Fréttir - Eyjafréttir - 21.04.2005, Blaðsíða 9
Fréttir / Fimmtudagur21. apríl 2005
9
Friðrik Már í Endurvinnslunni hefur auga með
drykkju Eyjamanna:
Þamba 15.000 lítra af
bjór og gosi á viku
FRIÐRIK Már:-Ég veit að skilin eru langmest í Vestmannaeyjum og það skýrist væntanlega af því að svæðið er
lítið og margir að tína. Það er hægur vandi að komast yfir alla eyjuna, hún er ekki svo stór.
Endurvinnslan Húsey er umboðsaðili
fyrir Endurvinnsluna hf og hefur
aðsetur að Strandvegi 49. Miklu máli
skiptir að koma dósum og flöskum í
endurvinnslu enda úr efnum sem
náttúmnni gengur illa að vinna á.
Friðrik Már Sigurðsson tekur á móti
viðskipavinum sem skila af sér
umbúðum gegn skilagjaldi.
„Ég tek á móti gosflöskum, dósum,
og vínflöskum til endurvinnslu," segir
Friðrik Már hress og kátur, „en ekki
sultukrukkum eins og stundum slæð-
ast með.“
Hann segir fólk yfirleitt koma með
allt talið og hann borgi samkvæmt því.
„Fólki er alveg treystandi til að segja
rétt til urn fjöldann en ég tek stikk-
pmfur annað slagið og það stendur allt
eins og stafur á bók.“
Friðrik Már flokkar umbúðimar,
setur dósir og plastumbúðir í net og
þannig em þær fluttar til Reykjavíkur.
„Þar em þær pressaðar saman og
sendar til 1 Englands í endurvinnslu.
Glerflöskumar em muldar niður í þar
til gerðri vél og plastflöskurnar eru
sendar til Ameríku þar sem unnið er úr
þeim flísefni og allt hvaðeina."
Þegar hann er spurður hvort hann
geti slegið á magnið sem hann tekur á
móti á dag er hann ekki í neinum
vandræðum með það. „Ég tók saman
fjölda umbúða frá maímánuði til ára-
móta og reiknaði út meðaltalið. Ég er
taka á móti 7.500 stykkjum að
meðaltali á dag sem þýðir að Vest-
mannaeyingar em að innbyrða u.þ.b.
15.000 lítra af gosi og bjór á viku. Mér
fmnst það mikið og hefði ekki gert
mér í hugarlund hvað þetta er mikið
magn fyrr en ég sá það svart á hvítu.“
Níu krónur fást fyrir einingu og
hann segir að stundum komi það fólki
á óvart hvað neyslan er mikil. „Það
kom til mín maður með dósir og
flöskur sem höfðu safnast upp hjá
honum á einum og hálfum mánuði.
Honum fannst hann fá mikinn pening
og fór að reikna út innkaupsverðið. Þá
kom í Ijós að það var um það bil
sextíu þúsund krónur. Ég held að fólk
átti sig ekki alveg á þessu, gosþambið
á krökkunum er alveg út úr kortinu, ég
tala nú ekki um þegar við höfum
svona gott vatn.“
Friðrik Már segir að viðskipta-
vinimir séu allavega fólk. „Ég hef
komist upp í að borga 450 þúsund
krónur út á einum degi. Það var eftir
þjóðhátíð og það var andvirði 50
þúsund stykkja. Það er auðvitað þjóð-
þrifamál að hirða þetta upp og
endurvinna, þetta eru efni sem eru
óratíma að eyðast úti í náttúrunni. Ég
veit að skilin eru langmest í Vest-
mannaeyjum og það skýrist væntan-
lega af því að svæðið er lítið og margir
að tína. Það er hægur vandi að komast
yfir alla eyjuna, hún er ekki svo stór.“
Friðrik Már játar því að það séu
safnarar í þessu og tiltekur sérstaklega
ýmsa hópa eins og íþróttafélög,
skólakrakka, Litlu lúðrasveitina og
fleiri félagasamtök. „Þegar þessir
hópar eru að skila af sér þá kemur inn
talsvert magn og það eru nokkrir
atvinnusafnarar en það er gott mál þá
liggja ekki dósir og flöskur eins og
hráviði um allt.“
Hann segir að eðlilega sé talsverð
traffík hjá honum þegar fólk er að
skila af sér umbúðum og það séu ekki
síður konur en karlar sem sjái um
þessi mál. „Það koma líka margir við
hjá mér til að spjalla um landsins gagn
og nauðsynjar og það lífgar uppá
þetta. Við erum mest að spjalla um
sjávarútvegsmál og allskonar dægur-
mál, íþróttir, og þau mál sem koma
upp hverju sinni,“ sagði Friðrik Már
og það var nóg að gera hjá honum
þessa stuttu stund sem Endurvinnslan
var heimsótt.
gudbjorg@eyjafre"ir. is
s
Biskup Islands er á leið til Eyja
Næstkomandi helgi kemur biskup
íslands, herra Karl Sigurbjömsson, í
heimsókn til Vestmannaeyja.
