Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 18.11.2004, Qupperneq 2

Fréttir - Eyjafréttir - 18.11.2004, Qupperneq 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 18. nóvember 2004 Viska skrifar undir sam- starfssamning Þann 12. nóvember sl. var undir- ritaður samstarfssamningur milli Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og símenntunarmiðstöðva innan Kvasis, samtaka fræðslu- og símenntunarmið- stöðva á landsbyggðinni, en þær eru: Farskólinn - miðstöð símenntunar Norðurlandi Vestra, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Fræþing - Fræðslumiðstöð Þingeyinga, Fræðslunet Auslurlands, Fræðslunet Suðurlands, Miðstöð sí- menntunar á Suðumesjum, Símennt- unarmiðstöð Eyjafjarðar, Símennt- unarmiðstöðin á Vesturlandi, Viska - fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja. Meginmarkmiðið með samstafmu er að stuðla að því að fólk á vinnu- markaði með litla grunnmenntun, fólk sem horfið hefur frá námi án þess að ljúka prófí frá framhaldsskóla, innflytjendur og aðrir sambærilegir hópar fái betri tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína á vinnumarkaði. Þetta mikilvæga verk- efni verður unnið í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir með það að markmiði að styrkja samkeppnis- hæfni samstarfsaðilanna. Aðrir sam- starfsaðilar Fræðslumiðstöðvarinnar geta orðið þeir sem vinna að eða bjóða upp á ffæðslu íyrir markhópinn innan eða utan hefðbundinna menntastofnana. Til að árangur verði sem bestur munu aðilar samningsins byggja upp sameiginlegt gæðakerfi með það að markmiði að votta gæði. Mark Schulte lék allan leikinn með Crewe Mark Schulte lék allan leikinn með varaliði Crewe en Schulte hefur verið til reynslu hjá enska 1. deildarliðinu. Crewe og ÍBV eiga í góðu samstarfi en ÍBV hefur notið góðs af því undanfarin tvö ár þar sem þeir Ian Jeffs, Matt Gamer og Tom Betts hafa komið til Eyja frá Crewe. Upphaflega stóð til að Schulte yrði hjá Crewe í viku og myndi svo færa sig yfir til Belgíu til þarlendra liða en stjóri Crewe, Dario Gradi vildi halda Bandaríkjamanninum lengur hjá sér. Varaliðsleikurinn gegn Notts County endaði 2:0 fyrir Crewe. Schulte er samt sem áður samn- ingsbundinn ÍBV, skrifaði undir eins árs samning við IBV á dögunum. Bæjarstjórnarfundurinn á þriðjudaginn: Andrés segir að Lúðvík hafí slitið vinstra samstarfinu Guðrún og Stefán harma ósannar árásir HELGI Ólafsson er í liði Taflfélags Vestmannaeyja. ✓ Islandsmótið í skák um helgina: Taflfélag Vm stefnir á toppbaráttu í 1. deild Segja má að til uppgjörs hafi komið milli fyrrum samstarífsaðila í bæjar- stjóm, annars vegar Andrésar Sigmundssonar og fulltrúa Vest- mannaeyjalistans. Svohljóðandi bókun barst frá Andrési Sigmundssyni, bæjarfulltrúa: „Vestmannaeyjalistinn undir Lúðvíks Bergvinssonar hefur slitið vinstra samstarfinu við Framsóknarflokkinn í bæjarstjóm Vestmannaeyja með tilvísan til trúnaðarbrests við undir- ritaðan. I sjálfu sér er ekkert við það að athuga að stjómmálamaður á borð við Lúðvík Bergvinsson skipti um skoðun frá vinstri til hægri, en á hinn bóginn er ólíðandi að það sé gert með upplognum tilefnum og með því að vega að mannorði annarra manna. Staðreyndin er sú að Lúðvík hafði undirbúið vandlega aðförina að undir- rituðum enda var hann þegar eða 10 mínútum eftir að fundi bæjarráðs lauk þann 12. nóvember sl. búinn að mynda meirihluta með Sjálfstæðis- fiokknum, gefa því samstarfi nafn og skipa í