Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 18.11.2004, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 18.11.2004, Blaðsíða 10
10 Fréttir / Fimmtudagur 18. nóvember 2004 m Fl’Óttíl' / Fimmtudagur 18. nóvember2004 “Ep- 11 Nýr meirihluti í bæjarstjórn: Sjálfstæðismenn og Vestmannaeyjalistinn í eina sæng undir merkjum friðar og framfara Arj^ar Sigurmundsson oddviti sjálfstæðismanna: Akváðum að slíðra sverðin -og láta hagsmuni Vestmanna- eyjabæjar vera númer eitt, tvö og þrjú Amar Sigurmundsson oddviti Sjálfstæðisflokksins tekur við sem formaður bæjarráðs á næsta fundi en hann skrifaði undir samstarfssamninginn „Friður-framfarir" fyrir hönd D-lista. Hann segir að sam- starfið leggist ágætlega í sig. „Ég tel að staðan hafi einfaldlega verið orðin þannig að báðir aðilar sáu að það varð ekki lengra haldið á þessari braut. Þama varð trúnaðarbrestur og bæjarstjóm og bæjarfélagið þurfti á allt öðru að halda en þessu,“ sagði Amar í viðtali við Fréttir. Hann sagði að oddvitar sjálfstæðis- manna og Vestmannaeyjalista hafi rætt saman eftir bæjarstjómarfundinn fimmtudaginn 4. nóvember þar sem upplýst var um viljayfirlýsingu Andrésar Sigmundssonar um kaup á Fiskiðjuhúsinu. „Eins og fram kom í ijölmiðlum hitti ég Lúðvík Bergvinsson á þriðju- deginum eftir fundinn. Ég óskaði eftir þeim fundi til að ræða þá stöðu sem upp var komin í bæjarstjóminni og hvemig hægt væri að bregðast við. Við ræddum stuttlega saman um við- brögð, en ekki um nýjan meirihluta.“ Amar hélt áfram að lýsa atburðum vikunnar. „Það var síðan fundur í bæjarráði á fimmtudag en þá var ekki hægt að taka umræðu um viljayfir- lýsingu Andrésar og þann trún- aðarbrest sem orðið hafði vegna þess að þáverandi formaður bæjarráðs, Andrés Sigmundsson neitaði að yfir- gefa fundarherbergið á meðan umræðan færi fram. Þá var einfald- lega samþykkt að fresta fundi.“ Skýrðist rétt fyrfr fund 1 hvað stefndi Aftur var boðað til fundar sólarhring síðar og segir Amar að það hafi ekki verið ljóst fyrr en um það bil sem fundur var að heíjast í hvað stefndi. „Þá fór að skýrast að þetta meiri- hlutasamstarf var búið. Fundurinn stóð í hálftíma og strax og þeim fundi lauk var ákveðið að ég og Lúðvík myndum hittast síðar um kvöldið." Það gerðu þeir og rúmum tveimur klukkustundum síðar lá fyrir undir- ritaður samningur oddvitanna um nýtt meirihlutasamstarf. Amar segir að þegar svona langt er liðið á kjör- tímabilið sé orðið ljóst í hvaða framkvæmdir verði farið og því hafi þetta tekið skamman tíma. „Það er auðvitað þannig að það er langt liðið á kjörtímabilið og ég var Fjölmörg mál sem menn vilja setja á oddinn miðast ekki við kjörtímabil. Við þurfum ekki að líta til annars en hvaða leið verður farin í samgöngumálum. Það er ekki mál sem við klárum á þessu kjörtímabili frekar en mörg önnur stærri. Við segjum einfaldlega að okkar samstarf hvílir á þeim grunni að menn séu að horfa til framtíðar. búinn að mynda mér ákveðnar skoð- anir í huganum og líklega hefur Lúðvík einnig verið búinn að því. Ég hafði rætt það í mínum hóp, ef þessi staða kæmi upp hvað það væri sem þyrfti að setja á oddinn. Þegar við settumst niður á föstudagskvöld þá var þetta nokkum veginn helmingaskipt. Þetta em fjögur sjö manna ráð og svo kemur bæjarráð og hafnarstjóm." Ekki háð dutdungum eins manns Skiptin verða þannig að Sjálfstæðis- flokkurinn fékk formennsku í bæjarráði og tvo af þremur fulltrúum. ,,Ég lagði ríka áherslu á það að for- mennskan í bæjarráði félli í hlut D-listans. Við fömm einnig með formennsku í skólamálaráði til 1. júní 2005 og í menningar- og tómstundaráði. Mér finnst þetta sýna að menn ætli sér að vinna af heilindum," sagði hann og bætti við að