Harmoníkan - 31.05.1989, Side 8
Frá œfingu á kaffistofunni haustið 1986.
Vestan af fjörðum
Harmoníkufélag Vestfjarða
var stofnað formlega í nóvember
1986.
Aðdragandi þeirrar stofnunar var
þá orðinn nokkur. Harmoníkuleikar-
ar höfðu hist og rætt málin, en fullur
skriður komst þó fyrst á þetta þegar
haldinn var dansleikur að gömlum sið
í svonefndu Turnhúsi í Neðstakaup-
stað á ísafirði.
Turnhúsið er yfir 200 ára gamalt og
var notað sem pakkhús fyrr á árum,
en hefur nú verið gert upp og hýsir
sjóminjasafn.
Þegar haldið var upp á 200 ára af-
mæli ísafjarðarkaupstaðar sumarið
1986 var fyrrgreindur dansleikur
haldinn í Turnhúsinu og þangað boð-
aðir harmoníkuleikarar sem tiltækir
kynnu að vera.
Þátttaka varð mjög góð, á annan
tug nikkara mætti á staðinn og það
var dansað bæði úti og inni fram á
nótt.
Eftir þetta hittust harmoníkuleik-
arar aftur og stofnuðu Harmoníku-
félag Vestfjarða í nóvember 1986.
Á þeim tveimur árum sem félagið
hefur starfað hefur myndast kjarni
um 15 harmonikuleikara sem halda
hópinn og hittast að jafnaði einu sinni
í viku yfir vetrartímann og taka lagið.
Samkomustaðurinn er á kaffistofu í
Skipasmíðastöð Marselíusar Bern-
harðssonar, rúmgott pláss með góð-
um anda; skipamyndir á veggjum og
ævinlega kaffi á könnunni.
Síðan hafa félagarnir leikið víða í
nafni félagsins, ýmist fleiri eða færri
hverju sinni. Það hefur verið leikið á
útihátiðum, samkomum og við hin og
þessi tækifæri. Efnt hefur verið til
dansleikja í samráði við gömludansa-
klúbbinn hér, og þá einkum leiknir
gömlu dansarnir í bland með sigildum
gullaldarslögurum.
Þá hefur verið fastur liður að leika
fyrir eldri borgara hér í bæ og hafa
viðtökur þar verið einstaklega góðar,
eins og reyndar viðast hvar þar sem
leikið hefur verið.
Tónlistarskóla ísafjarðar var ritað
bréf á síðasta vetri og farið fram á að
skólinn kannaði möguleika á að taka
upp kennslu í harmoníkuleik.
Undirtektir skólans voru mjög góð-
ar og kom skólastjórinn, Sigríður
Ragnarsdóttir á fund stjórnar nú í
september og ræddi málin.
Er afráðið að hefja kennslu í
harmoníkuleik eftir næstu mánaða-
mót.
Harmoníkufélagið hefur í hyggju
að kaupa eina eða tvær harmoníkur
af unglingastærð og færa skólanum
að gjöf af þessu tilefni.
Þá hefur verið ákveðið að félögum
mun gefast tækifæri til að læra og æfa
nótnalestur á vegum skólans, hvort
heldur er sem einstaklingum eða í
hópkennslu.
Fram til þessa hefur lítið verið æft
á skipulegan hátt eftir nótum, en
meira byggt á þeirri kunnáttu og hefð-
um sem félagarnir hafa byggt störf sín
á fram til þessa.
Því verður að sjálfsögðu haldið
áfram, en jafnframteru að hefjast æf-
ingar á tví- og þrírödduðum verkum.
Ein af stofnendunum Messíana
Marsellíusdóttir mun leiðbeina í þess-
um efnum, en hún mun einnig annast
kennslu í Tónlistarskólanum þegar
hún hefst eftir áramótin.
Félagar í Harmoníkufélagi Vest-
fjarða eru nær 50 talsins, og eru
dreifðir um Vestfirðina vestanverða.
Því miður hefur ekki náðst til þeirra
allra, sem virkra félaga, þar sem æf-
ingar eru eingöngu á veturna og sam-
Jón Sigurpá/sson, safnvörður í
Neðstakaupstað hefur plokkað bass-
ann með okkur auk þess sem Gunnar
Hólm hefur leikið á trommur, en því
miður vantar mynd af honum.
8