Fréttir - Eyjafréttir - 18.11.2004, Qupperneq 15
Fréttir / Fimmtudagur 18. nóvember 2004
15
Þ-
Alyktanir á aðalfundi SASS:
Samgöngur og heilbrigðis-
mál fyiirferðarmikil
Margir ályktanir voru sam-
þykktar á aðalfundi SASS og
voru samgöngur og heil-
brigðismál áberandi.
I einni þeirra segir að geðheil-
brigðisþjónusta sé ein af
gmnnstoðum heilbrigðiskerfisins og
þurfi að vera aðgengileg fólki í
heimabyggð. „Það er óviðunandi að
þeir íbúar á Suðurlandi sem eiga við
geðsjúkdóma að stríða þurfí að sækja
alla geðþjónustu til Reykjavíkur.
Geðheilbrigðisþjónusta er á verksviði
ríkisins og því telur aðalfundur
SASS, haldinn í Vestmannaeyjum
13. og 14. nóvember 2004,
nauðsynlegt að komið verði upp
skipulagðri geðheilbrigðisþjónustu á
svæðinu. Fundurinn skorar á þing-
menn Suðurlands og Alþingi að setja
fjármagn í uppbyggingu geðheil-
brigðisþjónustu, íbúum Suðurlands
til hagsbóta.
Skapa þarf fötluðu fólki aðstæður
til þess að geta verið virkir
þátttakendur í samfélaginu og geta
búið við sambærileg lífskjör og aðrir
hópar samfé- lagsins. Aðgengi í víðri
merkingu er lykillinn að slíkum
aðstæðum. Tekur það m.a. til
ferlimála, búsetumöguleika, aðgangs
að menntun og störf- um,
heilbrigðisþjónustu, tómstundum,
menningu og afþreyingu.“
Þá er skorað á sveitarfélög á
Suðurlandi að leggja sitt af mörkum
til að gera fötluðu fólki mögulegt að
njóta sömu tækifæra og aðrir íbúar.
Skorað var enn og aftur á
stjómvöld að tryggja til frambúðar
stöðu sálfræðings við
heilsugæslustöðvamar á Suðurlandi.
„Sú óvissa sem árlega hefur ríkt um
málið er með öllu óþolandi og löngu
tímabært að festa þjónustuna til
frambúðar,“ segir í ályktuninni.
Atvinnumál og samgöngur
Því var beint til stjómar Atvinnuþró-
unarsjóðs Suðurlands að í tengslum
við endurskoðun á starfsemi SASS
fari fram endurskoðun á hlutverki og
starfi Atvinnuþróunarsjóðs Suður-
lands. Markmiðið með endurskoð-
uninni er að samræma starfsemi
sjóðsins, enn frekar en orðið er, þeirri
þróun sem átt hefur sér stað
undanfarin ár í stoðkerfi nýsköpunar
og á lánamarkaði á Islandi.
Samþykkt var ályktun um sam-
göngumál sem byggð er á skýrslu
Samgöngunefndar SASS :
1. Almennar aðgerðir
A Framlög dl samgöngumála
Samgöngur em einn mikilvægasti
þátturinn í gmnngerð nútímasam-
félags. Mikilvægi þeirra hefur vaxið
gríðarlega á undanfömum ámm og
ekkert lát virðist á þeirri þróun.
Atvinnulífið hefur breyst vemlega
og krefst þess að möguleikar á að
fara á milli staða með skjótum og
ömggum hætti séu fyrir hendi.
Einnig er augljóst að góðar
samgöngur hafa mikla þýðingu íyrir
þróun byggðar í landinu og
mikilvægt er að veija íjármunum til
að bæta samgöngur til staða sem
gegna mikilvægu efnahagslegu
hlutverki fyrir þjóðfélagið í heild. Þá
em úrbætur í samgöngumálum ekki
síst mikilvægar til að tryggja aukið
umferðaröryggi. Nefndin bendir á að
samgönguframkvæmdir em, þegar á
heildina er litið, hagvæmar íyrir
þjóðfélagið og draga, þegar allt
kemur til alls, úr rekstrarútgjöldum
hins opinbera, fyrirtækja og
almennings.
Eðlileg ályktun af þessu er sú að
nauðsynlegt sé og skynsamlegt að
veita enn meira fjármagni til
samgöngumála í framtíðinni og
fullkomlega óskiljanlegt að draga þar
saman seglin eins og nú stendur fyrir
dymm.
Því er hvatt til þess að framlög til
samgöngumála verði stóraukin á
næstu ámm.
B Breytt vinnubrögð.
