Reykjavík - 08.09.2012, Page 6
8. september 20126
www.reykjavikblad.is
www.hafnarfjordurblad.is ■ www.reykjanesblad.is
www.vesturlandblad.is ■ www.akureyrivikublad.is
www.selfossblad.is
MatuR
· Kjúklingur í sataysósu
· Svínakjöt í ostrusósu
· Núðlur með grænmeti
· Djúpsteiktar rækjur með súrsætri sósu
Hlakkað til
(jóla)
Andrea Guðmundsdóttir mat
gæðingur í Listaháskóla Íslands
býður lesendum Reykjavíkur
upp á forvitnilegar uppskriftir
frá öllum heimshornum.
Nú þegar að berjatíminn hefur
náð hámarki, þá datt mér í hug að
bæta við einni uppskrift til þess
að nýta berin á skemmtilegan
hátt. Um daginn var ég með
nokkrar uppskriftir að sultum, en
hér kemur ein til þess að búa til
jólasnaps sem gott er að dreypa á
á jólum (sem og suma aðra daga),
einnig læt ég fylgja með uppskrift
að vatnsdeigsbollum sem henta
afar vel með snapsinum góða.
Jólasnaps
Uppskriftin að jólasnapsinum er
mjög einföld: Fyrst af öllu finnur
maður til góða krukku, næstum
fyllir hana af rifsberjum, síðan
bætir maður við góðum skammti
af sykri og að því loknu fyllir maður
upp með hvítu rommi. Lokar síðan
krukkunni vel. Henni er síðan velt
varlega af og til og látin standa í
hillu í eldhúsinu.
Í lok nóvember síar maður berin frá
og hellir vökvanum á flösku, lokar
henni vel og geymir í ísskáp til jóla,
eða að minnsta kosti aðeins fram á
aðventuna. Jólasnapsinn er síðan
borinn fram kaldur úr ísskápnum.
Þetta er aðeins ein útgáfa af snaps-
inum, en rétt er að nefna að nota
má ýmis önnur ber, ekki síst bláber
eða krækiber. Einnig má nota margs
konar vínanda líka, til dæmis vodka.
En rifsberin gefa mjög fallegan
jólalit.
Vatnsdeigsbollur
3 dl vatn
75 gr smjör/smjörlíki
2 ½ dl hveiti
3 egg
Vatn og smjör er sett í pott og
suðan látin koma upp. Hveitið
sett út í og hrært vel með trésleif
þangað til deigið er orðið laust við
pottinn ( ½ til 1 mín.).
Potturinn er tekinn af eldavélinni og
deigið kælt aðeins. Sett í hrærivélar-
skál og eggjunum, einu í senn hrært
saman við. Deiginu er sprautað úr
sprautupoka eða sett með skeið á
bökunarplötuna.
Bakað við 225 gr hita í ca. 15-20
mín. Forðast skal að opna ofninn á
meðan.
Hægt er að nota annað hvort sæta
fyllingu eða ósæta í bollurnar. Gott
er að fylla bollurnar með sultu og
þeyttum rjóma og setja glassúr
ofan á. Einnig er gómsætt að hræra
ost og sýrðan rjóma saman og
setja í bollurnar, þá er betra að hafa
bollurnar minni. Eins er hægt að
gera aflangar kökur úr deiginu.
Hægt er að frysta vatnsdeigs-
bollurnar með eða án fyllingar.
Síðan síðla á aðfangadagskvöld
nálgast maður flöskuna góðu, hellir
í staupin, setur jólaplötu með Fats
Domino á fóninn og hugsar til síð-
sumardagsins í bláberjabrekkunni
góðu. Góða skemmtun.
Ísland
Dalvegi 4 - 201 Kópavogur
Hamraborg 14 - 200 Kópavogur
Sími: 564 4700
Opnunartími Dalvegi:
Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00
laugardaga frá 6:00 til 17:00
sunnudaga frá 7:00 til 17:00
Hugsaðu um heilsuna
og veldu heilkorn
Hjartabrauð
Þitt hjartans mál...í hvert mál...