Harmoníkan - 31.05.1989, Blaðsíða 3
Útgefendur og áb.menn:
Hilmar Hjartarson Ásbúð 17,
Garðabæ, sími 91-656385
Þorsteinn Þorsteinsson Torfu-
felli 17,111 R.vík, sími 91-71673
Forsíðumyndin:
Frá vinstri: Guðmundur Samúels-
son, Sveinn Jóhannsson eða
„Denni“ var í E.F. kvintettinum á
sínum tíma sem þá var ein vinsæl-
asta hljómsveit landsins, Stein-
unn Pálsdóttir og Hannes Bald-
ursson jafnframt stjórnandi
harmoníkuhljómsveitar H.U.V.
Blaðið kemur út þrisvar á ári.
í október, endaðan febrúar og í end-
aðan maí. Gíróreikn. nr. 61090-9.
Auglýsingaverð:
1/1 síða kr. 9.300
1/2 síða kr. 6.200
1/4 síða kr. 3.900
1/8 síða kr. 2.300
Smáauglýsingar (1,5 dálksentimetri)
kr. 650 + kr. 120 fyrir hvern auka
dálksentimetra. prenttækni
Ágæti
lesandi
Þó að veturinn hafi verið ýms-
um erfiður er ekki þar með sagt
að hann hafi verið slæmur fyrir
harmonikuna í heild sinni. Fyrir
utan hljómplötur og hljóðbönd
sem hafa verið sett á markað lið-
ins vetrar þá hafa margir harmon-
ikuunnendur fengið að spreyta sig
á saumastofudansleik sem hefur
verið á dagskrá í ríkisútvarpinu
frá því í janúar. En það er ýmis-
legt framundan og nefna má í því
sambandi ferðalög innanlands og
utan og eru frændur okkar á hin-
um norðurlöndunum farnir að
gefa okkur gaum og farnir að
auglýsa í blaðinu okkar eins og
sést hefur t.d. frá „TITANO-
FESTIVALEN“ og „BASSER-
ALLE“ í Noregi. Þá eru alltaf
einhverjar heimsóknir á milli fél-
aga og mættu þær aukast til
muna til þess að harmoníkuunn-
endur kynnist betur. Ef að félög
hefðu það á stefnuskrá sinni að
vera með tónleika í einhverri
mynd í lok starfsárs, þá væri hægt
að bjóða öðru félagi að taka þátt
í þeim og þá er komið eitthvað til
að keppa að, ekki endilega til að
vera betri en hinn aðilinn heldur
til að „gera sitt besta“ og auka
Hilmar Hjartarson.
hróður sins félags. En það eru
ekki bara félögin sem þurfa að
vera sífellt á verði gagnvart efni og
öðru sem varðar hag blaðsins.
Framundan eru breytingar á
lögum sem varða afkomu margra
blaða og tímarita en þegar þetta
er ritað er ekki enn búið að ganga
frá þessum lögum en sumt máls-
metandi fólk óttast stórlega um
framhald á því fjölbreyttu úrvali
tímarita sem er á markaðnum í
dag.
Við þurfum því að athuga okk-
ar gang og sennilega verða ein-
hverjar breytingar á blaðinu, en
hverjar þær verða vitum við ekki
enn.
Fyrir nokkru sendum við for-
mönnum allra félaga bréf þar sem
sænski harmoníkuleikarinn Lars
Ek bauðst til að koma og halda
námskeið en beðið var um skrif-
legt svar fyrir ákveðinn tíma.
Aðeins þrír höfðu fyrir því að
svara bréflega en of seint. Raunar
kom það ekki að sök í þessu tilfelli
þar sem ekkert varð af námskeið-
inu vegna lítillar þátttöku, en svar
sem berst eftir eindaga hlýtur að
berast of seint þó svo að hringt sé
og tilkynnt að svar sé á leiðinni í
pósti. En þrátt fyrir allt þá voru
Þorsteinn Þorsteinsson.
þeir það samviskusamir að svara
bréfinu, en því miður voru aðrir
sem ekki fannst það pappírsins
virði að svara. Það gefast allir upp
á því að gera eitthvað sem þarfn-
ast skipulagningar ef alltaf þarf
að hafa eindaga á tilkynningu um
aðild eða þátttöku miklu fyrr en
nauðsynlegt er, aðeins vegna þess
að það eru alltaf einhverjir sem
láta vita of seint og virðast hafa
það fyrir reglu frekar en undan-
tekningu. Það er ekki þar með
sagt að við þurfum að gleypa við
öllu sem að okkur er rétt, en ef við
höfum einhvern áhuga fyrir því
sem er verið að gera í hverju sinni
þá verðum við að bregðast rétt við
og á réttum tíma. Nú þurfa for-
menn harmoníkufélaganna að
koma sér saman um hvort svona
námskeið er æskilegt og eins
hvernig ber að standa að slíku ef
það telst vænlegt og eins til hvers
eða hverra á að leita. Auðvitað er
sjálfsagt að ræða slíkt innan
S.Í.H.U. en þar er hinn rétti
grundvöllur til að ræða slík mál.
Við skulum njóta sumarsins og
koma tvíelfd til vetrarstarfsins.
En þangað til GLEÐILEGT
SUMAR.
Þ.Þ.
3