Reykjavík


Reykjavík - 20.10.2012, Side 8

Reykjavík - 20.10.2012, Side 8
8 20. október 2012 Látum ljós okkar skína Núna þegar skammdegið grúfir yfir er rétt að huga að því hvernig við getum best séð hvert annað í umferðinni. Það á ekki síst við um hjólreiða- menn, en þeim hefur fjölgað um- talsvert á undanförnum misserum. Þeir deila meðal annars víða göngu- stígum með gangandi fólki og því er mikilvægt að þeir séu sýnilegir. Um- ferðarstofa hefur þess vegna ákveðið í samstarfi við söluaðila reiðhjóla og tryggingafélög og í samráði við Landssamtök hjólreiðamanna að hvetja til ljósanotkunar. Markmiðið er að allir hjól- reiðamenn séu með ljós á hjólum sínum. Til að auðvelda þetta hafa flestir söluaðilar veitt afslátt á bilinu 15 – 25% af ljósum fyrir reiðhjól undanfarna daga. Jafnframt hyggjast tryggingafélög gefa hópi hjólreiða- manna ljós til að auka sýnileika þeirra og öryggi. Þess má geta að lögregla er þessa dagana einnig með sérstakt eftirlit með ljósabúnaði ökutækja. Vonandi eykur þetta ágæta fram- tak verslana og tryggingarfélaga líkur á að hjólreiðamenn eignist góð ljós í þágu öryggis. Þess skal að lokum getið að um gerð og búnað reiðhjóla gilda eftirfarandi reglur: Reiðhjól skal búið rauðu þrí- hliða glitmerki að aftan og hvítu að framan. Á báðum hliðum fótstigs skulu vera hvít eða gul glitmerki. Gul eða hvít glitmerki skulu vera í teinum hjólsins. Reiðhjól sem notað er í myrkri eða skertu skyggni skal búið ljóskeri að framan sem lýsir hvítu eða gulu ljósi og ljóskeri að aftan sem lýsir rauðu ljósi. Ljóskerin skulu vera fest við hjólið. Ljóskerið að framan skal lýsa nægilega vel án þess að valda glýju. Það liggur í augum uppi, að miklu máli skiptir að menn sjáist sem eru á ferð í skammdeginu. Þau ljós sem seld eru kosta yfirleitt ekki mikið og það ætti að vera auðvelt fyrir alla hjólreiðamenn að eignast ljós. Með því stórauka þeir öryggi sitt og þeirra sem á vegi þeirra verða. Opið bréf til skipulagsstofnunar Er knýjandi nauðsyn að byggður verði nýr Landspítali fyrir árið 2020? Hver er mannfjöldi íslensku þjóðarinnar? Hvert er flatarmál Landspít-alans samtals þ.e.a.s. Landspítala, Borgarspítal- ans, Landakotspítalans, Kleppspítalans, Barnageðdeildarinnar við Dalbraut, Vífilstaðaspítalans, spítalans í Hafnarf- irði sem stendur ónotaður og svo fram- vegis, þar fyrir utan má nefna spítala sem ekki tilheyra Landspítalanum eins og t.d. Akureyrarspítala, spítalana á Ísa- firði og í Vestmannaeyjum og margar fleiri stofnanir um allt land sem þjónað hafa íslensku þjóðinni vel og lengi. Hvert skyldi vera flatarmál íveruher- bergjanna (skrifstofuherbergja) sem tilheyra Landspítalanum, herbergja þar sem skjólstæðingar Landspítalans stíga yfirleitt ekki fæti inn fyrir dyr? Ég hef talið þau mörg, meira að segja um 500 talsins (fimm hundruð talsins), og í þeirri tölu er ekki „skrifstofubáknið“ sem stendur á horni Egilsgötu og Ei- ríksgötu. Hvað eru margir skjólstæðingar (sjúklingar) inniliggjandi á Landspít- alanum öllum, á hverjum sólarhring? Athuga skal að þjóðin telur aðeins rúm- lega 300 þúsund manns. Eftir mínum heimildum er sjúklingafjöldinn á hverjum sólarhring um 500 manns til um 700 manns á hverjum sólarhring í öllum húsunum sem tilheyra Landspít- alanum. Starfsamannafjöldinn er heldur meiri en sjúklingarnir, þ.e.a.s. á virkum dögum frá kl. 09:00 til kl. 15:00 jafn- vel til kl. 16:00 vinna um 1500 manns til um 2200 manns á hverjum virkum degi. En eftir um kl. 16:00 vinna langt undir 1000 manns og eins er það um helgar. Inni í þessari talningu er að öllum líkindum ekki meðtalið það fólk sem vinnur í eldhúsi og við ræstingar, vegna þess að það eru einkarekin fyrir- tæki sem sjá um að útvega mannskap, sem sér um matseld og ræstingar. Nágrannalöndin okkar nota hús- eignir sem eru um 100 ára gamlar fyrir sína sjúklinga án þess að skammast sín, og einnig nota þeir herbergi sem í eru fleiri en þrjú sjúkrarúm. Ég get nefnt sem dæmi hið þekkta og frábæra sjúkrahús Bispebjerg í