Reykjavík


Reykjavík - 20.10.2012, Síða 9

Reykjavík - 20.10.2012, Síða 9
920. október 2012 Góð mynd gerir mann að betri manneskju Eigandi Grensásvídeós segir að tæknin gæti gengið af myndbandaleigunum dauðum. Hann segir sérhæfingu nauðsynlega og leggur sérstaka áherslu á norrænar myndir. Þegar hann leigir ekki út myndir, ræktar hann grænmeti og eldar mat. Ragnar Snorrason hefur rekið Grensásvídeó í tæpan áratug eða frá árinu 2003, en leigan hefur verið til lengur og er að hans sögn elsta myndbandaleiga landsins sem enn er í rekstri. Áhuga hans á kvik- myndum má rekja allt aftur til þess að hann var dyravörður og altmulig- maður í Gamla bíói í Ingólfsstræti, þar sem Íslenska óperan var síðan lengi vel, en nú er leikhús. „Þar kemur þessi bíómyndatenging sem gerir þetta allt auðveldara,“ segir Ragnar. Þannig að kvikmyndaáhuginn réð einhverju um að Ragnar keypti myndbandaleigu í stað þess að fara í annan rekstur. Elskar norrænar myndir „Svo er það líka áhuginn fyrir því að bjóða upp á eitthvað annað. Mér fannst orðið svo þreytt að koma inn á þessar leigur þar sem er þessi leiðinlegi topp 10 eða topp 20 listi og sömu myndirnar allsstaðar, þannig að ég fór strax í að viða að mér efni. Ég elska norrænt efni, en ég bjó í Noregi í tíu ár og er mjög opinn fyrir norrænu efni sem núna er að verða mjög áberandi með sjón- varpsþáttum og bíómyndum.“ Hann segir norrænt efni í allt öðrum klassa heldur en dæmigerða bandaríska efnið. Ragnar nefnir í tengslum við hvað margir viðskiptavinir hafi verið seinir að tileinka sér norrænt efni, þá kenn- ingu að á sínum tíma hafi ríkissjón- varpið gert stóra samninga við Svía um efni eftir ónefnda höfunda þar sem alvarleikinn og dramatíkin hafi verið allsráðandi. Fólk hafi því haldið að það sem kæmi frá Norðurlöndunum væri bara hádramatík. Nú viti allir betur og viðtökurnar fari sífellt batnandi. Miðaldra karlar eiga eftir að uppgötva norrænar myndir „Þegar ég byrjaði hugsaði ég stundum hvað ég væri að gera með því að kaupa danskar myndir því það væri ekki nokkur maður sem leigði þær. Ég var kominn með um hundrað myndir áður en ég vissi af, en þær hreyfðust ekki. Það tók tvö til þrjú ár áður en það gerðist.“ Hann segir að enn þann dag í dag komi til dæmis dönskukennarar á leiguna og fyllist gleði líkt og jólin væru komin hjá þeim þegar þeir sjá úrvalið. Ragnar segir að miðaldra karlmenn eigi eftir að uppgötva nor- rænu myndirnar, það séu frekar konur sem hafi áttað sig á því hvað þar sé að finna. „Þær vilja ekki ofbeldismyndir og ljótar myndir. Þær mega vera um ljóta hluti, en verða vera vel gerðar og ekki grimmar.“ Tæknin gæti gengið af myndbandaleigunum dauðum Ragnar segir hins vegar myndbanda- markaðinn hafa dregist saman, lítið selj- ist í verslunum af diskum og leiga dregist saman sömuleiðis. Tækninni fleygi fram og nú sé svo komið að fólk þurfi jafnvel ekki að fara út á leigu til að sækja sér mynd, heldur fái hana á netinu. „Þetta er stóri höfuðverkurinn og við erum bara að kynnast þessu núna. Þetta er allt annað umhverfi og gríðarlegar breytingar. Þetta þýðir bara að úrvalið, allavega af löglega efninu, alveg snar- minnkar.“ Hann segir að þótt stóru símafyrirtækin reki þessar netleigur muni þau aldrei leggja áherslu á myndir eins og til að mynda þær sem má fá hjá Grensásvídeói, því fyrst og fremst verði gert út á metsölumyndir, aðallega bandarískar. „Auðvitað finnst einn og einn gullmoli þar inn á milli eins og franska myndin Intouchables, en bara af því að hún sló í gegn.“ Ragnar segir að tæknibyltingin eigi eftir að ganga að miklu leyti af víd- eóleigunum dauðum, ein og ein muni lifa en ekki skila miklum gróða. Þetta hafi sýnt sig út um allan heim. Leigur sem gætu kannski lifað af séu þær sem marka sér sérstöðu, til dæmis eins og Grensásvídeó reynir að gera, en það verði hins vegar að koma í ljós hvort að hinn smái íslenski markaður sé nógu stór. Kakan sé ekki það stór. „Það er voða sorglegt að hugsa til þess að ekki verði boðið upp á neitt annað en snill- ingana í Hollywood.