hann hefði fulla trú á að svo verði. „Það verður staðið við stóm fram- kvæmdimar sem nú þegar hafa verið samþykktar, það er að segja menn- ingarhúsið og nýjan leikskóla á Sólalóðinni." Amar segir að menn hafi ákveðið að slíðra sverðin og láta hagsmuni Vestmannaeyjabæjar verða númer eitt, tvö og þrjú. „Við myndum sterkan meirihluta og emm ekki lengur háðir duttlungum eins bæjarfulltrúa sem hefur líf meirihluta bæjarstjómar í hendi sér í hverju m£i,“ sagði hann og bætti við að það hafi aldrei komið til greina af þeirra hálfu að semja aftur við Andrés Sigmundsson um myndun meirihluta. Amar tók undir þau orð að þama sé nokkuð sögulegur meirihluti. „Þetta er alveg nýtt, hér í Eyjum að minnsta kosti. Það er mjög óalgengt að myndaður sé meirihluti sex bæjar- fulltrúa af sjö.“ Amar segist hvergi smeykur við þetta samstarf. „Það em báðir aðilar brenndir og vilja leggja sig fram við að vinna af miklum heilindum. Við viljum ekki mgga bátnum, heldur vinna saman.“ Þrjú mál á oddinn Þrjú mál standa upp úr að mati Arnars. „Það em fjármál sveitarfélagsins, samgöngu- og atvinnumál. Það er staðreynd að rekstur bæjarsjóðs er þungur og gildir það um flest sveitarfélög á landinu. Þegar kemur að samgöngumálum þá er meiri möguleiki á að ná árangri þegar við myndum svona sterkan meirihluta. Nú þegar er búið að tryggja íjármagn í rannsóknir vegna jarðganga og er það vel.“ Amar sem kjörinn var í bæjarráð á þriðjudag og tekur við formennsku þar telur að það verði eitt af fyrstu verkum nýs bæjarráðs að vinna að íjárhagsáætlun íyrir árið 2005. „Samgöngumálin skipta miklu, það þarf að skerpa á flugsamgöngum sem og samgöngum á sjó. Við emm óánægð með það að ferðum Heijólfs hefur ekki haldið áfram að fjölga. Einnig þarf að ræða samskiptin við Samskip og Vegagerðina. Þetta em hlutir sem ég hef trú á að við tökum fljótlega upp aftur. Þessir hlutir hafa verið til endurskoðunar en við munum taka upp viðræður á nýjum forsendum, með sterkum meirihluta." Allir vildu nýjan leikskóla Tvær stórframkvæmdir em uppi á borðinu hjá nýjum meirihluta en þar hafa fylkingamar ekki verið sammála hingað til. Nýr leikskóli verður byggður á Sólalóðinni, sex deilda en sjálfstæðismenn vildu hafa hann ijög- urra deilda með möguleika á stækkun. Eins vildi Sjálfstæðis- flokkurinn bjóða verkið út á almennum markaði en Vestmannaeyjalistinn hafði samþykkt að fela Fasteign hf. byggingu skólans og það yrði því í þeirra verkahring að bjóða það út. „Það má segja að það hafi náðst að hálfu leyti samkomulag um leik- skólann. Allir vildu byggja skólann en menn höfðu mismunandi áherslur. Bæjarstjóm hefur samþykkt byggingu sex deilda leikskóla og því verður ekki breytt. Aftur á móti verður farið yfir þessi mál, hvemig bygging þetta verður og með hvaða hætti útboð fer fram.“ Gott jafnvægi 1 bæjarráði Aðspurður hvers vegna Sjálfstæðis- flokkurinn lagði slíka megináherslu á ARNAR og LÚÐVIK: Sögulegar sættir urðu í bæjarstjórn Vestmannaeyja á þriðjudag þegar nýr meirihluti Vestmannaeyjalista og Sjólfstæðisflokks tók við völdum. Er þetta þriðji meirihlutinn ó kjörtímabilinu sem samt er aðeins rétt rúmlega hólfnað. Allir möguleikar meirihlutasamstarfs hafa því verið reyndir en aldrei hefur eins sterkur meirihluti setið við völd. Oddvitar flokkanna voru ekki lengi að nó saman og mynduðu nýjan meirihluta ó innan við tveimur tímum. Baklandið styður sht fólk í bæjarsf jórn og almennt virðist mikill meðbyr með nýjum meirihluta í Vestmannaeyjabæ. Oddvitornir eni bjartsýnir ó framhaldið og útiloka ekki óframhaldandi somstarf eftir næstu kosningar. að fá formennsku í bæjarráði og tvo fulltrúa segir Amar að ein ástæðan fyrir því hafi verið sú að Sjálf- stæðisflokkurinn sé stærri flokkur en Vestmannaeyjalistinn. „I annan stað þá teljum við það gott fyrir bæjarráð. Sumar mannaráðningar í stjómunar- stöður hjá bænum á síðasta ári skildu eftir sig sár. Við teljum að með þessu náum við góðu jafnvægi í bæjarráði en Vestmannaeyjalistinn hefur einn fulltrúa en tvo varamenn. Auðvitað lítum við svo á að bæjarráð með þremur fulltrúum vinni sem ein heild.