Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.12.2002, Page 13

Fréttir - Eyjafréttir - 05.12.2002, Page 13
Fimmtudagur 5. desember 2002 préttir 13 GUÐJÓN tók við umboði Sjóvár-Almennra fyrr á árinu en hvort hann verður þar áfram ræðst af úrslitum kosninganna í vor. Tveir Eyjamenn á D-lisfa í Suðurkjördæmi: Guðjón náði þriðja sæti -Ingibjörg Jónsdóttir verður í Verkefnið, rafrænt samfélag: Sveitar- felögin eiga að keppa um hver hlýtur hnossið Samþykkt var á Alþingi sl. vor að hrinda af stað verkefni sem nefnt var rafrænt samfélag og var Byggðastofnun falin fram- kvæmd verkefnisins. Stofnunin hefur nú sent bæjarfélögum á landsbyggðinni bréf þar sem þeim er boðið að taka þátt í sam- kcppni sem á að ákveða hvaða tvö sveitafélög verða fyrir valinu og fá til þess styrk frá ríkinu. Markmið verkefnisins er að skapa aðstæður á landsbyggðinni þar sem íbúar geti nýtt sér þann á- vinning sem upplýsinga- og fjar- skiptatæknin býður upp á. I hugmyndinni feíst að byggðarlag marki sér framúðarsýn um notkun á upplýsinga- og fjarskiptatækni á nýjan og frumlegan hátt. íbúum og iyrirtækjum til hagsældar. Framkvæmd verkefnisins er með þeim hætti að efnt verður til sam- keppni milli sveitarfélaga. „Sam- keppnin mun fara þannig fram að fyrst verður óskað eftir umsókn frá þeim byggðarlögum sem hafa áhuga á að taka þátt í samkeppninni um rafrænt samfélag. Með umsókn skulu fylgja drög að verkefnaskrá ásamt markmiðunt og leiðum." Valnefnd mun svo velja sex byggðarlög úr hópi umsækjenda og býðst þeim að taka þátt í forvali. Við mat á umsóknum verður lögð áhersla á almenna þáttöku íbúa, raf- ræna þjónustu og rafræna grunn- gerð. I forvalinu fá viðkomandi byggðarlög styrk að Ijárhæð 2,5 milljón króna hvert til að ganga frá viðskiptaáætlunum og nánari út- færslu á þeim hugmyndum sem umsókn byggist á. A grundvelli þessara gagna mun valnefnd svo velja tvö verkefrti. Byggðarlögin sem verða valin hafa síðan þrjú ár til framkvæmda og fá til þess samtals allt að sextíu milljónir hvort frá nkissjóði á móti a.m.k. jafn háu eigin framlagi. Skilafrestur er til 7. febrúar nk. og mun verkefnisstjómin tilkynna val á sex byggðarlögum til frekari þáttöku þann 17. febrúar. Bæjarráð fól Rannsóknasetrinu og Þróunarfélaginu að útbúa um- sókn fýrir Vestmannaeyjar. Leiðrétting I síðasta tölublaði Frétta sögðum við frá erindi Sjómannadagsráðs til bæjarráðs um tjárstyrk vegna efnistöku Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja frá upphati til ársins 2000. Þar var sagt að það vantaði 130 þúsund krónur til að klára málið en hið rétta er að það vantar 1300 þúsund krónur. Biðjumst við velvirðingar á þessum mistökum. Enn er verið að leita eftir ljár- stuðningi einstaklinga í þetta rrúkla verkefni. Er þeim sem áhuga hafa á að styrkja verkefnið bent á að hafa samband við skrifstofu Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda. Það var mikið átakaþing Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi um síðustu helgi þegar gengið var frá framboðslista fyrir komandi alþingiskosningar. Uppstillingar- nefnd hafði gert tillögu um tímm efstu sætin og var Kristján Pálsson alþingismaður ekki í neinu þeirra. Mikil óánægja var meðal stuðnings- manna hans og var því búist við miklum