Aðal erindið verður að prédika við
íjölskylduguðsþjónustu í Éandakirkju
sunnudaginn 24. apríl kl. 11.00 og að
því loknu að blessa nýju viðbótina
við Safnaðarheimilið. Um leið verður
efnt til vorhátíðar fyrir bama- og
æskulýðsstarfið og kirkjustarf fatl-
aðra með leikjum og grilluðum
pylsum eftir guðsþjónustuna. Eftir
húsblessun biskups verður kirkjukaffi
í Safnaðarheimilinu í boði sóknar-
nefndar og Kvenfélags Landakirkju.
Biskup mun einnig halda helgi-
stund á Hraunbúðum og heimsækja
heimilisfólk þar sem og sjúklinga og
starfsfólk sjúkrahússins. Við fjöl-
skylduguðsþjónustuna munu allir
kórar Landakirkju syngja, en það em
Kór Landakirkju, Stúlknakór Landa-
kirkju og Litlir lærisveinar. Vonast
prestamir og sóknarnefndin til þess
að sem flestir komi til kirkju næst-
komandi sunnudag.
Fréttatilkynning.
VINNSLUSTOÐIN HF.
AÐALFUNDUR
Aöalfundur Vinnslustöðvarinnar hf., fyrir reikningsárið frá 1.
jan. 2004 til 31. des. 2004, verður haldinn í Akógeshúsinu í
Vestmannaeyjum, föstudaginn 6. maí 2005 og hefst hann kl.
16.00.
FUNDAREFNI:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 12. gr. samþykkta félagsins.
2. Önnur mál löglega upp borin.
Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf.
x J i
n
V11V1Í
FRAMHALDSSKÓLINN í
VESTMANNAEYJUM
NEMENDUR í 10. BEKK
KYNNINGARFUNDUR
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum býður nemendum í 10.
bekk grunnskóla og foreldrum eða forráðamönnum þeirra til
opins kynningarfundar mánudaginn 25. apríl kl 20:00, í sal
skólans.
Farið verðuryfir innritunarferlið, skipulag skólans, starfereglur og
annað sem máli skiptir við upphaf náms í ffamhaldsskóla.
Léttar veitingar í boði og skólinn opinn til skoðunar.
Skólameistarí.
MURVALUTSYN
Ur^boö í Eyjurrv
Friðfinnur Finnbogason
Símar
481 1166
481 1450
Nudd er heilsurækt!
Nudd er lífsstíll!
Erla Gísladóttir
nuddari
Faxastíg 2a
Sími: 481 1612
Létt-bifhjóla- og bifhjólanámskeið
Ef næg þátttaka fæst, verður haldið námskeið í
Vestmannaeyjum í fræðilega ( bóklega) hluta létl-bifhjóla- og
bifhjólaprófsins.
Létt-bilfijól - skellinöðrur og vespur undir 50 kúbik að
vélarstærð.
Bifhjól - hjól yfir 50 kúbik að vélarstærð.
Námskeiðið verður þá haldið laugardaginn 23. apríl og sunnudaginn 24. apríl nk.
ATH. Nú verða allir sem ætla að fá réttindi til að aka létt-bifhjólum áður en
bílprófsaldri er náð ( 15-17 ára) að taka svona námskeið áður en æftngaleyfi verður
geftð út.
Kennari: Haukur Helgason ökukennari
Skráning og nánar upplýsingar veita: Snorri, s. 692-3131 / Gísli s. 896-6810
Ég og foreldrar minir þökkum
þeim sem glöddu mig á
fermingardegi mínum 3. apríl
2005.
Kveðja
Ásta María Joensen
Þakkirtil allra sem glöddu mig
með skeytum og gjöfum á
fermingardaginn
Kveðja
Dagmar Ósk Héðisdóttir