Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2003, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2003, Blaðsíða 16
16 Fréttir / Fimmtudagur 31. júlf 2003 íslandsmótið í höggleik fór fram í fróbæru veðri: Glæsileg kynning fyrir Vestmannaeyjar Ragnhildur Sigurðardóttir, var að vonum ánægð með sigurinn og þar naut hún Eyjamannsins Óskars Jósúasonar sem var kylfusveinn hennar stóran hluta mótsins. "Ég hef aldrei spilað hann svona erfíðan eins og hann er núna. Brautirnar voru mjög þröngar og völlurinn krefjandi. Flatimar eru mjög hraðar og það var einstaklega gaman að slá inn á flöt því boltinn stoppaði mjög fljótt þannig að aðstæður geta ekki orðið betri en þetta. Veðrið var líka alveg einstakt, þetta leit nú ekkert sérlega vel út fyrir Islandsmótið en svo rættist svona rosalega vel úr veðrinu," sagði Ragnhildur eftir mótið. Upplifun að sjá samstöðuna hér í Eyjum segir Gunnlaugur Grettisson í stjórn GV HVAR iendir hún? Þorsteinn, Júlíus, Örlygur, Siggi Gúmm og Gulli Axels horfa eftir kúlu á 13. braut. Um helgina fórfram Islands- mótið í höggleik og var leikið við fróbærar aðstæður hér í Eyjum. Mótið stóð í fjóra daga, fró fimmtudegi fram ó sunnudag og var blíðuveður allan tímann. Það var sam- dóma ólit þeirra sem mótið sóttu að það hafi verið eitt glæsilegasta Islandsmót til þessa. Það var reyndar ekki mikil spenna í sjólfu mótinu en aðstæður gerðu mótið glæsilegra en óður. Birgir Leifur Hafþórsson sigraði nokkuð sannfærandi í karlaflokki en hann leiddi mótið fró fyrsta degi. Ragn- hildur Sigurðardóttir nóði hins vegar forystunni ó þriðja degi þegar hún lék ó nýju vallarmeti, 68 höggum, lét ekki af forystunni það sem eftir lifði móts og endaði með þrettón högga forystu ó næsta kylfing. Golfklúbbur Vestmanna- eyja só um framkvæmd mótsins í samvinnu við Golf- samband Islands en fyrir utan sjólfa mótsframkvæmd- ina þurfti að sinna sjón- varpsútsendingum ó Sýn og var mótið í raun unnið með beinar útsendingar í huga. En fyrir vikið fékk golfvöll- urinn í Eyjum og Vestmanna- eyjar í heild sinni eina bestu auglýsingu sem hugsast getur enda er vallarstæðið einstakt. Alls voru 110 þótttakendur í mótinu, 94 karlar og 16 konur en eftir fyrstu tvo dagana var skorið niður í 72 í karlaflokki. 14 tóku þótt fró GV, allt karlar og komust ótta þeirra í gegnum niðurskurð- inn. Bestum órangri nóðu þeir Júlíus Hallgrímsson og Orlygur Helgi Grímsson sem voru í 7. og 8. sæti ó 292 höggum sem er tólf yfir pari vallarins. Karl Haraldsson endaði í svo 22. sæti ó 297 höggum sem er ógætis órangur. Annars var mótið allt hið glæsilegasta í framkvæmd og það besta við það var að landsmenn voru vitni að mótinu enda var það í beinni útsendingu ó Sýn síðustu tvo dagana. Það var svo sam- dóma ólit þeirra sem bæði fylgdust með mótinu og tóku þótt í því að einmitt þessar aðstæður hafi sett Islands- mótið ó enn hærri stall en óður. Samantekt. julius@eyiafrettir. is Einn þeirra sem vann hvað mest að undirbúningi mótsins er Gunnlaugur Grettisson, í stjóm Golfklúbbs Vest- mannaeyja. Gunnlaugur segir að það haft fyrst og fremst verið mikil upplifun fyrir sig að taka þátt í mótsstarfinu hér í Eyjum. „Að verða vitni að þessari miklu samstöðu héma í Eyjum og fá að taka þátt í þessu var mikil upplifun fyrir mig. Það var sama til hvers var leitað, allir voru boðnir og búnir til þess að hjálpa okkur. Þetta virðist einfaldlega vera Eyjamönnum tamt þegar kemur að einhverju svona stóm að það leggjast allir á eitt og það er gríðarlega mikilvægt fyrir félag eins og GV að eiga svona bakhjarla.“ Hvað voru margir sem störfuðu við mótið? „Það er í raun ómögulegt að segja til um það því við leituðum einfaldlega til fólks þegar á þurfti halda og undantekningarlaust fengum við jákvæð svör. Reyndar vom aðrir píndir umfram hina en allir tóku þátt í þessu með okkur. Fyrir mótið vomm við að áætla að við þyrftum 40 til 50 manns á hverjum degi og ætli það sé ekki nærri lagi.“ Hvernig viðbrögð fenguð þið eftir mótiðfrá gestunum? „Allir em á einu máli um að mótið hafi ekki getað verið glæsilegra. Það var í raun allt sem lagðist á eitt, veðrið og völlurinn stórkostlegur. Aðalsteinn Ingvarsson á í raun heiður skilinn l'yrir sitt framlag því golfvöllurinn hefur líklega aldrei verið betri en nú og sú auglýsing sem við fengum í gegnum beinar útsend- ingar Sýnar-manna verður seint fullmetin. Það eitt að hafa svona beinar útsendingar frá mótinu setur það á hærra plan fyrir utan auglýs- inguna,“ sagði Gunnlaugur og vildi koma fram sérstöku þakklæti til allra þeirra sem unnu og tóku þátt í íslandsmótinu. „Fyrir mig var það mikil upplifun að taka þátt í þessu og ég vona að það gildi um Ileiri.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.