“ Skólamálin verða á könnu Sjálf- stæðisflokks en yfir helmingur útgjalda bæjarsjóðs fer beint til fræðslumála. „Ég var formaður skólamálaráðs á sínum tíma og fannst það í senn spennandi og kreíjandi verkefni. Ég tel það hafa verið góðan kost að sveitarfélögin tækju yfir rekstur gmnnskólanna. Þjónustan hefur aukist, meiri nærþjónusta er og um leið betri þjónusta. Þetta kostar peninga og hluti af vanda sem sveitarfélögin standa ffammi fyrir er að þetta hefur reynst mun dýrara en gert var ráð fyrir.“ Unnið er að skýrslu um skólamál í Vestmannaeyjum um þessar mundir á vegum menntamálaráðuneytisins og segir Amar að nýr meirihluti muni einfaldlega bíða eftir þeirri skýrslu áður en næstu skref verða ákveðin. „Skólastarf í Eyjum er með blóma en það má alltaf gera betur, bæði faglega sem og rekstrarlega. Menn hafa verið að skoða þetta en munu fara sér hægt.“ Miklar deilur urðu um breytingu á skipuriti sem fyrrverandi meirihluti réðst í. Þar deildi Sjálfstæðisflokkurinn hart á Vestmannaeyjalistann. „Við breytum ekki skipuriti bæjarins. Það er ekki nema ársgamalt. Við tókum þátt í að móta það skipurit og þó við hefðum verið ósammála um þær mannabreytingar sem urðu þá viljum við gefa skipuritinu tíma til að sanna sig. Skipuritið hefur að mörgu leyti reynst vel en það má alltaf gera betur.“ Ekkl samið til 2010 Að lokum var Amar spurður út í hvort flokkamir séu búnir að semja sín á milli um meirihlutasamstarf til 2010. „Nei, þetta er auðvitað ekki þannig. Fjölmörg mál sem menn vilja setja á oddinn miðast ekki við kjörtímabil. Við þurfum ekki að líta til annars en hvaða leið verður farin í samgöngumálum. Það er ekki mál sem við klárum á þessu kjörtímabili frekar en mörg önnur stærri. Við segjum einfaldlega að okkar samstarf hvílir á þeim gmnni að menn séu að horfa til framtíðar. Skapist þær forsendur að þetta samstarf gangi afskaplega vel og það birtast fleiri framboð fyrir næstu kosningar eins og alltaf getur gerst þá eru menn tilbúnir að skoða framhald þessa framboðs til að koma í veg fyrir aðra eins stöðu og hefur verið á þessu kjörtímabili." svenni @ eyjafrettir. is Lúðvík Bergvinsson, oddviti Vestmannaeyjalistans og þingmaður, hefur setið í bæjarstjórn í tvö og hálft ár. Hann er að upplifa þriðja meirihlutasamstarfið í bæjarstjórninni á kjör- tímabilinu. Aðspurður um hvemig það leggst í hann að fara að starfa með Sjálf- stæðisflokknum segir hann. „Það eru ekki aðrir valkostir. Það var enginn trúnaður lengur til staðar í gamla meirihlutanum. Við verðum því að ganga til þessa verks með jákvæðu hugarfari. Mynda verður nauðsyn- legan trúnað milli flokkanna. Takist það og gangi samstarfið vel gemm við bæjarfélaginu ekki meira gagn með störfum okkar." Yfir níutíu prósent stuðningur við meirihlutann Margar deilumar hafa verið milli þessara flokka síðustu ár og þung orð fallið úr herbúðum beggja. Hvemig telur Lúðvík að það gangi að mynda traust? „Sennilega hafa ekki fallið þyngri orð í garð nokkurs en þess sem hér situr. Ef hann getur unnið úr þessu, hef ég ekki áhyggjur af öðrum.