Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 18.11.2004, Qupperneq 13

Fréttir - Eyjafréttir - 18.11.2004, Qupperneq 13
Fréttir / Fimmtudagur 18. nóvember2004 13 Maríanna Sigurðardóttir skrifar: Orðlaus á skrifum Vaktarinnar Ég er alveg orðlaus yfir skrifum Vaktarinnar fyrir skömmu þar sem á forsíðu var fyrirsögnin „Margrét Lára svíkur lit.“ Þama var að sjálfsögðu verið að tala um það að Margrét Lára Viðarsdóttir skipti yfir í Val frá ÍBV fyrir skömmu. Á sömu síðu, íyrir ofan fréttina um Margréti Láru var önnur frétt, þar sem stóð. „Bjamólfur skrifar undir hjá KR.“ Ekki sveik hann lit að mati þess sem blaðið skrifar. Þetta er ritstjóranum til skammar og smán að setja slíkt á blað. Margrét Lára þarf líkt og aðrir ungir Eyjamenn að sækja nám til Reykjavíkur og þarf að afla sér peninga á meðan. Hún er ekki fyrsti Vestmannaeyingurinn sem skiptir um lið vegna skólagöngu og örugglega ekki sá síðasti. Það era alls staðar Vestmannaeyingar í góðu liðunum og þeir hafa ekkert svikið lit. Ég er afskaplega stolt af Margréti Láru, hvort sem hún er í IB V eða Val. Maríanna Sigurðardóttir. Eggert Björgvinsson skrifar: Pólitískar og almennar launahækkanir Verkfall kenn- ara hefur nú snúist upp í baráttu fyrir rétt- indum allra launþega um kjarabætur. Nýleg lög sem sett voru á verk- fall kannara eru hneyksli. Það hefði allt eins verið hægt að setja í lög að bannað væri að hækka laun í landinu meira en um þtjú prósent. Þingmennimir okkar sem settu þessi lög voru varla búnir að láta kjósa sig inn á þing síðast þegar þeir ákváðu að hækka launin sín um tugi prósenta. Það dugði þeim að vísu ekki lengi þvf skömmu seinna hækkuðu þeir líka líf- eyrisréttindi sín upp í stjamfræðilegar upphæðir. Þessu höfum við efni á. Þegar svo stólaskiptin milli Halldórs og Davíðs tóku gildi urðu til þrír eða fimm nýir sendiherrar. Samtals em 32 íslenskir sendiherrar til en einungis 15 sendiráð, við höfum sem sagt efni á því að halda meira en tvöfalt fleiri sendiherrum á launum en við höfum Bæjarfulltrúarnir okkar gátu ekki verið eftir- bátar þingmannanna og hækkuðu nýlega laun sín verulega. Já, það er tóm della að tala um að bæjarfélagið hafi ekki efni á hinu og þessu. Nýjasta dæmið var þegar bæjarstjórn ákvað að greiða allt að 80 milljónir fyrir rannsóknir í samgöngumálum, sem er klárlega í verkahring ríkisins. þörf fyrir. Það er svo sem ekkert mál þar sem meðallaun sendiherra em rúm 800 þúsund á mánuði. Hér í Vestmannaeyjum er oft talað um að staða bæjarsjóðs sé bág en ég held að það sé tóm vitleysa. Þegar Guðjón hætti sem bæjarstjóri var hægt að borga honum biðlaun þó svo að hann hætti sjálfviljugur og færi beint í aðra vinnu. Síðan þá hafa oftast nær verið tveir bæjarstjórar á launum hjá bænum og hver veit nema sú della haldi áfram nú við nýjustu hróker- ingar. Bæjarfulltrúamir okkar gátu ekki verið eftirbátar þingmannanna og hækkuðu nýlega laun sín vemlega. Já, það er tóm della að tala um að bæjar- félagið haft ekki efni á hinu og þessu. Nýjasta dæmið var þegar bæjarstjóm ákvað að greiða allt að 80 milljónir fyrir rannsóknir í samgöngumálum, sem er klárlega í verkahring ríkisins. Það var nú ekkert mál. En þegar kemur að því að greiða almennum starfsmönnum laun þá er annar söngur í pólitíkinni. Nei, bæjarsjóður hefur ekki efni á að greiða mannsæmandi