átökum á þingi kjördæmis- ráðs. Sú varð og raunin en þegar upp var staðið voru það tillögur uppstillingarnefndar sem voru samþykktar. Tillagan gerði ráð fyrir að Ámi R. Amason leiddi listann, Drífa Hjartar- dóttir yrði í öðm sæti, Guðjón Hjör- leifsson í því þriðja, Kjartan Olafsson í fjórða og Böðvar Jónsson í því fimmta. Fram kom breytingartillaga sem gerði ráð fýrir því að Kjartan Olafsson yrði í þriðja sæti, Kristján Pálsson í því fjórða og Guðjón Hjörleifsson í fimmta. Þegar kosið var á milli manna hafði Guðjón sigur í baráttunni um þriðja sætið og munaði tíu atkvæðum á honum og Kjartani. Kjartan sigraði svo örugglega í baráttunni við Kristján Nú þegar lokið er uppstillingu á lista Sjálfstæðis- flokksins í Suð- urkjördæmi fyrir alþingiskosning- amar á komandi vori langar mig að koma á fram- færi þakklæti til þeirra íjölmörgu Eyjamanna sem hvöttu mig til framboðs og lýstu yfir stuðningi við mig á einn eða annan hátt. Eg fann fyrir miklum og eindregn- um stuðningi meðal hundruða kjós- enda í Eyjum til að sækjast eftir einu af efstu sætum framboðslistans og með það að veganesti sóttist ég eftir áhrifasæti á listanum. Því miður hafði ég ekki erindi sem erfiði en ég er afar þakklátur fyrir um íjórða sætið og varð það ljóst á þeirri útkomu að stuðningurinn við Kristján var lítill meðal fulltrúa kjör- dæmisráðsins. Guðjón Hjörleifsson verður því í þriðja sæti á lista flokksins í vor. Þakklátur fyrir stuðninginn Guðjón segist afar þakklátur fyrir þann stuðning sem hann fékk í þessari baráttu. „Það var ljóst að það voru tveir valkostir í stöðunni og breyting- artillagan var þannig að menn vildu hreyfa við sæti Eyjamanna. T.d. var ég settur í fimmta sætið samkvæmt breytingartillögunni og það án þess að rætt væri við mig. Eg hafði gefið það út að ég gaf kost á mér í þriðja sætið, ekki það fimmta og voru þetta því afar óeðlileg vinnubrögð," sagði Guðjón og bætti við að hefði Kjartan unnið baráttuna um þriðja sætið hefði Kristján verið sjálfkjörinn í það ljórða. „Nema Eyjamenn hefðu komið með mótframboð á þeim tímapunkti.“ Guðjón sagði ennfremur að hann ætti ekki von á því að Kristján færi í sérframboð. „Það er ljóst þegar upp er staðið að uppstillingamefnd fékk þann mikla stuðning og hvatningu sem ég hef fengið frá Eyjamönnum. Það er mér mikils virði að hafa fundið fyrir eindregnum vilja kjósenda sem því miður náði ekki til eyma þeirra sem með ferðina fóra varðandi upp- stillinguna. En lífið heldur áfram og baráttunni er ekki lokið. Baráttan fyrir hags- munamálum Vestmannaeyja mun halda áfram og ég mun hér eftir sem hingað til beita mér í öllum þeim því ellefta traust og hennar tillaga var sam- þykkt.“ Mikið hefur verið deilt á Guðjón vegna þess að hann tók sæti í uppstill- ingarnefndinni og að því látið liggja að hann hafi alla tíð ætlað sér sæti á listanum. „Það var reynt að gera það tortryggilegt en þegar ég settist í nefndina hafði ég engan hug á að fara fram, ef svo væri hefði ég ekki byrjað í nýrri vinnu hjá Sjóvá Almennum. Það var eingöngu vegna mikils þrýst- ings, bæði héðan og ofan af landi, sem ég ákvað að gefa kost á mér. Síðasti fundur sem ég sat í uppstillingamefnd var tólfta nóvember, kvöldið eftir bað ég Ellert Eiríksson að kalla inn varamann þar sem ég ætlaði að gefa kost á mér í þriðja sætið á listanum. Eg sendi honum svo tölvupóst að morgni þess fjórtánda til að staðfesta þessa ákvörðun mína. Þetta rakti Ellert í framsögu sinni á þinginu um helgina og verð ég að segja að þessi aðför að mér var komin langt út fyrir það sem getur talist eðlilegt.