“ Lúðvík sagði að þegar sú staða kom upp að ekki var lengra komist með fyrrverandi meirihluta, hafi menn staðið frammi fyrir stöðu sem varð að vinna úr. Mikill stuðningur var innan raða beggja flokka við þetta meirihlutasamstarf. Það kom Lúðvík ekki á óvart. „Mér skilst að yfir níutíu prósent stuðningur hafi verið innan beggja þessara flokka við þessa hugmynd eftir því sem ég kemst næst. Það á ekki að þurfa að koma á óvart í ljósi þess sem á undan var gengið." Ágreiningur ekki rist djúpt Lúðvík segir að allar ákvarðanimar sem teknar hafa verið í bæjarstjóm standi, það sé á hreinu. „Við eigum eftir að útfæra okkar verkefnaáætlun frekar eins og kemur ffam í samn- ingnum. Það em 18 mánuðir eftir af kjörtímabilinu og þá verður að nýta vel.“ Lúðvík segir að sumar deilur í bæjarstjóm hafi verið búnar til. ,£g þori að fullyrða að við aðrar aðstæður hefði til að mynda umræða um leikskóla, Fasteign hf. og fleiri mál farið í annan farveg en raunin varð á. Á hinn bóginn má aldrei gera lítið úr hlutverki minnihluta. Það er mikilvægt að einhver dragi fram galla á hugmyndum og ákvörðunum sem teknar em og veiti gott aðhald. Ég tel þó ekki að ágreiningurinn hafi rist jafn djúpt milli meiri- og minnihluta og hann leit út íyrir að gera.“ Opnum á nýja stjórnunarhætti Um leið og ný bæjarstjóm tók við á Lúðvík Bergvinsson oddviti Vestmannaeyjalistans: Er bjartsýnn á framhaldið -Tel ekki að ágreiningurinn hafi rist jafn djúpt og hann leit út fyrir að gera þriðjudag var brotið í blað í stjóm- málasögu Vestmannaeyja. Aldrei áður hafa vinstri menn annars vegar og Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar myndað meirihluta í bæjarstjóm Vestmannaeyja. Á þessum tíma- mótum telur Lúðvík rétt að hugleiða þá spumingu hvort hefðbundnar hugmyndir um skipan meiri- og minnihluta í bæjarstjóm séu rétta og besta stjómunaraðferðin fyrir sveitarfélög. „Ég er ekki viss um að hefðbundið skak, meiri- og minni- hluti sé að skila sveitarfélögum þeirri umræðu og ákvörðunum sem ætlunin er að hún geri. Nú þegar verkalýðs- hreyfmg og atvinnurekendur hafa náð saman um hveijir séu sameiginlegir hagsmunir þeirra, hljóta fleiri að verða að skoða sitt skipu- og vinnu- lag. Ekkert er eilíft. Menn verða að vera tilbúnir að skoða alla hluti. Þessari spumingu er velt upp í samstarfsamningi V- og D - lista. Við opnum á það þó sú staða kunni að koma upp eftir næstu kosningar að annar aðilinn fái hreinan meirihluta sé ekki útilokað að samstarfið haldi áfram. Það ræðst þó alfarið af því hvemig til tekst nú. Við emm því að opna á nýja hugsun. Hvort hún svo gangi eftir mun tíminn einn leiða í ljós, en hitt er ljóst að fyrirtæki sem starfaði á þann hátt sem pólitíkin gerir á stundum væri ekki hægt að ábyrgjast að ætti sér langa lífdaga fyrir höndum.“ Vestmannaeyingar kraftmikið fólk Aðspurður um hvaða mál og hvaða verkefni er brýnust er ljóst að samgöngumál em ofarlega í huga Lúðvíks sem einnig nefnir atvinnu- og menningarmál um stærstu málin í bæjarstjóm. „Kjaminn er sá að Vestmannaeyingar em kraftmikið fólk. Pólitíkin endurómar aðeins þau einkenni. Við verðum að virkja þennan kraft til góðra verka.“ Lúðvík segir að fyrsta skrefið á næsta ári verði að reyna að fjölga ferðum Heijólfs. Þá verður að ljúka rannsóknum vegna hugsanlegrar jarðgangagerðar og í Bakkafjöm þannig að næsta haust liggi fyrir ákvörðun um framtíðaráætlun fyrir samgöngur við Eyjar. Þá er ljóst að bygging menningarhúss og leikskóla mun taka talsverðan tíma, auk þess sem Fasteign hf. mun ráðast í miklar endurbætur á þeim eignum sem félagið hefur keypt. Það er því ýmislegt framundan." Lúðvík bendir á Fasteign og segir það dæmi um félag sem hafi trú á samfélaginu. „Það væri ekki að fjárfesta hér fyrir tólf hundmð milljónir nema þeir hafi trú á Við höfum farið í gegnum erfitt tímabil. Kannski var það nauðsynlegt. Það hefur farið umræða um hvernig hafi mátt snúa við þeirri þróun, sem ýmsir hafa kallað stöðnun. M.a. hafa menn deilt um leiðir og hugmyndafræði. Ég hef haft ákveðna sýn á það. Meðan ýmsir hafa viljað sitja við endann á færi- bandinu og bíða hef ég talið vænlegra að reyna að leysa úr læðingi þann kraft sem í samfélaginu býr. Aðrir hafa verið mér ósammála og viljað bíða áfram samfélaginu. Þá vill félagið skoða möguleika á að fjármagna gerð jarðganga milli lands og Eyja.