Kaupmanna- höfn, þar sem eiginmaður minn var sjúklingur á fjórðu viku og naut þar alls ekki síðri þjónustu heldur en eftir að hann var fluttur á Lsp. í Fossvogi. Bispebjerg hospital er mjög stórt sjúkrahús, elstu byggingarnar eru eru frá árinu 1913 en síðan hafa verið byggðar margar byggingar stórar og smáar fyrir mörg þúsund sjúklinga, ég álít að það svæði sem þessar byggingar standa á sé álíka stórt í þvermáli, eins og vegalengdin er á milli Lsp. við Hringbraut og Lsp. við Fossvog, sem er um 2 km. Við Íslendingar gerum mikið úr um hvað það sé langt á milli þessara tveggja spítala – hvað skyldu Danir segja við því? Hefur t.d. verið send ábyrg nefnd til Norðurlandanna til að skoða sjúkrahús í þessum löndum og fá haldgóðar upplýsingar um eðlilegar og góðar sjúkrahúsbyggingar? Eitt er víst að eins manns herbergi eru ekki yfirgnæfandi á sjúkrahúsum á Norðurlöndum og alls ekki 17 fermetra einbýli eins og við Íslendingar viljum endilega byggja fyrir hvern og einn sjúkling. Mest áríðandi fyrir sjúklinga er gott starfsfólk og gott andrúmsloft á hverri stofnun, auk þess þarf viðhald stofnana að vera gott og nauðsynlegur búnaður og tæki sem bestur þykir á hverjum tíma. Virðingarfyllst Eva Thorstensen, hjúkrunarfræðingur Höfundur er sigurður Helgason, sérfræðingur á Umferðarstofu Reykpúandi grannar Mikið er leitað til Hús-eigendafélagsins vegna reykinga í fjölbýlishúsum; á svölum, í sameign, á lóð og í íbúðum. Upp á síðkastið hafa raðhúsa-og ein- býlishússeigendur bæst í hópinn. Þolendur spyrja: Er réttur reykinga- fólks til að skaða heilsu fólks ríkari en réttur þeirra sem lifa vilja reyklausu lífi? Rýra skefjalausar reykingar á svölum og í íbúðum verðmæti annarra íbúða og er skylt að greina væntan- legum kaupendum frá því? Skaðsemi. Umburðarlyndi. Hvar eiga vondir að vera? Athafnafrelsi fólks er yfirleitt reglan svo lengi sem það veldur öðru fólki ekki ama, óþægindum og tjóni. Fólk má yfirleitt gera það sem það vill meðan það er öðrum að meina- og bagalausu. Þessu frelsi til athafna og æðis er settar skorður þegar það bitnar á öðru fólki. Menn hafa nokkuð rúmar heimildir til að skaða sjálfa sig með óhollustu en þegar þeir stefna öðru fólki í voða segir löggjafinn: „hingað og ekki lengra“. Reykingar eru ekki bara til óþæginda og ama fyrir þá sem eru í námunda, heldur líka heilsuvá. Heilbrigðissjónarmið eru ofan á og ríkjandi en reykinganautnin og umburðarlyndi víkjandi þegar að reykingum kemur. Reykingar eru á hröðu undanhaldi og reykingarfólk hefur hrökklast út á svalir, tröppur og undir gafla, þar sem það hímir, veður- barið, kinnfiskasogið og sakbitið. Þetta minnir á söguna af Guðmundi biskupi góða þegar hann blessaði bjargið en lét hluta þess vera heiðið áfram því „ein- hvers staðar verða vondir að vera“. Fjöleignarhúsalög. Tóbaksvarnarlög. Það eru engin bein ákvæði í fjöl- eignarhúsalögunum um reykingar. Í þeim er almennt boðið að íbúar skuli gæta þess að valda sambýlisfólki sínu ekki óþarfa ama og óþægindum. Reykingar falla undir það eins og aðrar mannlegar athafnir og ósiðir. Þegar reykingar og skorður við þeim eru settar verður að hafa að leiðarljósi það yfirlýsta markmið tóbaksvarnarlaga að virða skuli þann rétt fólks að þurfa ekki að anda að sér lofti sem er mengað tóbaksreyk. Húsfélag getur enn sem komið er tæplega, nema með samþykki allra, lagt blátt bann við reykingum í hús- inu, þ.e. í íbúðum, á svölum og á lóð. Eignarréttarsjónarmið heimila varla svo víðtækt inngrip í eignarréttinn. En réttarþróun er hröð og umburðar- lyndi gagnvart reykingum er á hröðu undanhaldi. Þótt íbúar séu óvenju viðkvæmir fyrir reyk og ólykt, þá eiga þeir ekki kröfu á því að aðrir taki sérstakt tillit til slíkrar viðkvæmni og dragi af sér eftir því. Sameign. Í tóbaksvarnarlögum frá 2002 er lagt bann við reykingum í sameiginlegu húsrými fjöleignarhúsa en ósagt er látið um reykingar á sameiginlegri lóð. Það er vafasamt hvort húsfélag hefur vald til að banna reykingar á lóð. Hvað húsfélag má og getur í þessu