laun fyrir þau verk sem hann annast fyrir ríkið þ.e. að mennta bömin okkar. Hvað þá með önnur störf sem unnin em af öðmm starfsmönnum sveitarfélagsins? Nei, nei og aftur nei, það má enginn í landinu fá meiri kauphækkun en ríkið ákveður. Einungis forstjórar, banka- stjórar og pólitíkusar mega hækka meira, enda taka þeir oftast sjálfir ákvörðun um sínar launahækkanir. Já, lesandi góður, lögin sem vom sett á kennaradeiluna vom ekki bara sett á kennara heldur alla launþega í landinu. Þetta land er farið að líkjast æ meira einræðisríki og ekki undarlegt að Bjöm Bjamason, fyrrverandi menntamálaráðherra, vilji stofna her. Það er nú gott að eiga svoleiðis þegar almúginn hlýðir ekki og miðað við fyrmefnda lagasetningu myndu íslenskir stjómmálamenn ekki hika við að beita her á móti launakröfum almennings ef þeir bara ættu hann til. Ég skora á bæjarstjón Vestmanna- eyja að ganga strax að tilboði kennara og semja vel við þá sem og aðra starfsmenn sveitarfélagsins þegar að þeim kemur. Launum almennings í landinu verður ekki haldið niðri öllu lengur. Pólih'skt kjömir fulltrúar okkar geta ekki hegðað sér lengur eins og þeir einir eigi skilið kjarabætur. Eggert Björgvinsson. Vald- níðsla Eftirfarandi bréf afhentu gmnn- skólakennarar bæjaryfirvöldum á föstudaginn: Hvemig líður manneskju sem verður fyrir valdníðslu? Þessu höfum við velt fyrir okkur núna á meðan við bíðum eftir því hvort við fáum að semja um kaup okkar og kjör, eða ríkisstjómin taki af okkur völdin og ákveði það. Og við sem emm ekki einu sinni í vinnu hjá ríkinu! Við höfum enga stjóm á kringumstæðum, einhvetjir utanað- komandi hafa tekið stjómina í sínar hendur og geta gert við okkur það sem þeim sýnist. Af hveiju eru önnur verkalýðs- félög en okkar kölluð til skrafs og ráðagerða um starfsaðstæður okkar? Hvað koma ASÍ starfskjör okkar við? Hvers vegna getur sveitarfélagið okkar ekki haft áhrif á samninganefnd sína og samið við okkur, ef það vill hafa okkur í vinnu? Er þetta kannski ekki sveitarfélagið okkar? Það hefur reyndar afsalað sér svo kyrfilega réttinum til að semja við kennara í hendur Launanefndar sveitarfélag- anna, að þó svo að bæjarfulltrúar og bæjarstjóri hefðu getu, vilja og lausn, gætu þeir ekki boðið þá lausn. Er þetta boðlegt? Hjá hveijum emm við eiginlega ráðin í vinnu? Hveiju höfum við verið að sýna tryggð í mislangan tíma? Lögum er beitt ef einhver brýtur af sér í samfélaginu. Viðkomandi er dreginn fyrir dóm og dæmdur til að bæta fýrir brot sitt. Þetta er verið að gera við okkur kennara. Eini munurinn er sá að við vitum ekki hvaða glæp við höfum framið. Það er kannski glæpur að reyna að semja um kjör og starfsaðstæður? Svava Bogadóttir skrifar: Ævareitt foreldri Ég er ævareitt foreldri sem á tvö böm á gmnnskólaaldri. Bömin mín hafa ekki fengið lög- bundna kennsju í sjö vikur. Ég hef mikla trú á málshættinum: „mennt er mátt- ur“ og finnst mikilvægt fyrir framtíð landsins að öll böm hljóti góða grunnmenntun og framhaldsmenntun eftir því hvert hugur þeirra stefnir. Ég borga mín gjöld til þjóðfélagsins og ætlast til að hluti þeirra sé notaður til að reka grannskóla eins og hefur verið gert. Eg er líka ævareiður gmnnskóla- kennari. Ég er búin að starfa sem slíkur í 25 ár og tel mig hafa sinnt starfi mínu vel og er ánægð með þann starfsvettvang sem ég menntaði