nefndir. Það er ekki annað að sjá af þeim atburðum sem orðið hafa síðustu daga í Eyjum heldur en þeir kumpánar, Lúðvík og leiðtogi Sjálf- stæðisflokksins, hafi hannað atburða- rásina frá upphafi til enda. Þar með hefur Lúðvík stöðvað samvinnu félagshyggjuaflanna í Vestmanna- eyjum, rofið meirihlutasamstarf sem verið hefur „með miklum ágætum" eins og hann hefur orðað það sjálfur. Þegar meirihluti V-listans og Framsóknarflokks tók til starfa varð STEFÁN er ekki sáttur við fyrrum samherja. strax ljóst að nú skyldu verkin tala. Ráðist var beint að rótum stöðnunar og flokkræðis sem hafði haft lamandi áhrif á bæjarfélagið undangenginn áratug. Stjómkerfið var stokkað upp og í starf bæjarstjóra var ráðinn fagmaður með víðtæka reynslu af stjómun og rekstri. Reynslan hefur sýnt að nýjum bæjarstjóra varð treyst til að stýra bæjarfélaginu með hags- muni allra bæjarbúa að leiðarljósi en ekki aðeins þeirra sem bám réttu flokksskírteinin. Það er öllum ljóst að meirihluti Framsóknarflokksins og V-lista hefur hleypt nýju lífi í bæjarmálin, hvemig sem á það er litið. Opin stjómsýsla, vönduð og fagleg vinnubrögð og hagur bæjarbúa allra hafður að leiðarljósi. Meirihluti bæjarstjómar er nú fer ífá er vinnu- og kraftmesti meirihluti er verið hefur j Vestmannaeyjum í langan tíma. f tíð þessa meirihluta hefur tekist að lækka skuldir bæjarins. Skipulagsbreytingar á yfirstjóm bæjarins sem og í bæjarkerfinu sem skila sér með hagkvæmari rekstri. Félagsmálin og þjónusta við íbúa bæjarins hefur stöðugt batnað. Fyrirhuguð er nýbygging á sex deilda leikskóla og svona mætti lengi telja. Að stöðva þá þróun er þegar var hafin í Vestmannaeyjum er alfarið á ábyrgð bæjarfulltrúans og þingmanns Sam- fylkingarinnar Lúðvíks Bergvins- sonar. Ákvörðun Lúðvíks um að slíta meirihlutasamstarfinu og leiða harðsvímð hægriöfl aftur til valda í Eyjum em vonbrigði sem særir allt vinstra- og félagshyggjufólk í Vest- mannaeyjum. Samstarf hvort sem það er í þátíð eða nútíð sem byggt er á óheilindum er fyrirfram dæmt til að mistakast.“ Bókun Guðrúnar og Stefáns Svohljóðandi bókun barst frá Stefáni Jónassyni og Guðrúnu Erlingsdóttur: Við undirritaðir bæjarfulltrúar Vest- mannaeyjalistans hörmum þær ósönnu og ósmekklegu ásakanir sem bomar hafa verið á Lúðvík Berg- vinsson bæjarfulltrúa Vestmanaeyja- listans, enda eiga þær sér enga stoð í raunveruleikanum. Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans unnu af fullum heilindum í samstarfi við Andrés Sigmundsson, allir sem einn. Guðrún Erlingsdóttir og Stefán Jónasson bœjarfidltrúar Vestmannaeyjalistans Um helgina fer fram fyrri umferð íslandsmótsins í skák og sendir Taflfélag Vestmannaeyja þrjú lið til keppni, eitt í I. deild og tvö í 4. deild en seinni umferðin verður svo tefld í mars á næsta ári. Mikill uppgangur hefur verið í starfi TV undanfarið og í fyrra var liðið í fyrsta sinn í efstu deild og endaði Islandsmótið þá í fjórða sæti en Magnús Matthíasson, formaður TV sagði í samtali við Fréttir að stefnan væri sett á betri árangur í ár. „Við stefnum á toppbaráttuna í ár, engin spuming enda tel ég okkur vera með sterka sveit í ár. Fyrstan ber að nefna Helga Ólafsson sem teflir nú í fyrsta sinn fyrir okkur Eyjamenn á íslandsmótinu síðan hann gekk í raðir okkar. Þá era í sveitinni Bjöm Ivar Karlsson, danski stórmeistarinn Hen- rik Danielsen, Frakkinn Igor Nataf, Stefán Páll Sigurjónsson, Páll Agnar Þórarinsson og auk þeirra tveir til þrír sem á eftir að velja.