“ Ragnar segir að þumalputtareglan sé sú að leigja þurfi út hverja mynd tólf til þrettán sinnum til að standa undir kostnaðinum við að kaupa hana, en oft sé myndin þá orðin rispuð, brotin og skemmd. Ekkert leiðinlegra en fyrirsjáanleg mynd Ragnar segist sjálfur horfa kvikmyndir og mjög mikið á norrænar myndir enda séu það yfirleitt myndir sem eru í háum gæðaflokki og mun betri á allan hátt en dæmigerðar amerískar myndir. Einnig horfi hann töluvert á franskar myndir sem séu ferskar og maður viti ekki alltaf fyrirfram hvað gerist. „Það er ekkert leiðinlegra en að horfa á mynd sem er fyrirsjáanleg, hún heldur manni ekki vakandi. Það er eins og menn þori meiru í Evrópu, það er allt orðið svo staðlað fyrir vestan.“ Þá segir Ragnar Breta búa til frábært efni og hafi gert lengi, gæðaefni komi sífellt þaðan og margar sjónvarpsþáttaraðir eins og um Morse og Poirot megi horfa á aftur og aftur. Það hvað mynd kosti sé ekki ávísun á gæði, heldur handritið, leikurinn og vinnan við myndina sem skapi gæðin. „Ég segi alltaf að það sé mikill kostur við bíómynd ef hún gerir það að verkum að maður verður aðeins skárri manneskja á eftir. Setji mann inn í vandamál annarra og fái mann til að hugsa um lífið og tilveruna. Í virkilega góðum myndum er oft tekið á gríðarlega erfiðum hlutum. Það er komið með lausnir eða lausnirnar eru ræddar og eftir á er maður oft betur í stakk búinn til að takast á við lífið sjálft. Þess vegna skiptir máli að horfa á gott efni, að velja úr.“ Ræktar allt sitt grænmeti sjálfur En þegar Ragnar stendur ekki vaktina í Grensásvídeó, stundar hann útivist með fjölskyldunni, en hann er líka ötull matjurtaræktandi. „Við ræktum tómata og allt græn- meti, brokkólí, kartöflur, rófur og gulrætur, þannig að ég er alveg fastur í því á sumrin að rækta. Það hefur því komið sér vel að vera með þessa vídeóleigu því þá hef ég getað verið í ræktuninni á morgnana. Nú eru allir frystar stútfullir af heimaræktuðu grænmeti. Og svo strax í júlí byrja ég að tína sveppi og á fleiri kíló af þurrkuðum sveppum sem ég nota í sósur, súpur og fyllingar í pasta. Ætli ég hafi ekki líka tínt 40 til 50 kíló af berjum og ég bý til sultur og safa og líkjör. Sambýliskonan hefur að vísu smá áhyggjur af öllum þessum líkjör sem ég á.“ Líkjörin notar hann gjarnan til gjafa sem og sulturnar. Þá veiðir hann í matinn og er bæði með vatna- bát sem hann notar á Þingvallavatni og bát sem hann notar á sjóinn. Aldrei verið í herbergi með jafmmörgum með sama áhugamál Það kemur því kannski ekki á óvart að Ragnari finnst gríðarlega gaman af því að elda og gerir mikið af því. Snilldar- takar hans í eldhúsinu verða þjóðinni sýnilegir fljótlega, því Ragnar tekur þátt í matreiðslukeppninni Masterchef, en sýning þáttanna hefst á Stöð 2 í næsta mánuði. „Það var skorað á mig að taka þátt og ég hoppaði bara á það. Þetta er mjög skemmtilegt. Þarna hittir maður fólk sem hefur sama áhugamál, ég hef aldrei verið í herbergi með jafnmörgum sem hafa jafn mikinn áhuga og ég á mat, þannig að það var nóg að tala um.“ Hann segist vera afar hrifinn af því sem kallað er „slow food“. Með mesta safn mynddiska matreiðslusnill- inga Reyndar sameinar Ragnar áhugamálin sín tvö; kvikmyndir og eldamennsku, því á leigunni hjá honum er hann með gott úrval af matreiðsluþáttum til útleigu. „Ég er með stærsta safn diska með matreiðslusnillingum allsstaðar að úr heiminum. Maður þarf ekki að fara langt aftur í tímann til að muna að þá voru uppskriftir að sósum og öðru leyndarmál, en á þessum diskum eru snillingarnir að gefa okkur öll sín leyndarmál. Þess vegna verða til svona kallar eins og ég og fólk út um allan bæ sem fer að reyna sig og sér að þetta þarf ekki að vera flókið eða erfitt. Ragnar segir að auðvitað geri menn mistök og matreiðslan stundum klúðrist. „Eins og þegar ég saltaði saltkjöt í fyrsta skipti. Einhvern tímann um vet- urinn var ég búinn að gleyma að þetta var saltkjöt og bjó til indverskan pott- rétt úr saltkjötinu. Það var ekki borðað mikið af því,“ segir Ragnar Snorrason kvikmyndaáhugamaður og meistara- kokkur í Grensásvídeói. Grensásvídeó er elsta starfandi myndbandaleiga landsins. ragnar segir að tæknin gæti gengið af myndbandaleigunum dauðum. klassískar myndir skipa stóran sess. ragnar sameinar í vinnunni tvö áhugamál, kvikmyndir og matreiðslu.

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.