Reykjavík


Reykjavík - 08.09.2012, Blaðsíða 2

Reykjavík - 08.09.2012, Blaðsíða 2
2 8. september 2012 Reykjavík vikublað óskar eftir að komast í samband við borgar búa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu póst á ritstjorn@fotspor.is eða hringið í síma 698-6789. Reykjavík vikublað 33 Tbl. 3. áRganguR 2012 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykja vík. Auglýsingasími 578-1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Haukur Holm, netfang: haukur@fotspor.is. Myndir: Ýmsir, netfang: ritstjorn@fotspor.is, sími: 698-6789. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 46.000 eintök. dreifing: Reykjavík vikublaði eR dReift í 45.600 eintökum ókeypis í allaR íbúðiR í Reykjavík. Viltu segja skoðun þína? ReykjavíkuRgetRaunin Svar á bls. 14 Mánudagurinn næsti er tileinkaður forvörnum gegn sjálfsvígum víða um heim og hér á Íslandi er hann einnig helgaður minn-ingu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Í Reykjavík-vikublaði er fjallað um þessi mál og birtar greinar eftir fólk sem þekkir vel til þessa viðkvæma málaflokks. Það er kannski tímanna tákn og það er vel, að leyndarhjúpnum hefur verið svipt af þessari hlið mannlífsins. Lengi vel voru sjálfsvíg eitthvað sem ekki mátti ræða, tabú, eins og svo margt annað. Við sjáum það varðandi ýmis ofurviðkvæm mál að þegar þau loks komast upp á yfirborðið, þá áttum við okkur betur á vandanum og umfangi hans og verðum um leið hæfari til að takast á við hann. Á hverju ári falla 33 til 40 einstaklingar fyrir eigin hendi á Íslandi. Þetta þýðir að tveir til þrír svipta sig lífi í hverjum einasta mánuði ársins hér á landi. Þetta er há tala og mikill missir fyrir lítið samfélag. En missirinn er auðvitað mestur fyrir þá sem næst standa þeim sem ákváðu að ljúka lífi sínu. Allt að 600 manns reyna að fyrirfara sér árlega, en er sem betur fer bjargað. Dauði ástvinar er alltaf sár harmur. En þegar ástvinur deyr fyrir eigin hendi bætast fleiri tilfinningar við harminn. Fyrir utan sorgina bætast við reiði og jafnvel sjálfsásökun um að hafa ekki áttað sig á ástandinu og gripið inn í. Öll viljum við að öllum líði vel og ekkert okkar vill að einhver lendi svo úti á jaðri mannlífsins að hann sjái enga leið til baka. Verum vakandi fyrir þeim sem standa okkur nærri. Líklega hafa fáir orðað þetta betur en þjóðskáldið Einar Benediktsson í Einræðum Starkaðar. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti,sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. Góða helgi. Leiðari Aðgát skal höfð í nærveru sálar Hvað heitir þetta hús? Hestamenn telja sér úthýst úr Heiðmörk Deiliskipulag fyrir Heiðmörk er nú í kynningu, en henni lýkur 12. september. Stjórn hesta- mannafélagsins Fáks hvetur alla hesta- menn til að kynna sér deiliskipulagið vel, því stjórnin telur að þar séu hesta- menn settir til hliðar og áratuga hefð hestamanna um notkun svæðisins til útivistar sé ekki virt. Hestamenn séu útilokaðir frá stórum hluta svæðisins í skipulaginu. Eina heildstæða leiðin í núverandi drögum sé um 20 kílómetrar og því sé ljóst að skipulagsdrögin mæti ekki almennri notkun hestamanna. Stjórn Fáks skorar á alla sem eru ósammála deiliskipulaginu að mót- mæla, en þeir sem ekki mótmæla teljist samþykkir. Tillagan verði samþykkt óbreytt berist ekki mótmæli. Undir- skriftarlistar liggja frammi í öllum hestavörubúðum á höfuðborgarsvæð- inu, segir stjórnin og bendir einnig á að hægt sé að mótmæla með því að senda tölvupóst. Frestur til að gera athuga­ semdir við skipulag vegna nýs Landspítala framlengdur Hátt í fimmhundruð athugasemdir hafa borist. Fresturinn framlengdur til 20. september. Frestur til að gera athugasemdir við deiliskipulag vegna nýs Landspítala rann út 4. september