Harmoníkan - 31.05.1989, Blaðsíða 11
Fra útvarpsstöð í Vancouver, þarna áég harmoníku af gerðinni Chiu Saroli Itali, u.þ.b.
35—37 motel úrvals hljóðfceri sem fyrrum var í eigu Lýðs Sigtryggssonar. Meðleikar-
arnir eru, frá v. Curly Johnson, Roy Hashuld, Jonny Zapp, á söngkonunni hef ég ekki
nafn.
tónskáldi, fiðluleikara og músikráðu-
naut útvarpsins.
Það varð úr að við mættum í barna-
tima útvarpsins, báðir með
harmoníku og lékum þarna í beinni
útsendingu dúettana góðu. Við vor-
um fengnir aftur og aftur, urðum
landsþekktir. Útvarpið var eini ljós-
vaka fjölmiðillinn og mikið hlustað á
þessum árum, kringum 1943. Fyrir
klaufaskap fékk ég ekki áfram tíma
hjá dananum en klóraði mig áfram
sjálfur þangað til ég frétti af Braga
Hlíðberg, ég hafði hlustað á hann á
hljómleikum í Austurbæjarbíói. Þar
áður var ég búinn að hlusta á Lýð Sig-
tryggsson með sínum norska kennara
Hartvig Kristofersen. Ég sá sem sagt
að þarna var eitthvað að gerast. Fyrir
utan þetta heyrði maður alltaf af og til
í útvarpi Bjarna Böðvarsson leika
með útvarpshljómsveitinni. Ég held
hann hafi verið frumkvöðullinn í að
blanda harmoníkunni með öðrum
hljóðfærum. Mér finnst jaðra við að
harmoníkan hafi verið of mikið ein-
leikshljóðfæri, það má breytast. Ég
baðst ásjár hjá Braga Hlíðberg og
hann tók mig í tíma, þá var ég fjórtán
— fimmtán ára. Um þetta leiti er ég
farinn að spila það mikið að ég spila
í þriggja manna gömludansagrúþþu
suður í Hafnarfirði með Jenna Jóns
lagahöfundi og Jóhanni Eymunds-
syni. Við spiluðum í tvo vetur í Al-
þýðuhúsinu oft tvö kvöld í viku. Kröf-
ur dansgesta voru gífurlegar um að
takturinn væri hárréttur, þetta voru
þéttsetin böll. Svo fór Bragi til
Ameríku að fullnuma sig eitthvað
meira. Þá dreif ég mig í tónlistarskól-
ann; í klarinettuleik hjá kennara ætt-
uðum frá Húsavík að nafni Egill
Jónsson. Hafði áður fengið tilsögn í
sellóleik.
Þegar Bragi kom aftur frá Ameríku
fékk ég að vera áfram. Hann vissi að
ég hefði ofsalegan áhuga og hann út-
vegaði mér nótur og hvaðeina. Á þess-
um árum er ég farinn að koma fram á
fullu sem sólisti sérstaklega niður í
gamla Sjálfstæðishúsinu við Austur-
völl, þá voru haldnar reviur sem voru
mjög vinsælar og gengu lengi. Har-
aldur Á. Sigurðsson kynnti mig sér-
staklega og ég kom fram sem sérstakt
númer sminkaður og uppáklæddur.
Hann lét alltaf salinn hlægja, það var
létt að koma fram þarna, maður öðl-
aðist mikla reynslu — komst til dæmis
alveg yfir sviðsskrekkinn. Þetta voru
glæsilegar skemmtanir 3—4 sinnum í
viku fyrir troðfullu húsi. Það komu
fram dansarar, leikarar og söngvarar.
Ég heyrði fyrst Sigurð Ólafsson koma
fram þarna. Mér var sagt að hljóm-
sveit Aage Lorange sem lék fyrir dans-
inum hafi verið heilt ár á kaupi að
undirbúa dagskrá fyrir þetta. Ég var í
þessu meira og minna í tvö ár, stund-
um kom Bragi Hlíðberg í minn stað og
Jan Moravék, hann gerði skemmtileg-
ar kúnstir utan að leika á harmoníku,
hann lék á fjöldann allan af hljóðfær-
um líka.
Eftir þetta lá leiðin til Akureyrar
þar sem ég fór að spila á Hótel Norð-
urland með fleiri mönnum og eftir
það alla leið til Kaupmannahafnar.
Maður fór þarna út með eina sokka,
jakka og harmoníku, lenti strax í að
spila á bjórkrá með gítarleikara sem
líka söng, gott tímabil, fast kaup og
svoleiðis. Aftur lá leiðin til íslands og
þá tók við tilhugalífið, og stuttu
seinna var ég farinn að spila með
hljómsveit Svavars Gests í Breiðfirð-
ingabúð. Við fórum meðal annars til
Vestmannaeyja að spila þar á vorver-
tíð í þrjár til fjórar vikur fyrir sjóar-
ana, mér fannst mjög gaman að upp-
lifa þetta. Ég spilaði með Svavari þar
til að ég fór til Vancouver í Kanada ár-
ið 1952 m.a. til að læra meira.
Kanada heillar
Til að byrja með gekk ekki vel,
maður rak sig á vegg í flestu. Ég byrj-
aði í allskonar stritvinnu til að hafa
ofan í okkur og á. Við áttum orðið eitt
barn ég og konan mín. Ég hitti alla-
vega músíkkanta þarna, loks auglýsti
ég mig og í nokkur kvöld komu þarna
ýmsir og prufuðu mig sundur og sam-
an. Þetta voru allra þjóða kvikindi,
ungverjar, rússar, þjóðverjar, kanada-
menn og englendingar. Einu komst ég
þá að, allir voru með allægsta kaup
sem ég hafði heyrt um á æfinni. Þeir
urðu mjög hissa þegar ég tók ekki
bara fyrsta tilboði. Á öðrum degi kom
til mín mjög skrautlegur náungi, stór
og sterkur í „western cowboy“ útliti
frá toppi til táar. Hann lét mig spila
með sér í erfiðum tóntegundum, það
gekk einhvernveginn og hann réð mig.
Launin voru 60 dollarar á viku sem
var það mesta sem komið hafði fram
að þessu. Vorum sex vikur í þessari
tónleikaferð. Jú við fimmmenning-
arnir spiluðum fjögur til fimm kvöld
vikunnar í B.C. og Alberta fylki.
Hljómsveitarstjórinn var þekktur
maður sem hafði verið með kunna
tónlistamenn á sínum snærum. Það er
nefnilega galdurinn þarna að vera
nógu þekktur, annað gengur ekki. Ég
hefði aldrei getað gert neitt einn, hefði
ekki fengið múlasna til að hlusta á
mig. Er ég kom til Vancouver aftur fór
ég í fiskvinnu og var að spila eitt og
eitt kvöld með hinum og þessum, tók
því sem að höndum bar. Allt í einu vill
cowboyinn fá mig aftur með sér til
Kalgarí, ég hafði fest kaup á húsi en ég
bara slaufaði því. í Kalgarí átti að vera
mögulegt að komast í mjög góða út-
varpsstöð til að auglýsa okkur upp.
11