jakob Möller og Sveinn Björns- son, sem unnu saman við þessar kosningar og báru íyrir sig stefnu sina í fossamálinu, hafa nú illu heilli verið kosnir á þing. Jakob fyrir persónulegar skammir sínar og sífelt gjamm í Visi, og Sveinn fyrir það, hve vel honum tókst að bregðast hinum fyrverandi opinbera bandamanni sínum. Sá, sem skrif- ar þelta, átti ekkert atkvæði að greiða við þessar kosningar, en vel mætti svo fára, að einhverir þeir, sem þau hafa greitt nú með þessum tveim herrum, muni ófúsir að greiða þau eins, er næst verður kosið. Að minsta kosti þeir, sem ekki eru andstæðingar fossafélag- anna erlendu nema í nefinu og skósólunum. Eg veit, að sá tími mun koma, er svift verður ofan af klíku þeirri, sem hér í bæ heflr æst hugi manna og vilt þeim sjónir með gífuryrð- um sínum, svift svo ofan af henni svikin og undirferlin, að jafnvel prófessor Einar Arnórsson lögfræð isráðunautur auðvaldsins, fyrirvara- ráðherrann etc., muni ekki megn- ugur að hylma þar yflr þó ekki verði samvizkan alla jafna hon- um til ama er hann vill hafa ham- skifti, ef glóir á málminn rauða. Vel mætti svo fara, að þá gæti Bjarni Jónsson frá Vogi aftur mint fyrirvarasvikarana á landsdóm eins og hann róttilega gerði í húsi K. F. U. M. vorið 1915. Sveinn Björnsson fylgir þeirri stefnu, sem nefnd hefir verið „hálfa gáttin". Þetta vissi Jakob Möller, sem þóttist fgrir kosningar setja hæzt innilokunarstefnuna, hann vissi líka að Ólafur Friðriksson og Þorvarður Þorvarðsson vildu að- eins ríkisvirkjun, en samt mat Jakob Möller sjálfstæðishetjan frá 1915 svo lítils þetta höfuðmál sitt, að hann fylgdi fram til kosn- inga Sveini Björnssyni. Hver vill segja, að hann hafi þá verið ein- lægur í fossamálinu? Nei, Jakob Möller vildi verða þingmaður, ekki fyrir þjóðina, langt frá því, aðeins fyrir sjálfan sig. Látum svo vera, þó manninn hafi langað svo á þing, en hvað hefir hann til þess unnið? Hefir framkoma hans verið slík, að íslenzku þjóðinni hafi bor- ið nokkur skylda til þess, að veita honum slíkan veg? Hvað hefir hann gagn gert? Ekkert, alls ekkert. Eg skal reyna að sýna kjósendum þessa bæjar, sem létu fagurgala hans slá slíku ryki í augu sín, að þeir köstuðu á hann atkvæði, hvert afrek hann heflr unnið. Á þeim voðatímum, sem ríkt hafa nú síðustu árin, hafa stjórn- ir ríkjanna reynt að komast sem bezt út úr vandræðunum. Allír hafa reynt að styðja þær, nema hér á íslandi hefir einn maður tætt svo niður stjórn landsins, þegar verst gegndi, að furðu sæt- ir. Þessi maður er Jakob Möller 2. þm. Reykjavíkur, ef hann kemst nokkurntíma á þing. Sem ritstjóra víðlesins blaðs bar honum á slík- um vandræðatímum að reyna að hjálpa stjórn landsins og efla virð- ingu hennar, svo hún fengi borg- ið heill þjóðarinnar. Hann gat að vísu bent henni á það sem aflaga fór með skynsemd og rökum. En hvað gerir hann? Hann situr um hvert tækifæri sem honum þykir gefast til að níða hana niður á rótarlegasta hátt. Hann þeytir púðurkerlingum sínum út um alt land einungis í þeim tilgangi að veikja stjórn landsins og íormann bennar, Jón Magnússon, og var jafnvel svo óvandur að meðulum sínum, að blað hans varð oft að bera til baka óhróðurinn. Jakob Möller veit það fullvel sjálfur, að minsta kosti álít eg hann svo skyni gæddan að sjá að dýrtíðar- ráðstafanir þings og stjórnar hafa borgið hinum efnaminni lands- mönnum, en samt vítir hann þetta. Eg hirði ekki í þetta sinn að telja meira af því, sem hann hefir unn- ið til að afla sér frægðar, en víst þgkir mér þeirri frœgð svipa nokkuð til frœgðar mannsins, sem egðilagði musterið forðum til að verða frœgur. H. NeðanmálssagA mjög spenn- andi og skemtileg, eins og gefur að skilja, þar sem hún er sönn, hefir verið í tveim síðustu blöð- um „Tímans". Sagan heitir „Einar Arnórsson*. Lesið hana, og þið munuð sannfærast um ágæti 1 söguhetjunnar. f.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.