Fréttir - Eyjafréttir - 18.11.2004, Blaðsíða 14
14
Fréttir / Fimmtudagur 18. nóvember2004
Vel heppnaður aðalfundur SASS:
Stuðningur við umbætur í
samgöngumálum Vestmannaeyja
FUNDINN, sem haldinn var í Höllinni, sóttu 53 fulltrúar auk gesta alls staðar af á Suðurlandi.
GUÐRÚN fundarstjóri og Þorvarður framkvæmdastjóri voru ánægð með framkvæmd aöalfundarins.
ELLIÐI er í stjórn SASS og Arnar var annar fundarstjóranna.
Aðalfundur Samtaka sunn-
lenskra sveitarfélaga, SASS,
var haldinn í Vestmanna-
eyjum um helgina. Fundinn,
sem haldinn var í Höllinni,
sóttu 53 fulltrúar auk gesta
alls staðar af ó Suðurlandi.
Meðal helstu mála voru
skýrsla Skólaskrifstofu Suður-
lands, starfsskýrsla Heilbrigð-
iseftirlits Suðurlands, tillaga
um endurskoðun á samstarfi
sunnlenskra sveitarfélaga,
skýrsla samgöngunefndar
SASS, skýrsla starfshóps um
heilbrigðismál og sérdeild á
Suðurlandi fyrir börn með
geð- og hegðunarraskanir.
í stjóm SASS sitja ellefu sveitar-
stjómarmenn og fulltrúar Vestmanna-
eyja em Elliði Vignisson og Guðrún
Erlingsdóttir sem var fundarstjóri
ásamt Amari Sigurmundssyni. Guð-
rún sagði að fundurinn hefði heppnast
mjög vel og gestimir hafi verið mjög
ánægðir með aðstöðuna í Höllinni,
gistinguna, matinn og allt skipulag.
Að loknu skemmtikvöldi á laugar-
daginn sem var í umsjá heimamanna
stigu fundargestir dans fram undir
miðnætti og að honum loknum kíktu
aðalfundargestir á nótt safnanna. „Af
málum sem snúa að Vestmanneyjum
ber samgöngumálin hæst,“ sagði
Guðrún í samtali við Fréttir. „Það var
samþykkt að úthlutun vegafjár verði
tekin úr höndum þingmanna. í skýrslu
samgöngunefndar er lýst yfir stuðn-
ingi við umbætur í samgöngum til
Vestmannaeyja og því ber að fagna.
Þá kom fram að undirbúningur að
stofnun meðferðarheimilis á Suður-
landi fyrir böm með hegðunarraskanir
er langt kominn. Þá voru ítrekaðar
kröfur um að sálfræðingar verði
starfandi við heilsugæslustöðvar, líka
í Vestmannaeyjum."
Þorvarður Hjaltason, framkvæmda-
stjóri SASS, tók í sama streng og
Guðrún um að fundurinn hafi
heppnast mjög vel. „Ég held ég tali
fyrir munn allra fundarmanna þegar
ég segi að öll framkvæmd hafi verið
mjög til fyrirmyndar. Þetta var líka
friðsamur fundur þar sem eitt stærsta
málið var stofnun sérdeildar fyrir böm
með geð- og hegðunarraskanir. Það
mál er loks í höfn og þó Vest-
mannaeyjar standi ekki að stofnuninni
reikna ég með að þeir komi inn á
seinni stigum," sagði Þorvarður.
Vegafé úr höndum
þingmanna
Samgöngunefnd starfaði á fundinum
og skilaði áliti á fundinum og lagði
hún til að öllu vinnuferli við ákvarð-
anir um framkvæmdir í sam-
göngumálum verði breytt. I fýrsta lagi
telur nefndin að þingmenn eigi ekki að
koma jafn mikið að ákvörðunum um
einstakar samgönguframkvæmdir eins
og nú er. Niðurstaðan er iðulega sú að
litlum fjármunum er skipt á of margar
framkvæmdir.
