Fréttir - Eyjafréttir - 18.11.2004, Side 4
4
Fréttir / Fimmtudagur 18. nóvember 2004
EYIAMAÐUR VIKUNNAR
Kristín Jóhannsdóttir
er Eyjamaður vikunnar.
Nótt safnanna var haldin um helgina
og tókst með eindæmum vel.
Fjölbreytt dagskrá var allan daginn
víða um bæinn og tóku Eyjamenn
vel við sér og vom duglegir að mæta.
Kristín Jóhannsdóttir markaðsfulltrúi
Vestmannaeyjabæjar stóð ásamt
fleiri starfsmönnum bæjarins fyrir
viðburðinum. Hún er Eyjamaður
vikunnar að þessu sinni.
Nafn: Kristín Jóhannsdóttir
Fæðingardagur: 1 l.janúar 1960.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: Viktor 13 ára og Patrick
Maximilian lOára.
Draumabíllinn: Eðalvagninn Aston
Martin Vanquish S.
Uppáhaldsmatur: Lax, humar,
lundi og lamb.
Versti matur: Súrmatur og skata.
Uppúhaldsvefsíða: www.spiegel.de.
Hvaða tónlist kemur þér í gott
skap: Margir klassískir popparar og
rokkarar s.s. Queen, Rolling Stones,
Kings, David Bowie, Bee Gees og
svo mætti lengi telja..........
Aöaláhugamál: Skoða fallega staði
hérlendis og erlendis, bókmenntir og
kvikmyndir, góður matur og vín
Hvaða mann/konu myndir þú
helst vilja hitta úr mannkynssög-
unni: Sigmund Freud.
Uppáhaldsíþróttamaður og
íþróttafélag: ÍBV og Herta Berlín,
Patrick Maximilian sonur minn
Ertu hjátrúarfull: Játa að ég er ekki
alveg laus við það
Fallegasti staður sem þú hefur
komið á: Fyrir utan Vestmannaeyjar,
Skaftafell og staðir á Snæfellsnesinu,
sem og þó nokkrir staðir í Grikklandi
Stundar þú einhverja íþrótt: Sund
og göngur
Uppáhaldssjónvarpsefni: Hljótaað
vera fréttir, horfi allavega langoftast
áþær
Besta bíómynd sem þú hefur séð:
MEPHISTO, Casablanca, Grikkinn
Zorba,
Hvernig fannst þér til takast: Eg
held ég geti ekki verið annað en
ánægð.
Hvernig kviknaði þessi hugmynd:
í spjalli við Andrés Sigurvins og Hh'f
Gylfa í Ráðhúsinu í Reykjavík eftir
menningamótt. Fór þá að segja þeim
uppáhalds viðburðum mínum í
Berlín og Frankfurt. Urðum sam-
mála um að þetta mætti reyna hér.
Verður nótt safnanna aftur að ári:
Já, engin spuming
Eitthvað að lokum: Bestu þakkir til
allra sem stóðu í þessu með mér!
Þetta er ífábær hópur, sem á ekki
síður en ég heiðurinn af því að svona
vel tókst til. Þakka einnig fólkinu í
bænum góðar undirtektir..
MATGÆÐINGUR VIKUNNAR
Skötuselur og hreindýrabuff
Ég þakka kœrlega fyrir áskorunina og œtla að bjóða
upp á tvíréttaða stónnáltíð.
