Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.12.2002, Síða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 05.12.2002, Síða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 5. desember 2002 - Sparisjóður Vestmannaeyja 60 ára: Áhersla á persónulega þjónustu -segir Ólafur Elísson, sparisjóðsstjóri á þessum tímamótum Á þriðjudaginn, 3. desember voru 60 ár liðin frá því Stjórnarráð lslands staðfesti samþykktir fyrir Sparisjóð Vestmannaeyja. Hefur skapast sú venja að halda afmæli Sparisjóðsins þann dag og sam- kvæmt því varð hann 60 ára á þriðjudaginn. Afmælisins var minnst með ýmsum hætti en það er bara upphafið því á næstu mán- uðum verður tímamótanna minnst með ýmsum hætti. Nær það há- marki á útivistardegi Sparisjóðsins sem orðinn er fastur liður í bæjar- lílinu á hverju sumri. I grein í 50 ára afmælisriti Spari- sjóðsins segir að samþykktir Spari- sjóðs Vestmannaeyja hafi verið dag- settar þann 31. október 1942 og eru þær undirritaðar af 30 fyrstu ábyrgð- armönnum sjóðsins. „Þeir sem sömdu samþykktirnar voru þeir Helgi Bene- diktsson kaupmaður, Jóhann Sigfús- son útgerðarmaður, Hermann Guð- jónsson tollgæslumaður, Sigurjón Sigurbjörnsson forstjóri og Þorsteinn Víglundsson skólastjóri," segir í grein- inni. Áður hafði starl'að hér sparisjóður á árunum 1893 til 1920 sem hefur verið einskonar forveri Sparisjóðs Vest- mannaeyja þótt engin bein tengsl væru á milli. í greininni segir að tilefni til stofnunar sparisjóðs hafi verið tjöl- mörg og ærin. „Þorsteini Þ. Víglunds- syni, fyrrverandi sparisjóðsstjóra, sem tvímælalaust var helsti frumkvöðull að stofnuninni, fórust svo orð fyrir fjöl- mörgum árum þegar hann riijaði upp fyrir sér fyrstu starfsár Sparisjóðs Vestmanneyja: -Elling Sparisjóðsins er eíling ein- staklings í Vestmanneyjum til mann- sæmandi lífs. Barátta Sparisjóðsins fyrir bættum kjörum Eyjabúa er um leið eins konar sjálfstæðisbarátta þeirra, losar þá undan fjárhagslegu áhrifavaldi annars staðar frá. Þar er þeirra eigið fé, þeirra eigið aíl, til þeirra hluta sem gera skal og nauðsyn krefst, að framkvæmdir verði, ef Eyjabúum skal famast vel. Þessi orð Þorsteins eru enn í fullu gildi og lýsa þeirri hugsjón sem lá að baki Sparisjóðs Vestmannaeyja,11 segir í afmælisritinu. Sparisjóðurinn hóf svo starfsemi sína í apríl 1943 í litlu herbergi í hús- inu Reyni við Bárustíg. Haustið 1945 flutti Sparisjóðurinn í tvo herbergi að Skólavegi 4. Næst lá leiðin að Strandvegi 42, í húsið Gefjun. Árið 1956 fluttist sjóðurinn í eigið húsnæði að Vestmannabraut 38 þar sem hann var þangað til 1962 að hann llutti á núverandi stað að Bárustíg 15 sem hefur stækkað mikið síðan og er nú myndarleg þriggja hæða bygging. Stöðugur vöxtur Sparisjóður Vestmannaeyja hefur vaxið jafnt og þétt með árunum og sem dæmi um það má nefna að árið •1982 voru heildarinnlán rétt innan við 300 milljónir og heildarútlán um 200 milljónir. Tíu árum síðar, 1992, voru heildarinnlánin komin yfir milljarð og útlán voru um 800 milljónir. Á síðasta ári voru innlánin komin yftr 2 milljarða og útlán voru 2 milljarðar og 825 milljónir. Ólafur Elísson, endurskoðandi, tók við stöðu sparisjóðsstjóra 1. október 1999 en hann var ráðinn í júlí um sumarið. Tók hann við af Benedikt Ragnarssyni sem lést í júní sama ár. Fyrsti sparisjóðsstjórinn var Þorsteinn Þ. Víglundsson og gegndi hann því starfi þar til Benedikt tók við og er ÓLAFUR Elísson, sparisjóðsstjóri er sá þriðji sem gegnt hefur því starfi á þeim 60 árum sem Sparisjóðurinn hefur starfað. Ólafur því þriðji sparisjóðsstjórinn í 60 ára sögu Sparisjóðs Vestmanna- eyja. Þegar Ólafur er beðinn um að lýsa starfseminni segir hann Sparisjóðinn alhliða fjármálastofnun í bankavið- skiptum. „Þetta byggist á innlánum og útlánum, fjármálaráðgjöf, við önnumst greiðslumat