Það er skoðun nefndarinnar að
þingmenn eigi að einbeita sér að
löggjafarstarfinu þar sem fer fram
heildarstefnumótun í samgöngu-
málum og einnig að gerð fjárlaga þar
sem ákveðið er hve miklum fjár-
munum skal varið til samgöngu-
framkvæmda hverju sinni, en
ákvarðanir um hvemig þeim skuli
varið verði í höndum fagaðila. I öðru
lagi þá telur nefndin æskilegt að beina
kröftunum að færri og þá stærri
framkvæmdum í einu en nú er gert.
Nefndin telur nokkuð ljóst að með
því að dreifa fjármagni á margar,
smáar framkvæmdir samtímis, þá
nýtist íjánnunimir illa þegar á heildina
er litið. I þriðja lagi bendir nefndin á
að óskynsamlegt sé að skipta fram-
lögum til samgöngumála eftir
kjördæmum og eðlilegra væri að horfa
á landið í heild og beina fjármunum í
þær framkvæmdir sem eru brýnastar
hveiju sinni.
Bættar samgöngur við
Vestmannaeyja
Einn kaflinn fjallar um samgöngur við
Vestmannaeyjar og hljóðar þannig en
fyrirsögnin er Bættar samgöngur við
Vestmannaeyjar: „Samtök sunn-
lenskra sveitarfélaga leggja til að
gerðar verði nauðsynlegar rannsóknir
á úrbótum á samgöngum til
Vestmannaeyja og gert verði ráð fyrir
fjármunum í því skyni. Mikilvægt er
að gera slíkar rannsóknir áður en
teknar verða ákvarðanir um
kostnaðarsamar framkvæmdir, hvort
sem um jarðgöng eða ferjuhöfn er að
ræða. Stoðir byggðar í Vest-
mannaeyjum hafa veikst á undan-
fömum ámm og ljóst að úrbætur í
samgöngumálum em mikilvægasta
einstaka atriðið til að spoma gegn
þeirri þróun. Efnahagsleg þýðing
þessa fyrir allt þjóðfélagið er einnig
mjög mikil þar sem Vestmannaeyjar
em enn sem fyrr einn mikilvægasti
útgerðarstaður landsins."
I skýrslunni segir að það hafi komið
nefndinni á óvart að umferðar-
mælingar og líkön byggð á þeim
virtust í skötulíki. „Það á t.d. við um
samgöngur til Vestmannaeyja. Þar
koma nokkrir kostir til greina, þ.e.
jarðgöng, ferjuhöfn í Bakkafjöm eða
styrking núverandi samgönguleiða.
Þegar um jafn dýrar aðgerðir er að
ræða er nauðsynlegt að ítarlegar rann-
sóknir séu gerðar áður en ákvarðanir
em teknar."
Þá er bent á framrannsóknir á
möguleikum og hagkvæmni jarð-
ganga milli lands og Eyja. „Niður-
stöður jarðfræðirannsókna benda til að
jarðgöng séu raunhæfur kostur en
óljóst hvort hagkvæmni sé til staðar.
Þó hefur verið bent á greinilegar
misfellur í þeim hagkvæmniathug-
unum sem gerðar hafa verið og sem
skipta sköpum um hvort skynsamlegt
sé að ráðast í framkvæmdir. Því er
brýnt að gera viðamikla hagkvæmni-
athugun til að fá úr þessu skorið.
Einnig var litið til ástandsins í dag
og niðurstaða nefndarinnar er að
óviðunandi ástand ríkir nú í sam-
göngum við Vestmannaeyjar. „Nauð-
synlegt er að gera úrbætur í þeim
efnum nú þegar. Styrkja þarf strax
bæði flugsamgöngur og ferjusiglingar
með fjölgun ferða. Jafnframt þarf að
gera rannsóknir á varanlegum úrbót-
um, bæði á möguleikum og hag-
kvæmni jarðganga sem og á byggingu
ferjuhafnar í Bakkafjöm. Lögð er rík
áhersla á að fjármunir verði tryggðir
þegar á næsta ári til þessara rann-
sókna."
I skýrslunni er líka að finna álykt-
anir um flugvelli og hafnir.
„Nauðsynlegt er að flugvellimir í
Vestmannaeyjum og Bakka séu ávallt
búnir í samræmi við ýtmstu kröfur
vegna þess hve flugsamgöngur eru
mikilvægar fyrir Vestmannaeyinga.
Engir íbúar landsins eiga jafn mikið
undir góðum fiugsamgöngum."