Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.12.2002, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 05.12.2002, Blaðsíða 6
6 Frcttir Fimmtudagur 5. desember 2002 Kynörvunarlyfið Vigel virkar -segir Ragnheiður Eiríksdóttir sem heldur úti kyn.is Kynörvunarlyfið Vigel er auglýst í blaðinu í dag og af því tilefni var rætt við Ragnheiði Eiríksdóttur hjúkrunarfræðing en hún á og rekur veiinn kyn.is. Vigel er selt á vefnum en það er einnig til sölu í Lylju, Plús apótckum og Apó- tekinu. „Þetta hefur farið ótrúlega vel á stað, salan gengur vel og konur fíla þetla greinilega vel. Við vissum að þetta hefði mikla möguleika en staðfest- inguna fengum við þegar reynslu- sögur íslenskra kvenna fóm að berast inn á vefinn,“ segir Ragnheiður. A kyn.is er hægt að leita sér ráð- gjafar hjá fagaðilum en þar starfa auk Ragnheiðar, Jóna Ingibjörg Jónsdótt- ir, kynfræðingur, Reynir Harðarson, sálfræðingur, Helga Harðardóttir, ljós- móðir og Guðrún Jónasdóttir, brjósta- gjafaráðgjafi. „Tilgangur vefsins er að uppfræða fólk um kynlíf, aðdraganda og afleið- ingar. Þar er Ijallað um daður, kossa , stellingar og leikföng, sjálfsfróun, blæðingar, fæðingar og frjósemi svo lítið eitt sé nefnt. Það er hægt að leggja fram spumingar nafnlaust á vefnum og ráðgjöfm er ókeypis. Spumingum reynum við að svara innan fárra daga.“ Þegar Ragnheiður er spurð um hvers vegna hún haldi úti vef sem þessum stendur ekki á svari. „Ég hef verið að fjalla um kynlíf lengi í fjölmiðlum og átti mikið af efni. Mér finnst það vera skylda mín að koma þessu á framfæri. RAGNHEIÐUR Vefurinn er rekinn með sölu auglýs- inga og svo emm við nýbúin að opna vefverslun. í versluninni er hægt að kaupa ýmsar vömr sem tengjast kyn- heilbrigði á einhvem hátt til að mynda sleipiefni, smokka, frjósemismæla, vörur við sveppasýkingum og svo auðvitað Vigelið. Svo vomni við að fá nýja línu af titrurum frá Natural contours. Þessir titrarar eru hannaðir af konum fyrir konur - þeir eru frábmgðnir öllu öðm sem sést hel'ur á leikfangamarkaðnum hingað til. Það skiptir miklu máli að þeir em hannaðir með kvenlíkamann í huga. Svo er útlitið líka sérstaklega smekklegt og sömuleiðis umbúðimar. Þær sem vilja kynna sér þessa nýju vöm geta séð hana á vefnum en titraramir fást aðeins í vefverslun kyn.is." Ragnheiður segir Vigel vinsælt krydd í kynlífið og jafnvel geta hjálp- að konum í fullnægingarvanda. „Vigel inniheldur amínósýmna L- arginine sem hefur hvetjandi áhrif á blóðflæði og piprmyntuolíu sem veld- ur þægilegri og ferskri tilfinningu strax eftir að gelið er borið á. Einn til þrír dropar eru bornir á sníp fyrir kynlíf og áhrifin ættu að koma í Ijós innan fárra sekúnda og lýsa sér með mildri, kældri tilfinningu. Blóðörv- unaráhrif finnast innan hálfrar klukkustundar. Það er allt í lagi að Vigel fari inn í leggöng við kynlíf og það er óhætt að nota það við munnmök, þó skal varast að það berist í augu,“ segir Ragn- heiður. Á vefnum má finna reynslusögur af notkun kremsins eins og fyrr segir. „Ég keypti túpuna um leið og ég sá hana í vinnunni hjá mér. Ég og kærastinn minn drifum okkur í að pmfa strax um kvöldið. Þetta var allt annað líf. Ég fann mikinn mun, sterkari tilfmning og fullnægingin var