Reykjavík


Reykjavík - 08.09.2012, Síða 10

Reykjavík - 08.09.2012, Síða 10
10 8. september 2012 Deiliskipulag fyrir Einholt og nágrenni til kynningar Nú stendur yfir kynning á til-lögu að nýju deiliskipulagi fyrir reitinn sem afmarkast af Einholti, Stórholti, Þverholti og Há- teigsvegi.Á þessum reit hyggst Búseti byggja rúmlega 200 íbúðir. Frestur til að gera athugasemdir er til 20. september næstkomandi og skulu þær sendar í tölvupósti á skipulag@reykjavik.is. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg verða athugasemdir og ábendingar notaðar sem innlegg í áframhaldandi vinnu. Eftir að unnið hefur verið úr athugasemdum verður tillagan auglýst og gefst þá hags- munaaðilum tækifæri til að koma athugasemdum sínum á framfæri í annað sinn. Fresturinn verður sex vikur. Einkarekið Apótek Lágt lyfjaverð - góð þjónusta ERNA Skipholti 3 - Sími: 552 0775 www.erna. is Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.isERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA Fyrir orrustuna um Milvian brú yfir Tíberfljót, 28. október 312 fyrir réttum 1700 árum, sá Konstantín mikli teikn krossins á himni og orðin “in hoc signo vinces” “Undir þessu tákni muntu sigra”. Árið 313 er Konstantín var orðinn keisari veitti hann kristnum mönnum trúfrelsi eftir langvarandi ofsóknir. Menin eru smíðuð á Íslandi eftir hugmynd Dr Gunnars Jónssonar og fást silfurhúðuð á 3.500,- úr silfri: 5.900,- (með demanti: 11.500,-) og úr 14k gulli á 49.500,- (með demanti: 55.000,-). IN HOC SIGNO VINCES (Undir þessu tákni muntu sigra) Gervihnattadiskar Diskar til að taka á móti sjón-varssendingum í gegn um gervihnetti eru kynlegar skepnur og fer um þá tvennum sögum. Sumir líta á þá sem þarfaþing, gleði- gjafa og til húsprýði meðan aðrir hafa horn í síðu þeirra og telja þá skaðræði og húslýti, svona eins og skeggbrodda í andliti fagurrar konu. Í samspili manna og diska eru ólgandi tilfinningar og skammt er í öfgar á báða bóga. Diskar leysa miklar tilfinningar úr læðingi og deilur vegna þeirra verða oft harðvít- ugar. Ásýnd húss. Húslýti. Hræsýning. Það er ljóst að stórir diskar og einnig smærri diskar utan á húsum og svölum eru fallnir til að spilla útliti húsa. Allt ytra byrði fjöleignahúss er í sameign og þar með er útlit þess og ásýnd. Allir íbúðareigendur eiga rétt á að eiga hlut að ákvörðun um það. Þess vegna mega eigendur ekki vera með neitt hangandi úr gluggum, sínum og á svölum sem veldur óprýði, sóðaskap og viðbjóði með venjulegu fólki. Menn mega ekki nota svalir sínar til hvers sem er, s.s. hundaklóset, dúfnabú og til að geyma drasl sem er til óprýði og óþæginda fyrir sambýlinga. Menn mega ekki nota svalir sem fiskhjalla og hengja utan á þær eða húsið blóð- drifna framliðna fugla til marks um veiðigetu og karlmennsku sína, eins og dæmi eru um. Sameiginlegir diskar. Sameiginlega diska má ekki setja upp fyrr en málið hefur hlotið formlega afgreiðslu innan húsfélagsins. Það er meginregla að uppsetning venju- legra diska sé háð því að aukinn meirihluti(2/3) sé því meðmæltur. En ef diskur er stærri, meira áberandi og til meiri lýta en það, er áskilið samþykki allra eigenda. Á hinn bóginn myndi einfaldur meirihluti yfirleitt duga þegar útlitsmengun er engin eða hverfandi. Einkadiskar. Það eru fyrst og fremst einkadiskar á fjöleignarhúsum sem eru deiluefni. Í sumum tilvikum eru diskar settir utan á svalahandrið íbúða eða á hús innan seilingar frá svölum en í öðrum til- vikum eru diskar innan svala og ná lítið eða ekkert upp fyrir svalahandriðið. Ávallt eru líkur á því að einkadiskur sé háður samþykki allra. Það byggist á því að þá er verið að veita viðkomandi eiganda aukinn eða sérstakan rétt um- fram aðra og slíkt er almennt forboðið nem allir samþykki. Byggingarleyfi. Ef diskur, hvort heldur einkadiskur eða sameignlegur diskur, kemur til með að breyta eða hafa áhrif á útlit og ásýnd fjöleignarhúss þá er meginreglan sú að afla verður samþykkis byggingar- yfirvalda. Disklingar á svölum. Þegar um er að tefla pena einkadiska á svölum snýr það meira að hagnýt- ingu séreignar. Það er meginregla að eigandi eigi einn rétt á að ráða yfir og hagnýta séreign sína. Beri lítið á diski og hann ekki til óprýði er vafasamt aðrir eigendur eigi íhlutunarrétt, hvað þá neitunarvald. Það er varla ástæða til að amast við því þótt krúttlegur disk- lingur lúri í leyni bak við svalahandrið. Sama er að segja ef hann gægist pent og sakleysislega upp fyrir handriðið svona eins og grill og aðrar leyfilegar tilfæringar á svölum. Ef diskur hefur engin eða sáralítil áhrif á ásýnd húss, þá hvorki meiðir hann né raskar lögvörðum hagsmunum annarra eigenda. Sem sagt. Ef ekki er um húslýti eða ásýndarspjöll, þá er íbúðareiganda yfirleitt heimilt að setja upp og hafa smágerðan disk á svölunum og þarf ekki að fá samþykki fyrir því. Höfundur er Sig urð ur Helgi Guð jóns son hrl. for mað ur Hús eig enda fé lags ins

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.