Reykjavík


Reykjavík - 20.10.2012, Side 6

Reykjavík - 20.10.2012, Side 6
6 20. október 2012 MatuR · Kjúklingur í sataysósu · Svínakjöt í ostrusósu · Núðlur með grænmeti · Djúpsteiktar rækjur með súrsætri sósu Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Sérfræðingar í líkamstjónarétti Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður Andrea Guðmundsdóttir mat­ gæðingur í Listaháskóla Íslands býður lesendum Reykjavíkur upp á forvitnilegar uppskriftir frá öllum heimshornum. Þessi arabíska lambakjötssúpa yljar manni svo sannarlega því hún er vel sterk. Auðvitað er það smekks- atriði hversu sterka þið viljið hafa hana. Ég var með perlu cous cous í henni, en venjulegt cous cous er líka fínt. Súpan er mjög matarmikil og saðsöm og því er hægt að bjóða upp á hana bara eina og sér, en ég var einnig með naan brauð og kóríander-chutney. Fyrir fjóra 2 laukar 4 hvítlauksrif 400 gr. gott lambakjöt, skorið í litla bita 1-2 tsk. cayenne pipar 2 tsk. paprikuduft 2 tsk. cumin 2 tsk. kóríanderduft 3 tsk. kanilduft 1 dós tómatar 2 lambateningar eða einn lamba og einn nauta hálfur bolli þurrkaðar apríkósur, skornar í litla bita rúmlega 1 lítri vatn 1 bolli perlu cous cous (eða venju- legt cous cous) lúka fersk mynta Kjötið er steikt með lauk og hvítlauk og látið brúnast aðeins. Síðan er allt kryddið sett út í, tómatar og vatn með kraftinum í. Látið malla í ca. klukkutíma. Að síðustu fara apríkósurnar út í og cous cous-ið og látið malla í 10-15 mínútur. Myntu er síðan stráð yfir í lokin. Naan brauð 1 1/2 tsk. þurrger 1-2 msk. volgt vatn 1 msk. hunang 300 gr. hveiti 1/2 tsk. salt 1/2 tsk. lyftiduft 1 msk. olía 75 gr. hrein jógúrt Hitið ofninn í 200 gr. Blandið saman geri og vel volgu vatni og hrærið hunanginu saman við. Látið á volgan stað í fimm mínútur, eða þangað til gerblandan freyðir örlítið. Setjið hveitið í aðra skál ásamt salti og lyftidufti, síðan fer olían, jógúrt og gerblandan út í og hnoðið þangað til þetta er orðið mjúkt og fallegt deig. Geymið deigið á volgum stað með plast- filmu yfir þar til það hefur tvöfaldað stærð sína. Hnoðið deigið síðan á hveitistráðu borði og skiptið því niður í kúlur. Fletjið brauðin út í þá stærð sem þið viljið og hafið þau frekar þunn. Látið brauðin á smurða plötu inn í heitan ofn og bakið í ca. 10 mínútur eða þar til þau eru fal- lega brún og farin að bólgna. Naan brauð er alltaf best alveg nýbakað. Kóríander­chutney 2 lúkur spínat 1 væn lúka kóríander 2 hvítlauksrif 1 grænn chili 2 msk. limesafi 1 avókadó 1 msk. rúsínur 2 msk. kasjúhnetur eða aðrar hnetur smá maldon salt Allt sett í matvinnsluvél og maukað vel, þetta er mjög gott með naan brauðinu. Góða skemmtun í eldhúsinu! Heit Haustsúpa Túnis Myndir: Ylfa Eysteinsdóttitr www.reykjavikblad.is www.hafnarfjordurblad.is ■ www.reykjanesblad.is ■ www.selfossblad.is www.akureyrivikublad.is ■ www.vesturlandblad.is

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.