frááábær. Kærastanum mínum fannst meiriháttar að pmfa þetta því að ég virkilega naut þess. Ein vel fullnægð," segir á vefnum kyn.is. Alþjóðleg handverkssýning Vestnorden: Skemmtilegt tækifeeri -segir Margo Renner glerlistakona sem sérstaklega var boðið að vera með MARGO var beðin um að sýna hvernig hún vinnur. Vestnorden stóð fyrir alþjóðlegri handverkssýningu og ráðstefnu í Laugardalshöll dagana 18. til 24. nóvember. Tólf þjóðir tóku þátt í sýningunni sem var sölusýning á gæðahandverki landanna. Margo Renner, starfsmanni Vinnu- miðlunar og handverkskonu, var boðið að vera með sýningarbás en ljöldi þátttakenda frá íslandi var takmarkaður. Margo segir sýninguna hafa verið stórkostlega og skipulag og kynningu í ljölmiðlun til fyrirmyndar. „Aðsókn var mjög góð og það er alltaf skemmtilegt að sjá hvað margir Vest- mannaeyingar mæta á handverks- sýningar hvort sem þeir búa uppi á landi eða em í helgarferð."1 Margo segir sérstaklega gaman að taka þátt í sýningu þar sem handverks- menn frá mörgum þjóðlöndum koma saman. „Ég var mjög hrifin af öllu frá Grænlandi hvort sem það vom skartgripir, föt eða aðrir hlutir sem þeir vinna. Ríkið styrkir handverksfólk á Grænlandi til þess að koma til móts við fólk sem hefur misst vinnu við hefðbundna atvinnuvegi. Veiði- mannasamfélagið á Grænlandi hefur breyst mikið á undanfömum ámm og það þarf að skapa ný tækifæri. Þetta er mikið til fólk sem vann hefðbundin störf á Grænlandi sem nú em á undanhaldi. Fötin frá Finnlandi vom glæsileg og öll þeirra hönnun til fyrirmyndar. Ég var meðal annarra beðin um að vinna handverk á staðnum og sýndi glerlist. Þarna mátti sjá fólk vinna muni úr tré og hægt að fylgjast með því hvernig Grænlendingar útbúa muni úr beini. Einnig vann fólk við kertagerð, leirlist og skartgripagerð svo eitthvað sé nefnt. Sýning sem þessi er góð kynning á okkar framleiðslu og samband kemst á milli fólks á Vestnorden-löndum. Það var líka mjög skemmtileg ráð- stefna fyrir handverksfólkið í tengsl- um við sýninguna. Þar var til dæmis íjallað um gamalt handverk, þróun handverks og þjóðlega hluti. Það er frábært að kynnast fólki frá öðmm löndum sem vinnur að handverki og auðvitað alltaf gaman að hitta íslendinga sem em í þessu en við þekkjumst orðið mjög vel,“ segir Margo sem sýnt hefur á fjölda hand- verkssýninga í gegnum tíðina. GUÐNÝ og Halla á nýju Ijósmyndastofunni. Halla og Guðný opna Ljósmyndastúdíó Halla Einarsdóttir Ijósmyndari og Guðný systir hennar hafa opnað ljósmyndastofu á efri hæð Vöru- hússins, Skólavegi 1. Þar er einnig Auglýsingastofan De-Vídó sem Sæ- þór Þorbjarnarson á og rekur. Halla er enginn nýgræðingur í greininni, útskrifaðist sem ljósmynd- ari frá Háskólanum í Alabama árið 1994. „Við bjóðum upp á alls konar Ijósmyndun, bama- og fjölskyldu- myndir, skímar- og fermingarmyndir, stúdenta- og brúðkaupsmyndir og svo hvað eina sem fólk óskar. Ekki má heldur gleyma passamyndunum," sagði Halla. Þær hafa komið sér upp góðri aðstöðu og Halla segir að viðtökumar hafi verið frábærar. „Það hefur komið okkur á óvart hvað fólk er jákvætt vegna þessa framtaks og hefur ótrú- legasta fólk verið að senda okkur blóm og gjafir. Þetta hefur komið okkur á óvart en er okkur hvatning til