Nefndin leggur til að öllu vinnuferli
við ákvarðanir um framkvæmdir í
samgöngumálum verði breytt. I
fyrsta lagi telur nefndin að þingmenn
eigi ekki að koma jafn mikið að
ákvörðunum um einstakar
samgönguframkvæmdir eins og nú
er. Niður- staðan er iðulega sú að
litlum fjármunum er skipt á of
margar fram- kvæmdir. Það er
skoðun nefndarinnar að þingmenn
eigi að einbeita sér að
löggjafarstarfinu þar sem fer fram
heildarstefnumótun í samgöngu-
málum og einnig að gerð fjárlaga, þar
sem ákveðið er hve miklum fjár-
munum skal varið til samgöngu-
framkvæmda hveiju sinni, en
ákvarðanir um hvemig þeim skuli
varið, verði í höndum fagaðila. í
öðru lagi þá telur nefndin æskilegt að
beina kröftunum að færri og þá stærri
framkvæmdum í einu en nú er gert.
Nefndin telur nokkuð ljóst að með
því að dreifa fjármagni á margar,
smáar framkvæmdir samtímis, þá
nýtist fjármunimir illa þegar á
heildina er Iitið. I þriðja lagi bendir
nefndin á að óskynsamlegt sé að
skipta ffamlögum til samgöngumála
eftir kjördæmum og eðlilegra væri að
horfa á landið í heild og beina
fjármunum í þær ffamkvæmdir sem
eru brýnastar hverju sinni.
Samráð við sveitarfélög
Nefndin leggur áherslu á að við töku
ákvarðana verði haft náið samráð við
sveitarfélögin sem í hlut eiga bæði
vegna þess að ákvarðanimar varða
íbúa þeirra mestu og einnig vegna
staðþekkingar sem þar er fyrir hendi.
í því sambandi gagnrýnir nefndin
harðlega skipan starfshóps á vegum
umhverfisráðuneytis og samgöngu-
ráðuneytis sem á að gera tiilögur um
hvaða vegir og slóðar í óbyggðum
eigi að teljast til vega, án nokkurs
samráðs við viðkomandi sveitarfélög
sem fara með skipulagsmálin.
Eðlilegt hefði verið að sveitarfélögin
hefðu tilnefnt fulltrúa í þennan
starfshóp. Að áliti nefndarinnar væri
skynsamfegt að fela Vegagerðinni og
sambærilegum stofnunum
ákvörðunarvaldið, sem tækju slíkar
ákvarðanir á faglegum gmndvelli.
Hver sem niðurstaðan yrði er ljóst að
setja yrði ákveðinn ramma og
skilyrði um slíkt ákvörðunartökuferli
og að eftirlit yrði haft með því að
faglega verði staðið að.
Vegna þeirra sjónarmiða sem hér
hafa verið rakin leggur nefndin til að
öll vinnubrögð við áætlanir, ákvarð-
anir og framkvæmdir við sam-
göngumannvirki verði tekin til gagn-
gerðrar endurskoðunar.
D Auknar rannsóknir
Þegar samgöngunefnd SASS hóf
störf íyrir tveimur áram kom
nefndarmönnum mjög á óvart að
umferðarmælingar og líkön byggð á
þeim virtust í skötulíki. Ur því mun
hafa verið bætt að nokkra. Um
algjört grandvallaratriði er að ræða ef
taka á ákvarðanir á faglegum
forsendum þannig að fjáfestingar
nýtist sem best. Þá er einnig mjög
mikilvægt að gera nauðsynlegar
rannsóknir þegar velja þarf á milli
mismunandi kosta. Það á t.d. við um
samgöngur til Vestmannaeyja. Þar
koma nokkrir kostir til greina, þ.e.
jarðgöng, ferjuhöfn í Bakkafjöra eða
styrking núverandi samgönguleiða.
Þegar um jafn dýrar aðgerðir er að
ræða er nauðsynlegt að ítarlegar
rannsóknir séu gerðar áður en
ákvarðanir era teknar. Sama gildir
um hugsanlegjarðgöngígegnum
Reynisfjall. Þá bendir nefndin á að
rétt væri að rannsaka áhrif þess á
vegakerfið að landflutningar hafa
tekið við af flutningum á sjó.
Einnig er bent á nauðsyn þess að
gera framtíðaráætlanir um
uppbyggingu um- ferðarmannvirkja í
ljósi þeirra upplýsinga og rannsókna
sem fyrir liggja. I þessu sambandi er
t.d. bent á spá um fjölgun erlendra
ferðamanna þar sem gert er ráð fyrir
að árið 2020 verði þeir á bilinu 600
þúsund til 1 milljón, en nú koma um
300 þúsund ferðamenn til landsins.
Þessa spá þarf að taka með í
reikninginn við uppbyggingu
samgangna til helstu
ferðamannastaða á landinu.
Lagt er til að mun meiri
fjármunum verði varið á næstu áram
til rannsókna í samgöngumálum og
við áætlanagerð verði höfð hliðsjón
af ítarlegum umferðarspám.