einstaklinga fyrir Ibúða- lánasjóð og svo erum við með greiðsluþjónustu fyrir fólk,“ segir Ólafur. Hann segir að bæði einstaklingar og fyrirtæki leiti eltir Ijármálaráðgjöf. „Okkar þjónusta er í eðli sínu per- sónuleg og á það bæði við ein- staklinga og fyrirtæki. Eftir því sem fyrirtækin eru stærri er þörfin minni fyrir ráðgjöf en þau sem eru í við- skiptum við okkur eru flest af þeirra stærð að þau telja sig hafa þörf á að leita til okkar um ráðleggingar í Ijánnálum sínum. Þessi þjónusta gefur okkur tækifæri á að fylgjast betur með því sem er að gerast í samfélaginu hverju sinni þannig að það má kannski segja að þetta sé beggja hagur.“ Fyllilega haldið okkar hlut Ertu ánægður með hlutdeild ykkar í Vestmannaeyjum? ,Já, ég held það. Hér eru tvær bankastofnanir, Spari- sjóðurinn og íslandsbanki. Eg heíd að við séum frekar að sækja á, allavega höldum við fyllilega okkar hlut. Eg held líka að á síðustu árum hafi Spari- sjóðurinn komið að flestum ný- sköpunarverkefnum í Eyjum á ein- hvern handar máta.“ Hamlar stærðin ykkur að einhverju leyti? „Nei, alls ekki. Það gerir aðild okkar að Sparisjóðabankanum þar sem sparisjóðimir samþætta sína starf- semi í einum öflugum banka. Þar náum við stærðinni þó við séum ekki stórir einir og sér. Þetta þýðir samt ekki að við getum verið með stærstu fyrirtæki landsins í viðskiptum.“ Hvernig sérð þú framtíð spari- sjóðanna? „Á þessu ári hefur verið tekist á um eignarform sparisjóðanna sem eru sjálfseignarstofnanir. Þetta rekstrarform hefur ekki hamlað okkur á nokkum hátt þó aðrir telji það ekki henta við sínar aðstæður. Þetta kom fram þegar tekist var á um Sparisjóð Reykjavíkur síðasta sumar. Þar kom fram vilji til að breyta sparisjóði í hlutafélag en það hefurekki enn orðið að veruleika. Eins og ég sé framtíðina þá er það meira samstarf sparisjóð- anna í harðnandi samkeppni á banka- markaði." Verða ekki örlög sparisjóðanna að sameinast stærri bönkunum? „Það er ómögulegt að svara því en ef við fömm úr sjálfseignarforminu yfir í hlutafélög gæti það frekar gerst.“ Þegar Ólafur er beðinn um að lýsa hinu dæmigerða fyrirtæki sem er í við- skiptum við Sparisjóðinn segir hann að það geti verið erfitt og bcndir á að fyrirtæki í sjávarútvegi, verslun, iðnaði og byggingastarfsemi, þjónustu- starfsemi og m.a.s. landbúnaði séu í viðskiptum við Sparisjóðinn. „Það gildir um mörg fyrirtæki og reyndar einstaklinga líka að að þau róa á bæði borð, em í viðskiptum bæði við okkur og íslandsbanka þó þunginn sé meiri öðm megin. Það er því erfitt að tala um dæmigert fyrirtæki sem er í við- skiptum við okkur." Sókn út á við Árið 2000 færði Sparisjóður Vest- mannaeyja út kvíamar með stofnun Sparisjóðsins á Suðurlandi sem stað- settur er á Selfossi. „Hann tók til starfa 23. júní árið 2000 og þar starfa í dag fjórir starfsmenn í fjómm stöðugild- um. Þar hafa viðskiptin farið vaxandi og staðið undir væntingum. Ástæðan fyrir þessari útrás okkar var að við töldum að þama væri tækifæri því engan sparisjóð var að flnna á svæðinu frá Reykjavík til Homa- ljarðar. Þetta var líka okkar mótleikur í vaxandi samkeppni og stífari kröfum hins opinbera um eigið fé og lána- hlutfall. Árborg og Suðurlandsundir- lendið er allt annað atvinnusvæði en Vestmannaeyjar og við töldum skyn- samlegt að dreifa bæði inn- og útlánum á stærra svæði. Að starfa á tveimur stöðum þýðir aukinn rekstrar- kostnað en allar áætlanir hafa staðist þannig að ég bjartsýnn á að þetta hafi verið gæfuspor," sagði Ólafur að lokum. Hjá Sparisjóði Vestmannaeyja starfa alls 18 manns í jafnmörgum stöðugildum, fjórtán í Vestmanna- eyjum og fjórir í Árborg þar sem Pétur Hjaltason fer með stjómina. omar@eyjafrettir.is <*• HLYNUR Sigmarsson er forstöðumaður verðbréfa.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.