efni fer eftir tíðarhættinum og er líklegt að slíkt bann teljist sjálfsagt innan tíðar. Þróunin er í þá áttina og hún er hröð. Svalir. Húsfélag getur sett svalareykingum skorður í húsreglum og samþykktum en hafa verður hugfast að svalir eru að sínu leyti í séreign og að vald húsfélags til að setja reglur um hagnýtingu sér- eignar eru miklu þrengri en þegar um sameign er að tefla. Þá reynir á friðhelgi séreignaréttarins og öll þau ósköp. Hér er sama upp á teningnum um hraðbyr almenningsálits og lagaþróunar til höf- uðs reykingum. Það hafa komið upp hrikaleg tilvik um svo stórfelldar og tillitslausar reykingar á svölum íbúða að óbærilegt hefur verið fyrir granna. Í slíkum tilvikum er húsfélagi rétt og skylt af sjálfsdáðum eða að kröfu þolenda að leggja bann við reykingum eða setja þeim takmarkanir. Ef reykingarfólkið lætur ekki segjast má hugsanlega í grófum tilvikum krefjast þess að reyk- dólgarnir flytji og selji íbúð sína. Reykingar í íbúðum. Eigandi má gera það í sinni eign sem er venjulegt og eðlilegt og grannar verða að sætta sig við það. Við mat á því hvort menn fara yfir strikið og valda nágranna sínum ónæði, ama og röskun umfram það sem hann verður að þola og venjulegt er, verður að horfa til þess sem almennt viðgengst og tíðarandinn telur við hæfi á hverjum tíma. Ekki er útilokað að skefjalausar reyk- ingar í íbúð valdi slíkum óþægindum að húsfélagið eða einstakir íbúðareigendur geti á grundvelli fjöleignarhúsalaganna og þeirrar meginreglu tóbaksvarnarlaga að menn eigi ekki að þurfa að anda að sér tóbaksmenguðu lofti, gripið til laga- legra úrræða gagnvart slíkum ófögnuði. Verðrýrnun. Sölutregða. Ef ástandið er hrikalegt og engin betrun í augsýn þá liggur í augum uppi að íbúðir í húsinu eru ekki eins verðmætar og lystugar og ella. Það er augljóst að einhverjir kaupendur hrökkva frá og aðrir bjóða lægra. Seljanda ber að upp- lýsa um allt sem máli getur skipt fyrir kaupanda um það hvort hann kaupir og fyrir hvaða verð. Svona nokkuð er þess eðlis að upplýsa ber um það. Láti seljandi það hjá líða og hafi það dulist kaupanda, þá getur hann lent í vondum málum. Sérbýli. Eigendum einbýlishúsa ber að taka sanngjarnt tillit til eigenda nálægra eigna. Eigandi verður að umlíða venju- legar athafnir og hagnýtingu granna þótt röskun og ónæðið geti fylgt. Þegar metið er hvort athafnir séu leyfilegar eða ekki er byggt á hagsmunamati. Annars vegar er það réttur eiganda til að nýta eign sína á þann veg sem hann kýs. Hins vegar er það réttur granna til að nýta sínar eignir án óþæginda umfram það sem óhjákvæmilegt og venjulegt er. Reykmengun er ekki einskorðuð við fjöleignarhús og getur líka orðið illinda- efni milli eigenda aðliggjandi einbýl- ishúsa. Þá kemur til kasta óskráðara grenndarreglna. Þolendur geta krafist þess að úr reykingum verði dregið eða fyrirbyggjandi gerðar. Ef skollaeyrum er skellt geta þolendur leitað til dómstóla. Sænskur„ Stóri dómur“. Merkilegur dómur var kveðinn upp í Svíþjóð fyrir 3 árum þar var konu bannað að reykja í garði sínum að kröfu eiganda aðliggjandi einbýlishúss. Hann taldi sig verða fyrir miklum óþægindum vegna reykinga hennar. Þessi dómur hefur vakið mikla athygli, deilur og umtal. Hann gengur mjög langt og grípur mjög afgerandi inn í eignarrétt konunnar og réttur reykþjak- aða nágrannans er látinn vega þungt. Réttarþróun og almenningsálit þrengir og þjarmar jafnt og þétt að reykingum. Þar sem reykingarfólk átti forðum gleði- griðastaði er það nú útlægt og bannfært. Þessi dómur hefði þótt út í bláinn fyrir örfáum árum en ef að líkum lætur er tímaspursmál hvenær ámóta dómur verður kveðinn upp á landinu bláa. Reykingafólk á vísast í vændum frekari harðindi og hremmingar. Öll vötn renna til Dýrafjarðar í því efni. Heiðnabergi verður tæplega þyrmt sem forðum en hvar í ósköpunum eiga þá vondir að vera?....Hvar er nú biskupinn góði? Höfundur er sigurður Helgi Guðjónsson hrl, formaður Húseigendafélagsins

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.