að standa okkur. Við bjóðum alla velkomna og bendum á að nú er byrjað að panta myndatökur fyrir jólin,“ sagði Halla að lokum. Árni í fyrsta sæti á D-lista: Ánægður og sáttur með niðurstöðuna Árni R. Árnason, alþingismaður, skipar fyrsta sæti framboðslista Sjálfstæðisfiokksins í Suðurkjör- dæmi og leiðir því listann í næstu alþingiskosningum. „Ég er mjög ánægður og sáttur við niðurstöðuna,"" sagði Ámi. „Listinn er skipaður þróttmiklu og hæfu fólki sem hefur mikla þekkingu og góða reynslu úr hlutum kjördæmisins. Ég nefni ekki síst Guðjón Hjörleifsson sem kemur nýr inn í ömggt sæti og Böðvar Jónsson, sem skipar fimmta sæti listans, hefur staðið sig afar vel í bæjarstjórn Reykjamessbæjar. Hann er vaxandi stjómmálamaður. Mér finnst hins vegar miður að félagi minn Kristján Pálsson hlaut ekki sæti á listanum. Við störfum í Qölmennum stjómmálaflokki sem alltaf þarf að velja milli þeirra sem til álita koma, og verðum að vera við því búin að væntingar okkar gangi ekki alltaf eftir og það átti einnig við um fleiri að þessu sinni. Ég óska honum velfam- aðar í öðmm störfum."" I Vestmannaeyjum hefur orðið fólks- fækkun undanfarin ár og atvinnuleysi er viðvarandi. Hverju mun Sjálfstæð- isflokkurinn helst beita sér fyrir í málefnum Vestmannaeyja á næsta kjörtímabili? „Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki boðið upp á auknar fiskveiðiheimildir til Vestmannaeyja frekar en annarra sjávarplássa sem standa frammi fyrir svipuðum eða sama vanda. Honum valda nokkrar ástæður sem við öll þekkjum. Eins er mikill samdráttur í afla vegna ástands fiskistofna við landið. Onnur er mikil tækniþróun og vélvæðing í sjávarútvegi og fiskiðnaði rétt eins og í öðmm atvinnugreinum. Hina þriðju má nefna, sem hefur þó ávallt verið breytileg og ræðst af markaðsaðstæðum og stefnu einstakra fyrirtækja, það er útflutningur afia án vinnslu hér heima. Þessar ástæður geta stjómmálamenn eða stjómvöld ekki gripið inn í. Auðvitað má líka nefna umtalsverðan fjölda erlendra verkamanna sem starfa hérlendis við fiskvinnslu þar sem Islendingar fást ekki til þeirra starfa. Við styðjum eftir megni viðleitni bæjaryfirvalda og annarra aðila í Vestmannaeyjum til að byggja upp nýja starfsemi, þar á meðal undirbún- ing að stofnun þorskseiðaeldisstöðvar sem verður algjör nýjung í atvinnulífi landsmanna og við beitum okkur til þess að verði staðsett í Vestmanna- eyjum. Það er ljóst að seiðaeldis- stöðin er stærsta málið en við höfum líka stutt við aðra atvinnuþróun. Islensk matvæli hafa með stuðningi útflutningsráðs kynnt sínar vörur og afurðir í Bandaríkjunum. Ég vænti þess að sú kynning hafi tekist vel og eigi eftir að skila auknum verkefnum og viðskiptum. Staða Guðjóns á okkar framboðslista verður til að auka og styrkja tengsl milli þingmanna fiokksins og ríkisstjómar við atvinnu- þróun í Vestmannaeyjum." Ámi sagði að á lista Sjálfstæð- isflokksins væri samtaka fólk og að það rnyndi standa fyrir öfiugri kosn- ingabaráttu. „Ég þykist þess fullviss að þeir sem ekki fengu sínar væntingar uppfylltar við ákvörðun um framboðslistann muni styðja flokkinn jafn vel og alltaf áður . Eg er bjartsýnn á framhaldið,“ sagði Ámi að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.