síðastliðinn. Fjöldi athugasemda barst enn þegar fresturinn var að renna út var ákveðið að framlengja þennan frest til 20. september. Samkvæmt upplýsingum frá Reykja- víkurborg í vikunni voru athugasemd- irnar orðnar 450 talsins, þar af voru 240 samhljóða frá mismunandi aðilum. þar eru gerðar athugasemdir við áformin í heild sinni, byggingarmagnið, um- ferðina sem fylgir, umhverfisáhrifin og mengunina. Fyrrverandi borgarstjóri hefur skipt um skoðun og vill nú að hætt verði við framkvæmdina Steinunn Valdís Óskarsdóttir fyrrver- andi borgarstjóri sagði á Facebooksíðu sinni í vikunni að hún hafi áður verið fylgjandi byggingu sjúkrahúss á lóð- inni, en sé það ekki lengur. „Mér er hins vegar ljúft og skylt að upplýsa að ég hef skipt um skoðun enda forsendur breyttar og fólk á að geta viðurkennt að það hafi á ein- hverjum tíma haft rangt fyrir sér. Ég skora hér með á þá sem ráða málum nú að hætta við þetta, það er aldrei of seint! Svo verð ég nú að segja að mér finnast borgaryfirvöld seilast nokkuð langt með að segja að þeir sem ekki gera athugasemdir séu þar með búnir að samþykkja tillögurnar“. Borgarstjórinn fyrrverandi er beðinn á Facebook um að skýra hvaða forsendur hafi breyst sem valdi sinna- skiptunum. „Því miður er staðsetning þessa spít- ala líkt og trúarbrögð hjá mörgum og þau trúarbrögð byggja á nálægð við H.Í. og miðborgina. Þegar ákvörðun var tekin var m.a. talað um að það væri góð forsenda fyrir uppbyggingu miðborgar því þangað vantaði fólk, atvinnutækifæri og mannlíf. Þá var Laugavegurinn að hopa sem versl- unargata, fyrirtæki önnur að hverfa og menn töldu að innspýting fólks á svæðið myndi glæða miðborgina lífi. Fólk færi að versla eftir vinnu etc. Á þessum ríflega 12 árum síðan þessi um- ræða var í algleymi hefur mikið breyst og miðborgin og þetta svæði tekið miklum breytingum - nú ef eitthvað er hafa menn áhyggjur af flæði fólk og umferðar vestur í borgina. Einnig má nefna forsenduna um mikilvægi nálægðar við H.Í. sem margir efast um að skipti öllu máli í dag. Forsendur hafa líka breyst varðandi stærð og magn og þegar maður sér teikningarnar í plani á svæðinu þá er þetta yfirgengilega mikið. Vissulega er búið að setja í þetta fjármuni og það er ekki eitthvað sem er tekið aftur. Fyrst og fremst er það þó kostnaður við vinnu hönnuða, arki- tekta og sérfræðinga en engin steypa enn. Svo eru það fjárhagsforsendur! Hver á að fjármagna dæmið árið 2013? Lífeyrissjóðirnir? Mikilvægi góðrar að- stöðu fyrir starfsfólk er seint ofmetin en starfskjör, tækjakostur og vinnuálag eru líka þættir sem skipta máli, eins og margt starfsfólk geirans hefur bent á,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir fyrrverandi borgarstjóri. Öldungaráð stofnað í Reykjavík Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að stofnað verði sérstakt öldungaráð í borginni. Það verði skipað eldri borgunum og hlutverk þess verði að fjalla reglulega um málefni eldri borgara og verða borgarstjórn til ráðgjafar um þau. Þá er ráðinu ætlað að hafa víðtækt samráð við félög og samtök eldri borgara í Reykjavík sem og aðra þá er láta þessi málefni til sín taka. Gert er ráð fyrir að öldungaráðið fundi að minnsta kosti einu sinni á ári með borgarfulltrúum og full- trúum í velferðarráði um málefni eldri borgara. Skrifstofu borgarstjóra var falið að móta tillögur um hlut- verk, tilgang og skipan ráðsins og skal í því starfi haft samráð við Félag eldri borgara í Reykjavík. Ábyrgð á mörgum veigamiklum þáttum er varða eldri borgara flyst um þessar mundir frá ríki til sveitar- félaga. Hér má sjá hvernig gert er ráð fyrir að nýr Landspítali líti út Hestamenn telja sér úthýst úr Heið- mörk með nýju skipulagi og hvetja til mótmæla.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.