INNBAKAÐUR SKÖTUSELUR
Season all
5sveppir
I laukur
brauðrasp
I peli rjóma
ostur
smjördeig
2 eggjarauður
Skerið skötuselinn eftir eiulilöngu og steikiö á pönnu,
kryddið með season all. Skerið sveppi og lauk og steikið
á pönnu, brauðrasp sett út á pönnuna, rjónui liellt yfir
og soðið niður. Síðan látið kólna. Ostur settur á
smjördeig, mauk og skötuselur. Eggjarauðurpenslaðar
ofan á. Bakað í ofni þar til gullinbrúnt við 200°c (ath.
sett í heitan ofn)
HREINDÝRABUFF MEÐ RAUÐKÁLIOG
GRÁÐOSTASÓSU
600 gr. hreindýrakjöt, liakkað
3 sneiðar af hvítu brauði, skorpulausar
'/2 -1 dl mjólk
1 stórt egg
'A tsk. blóðberg
'A tsk nýrifið múskat
I kryddpiparkom (allralianda), steytt
2 msk. sojaolía
salt og pipar
Sósa:
3 skalotlaukar, fínsaxaðir
50 gr sveppir að eigin vali
1 dl rjómi
2 dl hreindýrasósa
2 msk. söxuð steinselja
salt og hvítur pipar
100 gr gráðostur
2 msk madeira (má sleppa)
Rauðkál
'/2 rauðkálshöfuð, skorið í þunnar reemur
Anna Svala Johnsen
eru matgæðingur vikunnar
15 einiber
1 dl borðedik
4 msk sykur
salt
50 gr smjör (má sleppa)
Skerið brauðið í bita og látið það liggja í mjólkinni í um
10 mínútur. Blandið því síðan saman við lireindýrahakkið
ásamt eggi og kiyddi. Látið kjötblönduna biða í kæli í 10
til 15 mínútur og mótið síðan úr liennifjögur buff. Hitið
olíuna á pönnu og steikið buffin. Kryddið þau með salti
og pipar. Takið buffin af 'pönnuimi og lutldið þeim lieitum
meðan sósan er búin til. Brúnið skalotlaukinn á
pönnunni. Bœtið sveppunum við og steikið þá einnig.
Hellið rjómanum út í ásamt hreindýrasósunni. Sjóðið
þetta stundarkorn og kryddið með steinselju, salti og
pipar. Bœtið loks gráðaostinum við og látið hann bráðna
saman við sósuna. Setjið buffin í sósuna, liellið á þau
víninu og látið þetta sjóða í 3-4 mínútur. Setjið rauðkálið
í pott ásamt einiberjum, ediki og sykri. Sjóðið þetta í 5-8
mínútur og hafið lok á pottinum. Saltið ögn og bœtið
smjörinu við efóskað er. Látið dijúpa afrauðkálinu áður
en það er sett í skál eða á diska. Berið buffin J'rain í
sósunni ásamt rauðkálinu eða setjið þau á diska.
Abending: Léttsoðið grœnmeti bragðast vel með þessum
rétti.
Eg ætla art skora á Svövu Björk systur mína sem er listakokkur og býr til bestu sósur í
beinii. Kannski hún geli okkur uppskrift að purusteik, af því að jólin eru í nánd.
Steinunn Einarsdóttir, bæjarlistarmaður opnaði sýningu í Gallerí Prýði
síðasta Iaugardag. Þar sýnir hún þrjátíu verk en þema sýningarinnar eru
gömul hús og náttúran. Bæjarbúar sýndu myndum Stcinunnar mikinn
áhuga en á annað hundrað manns komu á sýninguna á laugardag.
Steinunn er ánægð með viðtökumar og það hefur verið góð sala. Sýningin
verður opin um næstu helgi frá 15.00-18.00.
Hvoð á að gera um helgina?
„Ætli ég taki því ekki bara rólega, lilaði
batteríin. Það er mikið að gera hjá okkur í
íslandsbanka enda allir að taka ný
húsnæðislán."
- Sigríður Bjarnadóttir þjónustufulltrúi
á döfinni
tr
I vikunni
fimmtudagur:
HqnningQrfundur vegna náms í viðburðastjórnun kl. 17.00.
laugardagur:
Dýrin í Hálsaskógi í Bæjarleikhúsinu kl. 16.00.
sunnudagur:
Dýrin í Hálsaskógi í Bæjarleikhúsinu kl. 16.00.
þriðjudagur:
Félagsfundur hjá FEgisdqrum kl. 20.00 í Höllinni.