“ Hann segir helsta gallann í hugum margra vera óvissu um samgöngur og ef hægt væri að leysa það mál varan- lega væri hægt að nýta mun betur þá möguleika sem em fyrir hendi í Eyjum til frekari atvinnu- og menningarsköpunar. „Við höfum farið í gegnum erfitt tímabil. Kannski var það nauðsyn- legt. Það hefur farið umræða um hvemig hafi mátt snúa við þeirri þróun, sem ýmsir hafa kallað stöðnun. M.a. hafa menn deilt um leiðir og hugmyndafræði. Ég hef haft ákveðna sýn á það. Meðan ýmsir hafa viljað sitja við endann á færi- bandinu og bíða hef ég talið vænlegra að reyna að leysa úr læðingi þann kraft sem í samfélaginu býr. Aðrir hafa verið mér ósammála og viljað bíða áfram“ Lúðvík benti á að árið 1900 hafi hér verið 600 manns. „Það mfaldaðist þegar mest varð 1973. Það gerðist einfaldlega vegna þess að hér vom tækifæri sem menn vora tilbúnir að nýta. Það dró til sín fólk, hvaðanæva að. Það er það sem við þurfum að gera nú, nýta tækifæri sem em til staðar. Þauemvíða. Þaðmát.d. benda á að ekkert íþróttafélag á landinu hefur viðlíka veltu einsog ÍBV. Það er mikilvægt að átta sig á hinu jákvæða í umhverfinu og reyna að byggja frekar upp í stað þess að rífa niður. Ég taldi afar mikilvægt þegar nýr meirihluti tók við á sínum tíma að reyna að hreyfa við hlutum, fá fólk til þess að hugsa hlutina upp á nýtt. Það má segja að eitt okkar helsta markmið hafi verið að hrista örlítið upp í samfélaginu. Það má segja að að mörgu leyti hafi það tekist." Kjörtímabilið Lúðvík rifjaði upp kosningamar og kjörtímabilið. „í kosningunum féll meirihlutinn. Þær hugmyndir sem framsóknarmaðurinn hafði um sjálfan sig eftir kosningamar vom þess eðlis að við í V-listanum gátum ekki hugsað okkur að koma að því. Þegar það svo kom á daginn að lítið sem ekkert gerðist fyrsta árið eftir kosningar fór að losna um þann meirihluta. Þá kemur upp sú staða að fulltrúi Framsóknarflokks vill slíta samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Við töldum okkur skylt að taka við keflinu og reyna að gera betur. Ég held að ég geti sagt með sanni að mjög margt sem síðasti meirihluti gerði hafi verið mjög gott. Hann var á hinn bóginn kominn á endastöð eftir að trúnaðarbrestur varð. Þegar trúnaðarbrestur verður innan ríkjandi meirihluta þjónar það ekki hags- munum bæjarbúa að halda áfram. Það var því mitt mat að þetta væri búið.“ Lúðvík segir það nýs meirhluta að fylgja eftir nýrri stöðu og frum- kvæðið komi frá Eyjamönnum „Sjálfum þykir mér breyting hafa orðið á hugarfari fólks ffá kosning- unum 2002. Mér finnst fólk hafa meira fmmkvæði nú og frekar tilbúið að reyna nýja hluti. Fólk virðist einnig vera að vinna sig út úr þeirri hugmyndafræði að ætíð eigi einhverjir aðrir að koma færandi hendi. Það er einfaldlega þannig að það nennir enginn að sinna fólki sem nennir ekki að sinna sér sjálft en um leið og fmmkvæðið er fyrir hendi fylgja aðrir hlutir í kjölfarið. Því er mikilvægt að Vestmannaeyingar taki málin í sínar hendur einsog gerðist um daginn þegar við boðuðum kosningar um það hvort bærinn ætti að kosta rannsóknir vegna hugsanlegra jarðganga. Það skilaði sér, þó það sé einsog það hafi gleymst í tíðindum undanfarinna vikna, en ég er bjartsýnn á framhaldið. svenni@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.