“ Alls era umferðimar sjö í íslands- mótinu en átta lið skipa efstu þrjár deildimar. í fyrri umferðinni eru tefldar fjórar umferðir og um helgina mun TV tefla gegn Taflfélagi Garða- bæjar, a- og b-sveit Skákfélags Akureyrar og a-sveit Hellis. í síðari umferðinni mætir TV svo a- og b- sveit Taflfélags Reykjavíkur og svo b-sveit Hellis. Telft verður í húsakynnum Menntaskólans í Hamrahlíð og er búist við um 400 manns við tafl- borðin. Þá eiga flestir von á hörku- spennandi keppni í 1. deild þar sem Hrókurinn, sem hafði yfirburði yfir önnur taflfélög, hefur lagt upp laupana. Honda eru auðvitað bestu bflar í heimi segir Gunnar Darri Adólfsson í Bragganum sem er með umboð fyrir Honda og Peugeot bfla Bragginn bauð upp á nýja bíla á hlægilegu verði á laugardaginn en Bragginn er með umboð fyrir Honda og Peugeot bíla. Þama var verið að bjóða upp á reynsluakstursbíla en Gunnar Darri Adólfsson, eigandi Braggans hefur verið með umboðið í tæp sjö ár. ,Úg byrjaði með þessa bíla 1998 en af fullri alvöra tveimur áram seinna." Darri, eins og hann er kallaður segir að talsverð umferð hafi verið hjá þeim á laugardaginn. „Við eram þegar búnir að athenda fjóra bíla og tveir til þrír verða afhendr til viðbótar þannig að við eram mjög ánægðir með helgina." Bragginn hefur undanfarin ár verið með nýbreytni hér í Eyjum en þeir eiga alltaf bíla til á lager. „Þetta er eitthvað sem vantaði algjörlega í Eyjum. Það sést kannski best á tjölda Honda-bifreiða hér í Eyjum sem í dag er mun meiri en áður en viðbyrjuðum. Þá var hægt að telja Honda bíla á fingram annarrar handar en í dag eru þeir rúmlega eitt hundrað. Svo era Honda bílamir auðvitað bestu bílamir í heimi," sagði Darri og glottir. „Honda Accord var t.d. valinn áreiðanlegasti bílinn enda era þeir rómaðir fyrir áreiðanleika, mjög lága bilanatíðni og hagkvæmni í rekstri." Þeir hjá Bragganum leggja mikla áherslu á að þar séu fagmenn á ferð, hvort sem er í réttingum og sprautun eða bílasölu. „Við veitum líka góða þjónustu, ef fólk kaupir bíl hjá okkur í dag þá getur það alltaf leitað til okkar ef eitthvað kemur upp á og þá þarf ekki að senda bílinn til Reykja- víkur í viðgerð. Það gerist líka æ oftar að hingað kemur fólk, skoðar bfl og kaupir hann svo daginn eftir. Þannig er nútíminn, þú verður einfaldlega að vera með bfla á lager til þess að veita eðlilega þjónustu." DARRI er stoltur af Hondunni. FRÉTTIR (Itgdiuuli: Kyjiisýn clil'. 480ÍJ78-054Í) - Ypstnmnnnoyjiim. Hitstjóri: Ómar (íanlarsson. Blaðaineim: Sigui'sveinn Þórðarson, Gnðlýörg Signrgeirsdóttir. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: OmarGarðarsson & Gisli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasvn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47. Símai'. 481 1300 & 481 Till). Mvndriti: 481-1393. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjafrettir.is. Veffang http/Avww.eyjafrettir.is FHETTI lt koma út aíla liinnitudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig i lausasölu á Kletti, Tvistinnm, Toppnum, Vöruval, Herjólfi, ílughafnarveisluninni, Kríinunni, Isjakanum, Bónnsvídeó, verslun 11-11, Skýlinu i Friðarhöfn og i Jolla i Hafnarfirði og afgreiðslu Hejrólfs í I>orlákshöfiL FHÉ'ITI li eni prentaðar í 3000 eintökuui. FHÉTI’I H em aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaðiL Eftirþrpntun, hljóðritnn, notkiin ljósmynda og annaðeróheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.