mig til. Stundum hefur mér ofboðið, sérstaklega þegar rætt er um kaup, kjör og vinnutíma kennara en það gerist helst í kringum kjarasamninga- gerð. Ég hef tvisvar áður lent í löngum verkföllum og það er verst af öllu. Allt í einu stendur þú frammi fyrir því að þinna starfskrafta er ekki óskað. Við sitjum undir ásökunum um að við sinnum ekki starfinu okkar, að við Ég er líka ævareiður grunnskólakennari. Ég er búin að starfa sem slíkur í 25 ár og tel mig hafa sinnt starfi mínu vel og er ánægð með þann starfsvettvang sem ég menntaði mig til. Stundum hefur mér of- boðið, sérstaklega þegar rætt er um kaup, kjör og vinnutíma kennara en það gerist helst í kring- um kjarasamningagerð. vinnum ekki eins og annað fólk o.s.frv. Það skiptir engu máli þó við reynum að útskýra fyrir fólki hvemig vinnutíma okkar er háttað. Starf okkar er ólíkt öðmm störfum. Ég er búin að heyra sama sönginn við hverja samningagerð: „Þið fáið bara meira næst“, „takið stutt skref í einu,“ o.s.frv. Hvenær kemur þetta næst? -Ég er orðin hundleið á þessari rispuðu gömlu plötu og er farin að halda að ég lifi það ekki að sjá kennarastarfinu sýnda þá virðingu sem því ber bæði í orði og á borði. Ef við viljum fá einhverjar kjarabætur höfum við ekki önnur ráð en þau að fara í verkfall. Fyrir um tíu ámm síðan felldu kennarar verkfallsboðun og eftir það vom launin í sögulegu lágmarki og er þá mikið sagt. Varðandi veikindi kennara mánu- daginn 15. nóvember þá koma þau ekki til af góðu. Lög þau sem Alþingi samþykkti vom annað hvort klaufa- lega samin eða viljandi gerð þannig að útilokað var að sátt næðist um áframhaldandi skólahald. Samkvæmt þeim gætum við allt eins búist við því að þurfa að endurgreiða hluta af launum okkar í lok febrúar eða þegar gerðardómur hefur skilað sinni niðurstöðu. Allir hljóta að sjá að við getum ekki sætt okkur við það. -Því miður höfðum við ekki önnur ráð.- Ég er ævareið eins og áður sagði en reiði mín beinist gegn sveitarstjómum, launanefnd sveitarfélaga og ríkisstjóm sem hafa kastað boltanum á milli sín, benda hver á annan og enginn virðist bera ábyrgð. Mér finnst þeir hafa bmgðist nemendum, foreldmm og kennumm algerlega. Svava Bogadóttir, foreldri og grunnskólakennari Veistu kólesterolgildi þitt? Hjarta Heill, Félag hjartasjúklinga í Vestmannaeyjum, starfsfólk Heilbrigðisstofnunarinnar í Vm. og lyfjafyrirtækið AstraZeneca standa fyrir blóðfitumælingum í Alþýðuhúsinu laugardaginn 20. nóvember 2004 kl. 1100 til 1400. Mælingarnar eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir þá sem ekki hafa verið greindir með of hátt kolesterolgildi og eru nú þegar undir eftirliti, þótt allir séu að sjálfsögðu velkomnir. Fréttatilkynning Spurt er: Ertu sátt(ur) við nýjan meirihluta bæjarstjórnar? Magnus Bragason: Já mjög. Þetta er liamfararaskref og ég (el að það séu bjartir tímar framundan. Kíkharð Bjarki Guðmundsson: Já ég er mjög ánægður með þetta. Vonandi fara menn að vinna saman að betra bæjarfélagi enda er nóg búið að ganga á að undanförnu. Bergey Kinksdottir: Já ég held það bara. Eyjamenn þurfa á samstöðu að halda og ég lield að þarna sé verið að stíga skref í rétta ált. Magga í Rlöpp: Já ég er bara mikið ánægð með þetta. Þetta á eftir að ganga vel svo lengi sem þeir vinna saman í friði.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.