Áherslur 1 samgöngum á
Suðuriandi
Nefndin leggur til að lögð verði
megináhersla á eftirfarandi sam-
gönguumbætur á Suðurlandi á næstu
áram:
a. Endurbætur Suðurlandsvegar á
milli Selfoss og Reykjavíkur, aukið
Ijármagn til samgöngumannvirkja á
Suðurlandi, uppbygging tengi- og
safnvega og samgöngur til Vest-
mannaeyja.
,,Á undanfömum áram, hafa
úrbæmr á samgöngum til Vest-
mannaeyja verið mjög til
umljöllunar. Ýmsirkostir hafa
verið ræddir, m.a. hafa farið fram
framrannsóknir á möguleikum og
hagkvæmni jarðganga. Niðurstöður
jarðfræðirann- sókna benda til að
jarðgöng séu raunhæfur kostur en
óljóst hvort hagkvæmni sé til staðar.
Þó hefur verið bent á greinilegar
misfellur í þeim
hagkvæmniathugunum sem gerðar
hafa verið og sem skipta sköpum um
hvort skynsamlegt sé að ráðast í
framkvæmdir. Því er brýnt að gera
viðamikla hagkvæmniathugun til að
fá úr þessu skorið.
Óviðunandi ástand ríkir nú í
samgöngum við Vestmannaeyjar.
Nauðsynlegt er að gera úrbætur í
þeim efnum nú þegar. Styrkja þarf
strax bæði flugsamgöngur og
ferjusiglingar með ijölgun ferða.
Jafnframt þarf að gera rannsóknir á
varanlegum úrbótum, bæði á
möguleikum oghag-kvæmni
jarðganga sem og á byggingu
feijuhafnar í Bakkaljöra. Lögð er rík
áhersla á að íjármunir verði tryggðir
þegar á næsta ári til þessara
rannsókna," segir skýrslunni.
AFLAKLÓ: Arnþór Sigurðsson, Addi Jelló, er aflamaður ársins hjá
SJÓVE.
Innanfélagsmót SJÓVE:
Arnþór stóð uppi sem
aflamaður ársins
Fyrir skömmu fór fram innanfélags-
og firmakeppni SJÓVE og vora
þátttakendur um 20. Alls drógu
keppendur 2651 kg og var Jóhannes
Sigurðsson aflahæstur með 205 kg.
Þá fékkst líka úr því skorið hver er
aflamaður ársins og hann er Amþór
Sigurðsson. Aflahæsti nýliðinn er
Davíð Hlynsson, Guðrún Snæbjöms-
dóttir hlaut Borgarhólsbikarinn og
aflaskipstjóri ársins er Kjartan Már
ívarsson.
Þau era mörg verðlaunin sem era í
boði í sjóstangveiðinni þar sem
veittar era viðurkenningar fyrir fjölda
fiska, stærsta fiskinn í hverri tegund,
mestan heildarafla auk þess sem
aflahæstu sveitir og bátar fá verðlaun.
Kári Vigfússon dró stærsta
þorskinn, keiluna og karfann, var
þorskurinn hátt í tíu kfló og var
stærsti fiskur mótsins. Ævar Þórisson
dró stærstu ýsuna, Einar Birgir
Einarsson stærsta ufsann, Sævar
Þórsson stærstu lýsuna og Páll
Pálsson stærstu lönguna.
Sævar Þórsson var með flesta
fiska, 136, Páll Pálsson 119 og
Jóhannes Sigurðsson 118. Kári var
með stærsta fiskinn 9,3 kg þorsk,
Guðbjartur Gissurarson dró 8,9 kg
þorsk og Páll Pálsson var með 7,1 kg
þorsk. Jóhannes Sigurðsson var
aflahæstur með 205 kg, Sævar
Þórsson kom næstur með 200 kg og
Páll Pálsson þriðji með 191 kg.
Kári, Amþór og Ámi Karl Ingason
vora allir með sex tegundir.
Aflahæsti báturinn var Frú
Magnhildur með 689 kg. eða 172 kg
GUÐRÚN Snæbjörnsdóttir hlaut
Borgarhólsbikarinn.
á stöng, næst kom Sporður með 663
kg eða 166 kg á stöng og Mardís var
í þriðja sæti með 450 kg eða 166 kg á
stöng.
I aflahæstu sveitinni vora
Jóhannes Sigurðsson, Einar Birgir
Einarsson og Ævar Þórisson og
drógu þeir 192 kg.
I aflahæstu sveitinni voru Jóhannes Sigurðsson, Einar Birgir Einarsson og
Ævar Þórisson og drógu þeir 192 kg. Hér eru Einar Birgir og Jóhannes
með bikarasafnið.
b-