“ Tveir Eyjamenn em á lista Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi, auk Guðjóns er Ingibjörg Jónsdóttir, hand- boltakona í 11. sæti. málum sem til hagsbóta geta orðið fyrir Eyjamar á hverjum þeim vett- vangi sem býðst. Sá tími kemur að hlýða verður á raddir meirihluta kjósenda og fara að vilja þeirra í stað þess að láta önnur sjónarmið ráða ferð. Þá munum við vonandi eiga samleið á ný til sóknar og baráttu fýrir Vestmannaeyjar. Kveðja Grímur Gíslason Arnar Hjaltalín, formaður Verðanda skrifar: Saman í kór fyrir hags- muni Eyjanna Kæri Magnús Nú er komin af stað lifandi umræða um atvinnu- og byggðamál í Vestmanna- eyjum. Sitt sýnist hverj- um eins og vera ber og er það af hinu góða. Við skulum horfast í augu við ástandið eins og það er, en ekki stinga höfðinu í sandinn eins og við höfum gert of lengi. Eftir bruna ísfélagsins tókum við höndum saman öll sem eitt í Eyjum og reyndum að vinna okkur út úr vandanum. En því meira sem við reynum að vinna okkur út úr vandanum, þá kemur betur í Ijós hver örsök vandans er. Vandinn liggur ekki hér innanbæjar, erekki „heimatilbúinn áróður“. Heldur liggur vandinn í því starfsumhverfi sem okkur er gert að vinna eftir. Það vantar að skerpa á í umhverfi okkar þann drifkraft sem er í hagnaðinum af vinnslu á fiski hér innanbæjar, í stað þess að vinna hann erlendis. En það þýðir ekki að tala rósa- mál eða þegja yfir vandanum, við emm búin að gera það undanfarin misseri og vandinn er bara að aukast. Svo ég noti þín orð þá hef ég í „þröngsýni" minni áhyggjur af framtíðinni. í „fáfræði" ntinni tala ég um vandann en held honum ekki í ystu skotum myrkurs og þagnar. Og í „fáfræði og þröngsýni" minni tel ég að við þurfum að byrja á að tala um og skilgreina vandann til að geta tekið á honum. Ég ætla ekki frekar að elta ólar við fullyrðingar þínar um mig sem formann stéttarfélagsins Drífanda. Ég hef aldrei, hvorki í ræðu né riti gagnrýnt þig eða þitt fyrirtæki. En þeir taka sjálfir og án minnar hjálp- ar til sín gagnrýnina sem eiga hana. Stéttarfélagið hefur átt góð sam- skipti við atvinnurekendur í baráttu fyrir sameiginlegum hagsmuna- málum. Stéttarfélagið er einnig meira en tilbúið til samvinnu við þitt fyrirtæki í sameiginlegu hags- munamáli okkar. Öflugu og fjöl- breyttu atvinnulífi í Vestmanna- eyjum til lands og sjávar. Þú ættir að þekkja úr þínum samtökum, samtökum útgerðarmanna, að sameiginlegur grátkór ykkar skilar oft miklum árangri, og ótrúlegum niðurstöðum ykkur til handa. Með bestu lcveðju Arnar G. Hjaltalín Drífanda stéttarfélagi Grímur Gíslason skrifar: Takk fyrir fróbæran stuðning En lífíð heldur áfram og baráttunni er ekki lokið. Baráttan fyrir hagsmunamálum Vestmannaeyja mun halda áfram og ég mun hér eftir sem hingað til beita mér í öllum þeim málum sem til hagsbóta geta orðið fyrir Eyjamar á hverjum þeim vettvangi sem býðst.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.